Til baka á síðuna "Lokaskýrsla forvinnuhóps"

 
4.5. Dans og líkamstjáning

Dans hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er tungumál sem allar þjóðir heims eiga aðgang að. Börnum er eðlislægt að tjá sig með líkama sínum áður en þau taka að beita hugtakaheimi orða og einn megintilgangur dansmenntunar í grunnskóla er að gefa barninu tækifæri til að fá útrás fyrir, tjá og túlka hugsun sína, hugmyndir og tilfinningar með líkamstjáningu.

Dans eflir hreyfiþroska barnsins og sjálfsvitund, hann stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum, eflir sjálfsöryggi og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu og gerir nemendur færari um að skemmta sér án vímuefna . Dans gerir snertingu eðlilega milli kynjanna, eykur tillitssemi í mannlegum samskiptum og stuðlar að eflingu samkenndar í bekkjarheildum.

Með kennslu í dansi eigin menningar og annarra má efla skilning á hefðum og menningu bæði eigin þjóðar og annarra. Dansinn má tengja öðrum námsgreinum grunnskóla svo sem tónmennt, myndlist, íþróttum og samfélagsgreinum á margvíslegan hátt.

Skipan náms:

Kennsla í dansi og líkamstjáningu er í höndum almennra bekkjarkennara og sérgreinakennara svo sem tónmenntakennara, íþróttakennara eða danskennara eftir aðstæðum.

Í öllum tilfellum skal kennsla skipulögð í samræmi við lokamarkmið grunnskóla í greininni.

Skólar verða að tryggja það að allir nemendur geti mætt lokamarkmiðum grunnskóla í dansi og líkamstjáningu.

 

Lokamarkmið dans og líkamstjáningar í grunnskóla:

Við lok grunnskóla eiga nemendur að:

 
Sköpun / túlkun / tjáning:

- hafa öðlast skilning á hreyfigetu líkamans, möguleikum hans til tjáningar og færni í að beita honum til sköpunar.

- hafa öðlast félagslegt öryggi til þess að tjá hugsun sína, hugmyndir og tilfinningar í hreyfingu / dansi.

-hafa þekkingu á undirstöðuatriðum almennra/algengustu dansa.

- vera færir um að samhæfa hreyfingar og tónlist og hafa sjálfstraust til að dansa við algeng danslög.

 
Skynjun / greining / mat:

- hafa öðlast innsýn í menningararfleifð eigin þjóðar og annarra í dansi