Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða
 
4. Lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi

Miklu erfiðara er að setja fram lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi en á grunnskólastigi. Það er einkum vegna þess að framhaldsskólar eru afar ólíkir og skiptast auk þess í ólíkar námsbrautir, og fyrir hverja námsbraut geta markmið í stærðfræðinámi auk þess verið ólík eftir kjörsviðum. Til dæmis má ætla að setja verði markið nokkru hærra fyrir stærðfræðinám á félagsfræðibraut með kjörsvið hagfræði en fyrir nám á félagsfræðibraut með kjörsvið markaðsfræði eða viðskipti. Ef vel ætti að vera þyrfti því að setja fram lokamarkmið fyrir hvert kjörsvið á hverri námsbraut.

Hins vegar eru sumar hverjar námsbrautanna ekki ennþá fullmótaðar. Svo er til dæmis um sumar verknáms- eða starfsnámsbrautir. Auk þess þess má gera ráð fyrir að til geti orðið ný kjörsvið sem við getum ekki nú séð fyrir og kalli á sérstök markmið.

Við höfum því kosið að setja aðeins fram í heild lokamarkmið fyrir námsbrautir og kjörsvið sem eiga að veita undirbúning undir háskólanám þar sem krafist er verulegrar þekkingar á stærðfræði. Þau eiga því fyrst og fremst við náttúrufræðibraut, öll kjörsvið; en einnig félagsfræðibraut, kjörsvið hagfræði; og væntanlega að mestu leyti verknámsbraut, kjörsvið rafiðnir. Við setjum þau fram sem þau markmið sem við teljum æskilegt að sérhver nemandi hafi náð við lok framhaldsskóla til viðbótar við lokamarkmið í grunnskóla.

Þar næst setjum við fram athugasemdir um breytingar sem gera þarf á þessum markmiðum fyrir aðrar námsbrautir og kjörsvið.

Mörg af lokamarkmiðunum fyrir stærðfræðinám á framhaldsskólastigi má líta á sem ítrekun, framhald eða dýpkun á þeim lokamarkmiðum sem við settum fram fyrir stærðfræðinám á grunnskólastigi. Svo er til dæmis um atriðin B1B6, sem eru hliðstæð markmiðunum A1A6 fyrir grunnskólastigið og eins og þau fyrst og fremst skilnings-, færni- og viðhorfsmarkmið, en svipuðu máli gegnir raunar einnig um mörg af þekkingarmarkmiðunum.

Fyrir námsbrautir og kjörsvið sem eru ekki undirbúningur undir nám í greinum þar sem mikillar stærðfræðikunnáttu er krafist má almennt segja að lokamarkmið stærðfræðinámsins á framhaldsskólastigi sé að viðhalda þeirri þekkingu sem náðst hefur á grunnskólastigi, dýpka hana og efla og sveigja hana í átt að viðkomandi kjörsviði. Með öðrum orðum skiptir þá mestu máli að kenna hagnýtta stærðfræði hvers kjörsviðs fyrir sig. Á námsbrautum og kjörsviðum sem ætlað er að búa undir nám sem krefst meiri stærðfræði þarf auðvitað að bæta við talsverðu nýju efni. Við gerum þó ráð fyrir að á öllum brautum verði leitast við að dýpka skilning nemenda á því námsefni sem þeir hafa þegar kynnst í grunnskóla.

 

B. Lokmarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Náttúrufræðibraut

Þótt við setjum fram sameiginleg lokamarkmið fyrir öll kjörsvið náttúrufræðibrautar má telja eðlilegt að lagðar verði ólíkar áherslur á þessi markmið eftir kjörsviðum. Í þessu sambandi leyfum við okkur langa tilvitnun í [For1996]. Við rifjum upp að hér er verið að tala um þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem ætla að stunda nám við raunvísinda- og verkfræðideildir Háskóla Íslands:

