Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

Námssvið náttúrufræða

 

Gildi náttúrufræðináms fyrir einstakling og samfélag

Eitt helsta hlutverk almennrar menntunar í lýðræðisþjóðfélagi er að búa alla út með þá kunnáttu og þau vitsmunalegu viðmið sem þeir þarfnast til að geta skilið heiminn í kringum sig og hegðað sér á ábyrgan hátt. Gera þarf öllum ljóst að jörðin okkar er einstök og að tilhlýðileg virðing er nauðsynleg forsenda áframhaldandi lífs.

 

Náttúrufræðinám er þáttur í almennri menntun og framlag þess telst mikilvægt fyrir margra hluta sakir.

 

Allir grunn- og framhaldsskólanemendur ættu að eiga þess kost að læra grunnhugmyndir og rannsóknaraðferðir vísindanna og viðhalda áhuga og forvitni sinni þannig að þeir sæki í að dýpka og styrkja þá þekkingu sína eftir ýmsum leiðum. Sumir í gegnum sérhæft háskólanám en allir með því að taka virkan þátt í íslensku sem alþjóðlegu nútímasamfélagi þar sem umræður og ákvarðanataka hversdagsins grundvallast á upplýstum og gagnrýnum viðhorfum.

Námskráin skal leggja grunn að markvissri menntun sem stuðlar að fjölhæfni vinnuafls til starfa og nýsköpunar í tæknivæddu þjóðfélagi. Koma þarf til móts við þá nemendur sem þurfa á nauðsynlegri sérhæfingu að halda undir frekara náttúrufræðinám og störf er tengjast sviði náttúruvísinda.

Íslensk stjórnvöld eru meðvituð um nauðsyn þess að eiga vel menntað og hæft starfsfólk á sviði náttúruvísinda og tækni, fólk sem er óhrætt við að beita sköpunargáfu sinni og þekkingu á ný viðfangsefni. Líta skal til þess að atvinnulíf nútímans þarfnast þegna sem eru snarpir, rökfastir og skapandi í hugsun, fljótir að tileinka sér nýja þekkingu og sjá út hagnýtt gildi hennar. Þeir þurfa að vera færir í mannlegum samskiptum, gæddir skilningi á mikilvægi góðrar samvinnu, skoðanaskipta og umræðna.

Náttúrufræðinámi er ætlað að mæta þessum kröfum nútíma atvinnulífs um vel menntað og fjölhæft vinnuafl. Þannig er nauðsynlegt að námið þroski með nemendum "læsi" á hvað vísindaleg þekking felur í raun í sér, hvernig henni er safnað og hvað má vinna úr henni, þ.e. hvernig hagnýta má þekkinguna sjálfum sér og samfélaginu til framdráttar.

 

Markmið og efnisþættir námssviðsins

Meginmarkmið með náttúrufræðinámi

Meginmarkmið með náttúrufræðinámi í grunn- og framhaldsskóla eru að allir nemendur öðlist:

 

Í meginmarkmiðum felst;

að nemendur á námsferlinum frá byrjun grunnskóla að lokum framhaldsskóla

 

 

Efnissvið og þættir

Eðlilegt er að greina inntak námssviðsins niður í efnissvið, efnisþætti og námsþætti til þess að tilgreina sem best inntak kennslu, auðvelda yfirsýn, niðurröðun námsþátta til að mynda samfellu og stíganda í námi og gerð námsefnis. Lagt er til að þessi háttur verði hafður á í nýrri námskrá. Mynd 1 sýnir skiptingu náttúrufræðisviðs í þrjú efnissvið og skiptingu þeirra í efnisþætti. Hún sýnir einnig nokkra færni og viðhorfaþætti sem fléttast inn í kennsluna.

 

Mynd 1 Efnissvið og þættir innan námssviðsins

 

Sviðin þrjú eru: eðlis- og efnavísindi, lífvísindi og jarðvísindi. Síðast talda sviðið er nýtt og hefur ekki verið sjálfstæður þáttur í námskrá náttúrufræða í grunnskólum áður. Án þess næst ekki sú heildarmynd af náttúrufræðasviðinu sem sóst er eftir og námsþættir þaðan tengjast oft námsþáttum úr hinum sviðunum og sýna þá í skýrara ljósi en ella. Jafnframt er erfitt að hugsa sér trúverðuga náttúrufræðikennslu á Íslandi án þess að jarðfræðin sé þar með í eðlilegu samhengi. Til jarðvísindanna eru hér taldir efnisþættir úr jarðfræði, jarðeðlisfræði, veðurfræði, haffræði, stjörnufræði og heimsfræði..

Eftirtaldir færni og viðhorfaþættir fléttast inn í kennsluna og þurfa að koma fram í námsmarkmiðum: Öflun, úrvinnsla og túlkun upplýsinga, Vísindaleg þekking, Samstarf og miðlun upplýsinga, Hagnýting þekkingar, Sköpun, Vísindi - tækni og samfélag, Saga vísinda, Viðhorf til náttúru, umhverfis og vísinda.

Skipulagning kennslunnar á að vera í höndum kennaranna og endanleg niðurröðun námsþáttanna á einstök ár. Það er einnig þeirra að samþætta í kennslu þá efnisþætti sem eiga saman úr mismunandi sviðum og á sú greining efnisins sem hér er lýst að auðvelda það verk og gera það markvissara. Hún á einnig að auðvelda setningu námsmarkmiða.

Í námskránni ætti að lýsa með dæmum nálgun viðfangsefna um samþætta kennslu innan náttúrufræðinnar og um námsmat.

 

 

Viðfangsefni námssviðsins.

Hér er gerð grein fyrir inntaki og uppbyggingu náttúrufræðináms í grunnskóla og kjarnanámi framhaldskólans samkvæmt tillögum að skiptingu námssviðins niður á efnissvið og þætti.

 

Eðlis- og efnavísindi, markmið og efnisþættir

Meginmarkmið með námi í eðlis- og efnavísindum er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og yfirsýn á:

fjölbreyttum aðferðum við mælingar og rannsóknir í eðlis- og efnavísindum, eiginleikum og innri gerð efnisins, samspili efnis og orku, bæði í lífrænum og ólífrænum efnahvörfum, helstu lögmálum eðlisvísinda og hvernig þau birtast okkur í náttúrunni og tæknilegu umhverfi okkar.

Mynd 2 Efnissvið eðlis- og efnavísinda

 

Til þess að gera sér betur grein fyrir umfangi efnissviðsins og því hvernig vinna megi að samfellu á milli einstakra aldursstiga og efnissviða, má skipta því niður í efnisþætti. Við kjósum að skipta efni eðlis- og efnavísinda niður á fimm þætti og í töflu 1 eru helstu viðfangsefni hvers fyrir sig talin upp.

Efnisþættir

Helstu viðfangsefni efnisþátta

Efni og sérkenni efna

Efnahvörf og ástandsbreytingar. Frumeindakenningin og lotukerfi. Felling og leysni. Efnatengi og orka. Þættir úr lífefnafræði og lífrænni efnafræði. Rafgreining.

Kraftur og hreyfing, (aflfræði)

Færsla, hraði og hröðun. Kraftur og massi. Þyngdarkraftur. Eðlismassi og þrýstingur.

Ljós og hljóð, bylgjuhreyfing

Ljós og sjón, hljóð og tónar, tíðni og öldulengd, bylgjuhreyfing, orka í bylgjuhreyfingu. Fjarskipti.

Rafmagn og seglar

Síseglar og rafseglar, rafrásir, straumur, spenna og viðnám. Jafnstraumur og riðstraumur, rafafl og raforka.

Orka

Varmi og hitastig, Orkumyndir og varðveisla orkunnar, afl, Orkubúskapur og orkulindir.

Tafla 1 Helstu viðfangsefni eðlis- og efnavísinda

Sérstaka áherslu skal leggja á að nemandi fái tækifæri til að gera eigin athuganir, dragi af þeim ályktanir skýri frá niðurstöðum sínum og ræði þær við aðra. Vinna ber með nærtæk dæmi úr næsta umhverfi nemendanna og þeim gefin næg tækifæri til að skýra og skilja umhverfi sitt í ljósi eðlis- og efnavísinda. Í stundaskrá verður að gera ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika þannig að útikennsla, vettvangsferðir og þemanám verði sjálfsagður hluti af náminu.

Sérstaka áherslu skal leggja á skilning nemendans á fjölbreytni og samhengi innan íslensks lífríkis og íslenskrar náttúru. Samspil manns og náttúru skal rætt og rannsakað meðal annars með það að leiðarljósi að efla þekkingu og skilning nemenda á grundvallarmarkmiðum sjálfbærrar þróunar ásamt vilja til að starfa í þeirra anda.

 

1. - 4.

bekkur í grunnskóla

5. - 7.

bekkur í grunnskóla

8. - 10.

bekkur í grunnskóla

Kjarnanám í framhalds-skóla

 

Efni og sérkenni efna

Lögun hluta, yfirborð og áferð. Föst efni, vökvar og loft. Vatn.

Ástandsbreytingar og einföld efnahvörf.

Nöfn á nokkrum algengum efnum.

Rafgreining.

Leysni, og felling

Einföld hugtök úr lífefnafræði og lífrænni efnafræði. Frumefnakenning og lotukerfi.

 

Efnahringrásir í náttúrunni.

Viðfangsefni úr matvælafræði og efnaiðnaði.

Kraftur og hreyfing, (aflfræði)

Hreyfing og staða.

Kraftur sem orsök hreyfingar.

Hraði og hreyfing. Lengdar- og tímamælingar.

Kraftur og massi, Þyngd og þyngdarhröðun.

Kasthreyfing, þrýstingur og eðlismassi.

Ljós og hljóð, bylgjuhreyfing

Ljós og skuggar, sólin sem ljósgjafi.

Hljóð.

Ljós og sjón, litir.

Hljóð og heyrn, tónar.

Öldur í vatni.

Bylgjur og bylgjuhreyfing. Tíðni og öldu-lengd. Orka í bylgjuhreyfingu

Fjarskipti.

Rafmagn og seglar

Seglar og einfaldar rafrásir.

Stöðurafmagn.

Rafmagn sem varmagjafi og ljósgjafi.

Rafrás, straumur, spenna og við-nám. Jafnstraumur og riðstraumur.

Rafmagn og ljós í tækni-legu umhverfi.

Orka

Hitastig, vindur og úrkoma. Orka í umhverfi okkar.

Hitamælingar og varmi. Ástandsbreytingar efna og þensla.

Orkumyndir og varðveisla orku. Vinna, orka og afl.

Orkubúskapur.

Lífrænar orkulindir. Vatnsorka og kjarnorka. Samspil raforku, varma og ljóss.

Tafla 2 Samfella og stígandi

Helstu viðfangsefnum eðlis- og efnavísinda raðað niður á aldursstig grunnskólans og kjarnanám framhaldsskóla.

 

 

Jarðvísindi, markmið og efnisþættir

Meginmarkmið með námi í jarðvísindum er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og yfirsýn á alheiminn sem samþætt kerfi. Þau kynnast sögu og einkennum jarðarinnar og hvaða náttúruöfl það eru sem móta ásýnd hennar og ákvarða lífsskilyrði jarðarbúa.

Mynd 3 Efnissvið jarðvísinda

 

Til þess að gera sér betur grein fyrir umfangi efnissviðsins og því hvernig vinna megi að samfellu á milli einstakra aldursstiga og efnisviða, má skipta því niður í efnisþætti. Við kjósum að skipta efni jarðvísinda niður á þrjá þætti og í töflu 3 eru helstu viðfangsefni hvers fyrir sig talin upp.

Efnisþættir

Helstu viðfangsefni efnisþátta:

Jörðin í alheimi.

Stjörnufræði - heimsfræði

Myndun og mótun heimsins og helstu kenningar um uppruna hans.

Sólkerfið; sólin, tunglið og reikistjörnunar og áhrif þeirra á jörðina.Tími og rúm.

Loft, láð og lögur.

Veður- og loftslagsfræði. Hafið sem umhverfi ( eðlis-og efnisþættir, öldur, sjávarföll, hafstraumar, fjaran og landmótun) - haffræði. Hringrás vatnsins, samspil hafstrauma og veðurkerfa. Loftslagsbelti

Jarðfræði - landmótun.

Jarðsaga og tímatal. Jarðskjálftar og eldgos á Íslandi. Flekaskrið og hringrás bergs. Landmótunaröfl, veðrun og rof. Jöklar og haf, ár og vötn, grunnvatn. Auðlindir og nýting á þeim.

Tafla 3 Helstu viðfangsefni jarðvísinda

 

Áherslan skal vera á að þroska með nemendanum heildarsýn á jörðina sem hluta af risavöxnu samstilltu kerfi og tengja það fyrirbærum úr umhverfi nemendans og daglegu lífi. Unnið skal með nærtæk dæmi sem hafa þýðingu fyrir nemendann og skýra má með legu og jarðfræðilegum sérkennum landsins.

Sérstaka áherslu skal leggja á skilning nemendans á fjölbreytni og samhengi innan íslensks lífríkis og íslenskrar náttúru. Samspil manns og náttúru skal rætt og rannsakað meðal annars með það að leiðarljósi að efla þekkingu og skilning nemenda á grundvallarmarkmiðum sjálfbærrar þróunar ásamt vilja til að starfa í þeirra anda.

Í stundaskrá verður að gera ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika þannig að útikennsla, vettvangsferðir og þemanám verði sjálfsagður hluti af náminu.

Ein meginleiðin að markmiðum með námi í jarðvísindum er samþætting efnisins við önnur svið náttúrufræðanna og aðrar greinar skólakerfisins, þá sér í lagi samfélagsfræðigreinar.

1. - 4.

bekkur í grunnsk.

5. - 7.

bekkur í grunnskóla

8. - 10.

bekkur í grunnskóla

Kjarnanám í framhalds- skóla

Jörðin í alheimi.

Stjörnufræði - heimsfræði

Sól, tungl og stjörnur séð frá jörðu.

Dagur og nótt.

Flóð og fjara.

Jörðin sem hluti af sólkerfi.

Tími og rúm.

Jarðsaga.

Sólkerfið.

Árstíðir; samspil tungls og jarðar.

Uppruni og saga alheimsins. Helstu stjörnumerki.

Inngangur að heimsfræði.

Geimvísindi.

Loft, láð og lögur

Veðurfar og árstíðir.

Breytingar í náttúrunni.

Úrkoma, ár og lækir; landmótun.

Fjaran.

Gufuhvolf.

Loftslag og veðurfar.

Hringrás vatns. Snjóflóð.

Hafið sem umhverfi.

 

Veðurfræði.

Haf og hafstraumar. Öldur.

Auðlindir jarðar og nýting.

Orkulindir jarðar, beislun þeirra og nýting.

Hafið sem auðlind.

Mengun lofts, láðs og lagar.

Veðurfarstengdar hamfarir.

Jarðfræði - landmótun

Íslenskur jarðvegur;möl,sandur og mold.

Landmótun.

Heitt og kalt vatn.

Ytri öflin; Landmótun. Veðrun og rof. Íslenskt landslag.

Innri gerð jarðar. Eldgos, jarðskjálftar.

Forvarnir.

Jarðsaga Íslands. Innri öflin;

Flekakenning,eldvirkni,jarðskjálftar.

Náttúruhamfarir í sögunni.

Upphaf og þróun lífs.

Samspil manns og náttúru.

Flekaskrið. Þróun yfirborðs jarðar.

 

Tafla 4 Samfella og stígandi

Helstu viðfangsefnum jarðvísinda raðað niður á aldursstig grunnskólans og kjarnanám framhaldsskólans.

 

 

Lífvísindi, markmið og efnisþættir

Meginmarkmið með námi í lífvísindum er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og yfirsýn á: fjölbreytileika lífsins á jörðinni, einkenni og lífsferla helstu tegunda plantna, dýra og örvera og tengsl þeirra innbyrðis og við umhverfi sitt.

Mynd 4 Efnissvið lífvísinda

Til þess að gera sér betur grein fyrir umfangi efnissviðsins og því hvernig vinna megi að samfellu á milli einstakra aldursstiga og efnisviða, má skipta því niður í efnisþætti. Við kjósum að skipta efni lífvísinda niður á fjóra þætti og í töflu 5 eru helstu viðfangsefni hvers fyrir sig talin upp.

Efnisþættir

Helstu viðfangsefni efnisþátta:

Einkenni og fjölbreytni lífvera

Skoðun og flokkun plantna, dýra og örvera.

Lífsferlar

Lífsferlar og æxlun plantna, dýra og örvera.

