Til baka á síðuna "Lokaskýrsla forvinnuhóps"
 
Um skýrslu forvinnuhóps / Inngangur
 
UM SKÝRSLU FORVINNUHÓPS

Forvinnuhópurinn var skipaður með erindisbréfi menntamálaráðherra dags. 26. febrúar 1997. Í hópnum voru:

Arngunnur Sigurþórsdóttir, handmenntakennari.

Auður Ólafsdóttir, listfræðingur.

Gréta Mjöll Bjarnadóttir, myndmenntakennari.

Guðrún Helgadóttir, aðstoðarskólastj. Myndlista- og handíðaskóla Íslands (formaður hópsins).

Njáll Sigurðsson, deildarsérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu.

Robert S.C. Faulkner, tónmenntakennari.

Faglegur umsjónarmaður endurskoðunar aðalnámskrár á sviði lista Halldóra Thoroddsen, vann með hópnum. Bakhópar, sem fagfélög tón-, hand-, og myndmenntakennara stofnuðu voru fulltrúum sínum í hópnum til stuðnings. Aðilar á sviði dans, leiklistar og hönnunar voru einnig kallaðir til skrafs og ráðagerða.

Í erindisbréfi var hópnum falið að:

Forvinnuhópurinn kom saman til fyrsta fundar hinn 13. mars 1997, en þá hafði faglegur umsjónarmaður unnið undirbúningsstarf og aflað margvíslegra gagna til að nota við vinnuna.

Meðal gagna má telja:

Frá miðjum mars til ágústloka voru haldnir 12 fundir. Auk þess tóku fulltrúar hópsins þátt í málþingum sem haldin voru um námsgreinar sviðsins.

Í aðalatriðum má skipta vinnu hópsins í eftirtalda þætti:

Kröfugreining. Vinna úr formlegri námskrárstefnu ráðuneytisins, alþjóðlegum kröfum, kröfum skóla og atvinnumarkaðar.

Röksemdafærsla. Áðurgreindar kröfur rökstuddar og vægi þeirra metið.

Gróf þáttagreining námsviðs / námsgreina. Á grundvelli rökstuðnings voru námsgreinar og námsþættir ákvarðaðir fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Samanburður við gildandi námskrá. Tekið var tillit til helstu gagnrýni, sem fram hefur komið á gildandi námskrá og áhrifa nýrrar stefnu í menntamálum.

Mótun nýrra markmiða. Lokamarkmið fyrir grunn- og framhaldsskóla ákvörðuð.

Mikill hluti vinnunnar fór fram utan funda. Formaður hópsins og faglegur umsjónarmaður héldu utan um verkið og skipulögðu fundi, verkaskiptingu og miðlun gagna.

Eins og mælt er fyrir um í ábendingum frá verkefnisstjórn endurskoðunar aðalnámskrár reyndi forvinnuhópurinn m. a. að taka mið af eftirfarandi atriðum í vinnu sinni:

Efni skýrslunnar

Efni skýrslunnar er skipt í kafla.

Fyrsti kaflinn er almennur og þar er fyrst skilgreining listasviðs og grind námskrárinnar lauslega útskýrð. Einnig er gerð grein fyrir þeim áherslubreytingum sem lagðar eru til.

Í öðrum kafla eru settar fram þær forsendur sem hópurinn gaf sér um tilgang og eðli lista sem fræðasviðs og kennslugreina.

Í þriðja kafla er sett fram meginmarkmið listkennslu og gerð grein fyrir skipan námsins í skólakerfinu. Þar eru einnig nákvæmari útskýringar á þeirri greiningu markmiða sem gengið er út frá.

Í fjórða kafla er gerð grein fyrir tilgangi og eðli kennslugreina sviðsins og gerðar tillögur að lokamarkmiðum greinanna í grunnskóla og framhaldsskóla.

Í fimmta kafla er viðauki þar sem gerð er grein fyrir ýmsum forsendum gæðastarfs í skólum.

Hallveigastaðir, Reykjavík. 26.9.1997,

Guðrún Helgadóttir, formaður ...............................Halldóra Thoroddsen, faglegur umsjónarmaður

Arngunnur Sigurþórsdóttir................. Auður Ólafsdóttir........................ Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Njáll Sigurðsson............................................................................ Robert S. C. Faulkner

 

INNGANGUR

Listasvið

Sviðið heitir listasvið og innan þess eru sex greinar. Sviðið skiptist í handavinnu, myndlist, tónlist, dans / líkamstjáningu, hönnun og leiklist / leikræna tjáningu.