Ólík þörf fyrir stærðfræðikunnáttu
Þær kröfur sem hér verða settar fram eru einhverskonar meðalkröfur, því að auðvitað þurfa nemendur á mismikilli stærðfræðikunnáttu að halda til undirbúnings háskólanámi. Það er háð því hvaða aðalfræðigrein þeir ætla að leggja stund á, en einnig getur fólk í sömu fræðigrein þurft á mismikilli stærðfræði að halda. Ólík verkefni innan sömu fræðigreinar geta kallað á ólíka stærðfræðikunnáttu. En ekki má heldur gleyma því að fólk getur þurft að velja sér ólík verkefni innan sinnar fræðigreinar í samræmi við stærðfræðikunnáttu sína, vegna þess að þörf manna fyrir stærðfræði er ekki óháð því sem þeir kunna í henni: Þeir sem kunna lítið fyrir sér í stærðfræði geta lengi komist hjá því að nota hana, en eftir því sem fólk kann meira í henni, því meira verður notagildi hennar. Meginreglan er í hnotskurn þessi: Það eina sem ég get örugglega aldrei haft neitt gagn af er það sem ég veit ekkert um.

Með öllum þeim fyrirvörum sem af ofansögðu leiða getum við þó skipt nemendum í tvo hópa eftir því hvaða kröfur um stærðfræðiþekkingu þarf að gera til þeirra við innritun í háskóla:

A. Þá sem ætla að leggja stund á stærðfræði, eðlisfræði eða verkfræði og ennfremur þá sem stefna að sérstaklega stærðfræðimiðuðu námi á öðrum sviðum.

B. Þá sem ætla að leggja stund á aðrar greinar sem kenndar eru við raunvísindadeild, svo sem tölvunarfræði, efnafræði, jarðfræði eða líffræði.

 

Við bendum á að skilyrði til inntöku í nám í raunvísindadeild er stúdentspróf af eðlisfræðibraut eða náttúrufræðibraut framhaldsskóla eða sambærilegt próf; þó er öllum stúdentum heimil innritun til B.S.-prófs í landafræði. Einnig er öllum stúdentum heimil innritun í verkfræðideild. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geta varla gert sér vonir um að ná viðunandi námsárangri í verkfræðideild nema þeir hafi að minnsta kosti lært þá stærðfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum, og raunar vegnar nemendum í hóp A best ef þeir hafa stúdentspróf af eðlisfræði- eða stærðfræðibrautum.

Kröfur um stærðfræðikunnáttu
Þær kröfur sem eru gerðar til þeirra sem þurfa að taka stærðfræðinámskeið sem hluta af námi sínu við raunvísindadeild Háskólans má í stórum dráttum flokka í tvennt:

 

1. Almennar skilnings- og færnikröfur. Með því er átt við að nemendur hafi náð tiltekinni færni í að nota táknmál stærðfræðinnar, skilningi á notkun stærðfræðilegra hugtaka og æfingu í að leysa stærðfræðilegar þrautir. Þetta er stundum orðað þannig að ætlast sé til að nemendur hafi náð ákveðnum stærðfræðilegum þroska, og hann er að miklu leyti óháður því hvaða efnisþætti þeir hafa lært.

2. Þekkingarkröfur. Í byrjunarnámskeiðum í stærðfræði við raunvísindadeild eru flest mikilvægustu undirstöðuhugtök rifjuð upp eða skilgreind að nýju. Hins vegar er yfirferð námsefnis svo hröð og efnistök einatt svo nýstárleg að þeir sem hafa ekki kynnst töluverðum hluta af námsefninu í einhverri mynd áður en þeir hefja nám í háskóla eiga afar erfitt með að fylgjast með. Því verður að gera talsverðar kröfur um þekkingu á ýmsum undirstöðuhugtökum stærðfræðinnar.

 

Sá munur á kröfum um undirbúning í stærðfræði sem gera þarf til nemenda í hópunum A og B felst fyrst og fremst í almennum skilnings- og færnikröfum, eða með öðrum orðum hvaða tökum nemendur hafa náð á stærðfræðilegri hugsun. Aftur á móti eru þekkingarkröfurnar frekar svipaðar fyrir báða hópa.