Erfðir, aðlögun og þróun.

Erfðir og breytileiki; þróun lífsins og fjölbreytni. Erfðatækni.

Tengsl lífvera innbyrðis og við umhverfi sitt.

Vistkerfi, búsvæði. Fæðukeðjur og fæðuvefir; efnahringrásir og orkuflæði.

Atferli dýra. Auðlindir.

Bygging og starfsemi lífvera

Gerðir og einkenni frumna; starfsemi líffæra og vefja

Tafla 5 Helstu viðfangsefni lífvísinda

 

Sérstaka áherslu skal leggja á skilning nemendans á fjölbreytni og samhengi innan íslensks lífríkis og íslenskrar náttúru. Samspil manns og náttúru skal rætt og rannsakað meðal annars með það að leiðarljósi að efla þekkingu og skilning nemenda á grundvallarmarkmiðum sjálfbærrar þróunar ásamt vilja til að starfa í þeirra anda.

Námið skal krefjast virkrar þátttöku nemenda þar sem tekið er tillit til mismunandi námsaðferða og þarfa einstaklingsins. Í stundaskrá verður að gera ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika þannig að útikennsla, vettvangsferðir og þemanám verði sjálfsagður hluti af náminu. Kennsluna þarf að byggja á vinnu nemendans sjálfs, upplifana hans og athugana. Leitast skal við að efla forvitni hans og áhuga fyrir því að takast á við spurningar og efni innan líffræðinnar.

1. - 4. bekkur í grunnskóla

5. - 7.

bekkur í grunnskóla

8. - 10. bekkur í grunnskóla

Kjarnanám í framhalds-skóla

Einkenni og fjölbreytni lífvera.

Einkenni dýra og plantna.

Gróft flokkunarkerfi lífvera.

Dýr og plöntur. Víðsjá.

Nánari flokkun.

Spendýr á láð og legi. Ríki örvera.

Smásjá.

Yfirlit yfir flokkunarfr.

Örverur til góðs og ills.

Lífsferlar

Einfaldir lífsferlar dýra og plantna.

Æxlun og lífsferlar.

Kynæxlun.

Erfðir, aðlögun og þróun.

Aðlögun.

Þróunarsaga lífvera.

Aðlögun og breytileiki.

Þróun lífs. Frumuskiptingar.

Kynlitningar. Frjóvgun. Gen.

Nýting erfða-tækni og siðfræði.

Tengsl lífvera innbyrðis og við umhverfi sitt og atferli dýra.

Íslensk dýr og plöntur í nánasta umhverfi, búsvæði og lífsskilyrði.

Ísl. vistkerfi. Gróðurlendi. Fæðukeðjur.

Maður og umhverfi-víxlverkandi áhrif. Atferli dýra.

Íslensk vistkerfi. Hafið. Gróðurbelti. Atferli dýra.

 

Lífríki Íslands. Auðlinda

nýting.

Bygging og starfsemi lífvera

Líkaminn, heilbrigði og sjálfsmynd

-skynfærin.

Hreyfing og næring.

Líkamsvitund.-kynfræðsla.

Skynfæri,bein,vöðvar melting og blóðrás.

Líkamsbygging og starfsemi líffæra og vefja.

Fruman. Vöxtur og heilbrigði. Kynfræðsla. Næring.

Heilsufræði.

Helstu sjúkdómar og varnir gegn þeim.

 

Tafla 6 Samfella og stígandi

Helstu viðfangsefnum lífvísinda raðað niður á aldursstig grunnskólans og kjarnanám framhaldsskóla.

 

 

Sameiginlegir þættir, markmið

Mynd 5 Sameiginlegir þættir á öllum þremur efnissviðunum

Myndin sýnir hvernig sameiginlegum þáttum í náttúrufræðinámi hefur verið skipt niður og stillt upp undir átta heitum.

 

Meginmarkmið með færniþjálfun í náttúrufræðikennslu er:

 

Meginmarkmið með umræðu um einkenni vísinda í náttúrufræðikennslu er

 

Meginmarkmið með einstökum þáttum:

 

1. Öflun, úrvinnsla og túlkun upplýsinga

Í vísindum er grundvallaratriði að halda aldrei meiru fram en hægt er að styðja með tilvísun í staðreyndir. Nemendur þurfa því að læra að afla þessara staðreynda með athugunum og tilraunum og að greina og flokka það efni sem aflað er eftir ýmsum einkennum. Einnig verða þeir að fá þjálfun í að setja fram tilgátur, lesa úr og túlka þau gögn sem fengist er við og draga saman niðurstöður.

 

2. Samstarf og miðlun upplýsinga

Í öllu náttúrufræðinámi þarf að leggja áherslu á mikilvægi samstarfs, jafnt fyrir nemendur sem starfandi vísindamenn, og tryggja að nemendur þjálfist í að vinna með öðrum og skiptast á uppgötvunum og hugmyndum. Jafnframt þurfa nemendur að fá þjálfun í að kynna viðfangsefni sín og öðlast skilning á því hversu mikilvæg miðlun upplýsinga og samvinna er fyrir framvindu í vísindum.

 

3. Hagnýting þekkingar

Tilgangur vísinda er m.a. sá að leita lausna á vandamálum og gera mönnum auðveldara að fást við þann heim sem þeir búa í. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þeir tileinka sér við lausn raunverulegra vandamála og fá þannig dýpri skilning á því mikilvæga hlutverki sem vísindi gegna í samfélaginu. Þeir fái einnig tækifæri til að sannreyna hagnýtt gildi náttúruvísinda í nútímasamfélagi.

 

4. Sköpun

Oft er litið svo á að vísindi séu algjörlega háð rökhugsun og nákvæmni. Í rauninni er það þó svo að tilviljanir og hugmyndaflug einstaklinga hafa átt stóran þátt í ýmsum þeim framförum sem vísindin hafa náð. Það er nauðsynlegt að nemendur kynnist þessum þætti vísindastarfseminnar og fái tækifæri til að beita eigin frumkvæði og sköpunarkrafti í náminu t.d. við framsetningu tilgátna. Þeir þurfa að öðlast trú á að hver einstaklingur hafi eitthvað fram að færa í leit manna að betri skilningi á veröldinni.

 

5. Vísindi, tækni, samfélag

Nemendur þurfa að skilja þau gagnvirku tengsl sem ríkja milli vísinda, tækni og samfélags. Vísindi eru mannanna verk og nemendur þurfa að sjá hvernig menn smíða hugtök og skýringar til að ná tökum á því sem þeir sjá í veröldinni. Einnig þurfa þeir að skilja að stór þáttur í þeirri tækni, sem er orðin svo sjálfsagður hluti af lífi okkar, er afrakstur af starfi vísindamanna.

 

6. Saga vísinda

Með því að líta á sögu vísindanna má auka skilning nemenda á því hvernig vísindaleg þekking er smíðuð af mönnum en birtist ekki sjálfkrafa við það að leyndardómar náttúrunnar eru afhjúpaðir. Í gegnum söguna má fá skýr dæmi um það hvernig hugmyndir manna breytast og þróast og hvernig slíkt tengist ráðandi heimsmynd. Einnig sýnir sagan oft vísindamanninn sem hetju og ber að nýta það til að vekja áhuga nemenda á faginu.

 

7. Vísindaleg þekking

Nemendur líta oft á vísindalega þekkingu sem algildan sannleik sem ekki sé nema á fárra færi að skilja til hlítar. Það er mjög mikilvægt að vinna gegn þessum hugmyndum og sýna nemendum að vísindin eru lifandi starfsemi sem hver sem er getur tekið þátt í, hvort sem er sér til upplýsingar og ánægju eða lífsviðurværis. Í gegnum lifandi umræðu þurfa nemendur að fá innsýn í það hvers konar starfsemi vísindin eru og hvers konar þekking það er sem þau gefa af sér.

 

8. Viðhorf til náttúru, umhverfis og vísinda

Náttúruvísindi snerta hvern mann í hans daglega lífi. Það er mikilvægt að nemendur læri að skilja þetta og geti tekið hlutlæga afstöðu til þessarar starfsemi. Nauðsynlegt er að hlúa að ábyrgð og virðingu nemenda fyrir náttúrunni og umhverfi sínu og vilja til að láta gott af sér leiða.

 

Sjá einnig Viðauka B þar sem eru hugmyndir að námsmarkmiðum með hverjum einstökum þætti.

 

Næsta síða

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit