Til baka á síðuna "Lokaskýrsla forvinnuhóps"

3. MEGINMARKMIÐ, FERLI, INNIHALD OG SKIPAN

Meginmarkmið, ferli og innihald.

Grunnskóli:

Listmenntun á að veita nemandanum lykil að þeirri mannlegu reynslu sem tjáð er með aðferðum hinna ýmsu greina lista og færni í að beita þeim aðferðum við eigin tjáningu :

Framhaldsskóli:

Listmenntun á listnámsbrautum á að veita nemandanum lykil að þeirri mannlegu reynslu sem tjáð er með aðferðum hinna ýmsu greina lista og færni í að beita aðferðum að minnsta kosti einnar greinar við eigin tjáningu :

Þetta felur í sér ferlin:

Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að kennd séu og þjálfuð öll ferli námsviðsins, bæði færni, þekking og skilningur. Í venjulegu námsumhverfi skarast gjarnan þessi ferli og byggja hvert á öðru. Nemendur læra t.d. vinnuferli og beitingu verkfæra um leið og þeir læra orðaforða greinarinnar. Þeir læra að beita greiningarfærni, þekkingu og skilningi á sögulegu og félagslegu samhengi jafnhliða því sem þeir þróa hugmynd.

Sköpun, túlkun og tjáning: Vísar til notkunar nemandans á fjölbreytilegu úrvali efniviðs og miðla hverrar greinar, til þess að skapa, tjá og túlka tilfinningar, hugsanir, hugmyndir og lausnir.

Skynjun, greining og mat: Vísar til þekkingar og skilnings á eðli lista og á því persónulega, sögulega og félagslega samhengi, sem list er sköpuð í. Ennfremur til hæfninnar til að skynja og skilgreina list og meta á rökstuddan hátt.

Innihaldið er flokkað í:

Lögmál og aðferðir greinarinnar: Vísar til röklegrar uppbyggingar greinarinnar, form- og byggingarþátta hennar og annarra sérkenna svo sem aðferða, tækni efnis og miðla.

Félagslegt og sögulegt samhengi: Vísar til þess menningarlega umhverfis sem list sprettur úr.

Fagurfræði og listrýni: Vísar annars vegar til umfjöllunar um eðli listar og hins vegar til færni hvers og eins til að skynja, greina og meta list og leggja þannig grunn að persónulegu gildismati.

Markmið hvers innihaldsflokks taka mið af báðum ferlunum, þ. e. til hæfni í framsetningu og móttöku.
 

Skipan náms.

Grunnskóli:
Listasvið skiptist í handavinnu, myndlist, tónlist, dans / líkamstjáningu, hönnun og leiklist / leikræna tjáningu. Í grunnskóla eru handavinna, myndlist og tónlist sjálfstæðar skyldunámsgreinar en dans / líkamstjáning, hönnun og leikræn tjáning eru samþættar öðrum námsgreinum og valgreinar. Öllum nemendum 9.-10. bekkjar skulu standa til boða valgreinar á listasviði.

Miðað er við að:

- handavinna sé skyldunám frá 1.- 9. bekk grunnskóla og að nemendur fái tvær kennslustundir á viku hálft skólaárið. í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku.

- myndlist sé skyldunám frá 1.-9. bekk grunnskóla og að nemendur fái tvær kennslustundir á viku. Þegar um verklega kennslu er að ræða miðast við hámark 15 nemendur í hóp. Í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku.

- tónmennt sé skyldunám frá 1.- 9. bekk grunnskóla og að nemendur fái að jafnaði tvær kennslustundir á viku. Í 10. bekk skal miða við að um valgrein sé að ræða þar sem nemendur fá að jafnaði 2 - 4 kennslustundir á viku.

Framhaldsskóli:
Á framhaldsskólastigi eru skilgreind þrjú svið : Hönnun, myndlist og tónlist. Einstaka skóla er svo í sjálfsvald sett að velja aðrar listgreinar til kennslu eða að bæta við listgreinum. Listgreinar í framhaldsskóla geta verið kjörsvið á listnámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, almennt skyldunám í brautarkjarna eða valgreinar.

Við gerð aðalnámskrár framhaldsskóla er nauðsynlegt að sett verði reglugerð um hlutverk og samstarf framhaldsskóla og sérskóla svo sem tónlistarskóla og myndlistarskóla. Hér er átt við þegar val eða kjörsvið listnámsbrautar á framhaldsskólastigi fer fram innan tveggja stofnana sem starfa á mismunandi forsendum, faglega og skipulagslega. Nauðsynlegt er að reglugerð skeri úr um ýmis álitamál t.d. skólagjöld launakostnað, hlutverkaskiptingu milli skóla og skipulag náms.

 
Listnámsbraut:

Námið skiptist í:

Almennan brautarkjarna: 75 einingar. (a.m.k. fjórar einingar í almennu námi í listum tvær í tónlist og tvær í sjónlistum).

sérgreinar brauta: 9 einingar (sameiginlegt nám listnámsbrautar ).

val: 14 einingar,

kjörsvið: 42 einingar (ein listgrein; nemendur geti þó valið í samráði við skólayfirvöld nám í völdum þáttum tveggja listgreina).

Menntunin á listnámsbraut er grunnur fyrir frekara námi t.d. á háskólastigi innan sem utan listasviðs.
 

Tveggja ára listnámsbraut:

Námið skiptist í:

kjörsvið: 42 einingar

sérgreinar brauta: 9 einingar

val: 14 einingar

 
Almennt skyldunám í brautarkjarna:

Að minnsta kosti 4 einingar, tvær í tónlist og tvær í sjónlistum eru skyldunám.
 

Valgrein:

3 - 4 einingar í listgreinum, standa nemendum allra brauta til boða.