Til nemenda í hópi A þarf að gera þær kröfur að þeir hafi náð góðum tökum á merkingu undirstöðuhugtaka í stærðfræði og kunni sér í lagi að lesa rétt úr skilgreiningum. Þeir þurfa að hafa fengið nokkra þjálfun í röksemdafærslum, þannig að þeir geti sjálfir fært rök fyrir niðurstöðum sínum með tilvísun til skilgreininga og almennra lögmála. Þessi færni þarf einnig að ná til einfaldra reikningsdæma", þannig að þeir geri til dæmis greinarmun annarsvegar á því að sýna fram á að lausnir gefinnar jöfnu séu einhverjar af tilteknum útreiknuðum stærðum og hinsvegar á því að sýna að þessar stærðir séu í raun lausnir jöfnunnar. Þeir þurfa að hafa öðlast talsverða reikningsfærni á mörgum sviðum, svo sem í almennri algebru, vigurreikningi, markgildareikningi, deilda- og heildareikningi. Og þeir þurfa að hafa öðlast dálítinn skilning á tilvistarverkefnum, til dæmis í því samhengi að tilvist jöfnulausnar eða markgildis sé ekki sjálfsagður hlutur, heldur eitthvað sem þurfi að ganga sérstaklega úr skugga um.

Til nemanda í hópi B þarf einnig að gera kröfur um skilning undirstöðuhugtaka og þá einkum í því samhengi að þeir geti tengt þessi hugtök við hluti og hugtök á öðrum sviðum. Sér í lagi þurfa þeir að hafa öðlast talsverða færni í að þýða verkefni sem eru orðuð á almennu máli yfir á tungutak stærðfræðinnar, til dæmis með því að innleiða heppilegar breytistærðir fyrir hugtök sem koma fyrir í verkefninu og setja lögmál sem hugtök þessi lúta fram á stærðfræðilegu formi, til dæmis sem jöfnu. Um almenna reikningsfærni gilda svipaðar kröfur og fyrir hóp A, en þó kannski ekki alveg jafnstrangar; einkum þarf undirstaða í almennri algebru að vera góð, færni í deildareikningi (diffurreikningi) þarf til dæmis að vera nægileg til að nota hann við könnun ferla og lausn hágildis- og lággildisverkefna, en þótt gera verði nokkrar kröfur um færni í heildareikningi og lauslegan skilning á markgildum mega þessar kröfur vera nokkru minni en fyrir hóp A.
 

Nauðsynlegt er að hafa þessi atriði í huga þegar ákeðið er hvaða ólíkar áherslur á að leggja á eftirfarandi markmið fyrir ólík kjörsvið. Það er eðlilegt að námskrárnefndir taki ákvarðanir um smáatriði í slíkum áherslubreytingum. Dæmi um slíka ákvörðun gæti til dæmis verið að lokamarkmið B.7.7 um tvinntölur og reikning með þeim yrði einungis sett fram fyrir náttúrufræðibraut, kjörsvið stærðfræði eða eðlisfræði.

 

B.1 Stærðfræði og tungumál

Lokamarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar tengsl stærðfræði og tungumáls eru þessi:

B.1.1 Að nemandi geti lesið af öryggi stærðfræðilegan texta sem fjallar um efni sem er ekki flóknara en framhaldsskólanámsefni; sér í lagi að hann 

 • geti lesið með skilningi allan texta í stærðfræðikennslubókum framhaldsskóla;
 • geri sér grein fyrir margskonar notkun breytistærða í stærðfræðilegum texta;
 • kunni skil á algengustu stærðfræðitáknum, svo sem ?- og ?-rithætti fyrir summur og margfeldi, táknum fyrir heildi, afleiður og margt fleira;
 • sé vel læs á texta þar sem algebrulegt táknmál er notað af fullum þunga;
 • geri sér glögga grein fyrir notkun skilgreininga í stærðfræðilegum texta;
 • velti sjálfkrafa fyrir sér stærðfræðilegum hugtökum og tengslum þeirra á milli í því skyni að auka skilning sinn á hugtökunum;
 • geri sér grein fyrir margskonar sérstakri málnotkun í stærðfræði sem tíðkast ekki í daglegu tali;
 • geri sér fulla grein fyrir þörfinni á sérstakri nákvæmni í stærðfræðilegum texta hvað varðar orðanotkun og meðferð stærðfræðilegra hugtaka.

