Til baka á síðuna "Lokaskýrsla forvinnuhóps"
 

4.6. Leiklist og leikræn tjáning*

Frá unga aldri, nota börn ímyndunarleikinn til að rannsaka, skipuleggja og skilja sjálf sig og umhverfi sitt. Leikræn tjáning byggir á þessu náttúrulega ferli. Greinin byggir á munnlegri og líkamlegri tjáningu og eflir sjálfsvitund og félagsþroska nemenda.

Sérstaða leikrænnar tjáningar er: hlutverkaleikurinn og persónusköpunin. Nemendur læra að setja sig í spor annarra og takast á við ímyndaðar aðstæður. Skilningur og nám á sér stað vegna þeirrar kröfu sem þessar aðstæður gera til þátttakenda.

Með leikrænni tjáningu öðlast nemandinn sjálfsskilning og sjálfsmat, sem auðveldar honum að yfirvinna tilfinningalegar og líkamlegar hömlur og þróa sjálfstraust í daglegum samskiptum. Í leiklist og leikrænni tjáningu taka nemendur þátt í skipulagðri og markvissri samvinnu, sem eflir félagsþroska.

 
Skipan náms:
Í almennri kennslu gefast mýmörg tækifæri til þess að hagnýta aðferðir leiklistar ýmist á eigin forsendum eða sem leið við kennslu annarra greina.

Greinarnar geta tengst skólastarfi á þrjá vegu:

Mikilvægt er að allir nemendur fái þjálfun í leikrænni tjáningu á yngri stigum skólakerfisins í eðlilegu samhengi við almennt nám og boðið verði uppá leiklist sem námsgrein í vali á eldri stigum.

Ferðir á leiksýningar og umfjöllun um þær eru nauðsynlegur hluti leiklistarnáms og menningaruppeldis.

 
* Í þessari námskrá verður gerður greinarmunur á hugtakinu "leikræn tjáning" og "leiklist". í leiklist er stefnt markvisst að sýningu fyrir áhorfendur en í leikrænni tjáningu er reynsla þátttakenda meginmarkmiðið. Engu að síður er byggt á sömu grunnhugmynd, að setja sig í spor annarra.

 

Lokamarkmið leiklistar og leikrænnar tjáningar í grunnskóla:
 

Við lok grunnskóla eiga nemendur að:
 

Sköpun / túlkun / tjáning:

- geta staðið upp og tjáð sig frjálslega bæði um almenn málefni og eigin skoðanir.

- hafa tileinkað sér grunntækni greinarinnar í skapandi vinnu.
 

skynjun / greining / mat:

- hafa öðlast skilning á leiklist sem tjáningarformi og geta notið leiklistar á jákvæðan og gagnrýninn hátt.

- geta sett sig í annarra spor í viðteknum mannlegum samskiptum.