[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla
Norska / Sænska

 

Inngangur

Kennsla í norsku eða sænsku stendur til boða nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemur kennslan þá í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst í grunnskóla. Nemendahópurinn í norsku og sænsku hefur þá sérstöðu að vera fámennur og dreifður. Geta verið fáir nemendur á hverjum stað sem eiga kost á kennslu í þessum málum. Kennslan fer oft fram utan venjulegs skólatíma og í sumum tilvikum eru foreldrar leiðbeinendur. Nauðsynlegt er vegna sérstakrar stöðu þessara mála að náið samstarf sé milli heimilis og skóla, kennara og foreldra. Fjarkennsla er æskilegur kostur fyrir þennan hóp og hlýtur í framtíðinni að verða verulegur hluti af námi í norsku og sænsku, bæði í grunnskóla og framhaldsskóla.

Nemendur, sem geta valið norsku eða sænsku, hafa þá sérstöðu að þeir vita deili á þessum samfélögum, þekkja tjáskiptareglur þeirra og siði. Þeir hafa því málfarslegar og menningarlegar rætur bæði á Íslandi og í Noregi eða Svíþjóð.

Þeir sem geta stundað nám í norsku eða sænsku eru nemendur sem hafa búið í Noregi eða Svíþjóð eða eiga fjölskyldu- og/eða vinatengsl þar og hafa þannig öðlast undirstöðukunnáttu í málunum.

Undirstöðukunnátta, sem nemandi þarf að hafa til að geta stundað nám í norsku eða sænsku, er að

Þessi lágmarkskunnátta er nauðsynleg til þess að nemendur geti nýtt sér það norskunám/sænskunám sem í boði er.
 
[Til baka]

EAN 1999