Fyrri síða

Efnisyfirlit

Næsta síða

 Formáli

Forvinnuhópurinn var skipaður með erindisbréfi menntamálaráðherra dags. 26 febrúar. 1997. Í hópnum voru:

Ásta Þorleifsdóttir, Menntaskólanum við Sund.

Gunnhildur Óskarsdóttir, Háteigsskóla og Kennaraháskóla Íslands.

Hjörleifur Einarsson, Rannsóknarst. fiskiðnaðarins og Háskólanum á Akureyri.

Ingibjörg Haraldsdóttir, Menntaskólanum í Kópavogi.

Rut Kristinsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Stefán Bergmann, Kennaraháskóla Íslands.

Örn Helgason, Háskóla Íslands, (formaður hópsins).

 

Í erindisbréfi var hópnum falið að vinna að tillögum um faglega stefnumótun menntamálaráðuneytisins á viðkomandi námssviði fyrir grunn- og framhaldsskóla, gera tillögur að meginmarkmiðum námsgreina námssviðsins og meginskiptingu námsþátta í grunnskóla og á námsbrautum framhaldsskóla. Nánar tiltekið var hópnum falið að:

  1. rökstyðja þörf og tilgang námssviðs og námsgreina innan þess.
  2. setja fram tillögur um lokamarkmið námsins á a) grunnskólastigi, b) framhaldsskólastigi.
  3. gera tillögu, ef ástæða þykir til um breytingar á skipulagi námsins.

Sigríður Ólafsdóttir, faglegur umsjónarmaður endurskoðunar námskrár á námssviði náttúrufræða, starfaði með hópnum. Hlutverk hennar var að ákveða dagskrá funda í samráði við formann og bera ábyrgð á framvindu verksins gagnvart verkefnisstjórn, verkefnisstjóra og Menntamálaráðuneyti.

Auður Pálsdóttir, landfræðingur og kennari við Árbæjarskóla, var fengin til að sitja nokkra fundi og taka þátt í umræðum og markmiðssetningu fyrir grunnskólastigið. Auður átti einnig sæti í samfélagsfræðihópnum. Í ágúst bað hópurinn Allison Macdonald að koma á fund og ræða innihald áfangaskýrslunnar frá því í júlí. Hún kom með mjög þarfar og gagnlegar ábendingar sem hópurinn hefur nú unnið úr. Brynhildur Sigurðardóttir, kennari, var að beiðni hópsins, fengin til að útfæra í markmið ákveðnar hugmyndir hópsins um þátt; viðhorfa til náttúru, umhverfis og vísinda, vísindasögu o.fl.. Færum við þeim öllum bestu þakkir sem og öðrum sem liðsinnt hafa okkur á ýmsan hátt.

Forvinnuhópurinn kom saman til fyrsta fundar 10. mars, 1997 og hélt 25 sameiginlega fundi þar til hann lauk störfum 18. nóvember. 1997. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu í júlímánuði sem hlaut talsverða umfjöllun.

Í mars tók hópurinn þátt í málþingi Félags raungreinakennara, Samlífs og Menntamálaráðuneytisins um endurskoðun námskráa. Höskuldur Frímannsson stýrði vinnu þinggesta og starfaði síðan með hópnum við að vinna úr niðurstöðum þess. Í tengslum við málþingið ræddi hópurinn við breskan ráðgjafa; Prof. Joan Solomon, m.a. um reynslu Breta af námskrárvinnu og kennslu í náttúrufræði. Nefndarfólk sótti ýmsar ráðstefnur og námskeið á tímabilinu sem tengdust verkefninu. Í því sambandi má nefna að í september fóru Örn og Ásta til Bergen á ráðstefnu á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um stærðfræði, tækni- og raungreinakennslu og Stefán og Sigríður sóttu norræna rannsóknarráðstefnu um umhverfismennt sem haldin var að Varmalandi sl. sumar á vegum Kennaraháskóla Íslands.

Eins og mælt er fyrir um í ábendingum frá verkefnisstjórn endurskoðunar aðalnámskrár tók forvinnuhópurinn mið af eftirfarandi atriðum í vinnu sinni.

Um fyrsta atriðið hafði hópurinn ýmsar ábendingar frá starfandi kennurum ( að þeim kennurum meðtöldum sem sátu í hópnum) og athugasemdir í skýrslum, samþykktum og álitsgerðum.

Annað atriðið varðar einkum breyttar kröfur samfélagsins og atvinnulífs til menntunar, hugmyndir um símenntun sem grundvallarviðmið í allri menntun og þjálfun og þær nýju aðstæður sem hafa skapast í skólum með aukinni tölvu- og upplýsingatækni. Tilmæli ráðuneytisins um sérstaka áherslu á almennt vísindalæsi þegnanna þörfnuðust athugana og útfærslna.

Hópurinn gerði athugun á nokkrum nýjum erlendum námskrám og kynnti sér áherslur innan náttúrufræðinámsins, námskröfur og niðurröðun viðfangsefna. Þetta voru námskrárnar frá: Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Englandi, Skotlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, og Bresku Columbíu í Kanada. Þá voru til athugunar viðamiklir bandarískir staðlar er vörðuðu námssviðið og leiðina að almennu vísindalæsi svo og gögn úr námskrárþætti TIMSS rannsóknarinnar.

Það er ósk forvinnuhópsins að tillögur þær sem hér eru settar fram verði grunnur að mótun heildstæðrar stefnu í náttúrufræðinámi og -kennslu. Væntir hópurinn þess að umræður um tillögurnar verði frjóar og málefnalegar og niðurstöðurnar nemendum og öllu skólastarfi til heilla.

Að Hallveigarstöðum í Reykjavík, 18 nóvember. 1997.

 

Örn Helgason formaður

Ásta Þorleifsdóttir

Gunnhildur Óskarsdóttir

Hjörleifur Einarsson

Ingibjörg Haraldsdóttir

Rut Kristinsdóttir

Stefán Bergmann

Sigriður Ólafsdóttir umsjónarmaður

 

Fyrri síða

Efnisyfirlit

Næsta síða

Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 20.11.1997
Uppsetning: Sigríður Ólafsdóttir. nattsig@ismennt.is