 •  
  B.1.2 Að nemandi geti gert sig skiljanlegan um stærðfræðileg efni og skipst á skoðunum um þau við aðra; sér í lagi að hann
 • geti rætt stærðfræðileg verkefni við aðra og unnið með þeim að lausn þeirra;
 • geti gert munnlega grein fyrir niðurstöðum sínum og aðferðum þannig að vel skiljanlegt sé;
 • hafi fullt vald á að skrifa samfelldan texta um stærðfræðilegt efni sem fullnægir öllum eðlilegum kröfum um vandað ritmál og frágang; sér í lagi að hann kunni að fella stærðfræðilegar formúlur með eðlilegum hætti inn í venjulegt mál;
 • geri sér grein fyrir að umræða við annað fólk um stærðfræðileg efni er mikilvægur þáttur í að öðlast skilning á þeim;
 • hafi vanist því og sé tamt að auka skilning sinn á stærðfræðilegum verkefnum og stærðfræðilegum hugtökum og koma hugsunum sínum um stærðfræðileg efni í skipulegra horf með því að skrifa skipulegan texta (minnispunkta) um efnið, hvort sem er handa sjálfum sér eða öðrum;
 • sé fær um að setja skipulega fram reiknirit til lausnar á stærðfræðilegum verkefnum. 

 •  
  B.2 Þrautalausnir
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar þrautalausnir eru þessi:  

  B.2.1 Að nemandinn hafi öðlast góða færni í að takast á við stærðfræðileg verkefni af margs konar tagi; sér í lagi að hann

 • geti auðveldlega þýtt margskonar verkefni á algebrulegt mál og sett þau upp sem skýr stærðfræðileg verkefni;
 • geti fyrir margvíslegar tegundir dæma leitað að ólíkum lausnaraðferðum og prófað ýmsar áætlanir sem gætu leitt til lausnar;
 • kunni skil á ýmsum aðferðum og reglum sem hafa verið settar fram til að auðvelda árangur í þrautalausnum;
 • geti túlkað niðurstöður úr reikningum eða röksemdafærslum sem lausn á upphaflegu verkefni.

 •  
  B.2.2 Að nemandanum sé tamt að takast af öryggi á við verkefni þar sem lausnaraðferðir eru ekki augljósar fyrirfram; sér í lagi að hann
 • skilji að unnt er með skipulögðum vinnubrögðum og hugkvæmni að leysa verkefni af margs konar tagi, þótt engar leiðbeiningar liggi fyrir um hvernig það skuli gert;
 • fái trú á stærðfræði sem tæki sem má nota til að leysa erfið verkefni;
 • geri sér grein fyrir að fullur skilningur fæst ekki á stærðfræðilegum hugtökum fyrr en þau hafa verið notuð á margskonar ólíkar þrautir.

 •  
  B.2.3 Að nemandanum sé tamt að spyrja nýrra spurninga og búa þannig til sínar eigin þrautir; sér í lagi að hann
 • sé þess meðvitaður hvaða forsendur hann hefur notað við lausn þrautar og geti gert þannig gert sér einhverja grein fyrir í hve almennu samhengi lausnin verkar;
 •  hafi æfingu í að velta fyrir sér hvað gerist ef einhverri nauðsynlegri forsendu er breytt og hvort þá megi draga einhverjar nýjar ályktanir.

 •  
   
  B.3 Viðhorf til stærðfræðinnar
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar viðhorf til stærðfræðinnar eru þessi:

  B.3.1 Að nemandi hafi öðlast jákvætt viðhorf til stærðfræðinnar; sér í lagi að hann

 • geri sér grein fyrir nytsemi hennar, bæði fyrir sjálfan sig og aðra;
 • hafi öðlast sjálfstraust til að takast á við skilning stærðfræðilegra hugtaka og lausn stærðfræðilegra verkefna;
 • kunni að meta skemmtigildi stærðfræðinnar og hafi ánægju af að fást við stærðfræðileg verkefni;
 • geri sér grein fyrir mikilvægi stærðfræðinnar fyrir þjóðfélagið og mannkynið í heild.

 •  
   
  B.4 Tengsl stærðfræði við daglegt líf og við önnur svið
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar tengsl stærðfræði við daglegt líf og við önnur svið eru þessi:
   

  B.4.1 Að nemandi geri sér grein fyrir hvernig hann getur beitt stærðfræðilegum aðferðum í daglegu lífi, og þá jafnframt hvaða aðferðir úr stærðfræði henta honum best hverju sinni; sér í lagi að hann

 • beiti stærðfræði í daglegu lífi af öryggi;
 • kunni þá stærðfræði sem einatt er æskilegt að kunna í daglegu lífi, svo sem vaxtareikning og annan viðskiptareikning, og notfæri sér þá kunnáttu;
 • sé tamt að gera sér stærðfræðileg hugtök skiljanlegri með því að setja þau í samband við hversdagslega hluti eftir því sem kostur er.

 •  
  B.4.2 Að nemandi nái að tengja saman stærðfræðileg hugtök og myndrænt efni; sér í lagi að B.4.3 Að nemanda sé tamt að nota stærðfræði á öðrum sviðum; sér í lagi að hann B.4.4 Að nemandi þekki margvíslega notkun stærðfræðilegra hugtaka á öðrum sviðum; sér í lagi að hann B.4.5 Að nemandi þekki dálítið til sögu stærðfræðinnar; sér í lagi að hann B.5 Innri tengsl stærðfræðinnar
  Meginmarkmið stærðfræðikennslu í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar innri tengsl stærðfræðinnar eru þessi:  

  B.5.1 Að nemandi geri sér grein fyrir tengslum milli hugtaka á ólíkum sviðum stærðfræðinnar; sér í lagi að hann

  B.6 Röksamhengi og færni í röksemdafærslum
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar röksamhengi og færni í röksemdafærslum eru þessi:  

  B.6.1 Að nemandi geri sér grein fyrir mikilvægi röksemdafærslna og sannana í stærðfræði; sér í lagi að hann

  B.6.2 Að nemanda sé tamt að rökstyðja allar niðurstöður sínar í stærðfræði; sér í lagi að hann B.6.3 Að nemandi þekki undirstöður yrðingarökfræðinnar; sér í lagi að hann B.7 Talnakerfið
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar talnakerfið eru þessi:  

  B.7.1 Að nemandi kunni góð skil á náttúrlegum og heilum tölum og reikniaðgerðum þeirra; sér í lagi að hann

  B.7.2 Að nemandi þekki undirstöðuhugtök talnafræðinnar og læri að umgangast þau; sér í lagi að hann B.7.3 Að nemandi hafi góða þekkingu á ræðum tölum og reikniaðgerðum þeirra og sé öruggur í reikningi með ræðum tölum, hvort sem þær eru skrifaðar sem almenn brot eða sem tugabrot.  

  B.7.4 Að nemandi hafi fengið nokkuð góðan skilning á rauntalnakerfinu og reikningi með rauntölum; sér í lagi að hann

  B.7.5 Að nemandi þekki veldi með veldisvísi sem er almenn rauntala og kunni að reikna með þeim; sér í lagi að hann B.7.6 Að nemandi átti sig á því hvernig rauntölur eru meðhöndlaðar í reiknivélum og tölvum; sér í lagi að hann B.7.7 Að nemandi hafi fengið nasasjón af tvinntölum og reikningi með tvinntölum; sér í lagi að hann B.8 Hlutfalla- og prósentureikningur
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar hlutfalla- og prósentureikning eru þessi:
   

  B.8.1 Að nemandi hafi dýpkað skilning sinn á hlutfalla- og prósentureikningi og lært að nota hann í víðara samhengi; sér í lagi að hann

  B.9 Algebra
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar algebru eru þessi: 

  B.9.1 Að nemandi hafi fullan skilning á notkun bókstafa í stærðfræði og fullt vald á bókstafareikningi; sér í lagi að hann

  B.9.2 Að nemandi kunni af öryggi að reikna með margliðum og ræðum föllum af einni breytistærð; sér í lagi að hann B.9.3 Að nemandi kunni ýmsar undirstöðustaðreyndir um lausnir á algebrulegum jöfnum; sér í lagi að hann B.9.4 Að nemandi kunni nokkur skil á talnavigrum og talnafylkjum og reikningi með þeim; sér í lagi að hann
    B.10 Rúmfræði 
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar rúmfræði eru þessi:
   
  B.10.1 Að nemandi hafi góða þjálfun í hornafræði þríhyrninga; sé í lagi að hann  B.10.2 Að nemandi hafi dýpkað skilning sinn á sígildri rúmfræði; sér í lagi að hann B.10.3 Að nemandi hafi dýpkað skilning sinn á hnitarúmfræði í sléttum fleti; sér í lagi að hann B.10.4 Að nemandi hafi nasasjón af hnitarúmfræði í þremur víddum; sér í lagi B.10.5 Að nemandi kannist við nokkrar tegundir af rúmfræðilegum færslum og kunni að notfæra sér þær; sér í lagi að hann B.10.6 Að nemandi kunni góð skil á vigurreikningi í sléttum fleti og í þrívíðu rúmi; sér í lagi að hann B.11 Mengjafræði og endanleg stærðfræði 
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar mengjafræði og endanlega stærðfræði eru þessi:  

  B.11.1 Að nemandi kunni góð skil á mengjahugtakinu og einföldum mengjareikningi; sér í lagi að hann

  B.11.2 Að nemandi kunni skil á einföldustu aðferðum úr endanlegri stærðfræði, einkum talningarfræði; sér í lagi að hann B.12 Föll 
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar föll eru þessi:  

  B.12.1 Að nemandi hafi góðan skilning á raunföllum sem eru skilgreind á bilum á rauntalnalínunni; sér í lagi að hann

  B.12.2 Að nemandi geri sér nokkuð skýra grein fyrir markgildum falla, án þess þó að geta réttlætt tilvist þeirra í öllum tilvikum; sér í lagi að hann B.12.3 Að nemandi kannist við samfelldnihugtakið og hafi náð sæmilegum skilningi á því; sér í lagi að hann B.13 Deilda- og heildareikningur 
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar deilda- og heildareikning eru þessi:
   
  B.13.1 Að nemandi kunni góð skil á deildareikningi; sér í lagi að hann  B.13.2 Að nemandi geti notað deildareikning til að kanna föll; sér í lagi að hann  B.13.3 Að nemandi kunni dágóð skil á heildareikningi; sér í lagi að hann  B.13.4 Að nemandi hafi lauslega hugmynd um deildajöfnur og geti leyst einföldustu tegundir þeirra; sér í lagi að hann B.13.5. Að nemandi hafi lauslega hugmynd um þýðingu þess að nálgast flókin föll með föllum sem er einfaldara að reikna með, svo sem margliðum; sér í lagi að hann B.14 Líkindafræði og tölfræði
  Meginmarkmið stærðfræðináms í framhaldsskóla, náttúrufræðibraut, hvað varðar líkindafræði og tölfræði eru þessi:  

  B.14.1 Að nemandi kunni góð skil á undirstöðuhugtökum úr lýsandi tölfræði; sér í lagi að hann

  B.14.2 Að nemandi kunni skil á líkindahugtakinu; sér í lagi að hann  C. Um lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Félagsfræðibraut

  Lokamarkmið stærðfræðináms á félagsfræðibraut, kjörsvið hagfræði, eru í meginatriðum hin sömu og fyrir náttúrufræðibraut.

  Lokamarkmið stærðfræðináms á félagsfræðibraut, kjörsvið markaðsfræði, viðskipti eða hugvísindi (saga eða félagsfræði): Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7. Markmiðum B.8, B.9.1 og B.9.3 í B.9, B.11.1 í B.11 og B.14 verði haldið, og áhersla lögð á dæmi af viðkomandi kjörsviði. Markmiðum B.12.1 úr B.12 verði flestum haldið, en áhersla lögð á skoðun og hagnýtingu falla á viðkomandi kjörsviði.  

