Til baka á síðuna "Lokaskýrsla forvinnuhóps"     /      til baka á heimasíðu listgreina

 

EFNISYFIRLIT

0. Um skýrslu forvinnuhóps

1. Inngangur

2. Rökstuðningur fyrir listasvið

3. Meginmarkmið, ferli, innihald og skipan

4. Listgreinar í skólakerfinu: rökstuðningur, lokamarkmið

4.1 Handavinna

4.2 Hönnun

4.3 Myndlist

4.4 Tónmennt

4.5 Dans og líkamstjáning

4.6 Leiklist / leikræn tjáning

5. Viðauki

5.1. Um húsnæði og búnað vegna tónmenntakennslu

 

UM SKÝRSLU FORVINNUHÓPS

Skipan hópsins, erindisbréf og vinnutilhögun

Forvinnuhópurinn var skipaður með erindisbréfi menntamálaráðherra dags. 26. febrúar 1997. Í hópnum voru:

Arngunnur Sigurþórsdóttir, handmenntakennari.

Auður Ólafsdóttir, listfræðingur.

Gréta Mjöll Bjarnadóttir, myndmenntakennari.

Guðrún Helgadóttir, aðstoðarskólastj. Myndlista- og handíðaskóla Íslands (formaður hópsins).

Njáll Sigurðsson, deildarsérfræðingur í Menntamálaráðuneytinu.

Robert S.C. Faulkner, tónmenntakennari.

Faglegur umsjónarmaður endurskoðunar aðalnámskrár á sviði lista Halldóra Thoroddsen, vann með hópnum. Bakhópar, sem fagfélög tón-, hand-, og myndmenntakennara stofnuðu voru fulltrúum sínum í hópnum til stuðnings. Aðilar á sviði dans, leiklistar og hönnunar voru einnig kallaðir til skrafs og ráðagerða.

Í erindisbréfi var hópnum falið að:

Forvinnuhópurinn kom saman til fyrsta fundar hinn 13. mars 1997, en þá hafði faglegur umsjónarmaður unnið undirbúningsstarf og aflað margvíslegra gagna til að nota við vinnuna.

Meðal gagna má telja:

Frá miðjum mars til ágústloka voru haldnir 12 fundir. Auk þess tóku fulltrúar hópsins þátt í málþingum sem haldin voru um námsgreinar sviðsins.

Í aðalatriðum má skipta vinnu hópsins í eftirtalda þætti:

Kröfugreining. Vinna úr formlegri námskrárstefnu ráðuneytisins, alþjóðlegum kröfum, kröfum skóla og atvinnumarkaðar.

Röksemdafærsla. Áðurgreindar kröfur rökstuddar og vægi þeirra metið.

Gróf þáttagreining námsviðs / námsgreina. Á grundvelli rökstuðnings voru námsgreinar og námsþættir ákvarðaðir fyrir grunn- og framhaldsskóla.

Samanburður við gildandi námskrá. Tekið var tillit til helstu gagnrýni, sem fram hefur komið á gildandi námskrá og áhrifa nýrrar stefnu í menntamálum.

Mótun nýrra markmiða. Lokamarkmið fyrir grunn- og framhaldsskóla ákvörðuð.

Mikill hluti vinnunnar fór fram utan funda. Formaður hópsins og faglegur umsjónarmaður héldu utan um verkið og skipulögðu fundi, verkaskiptingu og miðlun gagna.

Eins og mælt er fyrir um í ábendingum frá verkefnisstjórn endurskoðunar aðalnámskrár reyndi forvinnuhópurinn m. a. að taka mið af eftirfarandi atriðum í vinnu sinni:

Efni skýrslunnar

Efni skýrslunnar er skipt í kafla.

Fyrsti kaflinn er almennur og þar er fyrst skilgreining listasviðs og grind námskrárinnar lauslega útskýrð. Einnig er gerð grein fyrir þeim áherslubreytingum sem lagðar eru til.

Í öðrum kafla eru settar fram þær forsendur sem hópurinn gaf sér um tilgang og eðli lista sem fræðasviðs og kennslugreina.

Í þriðja kafla er sett fram meginmarkmið listkennslu og gerð grein fyrir skipan námsins í skólakerfinu. Þar eru einnig nákvæmari útskýringar á þeirri greiningu markmiða sem gengið er út frá.

Í fjórða kafla er gerð grein fyrir tilgangi og eðli kennslugreina sviðsins og gerðar tillögur að lokamarkmiðum greinanna í grunnskóla og framhaldsskóla.

Í fimmta kafla er viðauki þar sem gerð er grein fyrir ýmsum forsendum gæðastarfs í skólum.

Hallveigastaðir, Reykjavík. 26.9.1997,

Guðrún Helgadóttir, formaður ...............................Halldóra Thoroddsen, faglegur umsjónarmaður

Arngunnur Sigurþórsdóttir................. Auður Ólafsdóttir........................ Gréta Mjöll Bjarnadóttir

Njáll Sigurðsson............................................................................ Robert S. C. Faulkner

 

 
1. INNGANGUR

Listasvið

Sviðið heitir listasvið og innan þess eru sex greinar. Sviðið skiptist í handavinnu, myndlist, tónlist, dans / líkamstjáningu, hönnun og leiklist / leikræna tjáningu.

Í þessu áliti er lögð áhersla á að listkennsla taki til allra sviða listrænnar starfsemi, jafnt alþýðulistar sem fagurlistar, dægurlistar sem sigildrar listar.

 
Grunnskóli:

Í grunnskóla eru handavinna, myndlist og tónlist sjálfstæðar skyldunámsgreinar en dans / líkamstjáning, hönnun og leiklist / leikræn tjáning eru samþættar öðrum námsgreinum og valgreinar.

 
Framhaldsskóli:

Á framhaldsskólastigi eru skilgreindar þrjár listgreinar : Hönnun, myndlist og tónlist. Þær geta verið kjörsvið listnámsbrauta sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, almennt skyldufag í brautarkjarna eða valgreinar. Einstaka skóla er í sjálfsvald sett að velja aðrar listgreinar til kennslu eða að bæta við listgreinum. Einnig geta skólar boðið uppá valda þætti tveggja listgreina á kjörsviði listnámsbrauta.Öll listgreinakennsla miðar að því að þroska sköpunargáfu, efla sjálfsvitund og auka menningarskilning nemenda. Við gerð námskrár ber að taka tillit til þess að mannlegir hæfileikar greinast í mörg svið, sem ber að þroska í skólastarfi. Listgreinarnar eru í eðli sínu ólíkar og höfða til ólíkra þátta mannlegra hæfileika. Í listkennslu er verið að þjálfa þætti, sem eru nauðsynleg undirstaða alhliða tilfinninga- og vitsmunaþroska og verða best þroskaðir fyrir tilstilli viðkomandi listgreina. Í samræmi við þá lögboðnu stefnu að veita nemendum alhliða þroska, skal þjálfa skilning þeirra og færni á öllum sviðum skynjunar og tjáningar með kennslu í öllum listgreinum í grunnskólum landsins.

Í upplýsingasamfélagi hafa nemendur aðgang að ofgnótt þekkingarbrota og hlutverk skólanna er að gefa nemendum forsendur til þess að raða brotunum saman í merkingarbæra heild. Hlutverk skólanna er að kenna nemendum að meta gildi upplýsinga, túlka upplýsingar og að miðla þekkingu sinni og skoðunum. Á grundvelli nýrrar sýnar á hlutverk skólans í samtímanum eru lagðar til áherslubreytingar í námskrá listasviðs. Þær fela í sér meira jafnvægi milli sköpunar, túlkunar og tjáningar annars vegar og skynjunar, greiningar og mats hins vegar.

Í samræmi við þetta er hlutverk listgreinakennslu tvíþætt:
Í fyrsta lagi að kenna tjáningarleiðir listgreinanna, tjáningarleiðir sem mannkynið hefur þróað með sér frá fyrstu tíð.

Í öðru lagi að veita nemendum vitund um tilgang, merkingu og samhengi .Í rökstuðningi fyrir listasviði er byggt á skilgreiningu á eðli, tilgangi og markmiðum sviðsins og greina innan þess. Grind námskrárinnar er samansett af ferlum, sem eru sameiginleg öllum námsgreinum sviðsins og innihaldi, sem tekur til mismunandi innihalds hverrar greinar. Ferlin eiga að tryggja það að breidd og jafnvægi náist innan fagsins. Þau eru: sköpun, túlkun og tjáning annars vegar og skynjun, greining og mat hins vegar. Innihald námsgreinanna er flokkað í: lögmál og aðferðir greinarinnar, félagslegt og sögulegt samhengi , fagurfræði og listrýni.

Markmið hverrar greinar eða námsþáttar eiga að tryggja samfellu í náminu, sem miðast við þroska og fyrra nám nemandans. Til hliðsjónar eru eftirfarandi atriði, sem mynda eðlilegan stígandi í námi:

Ennfremur skal gæta þess við skipulag náms í listum að nemendur fái þar tækifæri til að auka þekkingu sína, öðlast og þjálfa færni og efla skilning sinn á viðfangsefninu listir. Það er að veita nemendum aðgang að þeirri þekkingu sem innihaldsflokkar námskrárinnar kveða á um, og þjálfa þá færni sem ferlin tvö krefjast og að nemendur þjálfist í að beita þeirri þekkingu og færni sjálfstætt og myndi sér persónuleg viðhorf til lista á þeim grundvelli.

 
2. GILDI LISTNÁMS

Listir hafa fylgt manninum frá örófi alda og eru einn af hornsteinum mannlegs samfélags. Í gegnum listir hefur hann tjáð tilgang og merkingu mannlegrar tilveru og mótað umhverfi sitt. Í listiðkun öðlast einstaklingurinn lífsfyllingu og finnur tilfinningum sínum og hugmyndum farveg. Skólinn er samfélag og þar leika listir sama hlutverk og í þjóðfélaginu í heild sinni.

Í þessum kafla verður greinasviðið rökstutt með tilvísun til gildis listgreinanna fyrir einstakling og samfélag. Þótt hér sé rætt um þessa þætti í tvennu lagi skarast þeir að sjálfsögðu.
 

Gildi lista fyrir nemandann

Listnám stuðlar að alhliða þroska einstaklingsins.
Greind er nú talin vera samsett af mörgum þáttum. Þannig er t.d. talað um fjölþáttagreind þar sem skilgreindir eru fleiri þættir en hinir hefðbundnu orðrænu og rökrænu. Í listnámi reynir á marga þætti mannlegrar hæfni bæði til hugar og handa þar sem nemendur þurfa að beita rökhyggju sinni jafnt sem ímyndunarafli til að ná árangri. Í námi þurfa nemendur tækifæri til að virkja öll svið hæfileika sinna, nota öll skynfæri sín, beita þekkingu sinni, færni og skilningi til að túlka og meta upplýsingar. Þannig verða nemendur virkir í athugun, rannsókn og athöfnum en slíkt nám verður haldbest og hugstæðast.

Listnám eflir sköpunargáfu, þar sem listir reyna jafnt á ímyndunarafl og rökhyggju.
Frumleg tengslamyndun ásamt rökrænu mati og ályktunarhæfni liggur til grundvallar því sem nefnt hefur verið sköpunargáfa. Í listum er leyfilegt að leika, spyrja og ögra, sem leiðir til óvæntra tenginga. Sköpunargáfan er einstaklingnum lífsnauðsynleg til þess að mæta síbreytilegum kröfum nútíma þjóðfélags.

Listnám veitir tækifæri til að þroska fjölbreyttan og persónulegan tjáningarmáta.
Tjáningarmáti einstaklingsins byggir á hinum ólíku þáttum greindar hans og hæfileika. Í listiðkun finnur einstaklingurinn sér leið til tjáningar og staðfestingar á eigin eðli og verðleikum. Listir endurspegla þannig fjölbreytileika mannlífsins.

Listnám eflir sjálfsmynd og sjálfsskilning sem er grundvöllur farsældar í lífi og starfi.
Listir dýpka sjálfsvitund og tilfinningu fyrir stöðu í umhverfinu. Listir eru starfsvettvangur í atvinnulífinu, en jafnframt áhugamál, sem veitir lífsfyllingu allt frá barnæsku til elliára. Að njóta lista er að næra tilfinningalíf og vitsmuni. Listir eru lífsgæði sem hver einstaklingur á rétt á að njóta.

Listnám eykur tilfinningaþroska, félagsþroska, og meðvitund um fagurfræði.
Í listnámi lærist nemendum að þekkja og tjá eigin tilfinningar jafnframt því að virða tilfinningar annarra og túlkun þeirra. Í listkennslu lærir nemandinn að ráða í þá samfélagslegu merkingu og gildismat, sem felst í formi og framsetningu hlutanna.

Listnám þjálfar hæfni til þátttöku í menningu samfélagsins.
Án þekkingar og skilnings á táknmáli lista er maðurinn ófær um að meta og greina upplýsingar og áhrif sem hann verður fyrir daglega. Þessi þekking og skilningur er forsenda virkrar þátttöku í menningunni. Listir hjálpa nemandanum að skilja menningarlegan fjölbreytileika og viðurkenna menningarlegt afstæði, með því að kynna fyrir honum gildi, hefðir og hugmyndafræði eigin samfélags og annarra.

 
Gildi listnáms fyrir samfélagið

Gildi listnáms fyrir samfélagið felst í því að:

Listir eru einn helsti áhrifavaldur samfélagsins.
Listir eru ráðandi í upplýsingamiðlun nútímans og eru þannig einn helsti miðill áhrifa í samtímanum. Tónlist, myndlist, hönnun, leiklist og dans endurspegla og móta viðhorf einstaklings og gildismat samfélags. Því er brýnt að hver og einn sé meðvitaður um táknmál listanna en forsenda lýðræðis er upplýstur þegn sem er fær um þátttöku í samfélagsumræðu.

Listir eru mikilvæg atvinnugrein.
Listir mynda fjölbreytilegar atvinnugreinar og eru mikilvægt efnahagslegt framlag til samfélagsins. Má þar nefna störf sem tengjast manngerðu umhverfi, skemmtana-, tölvu-, tísku- og listheimi. Fjöldi fólks á sér ævistarf og framfæri af iðkun listgreina í ýmsu formi. Sá fjöldi mun aukast með vaxandi notkun upplýsingatækni sem gerir miðlun hljóðs og mynda auðveldari og aðgengilegri en nú þekkist.

Listir eru kveikja hugmynda og nýsköpunar í efnahagslífi og samfélagi manna.
Í listiðkun er sífellt spurt spurninga og krafist svara, því eðli lista er sköpun. Sá sem er skapandi kemur fram með nýjar hugmyndir metur þær og fylgir þeim eftir. Á öllum starfssviðum þjóðfélagsins er þörf fyrir einstaklinga, sem eru gæddir þeim eiginleikum sem þroskaðir eru í listkennslu; frumkvæði og nýsköpun.

Listir móta og endurspegla sjálfsmynd og gildismat samfélagsins.
Fagurfræði og siðfræði eru greinar af sama meiði, og fjalla um hin samfélagslegu gildi. Í listkennslu er fjallað um þessi gildi og menningarlegar forsendur þeirra. Listir eru uppistaðan í menningararfi þjóðanna. Listir helga það, sem samfélaginu er mikilvægt, spegla gildi og venjur en ögra þeim jafnframt. Á helgistundum, hátíðum og merkisdögum mannsævinnar, jafnt í sorg sem gleði, leitar mannkynið til listanna til að tjá merkingu stundarinnar.

 

3. MEGINMARKMIÐ, FERLI, INNIHALD OG SKIPAN

Meginmarkmið, ferli og innihald.

Grunnskóli:
Listmenntun á að veita nemandanum lykil að þeirri mannlegu reynslu sem tjáð er með aðferðum hinna ýmsu greina lista og færni í að beita þeim aðferðum við eigin tjáningu :

Framhaldsskóli:
Listmenntun á listnámsbrautum á að veita nemandanum lykil að þeirri mannlegu reynslu sem tjáð er með aðferðum hinna ýmsu greina lista og færni í að beita aðferðum að minnsta kosti einnar greinar við eigin tjáningu :

Þetta felur í sér ferlin:

Með þessari flokkun er leitast við að tryggja það að kennd séu og þjálfuð öll ferli námsviðsins, bæði færni, þekking og skilningur. Í venjulegu námsumhverfi skarast gjarnan þessi ferli og byggja hvert á öðru. Nemendur læra t.d. vinnuferli og beitingu verkfæra um leið og þeir læra orðaforða greinarinnar. Þeir læra að beita greiningarfærni, þekkingu og skilningi á sögulegu og félagslegu samhengi jafnhliða því sem þeir þróa hugmynd.

Sköpun, túlkun og tjáning: Vísar til notkunar nemandans á fjölbreytilegu úrvali efniviðs og miðla hverrar greinar, til þess að skapa, tjá og túlka tilfinningar, hugsanir, hugmyndir og lausnir.

Skynjun, greining og mat: Vísar til þekkingar og skilnings á eðli lista og á því persónulega, sögulega og félagslega samhengi, sem list er sköpuð í. Ennfremur til hæfninnar til að skynja og skilgreina list og meta á rökstuddan hátt.

Innihaldið er flokkað í:

Lögmál og aðferðir greinarinnar: Vísar til röklegrar uppbyggingar greinarinnar, form- og byggingarþátta hennar og annarra sérkenna svo sem aðferða, tækni efnis og miðla.

Félagslegt og sögulegt samhengi: Vísar til þess menningarlega umhverfis sem list sprettur úr.

Fagurfræði og listrýni: Vísar annars vegar til umfjöllunar um eðli listar og hins vegar til færni hvers og eins til að skynja, greina og meta list og leggja þannig grunn að persónulegu gildismati.

Markmið hvers innihaldsflokks taka mið af báðum ferlunum, þ. e. til hæfni í framsetningu og móttöku.

 
Skipan náms.

Grunnskóli:
Listasvið skiptist í handavinnu, myndlist, tónlist, dans / líkamstjáningu, hönnun og leiklist / leikræna tjáningu. Í grunnskóla eru handavinna, myndlist og tónlist sjálfstæðar skyldunámsgreinar en dans / líkamstjáning, hönnun og leikræn tjáning eru samþættar öðrum námsgreinum og valgreinar. Öllum nemendum 9.-10. bekkjar skulu standa til boða valgreinar á listasviði.

 
Miðað er við að:
- handavinna sé skyldunám frá 1.- 9. bekk grunnskóla og að nemendur fái tvær kennslustundir á viku hálft skólaárið. í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku.

- myndlist sé skyldunám frá 1.-9. bekk grunnskóla og að nemendur fái tvær kennslustundir á viku. Þegar um verklega kennslu er að ræða miðast við hámark 15 nemendur í einu. Í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku.

- tónmennt sé skyldunám frá 1.- 9. bekk grunnskóla og að nemendur fái að jafnaði tvær kennslustundir á viku. Í 10. bekk skal miða við að um valgrein sé að ræða þar sem nemendur fá að jafnaði 2 - 4 kennslustundir á viku.

Framhaldsskóli:
Á framhaldsskólastigi eru skilgreind þrjú svið : Hönnun, myndlist og tónlist. Einstaka skóla er svo í sjálfsvald sett að velja aðrar listgreinar til kennslu eða að bæta við listgreinum. Listgreinar í framhaldsskóla geta verið kjörsvið á listnámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, almennt skyldunám í brautarkjarna eða valgreinar.

Við gerð aðalnámskrár framhaldsskóla er nauðsynlegt að sett verði reglugerð um hlutverk og samstarf framhaldsskóla og sérskóla svo sem tónlistarskóla og myndlistarskóla. Hér er átt við þegar val eða kjörsvið listnámsbrautar á framhaldsskólastigi fer fram innan tveggja stofnana sem starfa á mismunandi forsendum, faglega og skipulagslega. Nauðsynlegt er að reglugerð skeri úr um ýmis álitamál t.d. skólagjöld launakostnað, hlutverkaskiptingu milli skóla og skipulag náms.

Listnámsbraut:

Námið skiptist í:
Almennan brautarkjarna: 75 einingar. (a.m.k. fjórar einingar í almennu námi í listum tvær í tónlist og tvær í sjónlistum).

sérgreinar brauta: 9 einingar (sameiginlegt nám listnámsbrautar ).

val: 14 einingar,

kjörsvið: 42 einingar (ein listgrein; nemendur geti þó valið í samráði við skólayfirvöld nám í völdum þáttum tveggja listgreina).

 
Menntunin á listnámsbraut er grunnur fyrir frekara námi t.d. á háskólastigi innan sem utan listasviðs.

 
Tveggja ára listnámsbraut:

Námið skiptist í:
kjörsvið: 42 einingar

sérgreinar brauta: 9 einingar

val: 14 einingar

 

Almennt skyldunám í brautarkjarna:

Að minnsta kosti 4 einingar, tvær í tónlist og tvær í sjónlistum eru skyldunám.

 

Valgrein:

3 - 4 einingar í listgreinum, standa nemendum allra brauta til boða.

 

4. LISTGREINAR Í SKÓLAKERFINU

4. 1. Handavinna

Að nýta efnisheiminn áþreifanlega og milliliðalaust til þess að búa til hlut er uppspretta gleði og lífsfyllingar fyrir einstaklinginn í nútímanum. Jafnframt er sú þekking, færni og skilningur sem glíman við efnisheiminn hefur leitt til, undirstaða allrar verkmenningar í sérhæfðu nútímasamfélagi. Þráðarmenning hvílir á árþúsunda þróun og rótgrónum hefðum. Mikilvægt er að miðla verkmenningararfinum til hverrar nýrrar kynslóðar.

Verkmenningararfur felur ekki aðeins í sér tækni og aðferðir, heldur fagurfræði sem er tungumál manngerðs umhverfis og ásamt hagnýti tjáir siðfræðilega afstöðu hvers tíma.

Handavinna byggir á þekkingu á eðli efna og vinnuferla og ríkri hefð nýtingar og endurnýtingar. Í nútíma samfélagi verður æ brýnna að koma í veg fyrir mengun og sóun efna með endurnýtingu og endurvinnslu efnislegra gæða. Slíkum markmiðum verður ekki náð nema að almenningur hafi þekkingu á efnum og eiginleikum þeirra og þá færni sem þarf til að hagnýta sér þessa eiginleika.

Handavinna er ríkur þáttur í íslenskri menningu. Íslenskur útsaumur, tóvinna, prjón og vefnaður er meðal gersema íslenskrar listasögu, arfleifð sem þjóðin þarf að þekkja og meta sem veganesti til framtíðar. Þetta veganesti er ekki einungis þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar heldur einnig meðal þeirra efnislegu verðmæta og atvinnusköpunar sem nú á sér stað, m.a. í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu í landinu. Handverk var áður órjúfanlegur hluti lífsbaráttunnar, en er nú vaxandi atvinnuvegur og hluti þeirrar ímyndar sem íslensk menning hefur í dag.

Handavinna er einnig ríkur þáttur í félagslegum veruleika þjóðarinnar. Með handavinnu skapar fólk sér persónulegann stíl, setur svip á heimilisitt og nánasta umhverfi, gleður sig og sína nánustu með því að skapa hluti sem hafa persónulegt gildi. Með handavinnu hefur þjóðin átt og mun eiga möguleika á að vinna sér í haginn með því að búa til og gera við hluti til daglegra nota. Á tímum breytinga á þjóðlífi og efnahagsástandi er verkkunnátta á sviði handavinnu samfélagsleg auðlind og trygging ákveðinna lífsgæða fyrir einstaklinginn.

Námsgreinin handavinna felur bæði í sér þátt hönnunar og þátt handverks. Handverk á sér djúpar rætur í menningu þjóðarinnar, heimilisiðnaðinum, þar sem unnið er útfrá hefð og rótgróinni þekkingu á efnum og aðferðum. Þeim menningararfi ber að skila fram í takt við þá tíma er þjóðin lifir hverju sinni. Hönnun, hvort sem er fyrir fjöldaframleiðslu eða handverk, gegnir vaxandi hlutverki í samfélagi sem starfar að mestu í manngerðu umhverfi.

Fagið er í nútímanum undirstaða margbreytilegrar textílhönnunar, textílframleiðslu og listræns handiðnaðar. Textílhönnun er snar þáttur í mótun umhverfis hvort sem borið er niður í tísku- eða listheiminum, því hver athöfn mannsins í daglegu starfi og leik, útheimtir umgjörð og búninga.

Við skipulagningu handavinnunáms skal byggja á eftirfarandi atriðum:

 
Ferli og innihald námsins.
Handavinnukennsla felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem sköpun, túlkun og tjáningu annars vegar og sem skynjun, greiningu og mat hins vegar. Handavinnukennsla skal byggja á því að þjálfa færni nemenda á báðum þessum sviðum. Mismunandi vægi ætti að vera milli þessara þátta eftir aldri og þroska nemenda.

Nemendur skulu tileinka sér:

Lögmál og aðferðir handavinnu:
Form- og litafræði, efnisfræði textíla og hönnunarferli. Aðferðir og tækni s.s. prjón, saum, vefnað, tóvinnu.

Sögulegt og félagslegt samhengi:
Sögu og þróun íslensks heimilisiðnaðar og handverks, þekkingu á helstu dýrgripum íslenskrar textílsögu ásamt tilfinningu fyrir daglegri notkun textíla. Efnahagslegt og félagslegt hlutverk heimilisiðnaðar og handverks.

Fagurfræði og listrýni:
Þekkingu á umfjöllun um eðli handverks, hönnunar og heimilisiðnaðar og hugtökin hagnýti, notagildi og nýtni. Færni til að meta formfræðilegt og hagnýtt gildi handverks og að leggja grunn að persónulegu gildismati.

Markmið hvers innihaldsflokks taka mið af báðum ferlunum, þ. e. til hæfni í framsetningu og móttöku eða með öðrum orðum, til færni, þekkingar og skilnings.

 
Skipan náms.

Miðað er við að handavinna sé skyldunám frá 1.- 9. bekk grunnskóla og að nemendur fái tvær kennslustundir á viku hálft skólaárið. í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku.

Unnið skal út frá nemandanum sjálfum eða skilgreindri þörf. Mikilvægt er að nemendur venjist öguðu vinnuskipulagi og fái yfirsýn yfir ferlið: frá hugmynd að fullunnu verki. Stefnt skal að vaxandi sjálfstæði í vinnubrögðum í samræmi við þroska, svo að nemandinn fái traust á eigin getu. Í handavinnunámi gefst kjörið tækifæri til þess að nýta miðla upplýsingatækninnar (þar sem þeim er til að dreifa) sem hjálpargagn við t.d. snið- og mynstur-teikningar, skissuvinnu og við upplýsingaleit.

Fræðileg kennsla skal að hluta til samþætt verklegri kennslu á grunnskólastigi og fari fram með fyrirlestrum, verkefnum, safnaheimsóknum og í tengslum við starfandi hönnuði og handverksfólk.

Eðli greinarinnar og markmið fela í sér þörf fyrir viðeigandi aðstöðu, sérbúna stofu, áhöld og tæki.

 
Lokamarkmið handavinnukennslu í grunnskóla

Að loknum grunnskóla á nemandinn að hafa öðlast lykil að þeirri mannlegu reynslu sem tjáð er með tækni og aðferðum fagsins. Hann á að hafa öðlast reynslu af undirstöðuaðferðum og færni í grundvallartækni fagsins og hafa byggt upp sjálfstraust til þess að leysa verkefni innan greinarinnar á sjálfstæðan hátt.

Skynjun / greining / mat:

Að nemandinn:
- hafi öðlast þekkingu á fagurfræðilegum gildum í handavinnu.

- hafi öðlast þekkingu á þráðarmenningu og þeim náttúrulegu og menningarlegu forsendum sem stýra neyslu og tísku.

- hafi öðlast þekkingu á hönnun sem undirstöðu iðnaðarframleiðslu annars vegar og handverks hins vegar

- hafi skilning á tengslum heimilisiðnaðarhefðar og nútíma handverks.

- geti leitað sér upplýsinga um fagið og nýtt sér þær við sjálfsnám.

 
Sköpun / túlkun / tjáning

Að nemandinn geti á sjálfstæðan hátt:
- sett fram hugmyndir að framleiðslu í ýmiss konar efni bæði munnlega, skriflega og á myndrænan hátt m.a. með hjálp tölvu.

- valið form og lit, efni og aðferð og stutt það útfrá fagufræði, gæða-, hagnýtis-, og umhverfissjónarmiðum.

- skipulagt vinnuferlið þannig að það sé raunhæft miðað við forsendur (tímaþátt, tilgang, hráefni o.s.frv.)

- notfært sér mismunandi hannyrðaaðferðir og beitt verklagi og verkfærum greinarinnar.

- þróað eða endurmetið hugmynd eða framleiðslu á öllum stigum vinnuferlisins.

- Greint og metið vinnuferlið og framleiðsluna og dæmt um það sem hefur haft áhrif á afurðina.

 

4. 2. Hönnun

Hönnun er aðferð sem ætti að tengjast öllu námi og starfi. Árangur hönnunar felst bæði í áþreifanlegum hlutum og óáþreifanlegum svo sem hagnýtum lausnum, vandaðri framleiðslu og góðu umhverfi, svo felst hann í þeim menningararfi sem við skilum næstu kynslóðum. Hönnun samþættist öðrum námsgreinum í grunnskóla á forsendum hverrar greinar, en þó að hönnunaraðferðir kunni að vera með blæbrigðamun eru markmiðin þau sömu:

Að nemendur þekki þau skipulagsferli sem liggja að baki hverri framkvæmd.

Að nemendur skilji hvaðan hugmyndir koma og hvernig hugmyndir verði til.

Að nemendur verði færir um að vinna ferlið frá hugmynd til útfærslu.

 
Í námskrá listasviðs grunnskóla er hönnun ekki skilgreind námsgrein heldur námsþáttur samþættur kennslugreinunum handavinnu og myndlist. Báðar þessar skyldugreinar eru ágætur undirbúningur undir hönnunarnám á framhaldsskólastigi.

Skilgreining á hugtakinu hönnun hefur verið nokkuð á reiki hér á landi. Gjarnan er talað um tvenns konar hönnun, verklega hönnun, sem tekur til vinnuferlisins og svo formræna hönnun, sem tekur til útlits hluta. Hönnun í grunn- og framhaldsskóla tekur til beggja tegunda hönnunar þ.e. vinnuferlisins og þróunar ímyndar. Í þessu áliti er lögð áhersla á formræna hönnun. Verkleg hönnun fellur einnig undir starfssvið verk- og tæknimenntar.

Oft er gerður greinarmunur á "iðnhönnun" og "listhönnun". Hönnun sem undirstöðu fjöldaframleiðslu annars vegar og sem undirstöðu handverks hins vegar. Nauðsynlegt er að byggja upp nám fyrir báðar forsendur, en jafnframt að gera greinarmun á hönnun, handverki og iðnaði. Í grunnskóla er lögð áhersla á hönnun í tengslum við handverk en í framhaldsskóla er aukin áhersla á tengsl hönnunar og iðngreina.

Hinum ýmsu tegundum hönnunar er þó sameiginlegt ákveðið ferli, hönnunarferlið, sem í grófum dráttum felst í að:

Hönnun í framhaldsskóla:

Hönnun í framhaldsskóla getur verið kjörsvið á listnámsbraut sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, þáttur í almennu skyldufagi í kjarna eða valgrein.

Hönnunarnám er samheiti yfir víðtækt svið. Það er hlutverk námskrár að setja fram almennar kröfur um umfang og skipan námsins. Hver skóli verður síðan að byggja námsframboð sitt á staðbundnum forsendum s.s. aðstöðu, sérþekkingu, nemendahóp og skipulagi viðkomandi skóla.

Lögmál og aðferðir:
Hönnunarferlið, form- og litafræði og sértækar aðferðir og tækni greinarinnar, s.s. hugmynda og skissuvinna, teikning, vinnuteikning og tölvugrafík.

Félagslegt og sögulegt samhengi:
Hönnunarsaga (erl. ísl.), manngert umhverfi, staða í tíma og rúmi, neysla og tíska í víðasta skilningi, hráefni og umhverfisvernd.

Fagurfræði og listrýni:
Eðli og forsendur hönnunar, mat á gildi hönnunar frá formfræðilegu, fagurfræðilegu og samfélagslegu sjónarmiði. Grundvöllur persónulegs gildismats á hönnun.

 

Lokamarkmið hönnunar í framhaldsskóla.

 
Lokamarkmið hönnunar á listnámsbraut
Eftir nám á hönnunarsviði listnámsbrautar eiga nemendur að:

Skynjun / greining / mat

- hafa kynnst og öðlast skilning á hinum ólíku listrænu tjáningarformum, hvernig þau skarast og vinna saman.

- hafa kynnst samtíma straumum og stefnum í hönnun og kenningum um eðli hönnunar með aðaláherslu á sína sérgrein.

-hafa náð tökum á orðaforða greinarinnar.

- geta tekið eftir, lýst, greint og dæmt um stíl, lögmál og forsendur hönnunar.

- hafa öðlast grundvöll til þess að tengja hönnun því menningarlega samhengi sem verkið var skapað í.

- hafa kynnst lögmálum markaðssetningar, og hlutverki hönnunar í velmegun og öruggum efnahag.

- hafa kynnst aðferðum og lögmálum hönnunar auk undirstöðukunnáttu í vinnuferli ýmissa handverksgreina.

- hafa öðlast þekkingu á neyslu í víðasta skilningi ásamt þeim náttúrulegu og menningarlegu forsendum sem stýra henni og hafa áhrif á tísku og hönnun.

- geta leitað sér upplýsinga um fagið og nýtt sér þær við sjálfsnám.

 
Sköpun / túlkun / tjáning

- geta sett fram hugmynd að hönnuðum hlut bæði munnlega, skriflega og á myndrænan hátt í tvívídd og þrívídd m.a. með hjálp tölvu, þar sem gerð er grein fyrir tilurð og forsendum hugmyndar.

- geta valið form og lit, efni og aðferð og stutt valið útfrá formfræði, fagurfræði, gæða-, hagnýtis-, og umhverfissjónarmiðum.

- geta skipulagt vinnuferlið þannig að það sé raunhæft miðað við forsendur (tímaþátt, tilgang, hráefni o.s.frv.).

- geta nýtt sér mismunandi aðferðir að minnsta kosti einnar listiðnaðargreinar og beitt verklagi og verkfærum greinarinnar.

- geta þróað eða endurmetið hugmynd eða framleiðslu á öllum stigum vinnuferlisins.

- geta greint og metið vinnuferlið og framleiðsluna og dæmt um það sem hefur haft áhrif á afurðina.

- geta nýtt sér miðla upplýsingatækninnar á sviði greinarinnar.

 

Lokamarkmið sjónlista í almennum brautarkjarna:
Sjónlistir eru skylduáfangi sem allir nemendur framhaldsskóla taka og er sameiginlegur myndlist og hönnun. Með sjónlistum er átt við handverk, myndlist og hönnun. Nánar skal kveða á um áherslur í skólanámskrám.

Að loknu sjónlistanámi í almennum brautarkjarna eiga nemendur að:

Sköpun / túlkun / tjáning:

- skilja lögmál og aðferðir sjónlista.

- hafa öðlast yfirsýn yfir heildarvinnuferlið frá hugmynd til endanlegs verks.

  Skynjun / greining / mat:

- þekkja íslenska sjónlistaarfleifð, hafa yfirsýn yfir stefnur og strauma í sjónlistum nútímans í sögulegu og félagslegu samhengi.

- geta nýtt sér þekkingu sína á sjónlistum sem grunn að persónulegu mati.

- vera læsir á myndmál nútímasamfélags * og færir um gagnrýna umræðu um sjónlistir.

* t.d. kvikmyndir, auglýsingar, ljósmyndir, dagblöð, tímarit og tölvur.

 
 

Lokamarkmið hönnunar í vali:

Eftir nám í hönnun að vali eiga nemendur að:

- hafa öðlast aukna færni og þekkingu í einum eða fleiri þáttum hönnunar, sköpun, túkun, tjáningu, skynjun, greiningu, mati.

 

 
4. 3. Myndlist

Allt hefur einhverja mynd. Sjónræn upplifun er stór þáttur skynjunar og skilnings mannsins á heiminum enda bendir flest til þess að maðurinn hafi allt frá upphafi vega myndgert líf sitt og umhverfi í margvíslegum tilgangi. Myndir hafa sitt eigið tungumál, myndmál,- og maðurinn hefur alla tíð notað myndir sem boðtæki þeirra hluta sem ekki er hægt að lýsa á annan hátt. Myndmál miðlar viðhorfum, skoðunum og hugmyndum samfélagsins ekki síður en tungumál.

Í nútímasamfélagi er myndin gífurlega mikilvægur áhrifavaldur. Fyrir utan hefðbundna myndlist má nefna aukið vægi myndmiðla á borð við kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar, blaðaútgáfu og tölvur. Þáttur myndhugsunar hefur því vaxið hratt í upplýsingasamfélagi nútímans en ekki að sama skapi almennur skilningur á eðli og áhrifamætti myndar.

Eitt af markmiðum myndlistarkennslu er að gera nemendum kleift að greina megineigindir myndrænnar hugsunar og gera nemendur læsa á sjónrænt umhverfi sitt, hvort sem um er að ræða fagurlistaverk listasafna eða myndmál "götunnar". Að lesa myndir og skilja eðli þeirra og tilgang er nútímamanninum nauðsynlegt til þess að hann hafi vald til þess að meta og velja.

Myndlistarkennsla byggir á því að þroska skapandi hugsun nemanda, þjálfa hann í markvissum vinnubrögðum og gefa honum kost á að vinna út frá persónulegu tilfinningalífi og skynjun.

 
Ferli og innihald námsins.

Myndlistarkennsla felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina sem sköpun, túlkun og tjáningu annars vegar og sem skynjun, greiningu og mat hins vegar. Myndlistarkennsla skal byggja á því að þroska færni nemanda á báðum þessum sviðum. Eðlilegt vægi og sampil ætti að vera á milli þessara þátta eftir aldri og þroska nemenda.

Við gerð og framsetningu markmiða skal haga áherslum kennslu í samræmi við eftirfarandi þrískiptingu. Nemendur skulu tileinka sér:

 
Lögmál og aðferðir myndlistar

Grundvallarlögmál * og aðferðir ** myndlistar, efniviður og áhöld miðilsins. Nemendurskuli geta nýtt sér þekkingu á lögmálum og aðferðum myndlistar til skilnings á verkum annarra og til umræðu um myndlist.

* með grundvallarlögmálum er átt við myndbyggingu, tvívídd, þrívídd, rými, formi, áferð, lit, línu.

** með aðferðum er átt við málun, teiknun, grafík, mótun og annarri þrívíddarvinnu, rýmisvinnu, myndbandagerð, ljósmyndun, o.fl.

 
Sögulegt og þjóðfélagslegt samhengi myndlistar

Það sögulega og samfélagslega samhengi sem list er sköpuð í, þekking um forsendur listamannsins, það samfélagslega umhverfi sem verk sprettur úr. Þekking á sjónrænum menningararfi og á helstu stefnum og straumum í listheiminum. Skilningur í samræmi við þroska og aldur á sértækum grundvallarhugtökum myndlistar, svo sem rými og tíma.

 
Fagurfræði og listrýni.
Vísar annars vegar til umfjöllunar um eðli listar og fagurfræðilegrar skynjunar og hins vegar til færni hvers og eins til að skynja, greina og meta list og leggja þannig grunn að persónulegu gildismati.

 
Markmið hvers innihaldsflokks taka mið af báðum ferlunum, þ. e. til hæfni í framsetningu og móttöku eða með öðrum orðum, til færni, þekkingar og skilnings.
 

Skipan náms í grunnskóla.

Námsmarkmið í grunnskóla miðast við að myndlist sé skyldunám frá 1.- 9. bekkjar grunnskóla og að nemendur fái 2 kennslustundir á viku. Þegar um verklega kennslu er að ræða miðast við hámark 15 nemendur í einu. Í 10. bekk er um valgrein að ræða þar sem nemendur fá 2 - 4 kennslustundir á viku. Námsmarkmið skulu flokkast eftir aldri (1.- 3.bekkur, 4.- 5. bekkur, 6.- 7. bekkur, 8 - 9. bekkur og 10.bekkur). Markviss þjálfun og samfella í myndlistarnámi er undirstaða hæfni nemanda á sviði myndlistar.

Kennsla í myndlist í grunnskólum byggir á hinni verklegu gerð og skoðun myndverka. Nemendum skulu kynnt lögmál og aðferir myndlistar til þess að þeir geti unnið sjálfstætt að gerð eigin verka á þeim grundvelli. Nemendur skulu læra að þekkja og nota efnivið og áhöld miðilsins og þeir skulu ennfremur geta þróað verk frá hugmynd til endanlegrar útfærslu.

Listasögukennsla skal vera hluti af myndlistarkennslu grunnskóla. Fræðileg kennsla skal að hluta til samþætt verklegri kennslu á grunnskólastigi og fari fram með fyrirlestrum, verkefnum, safnaheimssóknum og í tengslum við starfandi listamenn.

Myndlistarkennslan skal efla fagurfræðilega skynjun og þroska myndvit nemenda. Á það jafnt við um nemendur sem gerendur og njótendur í myndlist.

Eðli greinarinnar og markmið fela í sér þörf fyrir viðeigandi aðstöðu, sérbúna stofu, áhöld og tæki.
 

Lokamarkmið myndlistarkennslu í grunnskóla
Við lok grunnskóla eiga nemendur að:

Sköpun / túlkun / tjáning:

- hafa þekkingu á lögmálum myndlistar til að geta unnið sjálfstætt á grundvelli þeirra að eigin verkum.

- þekkja helstu aðferðir myndlistar og hafi skilning á efnivið og tækni greinarinnar.

- geta fylgt eftir hugmynd til endanlegs verks.
 

 
Skynjun / greining / mat:

- hafa öðlast innsýn inn í íslenska listasögu, þekkja helstu stefnur og stíla listasögunnar, kynnst fjölbreytni nútímamyndlistar, ólíkum hugmyndum um eðli listsköpunar.

- geta greint stíl og grunnþætti listaverks.

- skilja áhrifamátt myndarinnar, vera læsir á myndmál umhverfis síns og færir um að túlka myndir á gagnrýninn hátt*.

* t.d. kvikmyndir, auglýsingar, ljósmyndir, dagblöð, tímarit, tölvur.

 

Skipan náms í framhaldsskóla.

Myndlistarnám í framhaldsskóla getur verið með fernum hætti: kjörsvið listnámsbrautar sem lýkur með stúdentsprófi, tveggja ára listnámsbraut, almennt skyldufag í brautarkjarna eða valgrein. Einnig geta skólar boðið uppá valda þætti tveggja listgreina á kjörsviði listnámsbrauta.

Eðlilegt er að ólíkar áherslur séu lagðar á ferli og innihald greinarinnar eftir því hvort um er að ræða skyldunám, val eða kjörsvið.

Skyldunám, sem ætlað er öllum framhaldsskólanemum, (2 einingar ) skal byggja aðallega á fræðslu um hinn sjónræna menningararf og eflingu myndvits.

Valgreinanám (3 - 4 einingar), standa nemendum allra brauta til boða. Valgreinin myndlist geturverið með margvíslegum hætti. Unnið er með hinn skapandi þátt í verklegri vinnu á grundvelli persónulegs hugmyndaheims og tilfinningalífs. Jafnframt er markmiðið að nemendur öðlist haldgóða yfirsýn yfir menningarumhverfi sjónlista, innlent sem erlent, bæði sem þátttakendur og/eða njótendur.

Myndlistarnám á kjörsviði listnámsbrautar (styttri og lengri): 42 eininga nám í myndlist (nemendur geti þó valið í samráði við skólayfirvöld nám í völdum þáttum tveggja listgreina). Námið skal taka til beggja ferla og hinna þriggja skilgreindu innihaldsflokka.

Menntunin á listnámsbraut er grunnur fyrir frekara námi t.d. á háskólastigi innan sem utan listasviðs.

 

Lokamarkmið myndlistarkennslu í framhaldsskóla.

 
Lokamarkmið myndlistar á kjörsviði listnámsbrautar.
Að loknu myndlistarnámi á listnámsbraut eiga nemendur að:

Sköpun / túlkun / tjáning:

- hafa öðlast haldbæra þekkingu og færni á grundvallarlögmálum og aðferðum myndlistar og á efnivið og áhöldum miðilsins.

- geta útfært verk eftir eigin hugmynd, með völdum aðferðum greinarinnar.

- geta skipulagt heildarvinnuferlið frá hugmynd til endanlegs verks og geta yfirfært þá reynslu sjálfstætt í raunveruleg verkefni.

- geta kynnt eigin verk og hugmyndir skriflega, munnlega og á sjónrænan hátt (með sýningu, líkani, myndmiðlum eða öðru).

- geta nýtt sér miðla upplýsingatækni við vinnu sína.

 

Skynjun / greining / mat:

- hafa kynnst og öðlast skilning á hinum ólíku listrænu tjáningarformum, hvernig þau skarast og vinna saman.

- hafa kynnst samtíma straumum og stefnum í listheiminum og kenningum um eðli lista, með aðaláherslu á sína sérgrein.

- hafa náð tökum á orðaforða greinarinnar.

- geta tekið eftir lýst greint og dæmt um stíl, grunnþætti og lögmál listaverks.

- hafa öðlast grundvöll til þess að tengja listaverk því menningarlega samhengi, sem verkið var skapað í.

- hafa kynnst lögmálum markaðssetningar og hlutverki lista í velmegun og öruggum efnahag.

- geta leitað sér upplýsinga um fagið og geta nýtt sér það við sjálfsnám.

- skilja áhrifamátt myndarinnar, verða læsir á myndmál nútímasamfélags, vera færir um að vinna með myndir og túlka myndir á gagnrýninn hátt.

- þekkja þau fagurfræðilegu gildi sem endurspeglast í upplifun, afstöðu og umgengni mannsins við manngert og náttúrulegt umhverfi og vera meðvitaðir um ábyrgð sína í því samhengi.

 

Lokamarkmið sjónlista í almennum brautarkjarna:

Sjónlistir eru skylduáfangi sem allir nemendur framhaldsskóla taka og er sameiginlegur myndlist og hönnun. Með sjónlistum er átt við handverk, myndlist og hönnun. Nánar skal kveða á um áherslur í skólanámskrám.

Að loknu sjónlistanámi í almennum brautarkjarna eiga nemendur að:

Sköpun / túlkun / tjáning:

- skilja lögmál og aðferðir sjónlista.

- hafa öðlast yfirsýn yfir heildarvinnuferlið frá hugmynd til endanlegs verks.

 

Skynjun / greining / mat:

- þekkja íslenska sjónlistaarfleifð, hafa yfirsýn yfir stefnur og strauma í sjónlistum nútímans í sögulegu og félagslegu samhengi.

- geta nýtt sér þekkingu sína á sjónlistum sem grunn að persónulegu mati.

- vera læsir á myndmál nútímasamfélags * og færir um gagnrýna umræðu um sjónlistir.

* t.d. kvikmyndir, auglýsingar, ljósmyndir, dagblöð, tímarit og tölvur.

 

Lokamarkmið myndlistar sem valgreinar.

Að loknu námi í myndlist að vali, eiga nemendur að:

sköpun / túlkun / tjáning:

- hafa skilning á grundvallarlögmálum og aðferðum myndlistar og öðlast haldbæra þekkingu á efnivið og áhöldum miðilsins.

- hafa öðlast yfirsýn yfir heildarvinnuferlið frá hugmynd til endanlegs verks og geta yfirfært þá reynslu sjálfstætt yfir í önnur verkefni*.

* hugmyndavinna/portfolio.

 

Skynjun / greining / mat:

- þekkja íslenska myndlistararfleifð, hafa yfirsýn yfir helstu stefnur og stíla listasögunnar og geta sett í sögulegt og félagslegt samhengi*.

*fyrirlestrar, safnaheimsóknir, tengsl við starfandi listamenn, rannsóknarvinna og verkefni.

- geta nýtt sér þekkingu sína á lögmálum og aðferðum myndlistar til skilnings á myndlist annarra og til umræðu um myndlist.

- skilja áhrifamátt myndarinnar, verða læsir á myndmál nútímasamfélags, vera færir um að vinna með myndir og túlka myndir á gagnrýninn hátt.

- þekkja þau fagurfræðilegu gildi sem endurspeglast í upplifun, afstöðu og umgengni mannsins við manngert og náttúrulegt umhverfi og vera meðvitaðir um ábyrgð sína í því samhengi.

 
 

4. 4. Tónmennt

Tónlist hefr á öllum tímum verið snar þáttur í lífi og starfi manna. Börn skynja tónlist og bregðast við henni allt frá því að þau eru í móðurkviði. Með tónlist er unnt að tjá margt sem ekki verður tjáð með öðrum hætti. Jafnframt því að gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi er tónlistin merkur hluti menningararfs þjóða. Tónmenntarkennsla á að veita nemendum innsýn í fagurfræðileg verðmæti þessa menningararfs, í eigin sköpunarverkum og annarra. Einnig er það liður í tónmenntanámi að auka skilning nemandans fyrir áhrifavaldi tónlistar í samfélagi nútímans.

Tónlist er sérstakur þáttur í mannlegri greind, sem hægt er að þroska með markvissri kennslu og þjálfun. Fyrir menntun og uppeldi hefur tónmenntarkennsla einnig víðtækt gildi sem er í því fólgið að efla alhliða þroska nemandans. Iðkun tónlistar krefst líkamsþjálfunar, skapandi og rökréttrar hugsunar og agaðra og skipulegra vinnubragða.

Tónmennt hefur auk þess yfirfærslugildi á aðra hæfni og þekkingu. Má þar meðal annars nefna örvun málþroska ungra barna og lestrarkunnáttu þeirra. Hún stuðlar einnig að sjálfstæði nemenda í lífi og leik og að nemendur tileinki sér heilbrigð og fjölbreytt áhugamál sem iðkendur og njótendur. Hún veitir nemendum lífsfyllingu, gleði, styrk og huggun.

Síðast en ekki síst ber að nefna að tónlist er orðin mikilvæg atvinnugrein í nútímaþjóðfélagi. Tónlistarfræðsla í grunn- og framhaldsskólum er liður í menntun þeirra nemenda sem síðar meir kynnu að leggja stund á þessa grein til frekara náms og starfs.

Ferli og innihald námsins.
Gildi tónmenntarkennslu er fyrst og fremst fólgið í að iðka tónlist og njóta hennar. Almenn markmið tónmenntarkennslu í grunn- og framhaldsskólum er að vekja og efla áhuga og skilning á tónlist með því að veita nemendum tækifæri til að iðka hana og njóta hennar. Virkni nemenda og hljómandi tónlist verður ávallt að sitja í fyrirrúmi.

Það að iðka og njóta tónlistar felur í sér ákveðið ferli sem má skilgreina, eins og í öðrum listgreinum, sem sköpun, túlkun og tjáningu annars vegar og skynjun, greiningu og mat hins vegar. Í tónlist eru ferlin: sköpun, túlkun og tjáning tvíþætt þ.e.a.s. tónsköpun og flutningur tónlistar.

Markmið tónmenntarkennslu skal flokka í eftirfarandi leikniþætti til að tryggja breidd og jafnvægi í námi:

.flutningur tónlistar (þ.e. söngur og hljóðfæraleikur)

.tónsköpun*

.hlustun og greining

Í venjulegu námsumhverfi skarast þessir þættir gjarnan. Nemendur öðlist t.d. tækni í söng um leið og þeir læra að hlusta, greina og beita viðeigandi orðaforða. Hæfni nemandans til að flytja, skapa eða hlusta og greina tónlist er háð næmi, skilningi, þekkingu og færni. Við markmiðsgerð og framsetningu skal hafa eftirfarandi skilgreiningu að leiðarljósi:
 

Lögmál og aðferðir tónlistar:
.tækni og skilningur á efnisþáttum tónlistarinnar**

a) aðferðir og framsetning / leiðir og verkfæri***

b) greining og orðaforði

 
Sögulegt og félagslegt samhengi:
. þekking á sögulegu og félagslegu samhengi fjölbreyttrar tónlistar****

 
Fagurfræði og listrýni:
. listrænt gildismat nemenda á fjölbreyttri tónlist

. persónulegt gildismat nemenda á tónlist
 

* Hugtakið tónsköpun er notað hér um hefðbundna tónsmíði, spuna, útsetningu tónlistar o.s.frv.

** Efnisþættir tónlistar eru tónhæð, tónlengd, hljómar, form, tónstyrkur, tónblær, áferð, tón- og hendingarmótun og rými.

Hugtakið tónmótun er notað um mismunandi framburð innan tónhendingar t.d. þegar tónar eru bundnir saman (legato) eða slitnir í sundur (staccato)

Hugtakið áferð er hér notað til að lýsa mismunandi rithætti í tónsmíðum t.d. þar sem ein rödd ber uppi laglínu en hinar styðja við, eða þar sem tvær eða fleiri sjálfstæðar raddir hljóma saman.

Rými er það umhverfi sem tónlistin hljómar í..

*** Leiðir og verkfæri tónlistar: Hér er átt við aðferðir í flutningi, tónsköpun, hlustun og greiningu, ( t.d. notkun radda og hljóðfæraleiks, nótnalestur og ritun).

**** Fjölbreytt tónlist á við margar tónlistartegundir svo sem: íslenska tónlist, vestræna tónlist, heimstónlist, jass og dægurtónlist.

 

Skipan náms í grunnskóla

Nemendur í grunnskóla eiga að fá kennslu í söng og hljófæraleik, sköpun, hlustun og greiningu. Eðlilegt vægi og samhengi á að vera á milli þessa leikniþátta, án þess þó að það hindri fjölbreytni og mismunandi áherslur í tónlistarkennslu einstakra skóla.

Námsmarkmið fyrir grunnskóla skulu miðast við að tónmennt sé skyldunám frá 1. - 9. bekk og að nemendur fái að jafnaði tvær kennslustundir á viku í tónmennt. Í 9. - 10. bekk skal nemendum standa til boða valgreina nám að jafnaði tvær kennslustundir á viku. Námsmarkmið skulu flokkast eftir aldri, þ.e. 1.- 3. bekkur, 4. - 6. bekkur, 7.- 9. bekkur og 10. bekkur. Tónlistarhæfni byggist á markvissri þjálfun og samfellu í námi. Markmiðin eiga að vera víðtækur, markviss og sveigjanlegur rammi til kennslu og námsmats sem endurspeglar það sem raunhæft er að ætla að börn með mismunandi getu og þroska nái á viðkomandi stigi. Markmiðin eiga að vera metnaðarfull en sanngjörn.

Tónmenntakennsla innan hvers skóla er ekki einungis í höndum og á ábygð tónmenntakennara (sérgreinakennara). Færa má ýmis rök fyrir því að bekkjarkennarar yngri barna bera einnig ábyrgð á tónlistaruppeldi í samstarfi við tónmenntakennara eða fagstjóra í tónmennt. Markmið í tónmennt skulu vera sett fram með það í huga. En til þess að kennarar séu almennt færir um að axla slíka ábyrgð þarf að bæta verulega kennaranám þeirra.

Nauðsynlegt er að tónmennt slitni ekki úr tengslum við heildarstarf skólanna né einangrist. Tengsl tónmenntar við aðrar námsgreinar grunnskóla er margþætt. Samþætting og tengsl við aðrar greinar víkkar sjóndeildarhring nemandans og setur tónlist í þjóðfélagslegt samhengi. Samhliða því að njóta tónlistar, má jafnframt beita henni til að miðla annarri þekkingu til barna, t.d. með því að syngja texta um efni sem tengist öðrum námsgreinum eða læra um lífshætti annarra þjóða með því að tileinka sér tónlist þeirra.

Eðli greinarinnar og skýr markmið hafa í för með sér kröfu um viðeigandi aðstöðu, hljóðfæri, tæki og tól, sem ekki er hægt að horfa fram hjá ef námsmarkmiðum á að ná. Í viðauka eru talin upp hljóðfæri og búnaður sem gera má ráð fyrir að séu nauðsynleg við tónmenntarkennslu í grunnskóla.

Víða er öflugt samstarf milli grunnskóla og tónlistarskóla, enda hafa þessar stofnanir mikilvæg, sameiginleg markmið. Ennfremur er um að ræða sams konar námsinntak og námsþætti í tónmenntarkennslu í grunnskóla og tónlistarkennslu í tónlistarskóla, þó að það sé oftast með öðruvísi áherslum og öðruvísi kennsluháttum*. Skýr markmið bæði fyrir tónmennt í aðalnámskrá grunnskóla og námskrám tónlistarskóla, ættu að gera samstarf á milli þessara stofnana markvissara og beina því að faglegum þáttum, þ.e. að inntaki og skipulagi náms og kennslu og síðast en ekki síst nemandanum sjálfum.

* Sjá Aðalnámskrá tónlistarskóla, bráðabirgðaútgáfa, Menntamálaráðuneytið 1996 og námskrá í tónfræðum, Handrit, Menntamálaráðuneytið 1997.
 

Lokamarkmið tónmenntarkennslu í grunnskóla:
Við lok grunnskóla eiga nemendur að:

 
Sköpun / túlkun / tjáning:

Flutningur:
- hafa öðlast tækni til að flytja fjölbreytta tónlist og geta notað nótnatákn og aðrar leiðbeiningar til túlkunnar tónlistar.

- geta sungið og spilað fjölbreytta tónlist eftir eyranu, og í spuna.

- geta skipulagt og metið eigin flutning.

 
Tónsköpun:
- geta spunnið, útsett og samið tónlist í mismunandi stíl og sýnt þekkingu og skilning á efnisþáttum, efniviði* og eðli tónlistarinnar.

- geta metið eigin tónsköpun og skráð hana eða hljóðritað.

 

Skynjun / greining / mat:

Hlustun og greining
- geta hlustað á og tileinkað sér fjölbreytta tónlist og jafnframt greint efnisþætti hennar og efnivið með viðeigandi orðaforða.

- geta sýnt fram á þekkingu á sögulegu og félagslegu samhengi tónlistar sem þeir hafa hlustað á eða flutt.

- geta rökstutt eigin skoðanir á fjölbreyttri tónlist.

- geta rökstutt eigin skoðanir og haft ánægju af að hlusta á fjölbreytta tónlist.

 

* Efniviður: Hér er átt við byggingarefni tónlistar t.d. tónbil, tónstiga, hryn, hljóma.

 

Skipan náms í framhaldsskóla

Nám í tónmennt / tónlist í framhaldsskóla er þrískipt: Í fyrsta lagi er það nám á kjörsviði listnámsbrautar, í öðru lagi er tónlistarnám í boði sem valgrein og í þriðja lagi er um skyldáfanga að ræða í almennum brautarkjarna.

Eðlilegt er að ólíkar áherslur séu lagðar á ofangreinda leikniþætti greinarinnar eftir því hvort um er að ræða skyldunám, val eða kjörsvið.

Skyldunám (2 einingar) skal byggja aðallega á hlustun og greiningu, þ.e.a.s. á nemandanum sem njótanda.

Valgreinarnám í tónlist getur verið með margvíslegum hætti. Innan hvers framhaldsskóla kemur til greina að byggja valgrein aðallega á t.d. kór- eða hljómsveitarstarfi, tónlistarbókmenntum, tónlist og nýtækni eða námi í tónlistarskóla. Einnig mætti bjóða upp á samþætt listnám sem val. Allt þetta fer eftir aðstæðum á hverjum stað. Hver framhaldsskóli þarf að skilgreina þá valmöguleika sem nemendum stendur til boða á sviði tónlistarinnar, hvort sem þeir eru skipulagðir einungis innan skólans eða í samstarfi við einhvern tónlistarskóla. Inntak og matsaðferðir skal skilgreina í námskrá hvers skóla að fengnu samþykki yfirvalda. Nám í tónlistarskóla skal meta til eininga samkvæmt viðmiði Menntamálaráðuneytisins.

Tónlistarnám á kjörsviði listnámsbrautar fer fram í samstarfi við tónlistarskóla og samkvæmt væntanlegri aðalnámskrá og greinarnámskrám tónlistarskóla, útgefnum af Menntamálaráðuneytinu. Námið á að veita nemendum grunn að frekara námi t.d. á háskólastigi. Námskrár í hljóðfæragreinum og tónfræðum eru í undirbúningi hjá ýmsum nefndum á vegum Menntamálaráðuneytisins. Nauðsynlegt er að náin samvinna sé á milli þessara nefnda og þeirra aðila, sem koma til með að vinna að tónmenntar- / tónlistarnámskrá fyrir framhaldsskólastigið.

 

Lokamarkmið tónmenntakennslu í framhaldsskóla

Lokamarkmið tónlistar á kjörsviði listnámsbrautar:

Að loknu tónlistarnámi á listnámsbraut eiga nemendur að:

- hafa öðlast aukna færni og þekkingu í flutningi, sköpun, greiningu og hlustun tónlistar.

- hafa lokið 7. stigs prófi á eitthvert hljóðfæri, í söng eða í rytmiskri tónlist og í tónfræðigreinum samkvæmt gildandi aðalnámskrá og greinanámskrá tónlistaskóla.

 

Lokamarkmið tónlistar í almennum brautarkjarna:

Að loknu tónlistarnámi í almennum brautarkjarna eiga nemendur að:

- hafa hlustað á og greint fjölbreytta tónlist og öðlast færni sem upplýstir og gagnrýnir njótendur tónlistar.

- geta haft ánægju af að hlusta á fjölbreytta tónlist og geta greint efnivið og tónlistarþætti með viðeigandi orðaforða.

- geta sýnt fram á þekkingu á sögulegu og félagslegu samhengi tónlistar, sem þau hafa hlustað á.

- geti rökstutt eigin skoðanir á fjölbreyttri tónlist.

 

Lokamarkmið tónlistar sem valgreinar:

Að loknu námi í tónlist að vali, eiga nemendur að:

- hafa öðlast aukna færni og þekkingu í einum eða fleiri leikniþáttum tónlistar ,flutningi, sköpun, greiningu, hlustun

 

4. 5. Dans og líkamstjáning
Dans hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er tungumál sem allar þjóðir heims eiga aðgang að. Börnum er eðlislægt að tjá sig með líkama sínum áður en þau taka að beita hugtakaheimi orða og einn megintilgangur dansmenntunar í grunnskóla er að gefa barninu tækifæri til að fá útrás fyrir, tjá og túlka hugsun sína, hugmyndir og tilfinningar með líkamstjáningu.

Dans eflir hreyfiþroska barnsins og sjálfsvitund, hann stuðlar að eðlilegum félagslegum samskiptum, eflir sjálfsöryggi og er gleðigjafi sem vinnur gegn streitu og gerir nemendur færari um að skemmta sér án vímuefna . Dans gerir snertingu eðlilega milli kynjanna, eykur tillitssemi í mannlegum samskiptum og stuðlar að eflingu samkenndar í bekkjarheildum.

Með kennslu í dansi eigin menningar og annarra má efla skilning á hefðum og menningu bæði eigin þjóðar og annarra. Dansinn má tengja öðrum námsgreinum grunnskóla svo sem tónmennt, myndlist, íþróttum og samfélagsgreinum á margvíslegan hátt.

 
Skipan náms:

Kennsla í dansi og líkamstjáningu er í höndum almennra bekkjarkennara og sérgreinakennara svo sem tónmenntakennara, íþróttakennara eða danskennara eftir aðstæðum.

Í öllum tilfellum skal kennsla skipulögð í samræmi við lokamarkmið grunnskóla í greininni.

Skólar verða að tryggja það að allir nemendur geti mætt lokamarkmiðum grunnskóla í dansi og líkamstjáningu.

 
Lokamarkmið dans og líkamstjáningar í grunnskóla:

Við lok grunnskóla eiga nemendur að:
 

Sköpun / túlkun / tjáning:

- hafa öðlast skilning á hreyfigetu líkamans, möguleikum hans til tjáningar og færni í að beita honum til sköpunar.

- hafa öðlast félagslegt öryggi til þess að tjá hugsun sína, hugmyndir og tilfinningar í hreyfingu / dansi.

-hafa þekkingu á undirstöðuatriðum almennra/algengustu dansa.

- vera færir um að samhæfa hreyfingar og tónlist og hafa sjálfstraust til að dansa við algeng danslög.

 

Skynjun / greining / mat:

- hafa öðlast innsýn í menningararfleifð eigin þjóðar og annarra í dansi

 

 
4 .6. Leiklist og leikræn tjáning *
Frá unga aldri, nota börn ímyndunarleikinn til að rannsaka, skipuleggja og skilja sjálf sig og umhverfi sitt. Leikræn tjáning byggir á þessu náttúrulega ferli. Greinin byggir á munnlegri og líkamlegri tjáningu og eflir sjálfsvitund og félagsþroska nemenda.

Sérstaða leikrænnar tjáningar er: hlutverkaleikurinn og persónusköpunin. Nemendur læra að setja sig í spor annarra og takast á við ímyndaðar aðstæður. Skilningur og nám á sér stað vegna þeirrar kröfu sem þessar aðstæður gera til þátttakenda.

Með leikrænni tjáningu öðlast nemandinn sjálfsskilning og sjálfsmat, sem auðveldar honum að yfirvinna tilfinningalegar og líkamlegar hömlur og þróa sjálfstraust í daglegum samskiptum. Í leiklist og leikrænni tjáningu taka nemendur þátt í skipulagðri og markvissri samvinnu, sem eflir félagsþroska.

 

Skipan náms:

Í almennri kennslu gefast mýmörg tækifæri til þess að hagnýta aðferðir leiklistar ýmist á eigin forsendum eða sem leið við kennslu annarra greina.

Greinarnar geta tengst skólastarfi á þrjá vegu:

Mikilvægt er að allir nemendur fái þjálfun í leikrænni tjáningu á yngri stigum skólakerfisins í eðlilegu samhengi við almennt nám og boðið verði uppá leiklist sem námsgrein í vali á eldri stigum.

Ferðir á leiksýningar og umfjöllun um þær eru nauðsynlegur hluti leiklistarnáms og menningaruppeldis.

* Í þessari námskrá verður gerður greinarmunur á hugtakinu "leikræn tjáning" og "leiklist". í leiklist er stefnt markvisst að sýningu fyrir áhorfendur en í leikrænni tjáningu er reynsla þátttakenda meginmarkmiðið. Engu að síður er byggt á sömu grunnhugmynd, að setja sig í spor annarra.
 
 

Lokamarkmið leiklistar og leikrænnar tjáningar í grunnskóla:

Við lok grunnskóla eiga nemendur að:
 

Sköpun / túlkun / tjáning:

- geta staðið upp og tjáð sig frjálslega bæði um almenn málefni og eigin skoðanir.

- hafa tileinkað sér grunntækni greinarinnar í skapandi vinnu.

 

skynjun / greining / mat:

- hafa öðlast skilning á leiklist sem tjáningarformi og geta notið leiklistar á jákvæðan og gagnrýninn hátt.

- geta sett sig í annarra spor í viðteknum mannlegum samskiptum.

 
 

5. VIÐAUKI

5.1. Um húsnæði og búnað vegna tónmenntakennslu

Hér á eftir er að finna ábendingar um húsnæði, hljóðfæri og kennslugögn vegna tónmenntarkennslu.

Húsakostur.
Við hönnun og val á húsnæði fyrir tónmenntakennslu þarf að huga sérstaklega að hljómburði og hljóðeinangrun. Nauðsynlegt er að huga að rými fyrir dans og hreyfingu og hljóðfæranotkun fyrir stóra sem og smáa hópa.

Hljóðfæri.
Nauðsynlegt er að píanó sé í kennslustofunni auk ýmissa skólahljóðfæra, bæði hryn- og laglínuhljóðfæra. Ennfremur er æskilegt að hafa hljómborð, trommusett og gítar.

Ráðlegt er að vanda val á skólahljóðfærum til þess að þau nýtist sem best í kennslunni. Þarf meðal annars að huga að tóngæðum og tónsviði þeirra. Æskilegt er að tónsvið stafspila* liggi sem næst raddsviði nemenda og mikilvægt er að valin séu krómatísk stafspil. Gera má ráð fyrir að eftirtalin hljóðfæri séu alla jafna nauðsynleg:

Annar búnaður og gögn.
Nauðsynlegt er að til séu vönduð tæki til hljómflutnings og hljóðupptöku. Mikilvægt er að hafa aðgang að fjölbreyttu safni hljóðrita, söngva, nótna og tónlistarhandbóka til að nota við kennsluna. Einnig þarf nótnapúlt og töflu með nótnastrengjum. Æskilegt er að hafa aðgang að myndbandstæki, tölvu og tónlistarforritum.