Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 Framhaldsskólinn

Í þessum kafla er fjallað nánar um náttúrufræðinám í framhaldsskóla, nám sem er í eðlilegu framhaldi af náminu í grunnskóla og samrýmist lokamarkmiðum framhaldsskólans sem og þeirri brautarskipan sem lýst er í kafla 6.1; "Uppbygging bóknámsbrautar".

Í kafla 6.2 er lýst náttúrufræðinámi sem er sameiginlegt fyrir alla nemendur framhaldsskólans og er hluti af svonefndum brautarkjarna.

Í kafla 6.3 er lýst hugmyndum um fyrirkomulag á námi í náttúrufræði og stærðfræði á náttúrufræðibraut. Þar eru sýnd dæmi um hvernig skipuleggja megi nám á brautinni með hliðsjón af megináherslum nemenda, þannig að saman fari allbreiður grunnur í náttúrufræði og stærðfræði og frekara nám á sérsviði náttúruvísinda eða tækni.

Margir nemendur sem velja náttúrufræðibraut hyggja á framhaldsnám þar sem traust undirstöðumenntun í náttúruvísindum er nauðsynleg. Lokamarkmið með námi á náttúrufræðibraut hljóta því að taka sterklega mið af þeim kröfum sem skólar á háskólastigi gera til undirbúnings nemenda.

Eins og greint er frá í inngangi telur starfhópurinn nauðsynlegt að vinna samhliða að breytingum í náttúrufræðinámi á fleiri stigum í skólakerfinu. Hvorki er ráðlegt né gerlegt að bíða með aðgerðir í framhaldsskóla, þar til að þeir nemendur koma, sem hafa farið í gegnum grunnskólann í anda þeirrar stefnu sem hér er mörkuð. Engu að síður mun líða nokkur tími þar til lokamarkmiðum grunnskólans verði náð.

Framhaldsskólinn verður því enn um sinn að gera ráð fyrir lakari undirbúningi nemenda, ekki síst verklegum þáttum. Til að mæta þessu þarf hann að skipuleggja námið um skemmri tíma á annan hátt en megintillögur forvinnuhópsins gera ráð fyrir. Við núverandi aðstæður telur hópurinn 12 eininga nám í náttúrufræðum algjört lágmark á brautarkjarna á félagsfræði- og tungumálabraut. Þá telur hann að skipta eigi einingunum nokkurn veginn jafnt á eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði og líffræði.

Hins vegar tekur hópurinn ekki afstöðu til þess, hvort þessi kjarni eigi einnig að gilda fyrir náttúrufræðibrautina eða hvort skipuleggja eigi hann fremur með hliðsjón af frekara námi í þessum greinum á brautinni.

 

Uppbygging bóknámsbrautar

 

 

Náttúrufræði í kjarnanámi

Stefnt er að fjölbreyttu og áhugaverðu náttúrufræðinámi sem gagnast öllum nemendum hvort heldur þeir velja sér nám á náttúrufræðibraut eða öðrum brautum. Um er að ræða samþætta, verklega og bóklega áfanga sem borið gætu yfirheitið: "vísindi og tækni" og raðast á fyrstu annir allra framhaldsskólanemenda. Nemendur nálgast viðfangsefni áfangans út frá þeirri grunnþekkingu sem þeir hafa aflað sér í grunnskóla og einnig vali sínu á brautir og starfssvið framhaldsskólans.

Leitast skal við að nálgun viðfangsefna sé sem heildstæðust; að nemendur kynnist náttúruvísindum sem einni heild en ekki einungis sem mörgum afmörkuðum fræðigreinum; og vinni að hagnýtum verkefnum á sviði fræðanna.

Í töflum í 4. kafla kemur fram hvernig starfshópurinn sér fyrir sér samspil einstakra viðfangsefna við námið í grunnskóla hvað varðar stíganda og samfellu.

Viðfangsefni "vísinda og tækni" skulu vera hvetjandi til málefnalegrar umræðu um samtímann. Þau spanni umfjöllun um sögu og eðli vísinda og nýtingu vísinda og tækni í íslensku sem alþjóðlegu nútímasamfélagi; s.s.: efnaiðnaði, erfðatækni, raforku, fiskveiðum, geimvísindum, samgöngum, búsetuvali og umhverfismati.

Eðlilegt er að nánari útfærsla á "vísinda- og tæknikjarna" í kjarnanámi verði unnin í samvinnu við fulltrúa námssviðs tæknimennta.