  D. Um lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Tungumálabraut 

  Lokamarkmið stærðfræðináms á tungumálabraut, kjörsvið nýmál: Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7 og A.11, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7 og B.10. Markmiðum B.8, B.9.1 í B.9, B.11.1 í B.11 og B.14.1 í B.14 verði haldið. Aukin áhersla verið lögð á sögu stærðfræðinnar sem hluta af almennri menningarsögu. Hlutföll í tengslum við tónlist (tónstigi) og myndlist (gullinsnið).

  Lokamarkmið stærðfræðináms á tungumálabraut, kjörsvið fornmál: Eins og fyrir kjörsvið nýmál, en við verði bætt atriðum úr forngrískri stærðfræði.
   

  E. Um lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Listabraut  

  Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7 og A.11, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7 og B.10. Markmiðum B.8, B.9.1 og B.9.3 í B.9 og B.14.1 í B.14 verði haldið. Í hugtökum rúmfræðinnar verði áhersla lögð á myndræna túlkun. Aukin áhersla verið lögð á sögu stærðfræðinnar sem hluta af almennri menningarsögu. Rúmfræði, einkum varprúmfræði verði rædd, einkum í samhengi við myndlist, bæði frá sögulegu sjónarmiði og í sambandi við myndlistartækni. Hlutföll í tengslum við tónlist (tónstigi) og myndlist (gullinsnið). Skoðun og hagnýting falla, þar sem megináhersla er lögð á myndræna túlkun. Hornaföll skoðuð sem túlkun á bylgjuhreyfingu og í tengslum við tónfræði: Tíðni, yfirtónar; línulegar samantektir af hornaföllum með ólíka tíðni verði skoðaðar.  

  F. Um lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Verknámsbraut 

  Lokamarkmið stærðfræðináms á verknámsbraut, kjörsvið rafiðnir, eru í meginatriðum hin sömu og fyrir náttúrufræðibrautir, en minnkuð áhersla á B.12.23 í B.12, á B.13 og hugsanlega á B.10.

  Lokamarkmið stærðfræðináms á verknámsbraut, kjörsvið tréiðnir, málmiðnir: Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7 og A.11, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7 og B.10. Í rúmfræði verði áhersla lögð á flatarmál, rúmmál, hlutföll, stækkanir, smækkanir, hornaföll; í verslunarreikningi á prósentur, vexti, álagningu. Markmiðum B.8 og B.14.1 í B.14 verði haldið, en áhersla lögð á dæmi af viðkomandi kjörsviði.

  Lokamarkmið stærðfræðináms á verknámsbraut, kjörsvið matvælaiðnir, fataiðnir, háriðnir, listiðnir: Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7 og A.11, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7 og B.10. Í rúmfræði verði áhersla lögð á hlutföll, stækkanir, smækkanir; í verslunarreikningi á prósentur, vexti, álagningu. Markmiðum B.8 og B.14.1 í B.14 verði haldið, en áhersla lögð á dæmi af viðkomandi kjörsviði.
   

  G. Um lokamarkmið stærðfræðináms á framhaldsskólastigi: Starfsnámsbrautir

  Dýpkun á markmiðum stærðfræðináms á grunnskólastigi, svo sem markmiðum A.1A.7 og A.11, þarf að vera nokkur, þótt hún þurfi ekki að ná jafnlangt og í B.1B.7 og B.10. Í rúmfræði verði áhersla lögð á hlutföll, stækkanir, smækkanir; í verslunarreikningi á prósentur, vexti, álagningu. Markmiðum B.8 og B.14.1 í B.14 verði haldið, en áhersla lögð á dæmi af viðkomandi kjörsviði.

   

  Fyrri síða 
  Yfirlit
  Næsta síða

  Menntamálaráðuneytið 1998. Kristín Bjarnadóttir kristinb@ismennt.is.