Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 Grunnskólinn

 

Náttúrufræði á yngsta stigi, 1. - 4. bekk , nálgun viðfangsefna og áherslur

 

Náttúrufræði skal vera námsgrein frá upphafi skólagöngu og sem slík órjúfanlegur þáttur í námi yngstu barnanna.

Náttúrufræðinám skal skipuleggja sem heildstætt nám. Með heildstæðu náttúrufræðinámi er hér átt við að námsefnið sé sótt í öll þrjú efnissviðin og eðlilegt jafnræði gildi milli þessarra sviða. Einnig ber að nýta vel þau tækifæri sem gefast til samþættingar innan efnissviðanna sem og á milli ólíkra námssviða og greina.

Gæta skal þess að eðlis- og efnavísindi skipi eðlilegan sess en þessum greinum hefur ekki verið sinnt sem skyldi á yngstu stigum grunnskólans hingað til. Reynslan hefur samt sýnt að viðfangsefni tengd eðlis- og efnavísindum höfða vel til ungra barna og bjóða upp á einfaldar athuganir.

Sérstök áhersla skal lögð á að nemendur öðlist þekkingu og skilning á samhenginu í íslenskri náttúru.

Nemendur nálgist viðfangsefnin í gegnum eigin upplifun, leiki og fjölbreyttar athuganir. Leitast verði við að virkja og viðhalda forvitni nemenda um umhverfi sitt, þeir æfðir í og hvattir til að spyrja spurninga og leita svara. Það þarf að þjálfa vinnubrögð og efla löngun til að vinna með viðfangsefni er falla undir náttúrufræði.

Á þessu stigi er lagður mikilvægur grunnur að hugtakaskilningi og eflingu orðaforða yfir ýmis fyrirbæri í náttúrunni og í umhverfi barnanna.

Umræður eru sérstaklega mikilvægar. Þannig má vinna að traustari skilningi barnanna auk þess sem nemendur þjálfast í að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og hlusta á aðra.

Í 4. bekk ætti að hafa skapast grundvöllur fyrir talsvert víðtækari verkefnum en áður vegna aukins þroska og færni barnanna. Vakin er athygli á þeim möguleika að markmið í yngstu bekkjunum verði einnig látin ná til elstu barna í leikskólum til þess að tengja saman þessi skólastig með eðlilegum hætti og hvetja til þess að svo verði gert.

Eðlis- og

efnavísindi

Lögun hluta, yfirborð og áferð. Föst efni, vökvar og loft. Vatn.

Hreyfing og staða. Kraftur sem orsök hreyfingar.

Ljós og skuggar, sólin sem ljósgjafi. Hljóð.

Seglar og einfaldar rafrásir. Stöðurafmagn.

Hitastig, vindur og úrkoma. Orka í umhverfi okkar.

Jarðvísindi

Sól, tungl og stjörnur séð frá jörðu. Dagur og nótt. Flóð og fjara.

Veðurfar og árstíðir. Breytingar í náttúrunni. Úrkoma, ár og lækir; landmótun. Fjaran.

Íslenskur jarðvegur; möl, sandur og mold. Landmótun. Heitt og kalt vatn.

Lífvísindi

Einkenni dýra og plantna. Einfaldir lífsferlar dýra og plantna. Aðlögun. Íslensk dýr og plöntur í nánasta umhverfi, búsvæði og lífsskilyrð.

Líkaminn, heilbrigði og sjálfsmynd, - skynfærin. Hreyfing og næring.

Tafla 7 Helstu viðfangsefni ætluð yngsta stiginu

 

Áhersla skal lögð á vettvangsrannsóknir nemenda með hjálp viðeigandi gagna og tækja svo og heimilda s.s. myndbanda, bóka, mynda og tölva. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í því að skoða, lýsa, mæla, greina, flokka, bera saman hluti og túlka niðurstöður. Þeir skulu hvattir til þess að túlka upplýsingar og niðurstöður á fjölbreyttan hátt, t.d munnlega, skriflega, myndrænt, með líkani og leikrænt.

Tryggja þarf aðstöðu og starfsskilyrði svo kennslan sé í samræmi við eðli námssviðsins.

Sjá nánar Viðauka A. "Hugmyndir að útfærslu markmiða með náttúrufræðinámi við lok 4. bekk".

 

 

Náttúrufræði á miðstigi, 5. - 7. bekk, nálgun viðfangsefna og áherslur

Náttúrufræðinám á miðstigi skal skipuleggja sem heildstætt nám og styðjast við sömu sjónarmið og á yngsta stigi. Áfram skal leitast við að viðhalda forvitni og áhuga nemenda með góðu skipulagi og áhugaverðum viðfangsefnum þar sem reynir hvorugtveggja á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu nemenda. Margt bendir til þess að viðhorf nemenda til náttúrufræðináms og náttúruvísinda breytist á þessu stigi og við því þarf að bregðast.

Á þessu stigi er mikilvægt að byggja upp hugtakaskilning eftir fjölbreyttum leiðum, þjálfa þekkingarleit, auka margskonar reynslu nemenda af náttúrunni, kynni þeirra af náttúruvísindum, sögu þeirra og áhrifum náttúruvísinda í samfélagsþróun.

Fylgja skal eftir áherslum úr yngri bekkjum auk þess sem gera þarf völdum áherslum góð skil til að undirbyggja flóknara nám síðar. Námið skal tengt daglegu lífi nemenda og opna augu þeirra fyrir hagnýtu gildi þekkingar á náttúrunni.

Aukna áherslu skal leggja á að nemendur kynnist og átti sig á samhenginu í náttúrunni og námið efli ábyrgðartilfinningu nemenda gagnvart náttúru og umhverfi

Eins og kom fram í kafla 5.1 og töflurnar um efnisþætti í 4. kafla gefa til kynna er gert ráð fyrir að námsefnið sé sótt í öll þrjú efnissviðin og eðlilegt jafnræði gildi milli þessarra sviða.

Eðlis- og

efnavísindi

Ástandsbreytingar og einföld efnahvörf. Nöfn á nokkrum algengum efnum. Rafgreining.

Hraði og hreyfing. Lengdar- og tímamælingar.

Ljós og sjón, litir. Hljóð og heyrn, tónar. Öldur í vatni.

Rafmagn sem varmagjafi og ljósgjafi. Hitamælingar og varmi. Ástandsbreytingar efna og þensla.

Jarðvísindi

Jörðin sem hluti af sólkerfi. Tími og rúm. Jarðsaga.

Gufuhvolf. Loftslag og veðurfar. Hringrás vatns. Snjóflóð. Hafið sem umhverfi. Ytri öflin; Landmótun. Veðrun og rof. Íslenskt landslag.

Innri gerð jarðar. Eldgos og jarðskjálftar. Forvarnir.

Lífvísindi

Gróft flokkunarkerfi lífvera. Dýr og plöntur. Víðsjá. Æxlun og lífsferlar. Þróunarsaga lífvera. Aðlögun og breytileiki. Ísl.vistkerfi. Gróðurlendi. Fæðukeðjur. Maður og umhverfi - víxlverkandi áhrif. Atferli dýra. Líkamsvitund. Kynfræðsla. Skynfæri, bein, vöðvar, melting og blóðrás.

Tafla 8 Helstu viðfangsefni ætluð miðstiginu

 

Sem dæmi um samþættingu þessarra efnissviða þar sem atriði úr öllum sviðum koma við sögu má nefna:

 

Það skal vera eitt markmiðinna við lok 7. bekkjar að nemendur hafi vanist því að líta á náttúrufræðin sem safn þriggja efnissviða og að þeir hafi unnið með verkefni og tilraunir þar sem hugtök úr lífvísindum, jarðvísindum og eðlis- og efnavísindum skarast á ýmsa vegu.

 

 

Náttúrufræði á unglingastigi, 8. - 10. bekk, nálgun viðfangsefna og áherslur

Á unglingastiginu fer fram meginumfjöllun um valda efnis- og námsþætti af öllum þremur meginsviðum náttúrufræðinnar. Áður hefur verið fjallað um og unnið með valin hugtök og lögmál náttúrufræðinnar undir einu heiti náttúrufræði. Nú skal skipta efnisþáttunum skýrar niður og nálgast hugtökin aftur en út frá sjónarhorni og með aðferðafræði einstakra námsgreina. Almenn markmið með náttúrufræðinámi eru enn í gildi þó sértæk þekking bætist í auknum mæli ofan á almennan grunn á unglingastigi

Sérstaklega skal huga að hagnýtum þætti náttúrufræðináms á þessu aldursstigi. Slíkt felur t.d. í sér að nemendur fái tækifæri til að kynnast því hvernig þekkingin og aðferðirnar nýtast í mismunandi störfum og sviðum mannlífsins. Það er hægt með heimsóknum á staði þar sem að vísindaleg vinnubrögð eru viðhöfð og þekkingin er nýtt. Þá er einnig mikilvægt að benda nemendum á umræðuna sem á sér stað í stjórnmálum, fjölmiðlum og manna á meðal er snertir sviðið.

Viðfangsefnin verða að vera sniðin að þörfum nemendanna og tengd raunveruleikanum. Þau þurfa að geta kveikt áhuga þeirra og höfðað til mismunandi hópa og einstaklinga af báðum kynjum. 8. - 10. bekk beinist kennslan meira inn á brautir einstakra sérsviða og unnið er með hugtök og framsetningu sem eru einkennandi fyrir hlutaðeigandi sérsvið.

Með vali á efni og kennsluháttum skal miða að því að nemendum sé ætíð ljóst gildi þekkingarinnar, hún tengd reynsluheimi þeirra, áframhaldandi námi og atvinnulífi. Samfélagsleg málefni sem tengjast náttúrufræðunum (svo sem verndun og nýting náttúrulegra auðlinda landsins, erfðatæknin, orsök og afleiðingar loftslagsbreytinga, heilsa og lífsstíll) skal taka markvisst inn í náttúrufræðinám, sérstaklega á þessu aldursstigi.

Bent er á mikilvægi verkefnavinnu (e:projekt ) á þessu stigi bæði innan náttúrufræði og í samstarfi við aðrar greinar. Sú aðferð er vænleg til að efla sjálfstæð vinnubrögð og hagnýtar hliðar námsefnisins. Kennsluaðferðir og innihald námsbóka skal vera í röklegu samhengi við þau tækifæri og aðstæður sem bíða nemendans þegar formlegri skólagöngu lýkur.

Samhliða eðlilegri verkefnavinnu verður að tryggja ákveðna samfellu og þjálfun sem felst í samtengingu hugtaka. Það er hlutverk námskrár að sýna hvernig má ná þessu marki á eðlilegan hátt. Til frekari skýringa má nefna nokkur dæmi um þetta atriði:

Eðlis- og

efnavísindi

Leysni og felling. Einföld hugtök úr lífefnafræði og lífrænni efnafræði. Frumefnakenning og lotukerfi. Kraftur og massi. Þyngd og þyngdarhröðun. Kasthreyfing, þrýstingur og eðlismassi. Bylgjur og bylgjuhreyfing. Tíðni og öldulengd. Orka í bylgjuhreyfingu. Rafrás, straumur, spenna og viðnám. Jafnstraumur og riðstraumur. Orkumyndir og varðveisla orku. Vinna, orka og afl.

Jarðvísindi

Sólkerfi. Árstíðir; samspil tungls og jarðar. Uppruni og saga alheims. Helstu stjörnumerki. Veðurfræði Haf og hafstraumar. Öldur. Auðlindir jarðar og nýting. Jarðsaga Íslands. Innri öflin; Flekakenning, eldvirkni, jarðskjálftar. Náttúruhamfarir í sögunni

Lífvísindi

Nánari flokkun. Spendýr á láði og legi. Ríki örvera. Smásjá.

Kynæxlun. Þróun lífs. Frumuskiptingar. Kynlitningar. Frjóvgun. Gen. Íslensk vistkerfi. Hafið. Gróðurbelti. Atferli dýra.

Líkamsbygging og starfsemi líffæra og vefja. Fruman. Vöxtur og heilbrigði. Kynfræðsla. Næring.

Tafla 9 Helstu viðfangsefni ætluð unglingastiginu

 

Sem dæmi um samþættingu þessarra efnissviða þar sem atriði úr öllum sviðum koma við sögu má nefna:

 

 

Námsauki í eðlis- og efnavísindum á unglingastigi.

Eins og áður hefur komið fram er mikilvægt að finna viðfangsefni við hæfi sem flestra. Í þessum aldurshópi er veruleg breidd bæði í getu og áhuga. Að mati forvinnuhópsins getur sú meginlína sem lögð er í námskrár í grunnskóla ekki fullnægt löngun, getu og þörfum allra varðandi nám í náttúrufræðum.

Stór hópur hefur bæði getu og löngun til að nýta kunnáttu úr stærðfræði eða öðrum greinum til að dýpka og efla skilning sinn á greininni. Í meðfylgjandi töflu er sýnd hugmynd um hvernig megi keyra samhliða venjulegu námi viðauka sem snerta efnisþætti í eðlis- og efnavísidnum og þar með mæta slíkri þörf að hluta. Nefndinni er ljóst að verulegt aðstöðumunur er við framkvæmd á þessari hugmynd eftir stærð skóla, einkum ef þetta á alfarið að tengjast venjulegri bekkjakennslu. Hins vegar er líklegt að fjarkennsla geti að hluta eða öllu leyti leyst þann vanda. Tafla 10 sýnir hvernig "2-x-leiðin" tengist inn í námið í 8. - 10. bekk og kjarnann í framhaldsnámi.

 

Eðlis- og efnavísindi

8. - 10. bekkur

í grunnskóla

"2-X-leiðin"

í grunnskóla

Framhaldsskóli

kjarni

Efni og sérkenni efna

Leysni og felling. Einföld hugtök úr lífrænni efnafr. og lífefnafræði.

Frumefnakenning og lotukerfi.

Efnajöfnur, sýrur og basar.

Léttar tilraunir í efnagreiningu.

Efnahringrásir í náttúrunni. Viðfangsefni úr matvælafræði og efnaiðnaði.

Kraftur og hreyfing, (aflfræði)

Kraftur og massi, Þyngd og þyngdarhröðun. Kasthreyfing, þrýstingur og eðlismassi.

Einfaldar hreyfijöfnur í einni vídd. Hringhreyfing með föstum hornhraða. Skriðþungi.

Ljós og hljóð, bylgjuhreyfing

Bylgjur og bylgjuhreyfing. Tíðni og öldulengd. Orka í bylgjuhreyfingu

Bylgjuhraði og tengsl hans við tíðni og öldulengd. Bylgjubrot.

Litrófsathugun.

Fjarskipti

Rafmagn og seglar

Rafrás, straumur, spenna og viðnám. Jafnstraumur og rið-straumur.

Rað- og samsíða tenging.

Mælingar með fjölsviðamæli.

Rafkraftar

Rafmagn og ljós í tæknilegu umhverfi.

Tafla 10 2 - X leið á unglingastigi, Eðlis- og efnavísindi.

 

Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit