Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

 

3.1 Fyrstu fjögur árin

Löng hefð er fyrir því hér á landi og víða annars staðar að flétta námsgreinar saman fyrstu skólaárin þó að þær greinist á seinni stigum. Lagt er til að sama lag sé haft á þessu áfram. Hins vegar er hér skýrar greint milli samfélagsgreina og náttúrufræða en verið hefur í síðustu námskrám og er það í samræmi við það sem einnig er gert í lokaskýrslu forvinnuhóps um náttúrufræði. Ekkert er þó til fyrirstöðu að þessi námssvið, og raunar fleiri, tengist í kennslu enda liggur oft beinast við að ákveðnir efnisþættir séu teknir fyrir í byrjunarnámi fremur en einstakar námsgreinar. Þó skal þess gætt að námsþættir og markmið greinanna glatist ekki.

Markmið samfélagsfræðanna fyrstu árin er að saman fléttist þekking, færni og tilfinning barnsins svo að það öðlist vitund um samfélagið, umhverfið og söguna.

Viðfangsefni fyrstu skólaáranna hafa jafnan verið hinn nálægi heimur barnsins – barnið sjálft, fjölskyldan, skólafélagarnir, skólinn og skólasamfélagið, umhverfi skólans, heimabyggðin, æviskeið barnsins („þegar ég var lítil"), næsta kynslóð („þegar mamma/amma var lítil…"). Hér reynir á útsjónarsemi skólans og kennarans að nýta sér það sem mismunandi umhverfi og aðstæður búa yfir.

Þennan heim skal víkka eftir föngum þar til hann nær til alls landsins, en einnig skal litið til fjarlægari staða og sviða til að fá samanburð og viðmið og leggja grunn að heimsmynd barnsins. Heimur barnsins er í vaxandi mæli manngert umhverfi og um það ber að fjalla og miða við engu síður en náttúruna. Í þessu manngerða umhverfi, sem barninu er tamt, eru fjölmiðlar og aðrir upplýsingamiðlar sem opna gáttir út í víðan heim.

Ísland í heild sinni er eðlilegt viðfang í samfélagsgreinum – saga og hefðir þjóðarinnar, þjóðskipulagið og landshættir. Fyrir þessu liggja margar augljósar ástæður. Landið og þjóðin hafa verið lífrænni og samstæðari heild en gengur og gerist í heiminum og stærð þeirra er viðráðanleg jafnvel ungum börnum. Hér er hins vegar ekki verið að boða afturhvarf til einhvers konar þröngra þjóðernisviðhorfa enda byggðust þau á of miklum einföldunum og takmarkaðri sýn á stöðu landsins og innra skipulag. Landið og þjóðin verða áfram eðlileg viðmiðun en með opnara viðhorfi þar sem niðurstöður eru ekki allar gefnar fyrirfram.

Aðferðir samfélagsfræðinnar fyrstu árin er samræða og frásögn, leikur, söngur og myndvinna, vettvangskannanir og ritað mál, eftir því sem kunnáttu og þroska fleygir fram. Ævintýri og sögur geta verið neisti sem kveikir umræðu og vekur til umhugsunar um mannfélag, staðhætti og mismunandi tímaskeið. Samtímis því sem efnisatriðum er komið á framfæri þarf að gefa nemendum tækifæri til að kynnast aðferðum og viðhorfum samfélagsgreinanna, t.d. með því að skoða og greina sögurnar og ævintýrin. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að kynnast mismunandi gerðum upplýsinga og komast að því hvernig þeirra er aflað, gæta að hvað er helst að marka og hvað hefur hæpnara sannleiksgildi og prófa hvernig hægt er að koma fróðleik á framfæri á mismunandi hátt. Þar sem kunnátta og aðrar aðstæður eru fyrir hendi getur verið farsælt að beita aðferðum „barnaheimspeki", þ.e. skipulegrar rökræðu sem löguð er að þroska og áhugamálum ungra barna.
 

3.1.1 Lokamarkmið

Eftir fyrstu fjögur árin á nemandinn að

 
3.2 Landafræði í 5.-9. bekk
 
3.2.1 Rök landafræðinnar

Landafræði fjallar um staðsetningu og útbreiðslu ýmissa náttúru- og mannvistarþátta á yfirborði jarðar og breytingar þeirra í tíma og rúmi. Greinin fjallar um og útskýrir samfélagið með hliðsjón af víxlverkun manns og náttúru og veitir yfirsýn yfir lífsskilyrði, lífshætti og lífskjör manna á jörðinni. Þannig fjallar landafræðin um tengsl og dreifingu ýmissa ólíkra þátta á yfirborði jarðar.

