Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 

Námskrá í náttúrufræði

Greining á núverandi stöðu

 

Aðalnámskrá 1989 og staða náttúrufræðikennslu

Umfjöllun núgildandi aðalnámskrár um náttúrufræðina er um margt athyglisverð. Í námskránni eru einkum eftirfarandi áherslur er talist gátu á sínum tíma til nýmæla: Í námskránni eru sett og skýrð meginmarkmið náttúrufræðinámsins og áherslur í einstökum aldurshópum taldar upp. Námsmarkmið eru þó ekki ítarleg né sett fram á skipulegan hátt. Skólunum er ætlað að taka yfirgripsmiklar ákvarðanir um áherslur og kennsluaðferðir. Þegar námskráin var samin lágu ekki fyrir neinar áætlanir um hvernig henni yrði best hrint í framkvæmd. Reyndin varð síðan sú að kynning á nýjum áherslum og umræða um þær varð lítil eftir útkomu námskrárinnar. Nýtt námsefni lét á sér standa. Endurmenntunarnámskeiðum fjölgaði ekki en þau voru um skeið í auknum mæli helguð náttúrufræðikennslu í yngri bekkjum. Nokkrar af fræðsluskrifstofum landsins juku áherslu á náttúrufræðikennslu yngri barna í kjölfar námskrárinnar.

Aðalnámskráin virðist ekki hafa skilað tilætluðum árangri af ýmsum orsökum. Aðeins hluti skólanna breytti verulega til í náttúrufræðikennslu í yngstu bekkjunum, hugsanlega um þriðjungur þeirra. Staða efna- og eðlisfræði hélt áfram að veikjast og virðist vera orðin afar slitrótt og ómarkviss. Fækkun stunda á viðmiðunarstundaskrá eftir 1990, þegar stundum í 8.-10. bekk var fækkað úr 4 í 3, virðist m.a. hafa orðið til að draga úr verklegri kennslu. Ekki er talið að samþætt vinnubrögð hafi aukist að marki í 8.-10. bekk með nokkrum undantekningum þó. Líklegt er að búnaði skóla til náttúrufræðikennslu hafi hrakað hin síðari ár einkum í eðlisfræðikennslu og vekur athygli hvað nýir skólar eru oft illa útbúnir. Á þessu eru þó undantekningar.

Meðal áhugaverðra breytinga í náttúrufræðikennslu sem orðið hafa innan grunnskólanna síðustu árin eru þessar helstar:

 

Nokkur einkenni námskrár grunn- og framhaldsskóla

Í TIMSS rannsókninni var meðal annars gerður samanburður á námskrám og námsefni frá um 50 löndum sem í gildi voru 1991. Sá samanburður leiddi í ljós nokkur einkenni á aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 miðað við námskrár annarra þjóða.:  

Námskrá fyrir framhaldsskóla er frá árinu 1990. Helsta einkenni hennar er lýsing á námskeiðum og skilgreiningar á námsbrautum. Markmiðssetning er lítt áberandi og gefur námskráin veika heildarmynd af náttúrufræðikennslu framhaldsskólanna.

 

Alþjóðleg umræða um náttúrufræðikennslu

Eftir stórfellda endurskipulagningu náttúrufræðikennslu á 7. og 8. áratugnum víða um lönd hefur smám saman átt sér stað endurskoðun á grundvelli mats á fenginni reynslu. Nýlegar námskrár bera þessu glöggt vitni. Jafnframt hefur farið fram umtalsverð endurnýjun hugmynda um það að nema og kenna náttúrufræði.

Í alþjóðlegri umræðu um náttúrufræðikennslu eru eftirtalin atriði áberandi:

 

 

Einkenni nýrrar námskrár í náttúrufræðum

 

Með samningu nýrrar námskrár er að mati forvinnuhópsins eftirsóknarvert að ná m.a. eftirtöldum markmiðum:

 

Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit