Skýrslur forvinnuhópa

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

 Viðauki B. Markmið með sameiginlegum þáttum

 

Hugmyndir að námsmarkmiðum innan einstakra sameiginlegra þátta við lok náms á náttúrufræðibraut.


Meginmarkmið með færniþjálfun í náttúrufræðikennslu er að

Meginmarkmið með umræðu um einkenni vísinda í náttúrufræðikennslu er að

 


1. - Öflun, úrvinnsla og túlkun upplýsinga

Í vísindum er grundvallaratriði að halda aldrei meiru fram en hægt er að styðja með tilvísun í staðreyndir. Nemendur þurfa því að læra að afla þessara staðreynda með athugunum og tilraunum og að greina og flokka það efni sem aflað er eftir ýmsum einkennum. Einnig verða þeir að fá þjálfun í að setja fram tilgátur, lesa úr og túlka þau gögn sem fengist er við og draga saman niðurstöður.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur geti

 


2. - Samstarf og miðlun upplýsinga

Í öllu náttúrufræðinámi þarf, auk þess að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð, að leggja áherslu á mikilvægi samstarfs, jafnt fyrir nemendur sem starfandi vísindamenn, og tryggja að nemendur þjálfist í að vinna með öðrum og skiptast á uppgötvunum og hugmyndum. Jafnframt þurfa nemendur að fá þjálfun í að kynna viðfangsefni sín og öðlast skilning á því hversu mikilvæg miðlun upplýsinga og samvinna er fyrir framvindu í vísindum.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur geti


 

3. - Hagnýting þekkingar

Tilgangur vísinda er m.a. sá að leita lausna á vandamálum og gera mönnum auðveldara að fást við þann heim sem við búum í. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að beita þeirri þekkingu sem þeir tileinka sér við lausn raunverulegra vandamála og fá þannig dýpri skilning á því mikilvæga hlutverki sem vísindi gegna í samfélaginu. Þeir fái einnig tækifæri til að sannreyna hagnýtt gildi náttúruvísinda í nútímasamfélagi.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur geti


 

4. - Sköpun

Oft er litið svo á að vísindi séu algjörlega háð rökhugsun og nákvæmni. Í rauninni er það þó svo að tilviljanir og hugmyndaflug einstaklinga hafa átt stóran þátt í ýmsum þeim framförum sem vísindin hafa náð. Það er nauðsynlegt að nemendur kynnist þessum þætti vísindastarfseminnar og fái tækifæri til að beita eigin frumkvæði og sköpunarkrafti í náminu t.d. við framsetningu tilgátna. Þeir þurfa að öðlast trú á að hver einstaklingur hafi eitthvað fram að færa í leit manna að betri skilningi á veröldinni.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur


 

5. - Vísindi, tækni, samfélag

Nemendur þurfa að skilja þau gagnvirku tengsl sem ríkja milli vísinda, tækni og samfélags. Vísindi eru mannanna verk og nemendur þurfa að sjá hvernig menn smíða hugtök og skýringar til að ná tökum á því sem þeir sjá í veröldinni. Einnig þurfa þeir að skilja að stór þáttur í þeirri tækni, sem er orðin svo sjálfsagður hluti af lífi okkar, er afrakstur af starfi vísindamanna.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur


 

6. - Saga vísinda

Með því að líta á sögu vísindanna má auka skilning nemenda á því að hvernig vísindaleg þekking er smíðuð af mönnum en birtist ekki sjálfkrafa við það að leyndardómar náttúrunnar eru afhjúpaðir. Í gegnum söguna má fá skýr dæmi um það hvernig hugmyndir manna breytast og þróast og hvernig slíkt tengist ráðandi heimsmynd. Einnig sýnir sagan oft vísindamanninn sem hetju og ber að nýta það til að auka áhuga nemenda á faginu.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut.

Nemendur


 

7. - Vísindaleg þekking

Nemendur líta oft á vísindalega þekkingu sem algildan sannleik sem ekki sé nema á fárra færi að skilja til hlítar. Það er mjög mikilvægt að vinna gegn þessum hugmyndum og sýna nemendum að vísindin eru lifandi starfsemi sem hver sem er getur tekið þátt í, hvort sem er sér til upplýsingar og ánægju eða lífsviðurværis. Í gegnum lifandi umræðu þurfa nemendur að fá innsýn í það hvers konar starfsemi vísindin eru og hvers konar þekkingu það er sem þau gefa af sér.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut.

Nemendur


 

8. - Viðhorf til náttúru, umhverfis og vísinda

Náttúruvísindi snerta hvern mann í hans daglega lífi. Það er mikilvægt að nemendur læri að skilja þetta og geti tekið hlutlæga afstöðu til þessarar starfsemi. Nauðsynlegt er að hlúa að ábyrgð og virðingu nemenda fyrir umhverfi sínu og vilja til að láta gott af sér leiða.

Markmið við lok náms á náttúrufræðibraut

Nemendur


Skýrslur forvinnuhópa

Heimasíða náttúrufræða

Efnisyfirlit

Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 20.11.1997. Uppsetning: Sigríður Ólafsdóttir. nattsig@ismennt.is