[Til baka]

Aðalnámskrá grunnskóla

Þrepamarkmið í norsku/sænsku í 8. bekkjar

Áfram verður byggt á reynslu og þekkingu nemenda og reynt að nýta hana og áhugamál nemenda sem mest við val á viðfangsefnum. Lögð er vaxandi áhersla á lestur og ritun. Lengri textar eru notaðir og a.m.k. lesin ein skáldsaga sem er við hæfi nemenda. Málfræði- og stafsetningarkennsla byggist á þeirri þekkingu sem nemendur hafa þegar aflað sér. Nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit á norsku/sænsku. Leitast er við að vekja nemendur til umhugsunar um eigin ábyrgð á námi og mikilvægi eigin frumkvæðis.

Sérstök áhersla er lögð á að rækta menningartengsl með því að nemendur kynnist leiðum til að afla upplýsinga um Noreg/Svíþjóð, t.d. hjá Norræna húsinu, í textavarpi, á Netinu og með því að læra um daglegt líf jafnaldra í Noregi/Svíþjóð.

Nemandi

[Til baka]

EAN 1999