Í þessu áliti er lögð áhersla á að listkennsla taki til allra sviða listrænnar starfsemi, jafnt alþýðulistar sem fagurlistar, dægurlistar sem sigildrar listar.

 
Grunnskóli:
Í grunnskóla eru handavinna, myndlist og tónlist sjálfstæðar skyldunámsgreinar en dans / líkamstjáning, hönnun og leiklist / leikræn tjáning eru samþættar öðrum námsgreinum og valgreinar.

 
Framhaldsskóli:
Á framhaldsskólastigi eru skilgreindar þrjár listgreinar : Hönnun, myndlist og tónlist. Þær geta verið kjörsvið listnámsbrauta sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, almennt skyldufag í brautarkjarna eða valgreinar. Einstaka skóla er í sjálfsvald sett að velja aðrar listgreinar til kennslu eða að bæta við listgreinum. Einnig geta skólar boðið uppá valda þætti tveggja listgreina á kjörsviði listnámsbrauta.
_________________________________________________________________________________________

Öll listgreinakennsla miðar að því að þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningarskilning nemenda. Við gerð námskrár ber að taka tillit til þess að mannlegir hæfileikar greinast í mörg svið, sem ber að þroska í skólastarfi. Listgreinarnar eru í eðli sínu ólíkar og höfða til ólíkra þátta mannlegra hæfileika. Í listkennslu er verið að þjálfa þætti, sem eru nauðsynleg undirstaða alhliða tilfinninga- og vitsmunaþroska og verða best þroskaðir fyrir tilstilli viðkomandi listgreina. Í samræmi við þá lögboðnu stefnu að veita nemendum alhliða þroska, skal þjálfa skilning þeirra og færni á öllum sviðum skynjunar og tjáningar með kennslu í öllum listgreinum í grunnskólum landsins.

Í upplýsingasamfélagi hafa nemendur aðgang að ofgnótt þekkingarbrota og hlutverk skólanna er að gefa nemendum forsendur til þess að raða brotunum saman í merkingarbæra heild. Hlutverk skólanna er að kenna nemendum að meta gildi upplýsinga, túlka upplýsingar og að miðla þekkingu sinni og skoðunum. Á grundvelli nýrrar sýnar á hlutverk skólans í samtímanum eru lagðar til áherslubreytingar í námskrá listasviðs. Þær fela í sér meira jafnvægi milli sköpunar, túlkunar og tjáningar annars vegar og skynjunar, greiningar og mats hins vegar.

Í samræmi við þetta er hlutverk listgreinakennslu tvíþætt:

Í fyrsta lagi að kenna tjáningarleiðir listgreinanna, tjáningarleiðir sem mannkynið hefur þróað með sér frá fyrstu tíð.
Í öðru lagi að veita nemendum vitund um tilgang, merkingu og samhengi .


Í rökstuðningi fyrir listasviði er byggt á skilgreiningu á eðli, tilgangi og markmiðum sviðsins og greina innan þess. Grind námskrárinnar er samansett af ferlum, sem eru sameiginleg öllum námsgreinum sviðsins og innihaldi, sem tekur til mismunandi innihalds hverrar greinar. Ferlin eiga að tryggja það að breidd og jafnvægi náist innan fagsins. Þau eru: sköpun, túlkun og tjáning annars vegar og skynjun, greining og mat hins vegar. Innihald námsgreinanna er flokkað í: lögmál og aðferðir greinarinnar, félagslegt og sögulegt samhengi , fagurfræði og listrýni.

Markmið hverrar greinar eða námsþáttar eiga að tryggja samfellu í náminu, sem miðast við þroska og fyrra nám nemandans. Til hliðsjónar eru eftirfarandi atriði, sem mynda eðlilegan stígandi í námi:

Ennfremur skal gæta þess við skipulag náms í listum að nemendur fái þar tækifæri til að auka þekkingu sína, öðlast og þjálfa færni og efla skilning sinn á viðfangsefninu listir. Það er að veita nemendum aðgang að þeirri þekkingu sem innihaldsflokkar námskrárinnar kveða á um, og þjálfa þá færni sem ferlin tvö krefjast og að nemendur þjálfist í að beita þeirri þekkingu og færni sjálfstætt og myndi sér persónuleg viðhorf til lista á þeim grundvelli.