Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða

Fylgiskjal 1:

Hugmyndir um nánari útfærslu

á einstökum markmiðum

 

1. Leiðir til að ná markmiðum í lestri - nánari útfærsla

Á fjórða námsári grunnskóla á nemandi að hafa náð tökum á undirstöðuatriðum lestrar.

Í því felst m.a. þetta:

 

Á fjórða námsári á nemandi að vera byrjaður að lesa sér til gagns og upplýsingaöflunar.

Í því felst m.a. þetta:

 

Á fjórða námsári á nemandi að vera byrjaður að lesa sér til skemmtunar og afþreyingar.

Í því felst m.a. þetta:

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í því að lesa sér til gagns.

Að þeirri þjálfun lokinni á nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandinn að hafa fengið hvatningu til og þjálfun í að lesa sér til gleði, skemmtunar og afþreyingar.

Að þeirri þjálfun lokinni á nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa náð góðum tökum á því að lesa sér til gagns.

Samkvæmt því á nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að vera orðinn góður lesandi bókmennta og afþreyingarefnis.

Samkvæmt því á nemandinn

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að treysta kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar.

Í því felst m.a. að hann skal

 

Á síðari árum framhaldsskóla á nemandinn að fá sérþjálfun í bókmenntalestri .

Í því felst m.a. að hann skal

(Sjá nánar í lýsingu á útfærslu markmiða í töluðu máli og framsögn og einnig í bókmenntum.)

 

2. Leiðir til að ná markmiðum í töluðu máli og framsögn - nánari útfærsla

Á fjórða námsári grunnskóla á nemandi að hafa náð tökum á undirstöðuatriðum íslensks framburðar.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Á fjórða námsári á nemandi að hafa náð valdi á undirstöðuatriðum samræðna, frásagna og tjáningar.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í framburði og framsögn.

Af því á að leiða að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í munnlegri frásögn, samræðum og rökræðum.

Að því búnu á nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa fengið markvissa fræðslu um og þjálfun í framburði og framsögn.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að vera orðinn allvel þjálfaður í munnlegri frásögn og umræðum.

Í því felst að nemandinn

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að fá sérstaka þjálfun í töluðu máli og framsögn.

Samkvæmt því skal að því stefnt að nemendur

 

3. Leiðir til að ná markmiðum í hlustun og áhorfi - nánari útfærsla

Á fjórða námsári grunnskóla á nemandi að hafa náð tökum á undirstöðuatriðum hlustunar og áhorfs.

Í því felst m.a. að hann

 

Á fjórða námsári á nemandi að hafa fengið þjálfun í að hlusta á sögur, leikrit og ljóð sér til skemmtunar og afþreyingar.

Sú þjálfun á að hafa leitt til þess að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í því að hlusta á munnleg fyrirmæli, leiðbeiningar og texta og horfa á fræðsluefni sér til gagns

Sú þjálfun á að leiða til þess að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa náð verulegri færni í að njóta bókmenntaefnis og afþreyingarefnis sem flutt er munnlega og/eða miðlað á myndrænan hátt.

Þessi færni á að gera nemandanum kleift

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa fengið fræðslu um eðli talaðs máls, hljóð- og myndmiðla og geta nýtt sér slíkt efni.

Að svo komnu á nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að vera orðinn góður og áhugasamur "neytandi" menningarlegs efnis í hljóð- og myndformi.

Það þýðir að nemendur eiga að hafa

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að fá frekari þjálfun í að nýta sér fræðsluefni í hljóð- og myndformi.

Í því felst að nemandinn

 

Á síðari árum framhaldsskóla er æskilegt að nemendur öðlist skilning á gildi kvikmyndalistar og myndmennta og tengslum þeirra við leikritun og bókmenntir.

Að þessu má t.d. stuðla með því að gefa nemendum kost á valnámskeiðum sem fjalla um þessi efni.

 

4. Leiðir til að ná markmiðum í ritun - nánari útfærsla

Á fjórða námsári grunnskóla á nemandi að hafa náð tökum á undirstöðuatriðum tæknilegra þátta ritunar.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Á fjórða námsári á nemandi að vera byrjaður að skrifa einfalda texta af ólíkum gerðum og setja þá fram á skipulegan og læsilegan hátt.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í stafsetningu og frágangi ritaðs máls.

Af því á að leiða að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í framsetningu og skipulagi ritaðs máls af ýmsu tagi.

Að því búnu á nemandinn að geta

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa náð góðum tökum á stafsetningu og frágangi ritaðs máls.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa náð verulegri leikni í ritun margvíslegra texta.

Samkvæmt því á nemandinn

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að fá þjálfun í sem fjölbreyttastri ritun.

Í því felst að nemandinn fær tækifæri til að

 

Á síðari árum framhaldsskóla á nemandinn að eiga kost á markvissri ritþjálfun af ýmsu tagi.

Þessu markmiði má m.a. ná með því að nemandinn

 

5. Leiðir til að ná markmiðum í bókmenntakennslu - nánari útfærsla

Á fjórða námsári á nemandi að hafa kynnst bókmenntatextum af ýmsu tagi (vísum, ljóðum, þjóðsögum, ævintýrum, goðsögnum, stuttum sögum), bæði af eigin lestri en ekki síður af upplestri annarra. Bókmenntakynningin þarf að haldast í hendur við þjálfun í lestri, hlustun og áhorfi, og ritun.

Þessum markmiðum getur nemandinn náð með því að

 

Á fjórða námsári á nemandi að hafa kynnst nokkrum grundvallarhugtökum sem varða bókmenntir og texta og geta nýtt sér þau í umræðum.

Þar með á nemandinn að

 

Samþætting

Bókmenntakynning á þessu skólastigi tengist augljóslega lestrarþjálfun og þjálfun í hlustun og áhorfi (að hlusta á upplestur, horfa á leikrit, skoða myndatexta og myndskreytingar), en einnig er æskilegt að tengja hana við beina málþjálfun, bæði með því að nemendur fái tækifæri til að flytja texta munnlega (upplestur, endursögn, flutningur á efni sem hefur verið lært utan að, leikræn tjáning) og að skrifa (eða láta skrifa fyrir sig) texta af svipaðri gerð og hina lesnu texta (endursegja og frumsemja stuttar frásagnir, semja ljóð), búa til bækur, blöð og veggspjöld. Einnig má nýta bókmenntalesturinn til að auðga orðaforða, ræða um orðafar og texta með einföldum málfræðilegum hugtökum (t.d. orð, nafnorð, sérnafn, lýsingarorð, sagnorð, o.s.frv. - sbr. markmiðslýsingar í málfræði).

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa kynnst fleiri tegundum bókmenntatexta og hafa m.a. lesið heilar bækur (barnabækur, skáldsögur), bæði frumsamdar á íslensku og þýddar.

Þessum markmiðum getur nemandinn náð með því að

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í því að notfæra sér bókmenntafræðileg hugtök í umfjöllun um texta.

Þar með á nemandinn að

 

Samþætting

Eins og áður á að kosta kapps um að tengja bókmenntakynninguna við aðra þætti móðurmálskennslunnar á markvissan hátt. Í því felst m.a. að nemendur fái þjálfun í mismunandi lestri með því að lesa suma bókmenntatextana af nákvæmni en aðra hraðar; fái þjálfun í munnlegri tjáningu með því að lesa ljóð og aðra stutta texta upphátt, endursegja texta munnlega, fara með ljóð sem þeir hafa lært, taka þátt í leikrænum flutningi texta; þjálfist í ritun með því að reyna að skrifa texta af svipaðri gerð og þeir lesa, bæði með því að endursegja stuttar frásagnir skriflega (eftir upplestri) og með því að semja sjálf bókmenntalega texta; og með því að notfæra sér grundvallarhugtök í málfræði í umræðu um texta, svo sem hugtök á borð við staðhæfing, spurning, skipun, langar og stuttar málsgreinar, og gera sér grein fyrir mikilvægi þess hvaða orð er valið, t.d. þegar völ er á nokkrum samheitum.

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa lesið fjölbreytta íslenska bókmenntatexta, bæði forna og nýja, og fengið nokkra yfirsýn yfir íslenska bókmenntasögu frá miðri 19. öld og til nútímans og tengsl bókmenntanna við mismunandi menningarstrauma og tísku á þessu tímabili, svo og við helstu þjóðfélagsbreytingar.

Þessum markmiðum getur nemandinn náð með því að

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að skilja og hafa náð talsverðri leikni í að nota ýmiss konar hugtök í umræðum um bókmenntir og texta

Samkvæmt því á nemandinn að

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að lesa sem fjölbreyttasta texta frá ýmsum tímum.

Þessu markmiði má t.d. ná með því að nemandinn

 

Á síðari árum framhaldsskóla á nemandinn að eiga kost á því að sökkva sér betur niður í bókmenntaverk frá ólíkum tímabilum bókmenntasögunnar.

Þessu markmiði má t.d. ná með því að nemandinn

 

6. Leiðir til að ná markmiðum í málfræðikennslu - nánari útfærsla

Á fjórða námsári á nemandi að hafa kynnst nokkrum grundvallarhugtökum málfræði, t.d. í tengslum við lestur og ritun.

Þar með á nemandinn

 

Á fjórða námsári á nemandi að geta nýtt sér ýmis málfræðihugtök í umræðu um mál og málbeitingu.

Í þessu felst m.a. að

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa kynnst fleiri málfræðihugtökum sem nota má við málþjálfun og málakennslu.

Af því á að leiða að nemandinn

 

Á sjöunda námsári á nemandi að hafa fengið frekari þjálfun í því að notfæra sér málfræðileg hugtök í umfjöllun um mál.

Þar með getur nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að vera orðinn vel kunnugur helstu málfræðihugtökum og hafa hugmynd um grundvallaratriði íslenska málkerfisins.

Í því felst m.a. að nemandinn

 

Við lok tíunda bekkjar á nemandinn að hafa náð talsverðri leikni í að nota málfræðileg hugtök í margvíslegri umræðu um mál.

Samkvæmt því á nemandinn að geta

 

Á fyrstu árum framhaldsskóla á nemandinn að fá frekari þjálfun í að nota málfræðileg hugtök í umræðu um mál.

Þessu markmiði má m.a. ná með því að nemandinn

 

Á síðari árum framhaldsskóla á nemandinn að fá tækifæri til að treysta kunnáttu sína á ýmsum sviðum málfræðinnar.

Þessu markmiði má m.a. ná með því að nemandinn

Gera má ráð fyrir að aðeins yrði fengist við sumt af þessu í sérstökum valáföngum sem tengdust kjörsviði nemenda (sbr. kaflann um móðurmálskennslu á ólíkum brautum framhaldsskólans).

Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða


Menntamálaráðuneytið 1997
Uppsetning á vefsíðu Jóhann Ásmundsson
dags: 15.09.1997