Viðauki B

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 

Viðauki A. Markmið við lok 4. bekkjar.

Hugmyndir að útfærslu markmiða með náttúrufræðinámi við lok 4. bekkjar.

Efnisþættir á yngsta stigi

Markmið við lok 4. bekkjar.

 

Lífvísindi

Einkenni og fjölbreytileiki

Einkenni dýra og plantna

* þekki helstu einkenni plantna og helstu plöntur í nágrenni skólans.

* þekki hvað er líkt og ólíkt með plöntum í nágrenninu/ skólastofunni

* geti lýst einkennum mismunandi plantna í ólíku umhverfi.

* öðlist færni í að flokka eftir auðsjáanlegum einkennum s.s. fugla, skordýr og plöntur.

Lífsferlar

Einfaldir lífsferlar dýra og plantna

* geri sér grein fyrir lífsferlum lífvera, s.s. fræ verður að plöntu, lirfa verður fiðrildi, egg- ungi.

* fái tækifæri til að bera saman lífsferil einstaklinga sem a) þroskast úr eggi. b) fæðist af móður.

Erfðir, aðlögun og þróun.

Aðlögun

Tengsl lífvera innbyrðis og við umhverfi sitt.

Íslensk dýr og plöntur í nánasta umhverfi. búsvæði og lífskilyrði.

* fái tækifæri til að hlúa að / hugsa um plöntu í skólastofunni.

*fylgist með og geri sér grein fyrir árstíðabundnum breytingum í náttúrunni

*fái tækifæri til að athuga lífríkið á mismunandi stöðum s.s. fjöru, skóglendi, móa o.s.frv.

* geri sér grein fyrir ólíkum lífskilyrðum lífvera.

*geri sér grein fyrir forsendum lífs og hvað greini lifandi verur frá dauðum.

* geti bent á ástæður fyrir því að lífverur komist í útrýmingarhættu.

Bygging og starfsemi lífvera

Líkaminn, heilbrigði og sjálfsmynd.

Skynfærin.

* þekki líkama sinn og skilji mikilvægi heilbrigðis og hollustu.

Áhersla á sjálfsmynd, skynfærin, mat, tennur, hvíld, útiveru, hreyfingu, barn verður til, þroska.

Eðlis /efna-vísindi

Efni og sérkenni efna

Lögun hluta, yfirborð og áferð. Föst efni, vökvar og loft. Vatn.

* kynnist ýmsum einkennum vatns og lofts

* kynnist áhrifum hita og kulda á loft

* kynnist ýmsum efnum í umhverfinu og eiginleikum þeirra, t.d. í eldhúsinu, fataskápnum og skólastofunni.

Kraftar og hreyfing,

( aflfræði)

Hreyfing og staða. Kraftur sem orsök hreyfingar.

* kynnist hugtakinu kraftur og skilji að kraftur er eitthvað sem dregur, ýtir eða snýr.

Ljós og hljóð, bylgjuhreyfing

Ljós og skuggar. Sólin sem ljósgjafi. Hljóð.

* gerir sér grein fyrir hvernig skuggar myndast.

* gerir sér grein fyrir hvernig hljóð verður til og hvernig það berst.

Rafmagn og seglar

Seglar og einfaldar rafrásir.

Stöðurafmagn.

* kynnist segli og því hvaða hlutir festast við segul og hverjir ekki.

* skilji muninn á stöðurafmagni og rafstraumi og geti búið til stöðurafmagn.

Orka

Hitastig, vindur og úrkoma.

Orka í umhverfi okkar.

* þekki algengustu orkugjafa á heimilum, í skólum og úti í náttúrunni

* meti hvernig við getum sparað orku heima og í skóla.

* geti mælt hitastig, vind og úrkomu á einfaldan hátt

Jarðvísindi

Jörðin í alheimi

Stjörnufræði - heimsfræði

Sól, tungl og stjörnur séð frá jörðu. Flóð og fjara. Dagur og nótt

* geri sér grein fyrir mikilvægi sólarinnar sem orkugjafa

* átti sig á að jörðin er hluti af sólkerfi.

Loft, láð og lögur

Veðurfar og árstíðir. Breytingar í náttúrunni.

Úrkoma, ár og lækir; landmótun. Fjaran.

* geri sér grein fyrir áhrifum veðurs á náttúruna og umhverfið.

* geri sér grein fyrir áhrifum vatns og vinda á steina og jarðveg

* geti gefið dæmi um hvernig yfirborð jarðar breytist stöðugt.

* þekki ákveðin veðurtákn og skilji hvers vegna veðurspár eru mikilvægar.

Jarðfræði - landmótun

Íslenskur jarðvegur; möl, sandur og mold.

Landmótun

Heitt og kalt vatn.

* kynnist ýmsum eiginleikum steina og þjálfist í að flokka þá eftir stærð, lögun, þyngd og áferð.

*geri sér grein fyrir áhrifum mismunandi jarðvegs á plöntur og tré

* geti búið til líkan / teikningu sem sýnir að jörðin er byggð upp af mörgum lögum.

* viti að á Íslandi eru jarðhitasvæði og geti nefnt ástæður fyrir því að jarðhiti finnst hér á landi.

* nefnt dæmi um hvernig jarðhitinn er nýttur af mönnunum.

Sameiginlegir þættir

 

* geti flokkað gögn eftir einkennum og útliti

* geti skipulagt og framkvæmt einfaldar athuganir

* geti gert mælingar með einföldum tækjum

* geti tekið þátt í umræðum um niðurstöður athugana og dregið rökréttar ályktanir.

*noti fjölbreyttar aðferðir til að kynna niðurstöður athugana

* sýni ábyrg viðbrögð í ljósi upplýsinga / niðurstaðna

* beri virðingu fyrir umhverfinu og öllum lifandi verum

Viðauki B

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 20.11.1997. Uppsetning: Sigríður Ólafsdóttir. nattsig@ismennt.is