Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

3. Lokamarkmið stærðfræðináms á grunnskólastigi 

Við lýsum hér tillögum okkar um lokamarkmið stærðfræðináms á grunnskólastigi, og setjum þau fram sem markmið sem við teljum æskilegt að sérhver nemandi hafi náð við lok grunnskóla.

Markmið þessi mætti flokka lauslega í skilningsmarkmið, færnimarkmið, viðhorfsmarkmið og þekkingarmarkmið, en slík flokkun yrði nauðsynlega mjög gróf, vegna þess að venjulega má finna flesta eða alla þessa þætti í gefnu atriði. Þannig fylgja kröfu um þekkingu á tilteknum efnisatriðum ævinlega krafa um skilning á þessum sömu efnisatriðum og krafa um færni í meðferð þeirra. Við höfum því ekki gefið nákvæma flokkun á eftirtöldum markmiðum, en látum nægja að segja (með öllum þeim fyrirvörum sem af ofangreindu leiða) að markmiðin í A1–A6 eru flest almenn skilnings-, færni- og viðhorfsmarkmið, en markmiðin í A7–A12 flest einhverskonar þekkingarmarkmið.
 

A. Lokamarkmið stærðfræðináms á grunnskólastigi

A.1 Stærðfræði og tungumál
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar tengsl stærðfræði og tungumáls eru þessi:  

A.1.1 Að nemandi sé læs og skrifandi á tölur og töluleg gögn og á almennan texta þar sem tölur eða töluleg gögn koma við sögu; sér í lagi að hann

A.1.2. Að nemandi geti lesið af öryggi stærðfræðilegan texta sem fjallar um efni sem er ekki flóknara en grunnskólanámsefni; sér í lagi að hann A.1.3 Að nemandi geti gert sig skiljanlegan um stærðfræðileg efni, bæði sjálfum sér og öðrum, og skipst á skoðunum um þau við aðra; sér í lagi að hann A.2 Þrautalausnir
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar þrautalausnir eru þessi:

A.2.1 Að nemandi hafi öðlast færni til að takast á við stærðfræðileg verkefni af margs konar tagi; sér í lagi að hann

A.2.2 Að nemandi geri sér grein fyrir að unnt er að takast á við verkefni þar sem lausnaraðferðir eru ekki augljósar fyrirfram; sér í lagi að hann A.2.3. Að nemandi hafi kynnst ýmsum almennum aðferðum sem gagnast við lausn ólíkra viðfangsefna; sér í lagi að hann A.3 Viðhorf til stærðfræðinnar
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar viðhorf til stærðfræðinnar eru þessi:
 
A.3.1 Að nemandi hafi öðlast jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar; sér í lagi að hann A.4 Tengsl stærðfræði við daglegt líf og við önnur svið
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar tengsl stærðfræði við daglegt líf og við önnur svið eru þessi:  

A.4.1 Að nemandi geri sér grein fyrir hvernig hann getur beitt stærðfræðilegum aðferðum í daglegu lífi, og þá jafnframt hvaða aðferðir úr stærðfræði henta honum best hverju sinni; sér í lagi að hann

A.4.2 Að nemandi nái að tengja saman stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni; sér í lagi að A.4.3 Að nemanda sé tamt að nota stærðfræði á öðrum sviðum; sér í lagi að hann A.4.4 Að nemandi skilji hvernig stærðfræði er undirstaða mælinga í tíma og rúmi; sér í lagi að hann A.4.5 Að nemandi geri sér einhverja grein fyrir sögu stærðfræðinnar; sér í lagi að hann A.5 Innri tengsl stærðfræðinnar
Lokamarkmið stærðfræðikennslu í grunnskóla hvað varðar innri tengsl stærðfræðinnar eru þessi:  

A.5.1 Að nemandi geri sér grein fyrir tengslum milli ýmissa hugtaka stærðfræðinnar; sér í lagi að hann

A.5.2 Að nemandi geri sér grein fyrir hvernig stærðfræðileg hugtök byggjast hvert á öðru; sér í lagi að hann A.6 Röksamhengi og færni í röksemdafærslum
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar röksamhengi og færni í röksemdafærslum eru þessi:  

A.6.1 Að nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi röksemdafærslna í stærðfræði; sér í lagi að hann

A.6.2 Að nemandi geti sjálfur beitt einföldum röksemdafærslum; sér í lagi að hann A.6.3 Að nemandi geri sér góða grein fyrir notkun þeirra orða sem mikilvægust eru í einfaldri rökfræði; sér í lagi að hann A.7 Talnakerfið
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar talnakerfið eru þessi:  

A.7.1 Að nemandi kunni góð skil á náttúrlegum og heilum tölum og reikniaðgerðum þeirra; sér í lagi að hann

A.7.2 Að nemandi kynnist allraeinföldustu hugtökum talnafræðinnar og læri að umgangast þau; sér í lagi að hann A.7.3 Að nemandi kunni góð skil á ræðum tölum og reikniaðgerðum þeirra; sér í lagi að hann A.7.4 Að nemandi hafi góða þekkingu á sætistalnaritun, einkum á tugakerfinu og reikningi með tölum í tugakerfi; sér í lagi að hann A.7.5. Að nemandi geri sér einhverja hugmynd um rauntalnakerfið; sér í lagi að hann A.8 Reiknikunnátta og notkun reikniaðferða: Reikningur, reiknivélar, mat
Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar reiknikunnáttu og notkun reikniaðferða eru þessi:
 

A.8.1 Að nemandi hafi náð góðri færni í reikningi; sér í lagi að hann

A.8.2 Að nemandi kunni að nota reiknivélar; sér í lagi að hann
 • kunni að nota vasareikna til að framkvæma einföldustu reikniaðgerðir;

 •  
 • kunni að forðast villur og mistök í meðferð reiknivéla, til dæmis með því að endurtaka reikninga (helst með einhverjum tilbrigðum) og með því að leggja mat á hvort útkoma sé sennileg;

 •  
 • hafi kynnst hvernig nota má reiknivélar til að dýpka skilning á reikningi;

 •  
 • kunni nokkur skil á algengustu tegundum reikniforrita sem notuð eru í tölvum, svo sem töflureikna, og átti sig til dæmis á hvað felst í að yfirfæra reikniaðgerðir með tölum á talnavigra (eins og dálka eða línur í töflu), svo sem með því að leggja saman allar tölur í vigri eða að leggja saman tvo vigra.

 •  
  A.8.3 Að nemandi sé sæmilega vel að sér í hugareikningi og námundareikningi; sér í lagi að hann A.8.4 Að nemandi sé fær um að velja milli reikniaðferða; sér í lagi að hann A.8.5 Að nemandi átti sig á notkun reiknirita til að leysa ýmsar tegundir verkefna; sér í lagi að hann A.9 Hlutfalla- og prósentureikningur
  Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar hlutfalla- og prósentureikning eru þessi:  

  A.9.1 Að nemandi kunni skil á hlutföllum milli stærða og geti notað þau við útreikninga á hagnýtum dæmum; sér í lagi að hann

  A.9.2 Að nemandi kunni skil á prósentuhugtakinu og sé fær í prósentureikningi; sér í lagi að hann A.10 Algebra
  Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar algebru eru þessi:

  A.10.1 Að nemandi átti sig á einfaldri notkun bókstafa í stærðfræði; sér í lagi að hann

  A.10.2 Að nemandi geri sér grein fyrir einföldustu undirstöðureglum algebrunnar; sér í lagi á hann að A.10.3 Að nemandi kunni að fara með táknasamstæður sem eru samsettar úr tölum og/eða bókstöfum með venjulegum reikniaðgerðum og rótarmerkjum; sér í lagi A.11 Rúmfræði
  Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar rúmfræði eru þessi:

  A.11.1 Að nemandi kunni skil á algengustu hugtökum sígildrar rúmfræði; sér í lagi að hann

  A.11.2 Að nemandi kunni skil á algengustu hugtökum og aðferðum varðandi mælingu flatar- og rúmmynda; sér í lagi að hann A.11.3 Að nemandi kunni nokkrar helztu undirstöðusetningar sígildrar rúmfræði og geti notað þær í útreikningum og röksemdafærslum; sér í lagi að hann A.11.4 Að nemandi þekki undirstöðuhugtök hnitarúmfræði og geti notað þau til að leysa ýmis verkefni; sér í lagi að hann A.11.5 Að nemandi kannist við nokkrar tegundir af rúmfræðilegum færslum og kunni að notfæra sér þær; sér í lagi að hann A.12 Líkindafræði og tölfræði
  Lokamarkmið stærðfræðináms í grunnskóla hvað varðar líkindafræði og tölfræði eru þessi:  

  A.12.1 Að nemandi þekki ýmsar algengar aðferðir til að setja fram töluleg gögn; sér í lagi að hann

  A.12.2 Að nemandi kunni skil á líkindahugtakinu; sér í lagi  
  Fyrri síða 
  Yfirlit
  Næsta síða

  Menntamálaráðuneytið 1998. Kristín Bjarnadóttir kristinb@ismennt.is.