heimasíđa lífsleikni
 

Opinn póstlisti um lífsleikni

Settur hefur verið á stofn opinn póstlisti um lífsleikni í skólastarfi. Markmiðið með listanum er að fjalla um lífsleikni í nýrri skólastefnu menntamálaráðuneytisins. Hér getur áhugafólk um þennan þátt í skólastarfi skipst á hugmyndum og tekið þannig þátt í að móta þessa nýju grein.

Til að gerast áskrifandi að listanum þarf að senda tölvupóst á majordomo@ismennt.is. Gæta þarf þess að hafa „subject“ línuna auða. Ef þú sendir póstinn út með því netfangi sem þú ætlar að nota þá á eingöngu subscribe lifsleik að vera í innhaldi bréfsins. Ef þú ætlar hins vegar að nota annað netfang en tölvupóstsforritið þitt er stillt á, þá á bréfið að innihalda línuna: subscribe lifsleik <fullt netfang>. Dæmi: subscribe lifsleik notendanafn@ismennt.is. Gæta þarf þess að ef tölvupósturinn þinn er stilltur á sjálfgefna undirskrift (signature) komi annað hvort „--“ fyrir framan undirskriftina eða skipunin end. Til að skrá sig af listanum skal bera sig eins að nema að nota skipanirnar  unsubscribe lifsleik eða unsubscribe lifsleik <fullt netfang> eftir því hvort á við samkvæmt framansögðu.

Vert er að benda á að allt sem er sent inn á listann túlkast sem opinber skrif og geta þess vegna farið í dreifingu þvers og kruss um netheima, án þess að höfundur ráði þar nokkru um.

Ýmsar skipanir í majordomo
Majordomo er póstlistakerfi sem heldur utan um póstlistann lifsleik@ismennt.is. Kerfið felur í sér nokkrar innbyggðar skipanir og er hér að neðan drepið á þær helstu. Í öllum tilvikum skal fara að eins og þegar verið er að skrá sig á listann, þ.e. pósturinn er sendur á majordomo@ismennt.is, „subject“ línan höfð auð og bréfið inniheldur eingöngu skipunarlínuna.Menntamálaráðuneytið 1998. Umsjón með vefsíðunni hefur Jóhann Ásmundsson joas@ismennt.is
Síðast uppfært 19.5.1998.