 

Námsefnið skal sótt í:

 

Við leggjum á það áherslu að heilsufræði verði einnig þáttur í ratvísihluta almenna kjarnans. Þar yrði m.a. fjallað um:

(Sjá nánar töflur 2, 4 og 6 um uppbyggingu námsins; stíganda og samfellu.)

 

 

 

Náttúrufræðibraut

 

Nám á náttúrufræðibraut er ætlað að veita nemendum breiða og almenna menntun í náttúrufræðum. Jafnframt þessu er henni ætlað að búa þá undir frekara nám í hinum ýmsu greinum náttúruvísinda og tækni.

Í samræmi við þetta hefur starfshópurinn skoðað ítarlega hvernig skipa megi námi í stærðfræði og náttúrufræðigreinum í einingakerfi þar sem ramminn gerir ráð fyrir 9 einingum í kjarna, 21 einingu í sérvali og 42 einingum á kjörsviði.

Í eðlilegu framhaldi af þeirri þrískiptingu náttúrufræðinnar í eðlis- og efnavísindi, jarðvísindi og lífvísindi sem hópurinn hefur unnið með frá upphafi grunnskóla eru sýndar þrjár hugsanlegar námsleiðir á meðfylgjandi töflum númer 11 og 12. Þar vill hópurinn draga fram nokkur meginatriði sem einnig geta gilt fyrir aðrar útfærslur:

   
 1. Í samræmi við lýsingu í kafla 6.2 skiptist kjarninn jafnt á hin þrjú meginsvið náttúrufræðinnar.

   

  • Hópurinn telur að umfang í stærðfræðinámi þurfi a.m.k. að vera 21 eining.
  • Athuga beri hvort fá megi fram sameinginlegan kjarna allra nemenda á brautinni sem nemi um 27 einingum (9 e í brautarkjarna og um 18 e í sérgrein)
  • Á öllum þremur leiðum er 9 einingum í náttúrufræðum (eða stærðfræði) óráðstafað í þessari uppsetningu.
  • Í öllum tilvikum er gert ráð fyrir að nemendur hafi náð meginmarkmiðum við lok grunnskóla eins og þeim er lýst í kafla 4.2 og náttúrufræði í almennum kjarna í framhaldsskóla sé lesinn samhliða.
 

Af myndinni má lesa að uppsetningin á E-leið minnir mjög á nám á svonefndum eðlisfræðibrautum í núverandi kerfi og leið L samsvarar í mörgum tilvikum náttúrufræðibraut. J leiðin á enga beina samsvörun í núverandi kerfi og má líta á hana sem nýmæli. Í þeirri víðtæku skilgreiningu hópsins á jarðvísindum er unnt að sjá fyrir sér sterk tengsl þessarrar leiðar við þætti er snerta umhverfismál, haffræði og veðurfræði.

Af myndinni má einnig vera ljóst að margir aðrir möguleikar koma til greina varðandi útfærslu á námsleiðum. Sem dæmi má nefna að ef skipt er út 9 J-einingum á J-leið með námsefni í matvælafræðum má mynda leið með áherslum á matvælafræði. Þá ber að hafa

í huga að val á síðustu 9 einingunum opnar marga möguleika á að breyta eða dýpka áherslur í einstökum greinum náttúrufræðinnar eða stærðfræðinnar.

Ekki þykir ástæða til að nefna fleiri möguleika á samsetningu sérstakra leiða á náttúrufræðibraut enda ekki í verkahring þessa starfhóps að skipuleggja slíkt nám í þaula.

Í töflu 12 er sýnt yfirlit í formi stikkorða yfir þá námsþætti sem starfshópurinn sér fyrir sér sem inntak í námsefni á náttúrufræðibraut. Umfang einstakra efnisþátta er í samræmi við myndina um námseiningar á náttúrufræðibraut. Hver lína er látin tákna eina námseiningu. Af myndinni má ráða inntak þeirra þátta sem eru sameiginlegir og einnig hvað greinir leiðirnar þrjár að.

Í þessu sambandi ber að hafa í huga að tiltekin hugtakalista má kenna á fleiri vegu. Sem dæmi má nefna að á leið L geta menn unnið á annan hátt með " Vistfræði, hugtök og vinnuaðferðir" en á leið E og taka mið af miklu víðtækara námi í líffræði á L leiðinni. Sama máli gildir um þau hugtök í eðlisfræði sem eru sameiginleg öllum leiðum. Á E leið verður meðferð þeirra dýpri og stærðfræðilegri í flestum tilvikum en á leið L og J.

 

Tafla 11 Hugmyndir að skipan náms á náttúrufr.braut.

Tafla 12 Þrjár leið