Landfræðilegt læsi fólks er hverju samfélagi nauðsynlegt þar sem víða er gengið hart að auðlindum jarðar, fólki fjölgar ört og skipting auðæfa heimsins er misjöfn. Ætla má að aukin landfræðiþekking gerir fólki mögulegt að taka ábyrga afstöðu til auðlindanýtingar og framtíð lífs á jörðu.

Landfræðilegt læsi felst í því að geta túlkað landslag og annað umhverfi og greint og skilið tengslin á milli athafna manna og náttúru jarðar. Nemendur eiga að öðlast skilning á að þeir eru hluti lífræns og eðlisræns umhverfis og verða færir um að greina tengsl þessara þátta. Þannig verði þeir færari um að meta til hvaða aðgerða þarf að grípa til að viðhalda auðlindum jarðar og tryggja mannkyninu lífsviðurværi og búsetuskilyrði hér á jörð.

Til þess að nemendur geti tekið ábyrgar ákvarðanir þurfa þeir að öðlast færni í að greina áhrif menningar, efnahags, stjórnmála og félagslegra þátta í tengslum fólks og umhverfis. Liður í því er að nemendur öðlist færni í öflun gagna, að greina og túlka gögn (kort, töflur og gröf) og að setja niðurstöður sínar skilmerkilega fram.

Með námi í landafræði þróa nemendur með sér skilning á nánasta umhverfi sínu og hvernig það er háð tengslum við önnur svæði og heiminn í heild.
 

3.2.2 Meginmarkmið landafræði í 5.-7. bekk

Nemendur…

 
5. bekkur
Nemendur… 6. bekkur
Nemendur… 7. bekkur
Nemendur… 3.2.3 Meginmarkmið landafræði í 8. og 9. bekk

Nemendur…

8. bekkur
Nemendur… 9. bekkur
Nemendur…  
3.3 Saga í 5.-9. bekk

 
3.3.1 Rök sögunnar
Sögunám er til þess fallið að opna augu nemenda fyrir því að mannlegt samfélag, stofnanir þess og fyrirbæri, þróast og breytast í tímans rás. Þekking á fortíðinni er því nauðsynleg til skilnings á nútímanum og hún getur einnig varpað ljósi á framtíðina.

Íslandssaga miðlar þekkingu á rótum íslensku þjóðarinnar og veitir einnig innsýn í líf og kjör fólks í landinu á liðnum öldum. Íslensk menning hefur ætíð verið grunnurinn að tilvist þjóðarinnar og svo mun áfram verða. Í sögunámi og sögukennslu er því eðlilegt að leggja áherslu á þróun íslenskrar menningar. Í því viðfangi ber annars vegar að draga fram það sem er frumlegt og nýskapandi og kalla má framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar og hins vegar hvernig þjóðin hefur tileinkað sér erlenda menningarstrauma, unnið úr þeim og aðlagað þá eigin aðstæðum og þörfum.

Saga er einnig lykill að skilningi á stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna fyrr og nú og margháttuðum samskiptum landsmanna við umheiminn á öllum öldum Íslandsbyggðar. Mikilvægt er að saga Íslands sé jafnan sett í alþjóðlegt samhengi, en þekking á ákveðnum undirstöðuþáttum almennrar mannkynssögu er forsenda fyrir því að það verði gert á árangursríkan hátt. Því er nauðsynlegt að nemendur öðlist innsýn í megindrætti í stjórnmála-, menningar- og hagsögu Evrópu og séu ljósar rætur og upphaf vestrænnar menningar. Þótt saga Íslands hafi frá upphafi mótast af samskiptum landsins við umheiminn hafa hin erlendu áhrif þó einkum verið sterk undangengnar tvær aldir. Má í því sambandi nefna nýjar hugmyndir um stjórnmála og efnahagsmál allt frá lokum 18. aldar, tæknibyltingu 19. aldar, margháttaða menningarstrauma og stórviðburði þessarar aldar á borð við tvær heimsstyrjaldir, heimskreppu og kalt stríð. Þá felst lykillinn að skilningi á þeirri heimsmynd, sem við blasir á þröskuldi 21. aldar, í þekkingu á þeirri þróun sem leitt hefur mannkynið í þennan áfangastað.

Það er síðan sjálfstætt markmið mannkynssögukennslunnar að opna augu nemenda fyrir margbreytileika mannlífs í heiminum, jafnt í tíma sem rúmi, með því að bregða upp myndum af ólíkum samfélögum við breytilegar aðstæður á ýmsum tímum.

Saga er í eðli sínu víðfeðm og opin náms- og fræðigrein og reynslan hefur sýnt að hún á auðvelt með að auka við aðferðum, sjónarhornum og hugtökum sem runnin eru úr öðrum greinum. Með hliðsjón af því eru viðfangsefni hennar vel til þess fallin að þjálfa nemendur í að ná fjölþættum námsmarkmiðum, jafnt um þekkingu, skilning og leikni sem um gagnrýna hugsun og virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi í örri þróun.

Nauðsynlegt er að nemendur öðlist skilning á því að menn eru oft ósammála um hvað markvert sé í sögunni og hvernig túlki beri þær heimildir sem varðveist hafa. Ennfremur að þátttakendur í sögulegum atburði upplifi og lýsi honum á mismunandi hátt. Söguritunin þarf því að vera í sífelldri endurskoðun.

Í sögunámi og sögukennslu verður að leggja sérstaka áherslu á að glæða áhuga nemenda á viðfangsefninu svo að saga geti áfram auðgað líf þeirra að loknu námi og skólagöngu, annaðhvort sem iðkenda eða „neytenda". Þetta markmið þurfa höfundar námsefnis einnig að hafa í huga í vali á viðfangsefnum, sjónarhorni og framsetningarhætti.

Í nútímasamfélagi getur saga gegnt fjölþættu hlutverki:

 
3.3.2  5.-7. bekkur

Viðfangsefni
5. bekkur: Valdir þættir úr sögu landnáms og þjóðveldis.
6. bekkur: Valdir þættir úr sögu fornaldar og miðalda.
7. bekkur: Valdir þættir úr Íslandssögu og mannkynssögu frá miðöldum til miðrar 18. aldar.

Markmið
Í lok 7. námsárs á nemandinn að hafa öðlast þekkingu og innsýn í…

Jafnframt skulu nemendur hafa… 3.3.3   8.-9. /10. bekkur

Viðfangsefni
8. bekkur: Valdir þættir úr Íslandssögu og mannkynssögu frá miðri 18. öld til síðustu aldamóta.
9. bekkur: Valdir þættir úr Íslandssögu og mannkynssögu 20. aldar til loka seinni heimsstyrjaldar.
10. bekkur (innan þjóðfélagsfræði): Valdir þættir úr Íslandssögu og mannkynssögu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Meginmarkmið sögu í 8.-10. bekk
Í lok 10. námsárs á nemandinn að hafa öðlast þekkingu og innsýn í…

Jafnframt á nemandinn að hafa…
 
 
3.4 Þjóðfélagsfræði í lok grunnskóla

 
3.4.1 Rök þjóðfélagsfræðinnar

Með tíunda bekk lýkur skólaskyldu íslenskra ungmenna. Skólanum er skylt að veita þeim fræðslu um grunnþætti samfélagsins á hverjum tíma áður en skólaskyldu lýkur og þau hverfa til frekara náms eða til starfa í þjóðfélaginu. Skólinn er að vísu ekki eini uppfræðarinn um þessi mál. Upplýsingamagnið er mikið í samfélaginu en það getur ruglað fólk í ríminu og þekkingin verður gloppótt. Ungt fólk þarf aðstoð við að átta sig á upplýsingunum, á innviðum samfélagsins, stjórnkerfi og helstu stofnunum. Unglingarnir þurfa að þekkja réttindi sín og skyldur og fræðast um umheiminn sem þeir eru að glíma við í vaxandi mæli.

Mjög hefur verið undir hælinn lagt hvernig fræðslu af þessu tagi hefur verið sinnt í skólum landsins. Stundum hefur eitthvað þessu líkt staðið til boða sem valefni í lok grunnskóla og hefur því farið framhjá mörgum nemendum. Hér er kveðið á um að í 10. bekk verði þjóðfélagsfræði skyldugrein fyrir alla og taki á þeim þáttum sem nefndir voru að ofan. Á vissan hátt er hér áfram ofinn sá þráður sem hefst fyrstu árin í skóla en á forsendum þess þroska sem fyrir hendi er undir lok grunnskóla.
 

3.4.2  Markmið
Markmið þjóðfélagsfræðinnar eru

3.4.3  Efni
Efnið fjallar um einstaklinginn (nemandann) og tengsl hans við samfélagið. Farið er frá hinu nærtæka (sjálfsímynd, fjölskyldu) til hins fjarlæga og víðtæka.

Lagt er til að efnisþættir þjóðfélagsfræðinnar verði þeir sem hér eru taldir:

1. Einstaklingurinn og sjálfsmyndin.
Hlutverk, vinátta, ábyrgð, sjálfræði (t.d. sakhæfi), félagar, réttindi, skyldur, félagsstarf
(tómstundir/afþreying), vinna unglinga.

2. Einstaklingurinn og nánasta umhverfi.
Fjármál, neysla, samneysla, einkaneysla.
Fjölskylda, ættin, ættartengsl, foreldrar og börn. Samskipti, uppeldi, átök, ást og umhyggja, svigrúm einstaklingsins.
Lýðfræði, mannfjöldi, búseta, búsetubreytingar. Atvinnuvegir og landshlutar.

3. Saga og umhverfi frá stríðslokum.
Kalda stríðið og lok þess. Nýfrjáls ríki frá stríðslokum.
Samstarf Evrópuríkja og þróun þess.
Tengsl Íslendinga í menningarefnum, viðskiptum og varnarmálum.
Alþjóðasamstarf og skuldbindingar Íslendinga, m.a. gagnvart fátækari þjóðum.
Þróun og sérkenni atvinnuhátta og efnahagslífs.
Sambúðin við náttúruna, nýting og verndun.
Brýn málefni líðandi stundar.

4. Stjórnkerfið.
Lýðræði, þingræði, lýðveldi. Kosningaréttur og kjörgengi.
Forsetaembættið, framkvæmdavaldið, löggjafinn, dómskerfið, ríki og sveitarfélög.
Menntakerfið, heilbrigðismál, félagsmál.

5. Framtíðin.
Gildi menntunar.
Vaxtarbroddar í atvinnulífi.
Staða Íslendinga í samfélagi þjóða.
Framtíðarhorfur mannkyns.

 
Skólarnir geta kosið að tengja aðra námsþætti við þjóðfélagsfræðina, einkum þá sem kenndir eru við lífsleikni, svo sem umfjöllun um einelti, ofbeldi og fíkniefni, náms- og starfsval, ennfremur kynfræðslu, siðfræði og vettvangsheimsóknir og gestakomur af ýmsu tagi. Þessir þættir geta þá fengið betri tengingu inn í skólastarfið og jafnframt orðið til styrkja þjóðfélagsfræðina. Lífsleikniþættirnir eru þó ekki ætlaðir til prófs eða annars námsmats.

   
3.4.4  Efnistök
Kennsluaðferðir og efnistök í þjóðfélagsfræði geta verið með ýmsu sniði eftir því sem hentar efninu, kennaranum og nemendunum hverju sinni. Nokkurrar samræmingar þarf þó að gæta ef ætlunin er að meta árangurinn á samræmdu prófi. Nokkra þætti má nefna.

3.4.5  Námsmat
Gert er ráð fyrir samræmdu prófi í samfélagsgreinum 10. bekkjar, þ.e. þjóðfélagsfræðinni. Í því sambandi þarf að huga að nokkrum atriðum:  
3.5 Heimspeki að ívafi

Aðferðir svonefndrar barnaheimspeki hafa reynst einkar heppilegar á grunnskólastigi. Börn hafa verið hugsandi einstaklingar um alllangt skeið áður en skólaganga þeirra hefst. Aðferðir barnaheimspekinnar ganga út á að efla og styrkja þá náttúrulegu rökvísi í hugsun sem börnin búa sjálf yfir með því að leyfa þeim að orða eigin skoðanir og ræða um þær út frá ákveðnum sjónarmiðum.

Í heimspekikennslu í grunnskólum er því beitt samræðuaðferð. Undir stjórn og handleiðslu kennarans verða börnin virkir þátttakendur í samræðufélagi sem fjallar um þeirra eigin skoðanir og rök. Hlutverk kennarans er ekki það að innræta þeim skoðanir annarra eða fyrirfram rétt svör, heldur er lagt kapp á að vinna út frá spurningum og hugleiðingum barnanna sjálfra. Þetta er eitt af þeim sérkennum heimspekinnar sem gera hana lifandi fyrir nemendum.

Heimspekilegt samræðufélag er smækkuð mynd af lýðræðissamfélagi, sem leitast við að leiðrétta mistök sín jafnóðum og þau uppgötvast. Nemendur öðlast reynslu af og þjálfun í skapandi og gagnrýnni hugsun sem eflir dómgreind þeirra og býr þá með ýmsu móti undir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi, innan skóla sem utan. Heimspekilegar samræður eiga það sameiginlegt með öðrum samræðum að þær krefjast þess að þátttakendur hlusti hverjir á aðra og spinni við það sem aðrir hafa að segja. Jafnframt er oft skipt um sjónarhorn til þeirra mála sem brjóta þarf til mergjar og með því æfast nemendur í að setja sig í spor annarra.

Heimspekikennsla styður móðurmálsnám sérstaklega þar eð stöðugt er verið að vega og meta rök og skoðanir; heimspekin leggur sérstaka rækt við tengsl hugsunar og máls í tjáningu nemandans. Hún kyndir undir gagnrýni, skoðanaskipti og rökræður, undirbýr þannig nemendur fyrir átök í öðrum námsgreinum og auðveldar þeim að vinna úr reynslu sinni á sjálfstæðan hátt um leið og hún eflir rök- rannsóknar- og hugtakaleikni.

Meðal þess sem lögð er áhersla á að kenna börnunum er eftirfarandi:

Lagt er til að heimspeki verði hluti af samþættingarnámi 1.-4. bekkjar og að samræðuefnið verði meðal annars sótt í umhverfi, námsefni og reynslu nemendanna. Megináherslan verði lögð á að virkja nemendur í samræðufélaginu með því að spyrja, gefa ástæður (segja af hverju), kanna möguleika (en hvað ef?), gera greinarmun og bera saman (segja hvað sé líkt og ólíkt með hlutunum).

Vilji skóli gefa nemendum kost á heimspekinámi í 5.-9. bekk er mælt með því að smám saman verði aukin áhersla á beitingu og skýringu hugtaka og rökfærslna en jafnframt verði áherslan smám saman flutt frá sviði gagnrýnnar og skapandi hugsunar og yfir á svið siðfræði.

Í þjóðfélagsfræði 10. bekkjar er gert ráð fyrir því að þjálfun í heimspekilegri samræðu muni komi að góðu gagni við kennslu og umræður um hin ýmsu viðfangsefni.
 

 

3.6  Staða samfélagsgreina og tengsl við aðrar greinar

Landafræði, saga, félagsfræði og fleiri samfélagsgreinar fjalla um stöðu, hlutverk og möguleika mannsins í samfélagi og náttúru, í tíma og rúmi; um einingar samfélags og umhverfis frá hinum minnstu (einstaklingi, fjölskyldu, heimabyggð) til hinna stærstu (þjóðar, heims, vistkerfa). Þessar námsgreinar hjálpa nemandanum að greina margbreytilegt umhverfi sitt og efla færni hans og styrk til að fást við það.

Í skólum er viðfang samfélagsgreina með þrennum hætti:

Milli þessara þriggja þátta þarf að ríkja jafnvægi og tillit í skólastarfinu. Fyrstu fjögur ár grunnskólans fléttast þessar greinar – og raunar enn fleiri – saman í kennslu og í lok grunnskólans koma þær aftur saman í þjóðfélagsfræði tíunda bekkjar. Þess á milli eru landafræði og saga settar upp aðgreindar í þessari skýrslu en það hindrar ekki að kennarar (sem oftar en ekki kenna báðar greinar) finni tengingar og hjálpi nemendum að sjá viðfangsefnin í samhengi. Til þess að auka samfelluna að þessu leyti hefur forvinnuhópurinn haft þetta sjónarmið í huga og í töflunni hér á eftir yfir efnisþætti kemur fram að flest árin er um samhengi að ræða. Engu að síður hefur verið kostað kapps um að skerpa drætti námsgreinanna til þess að framlag þeirra mætti koma að sem mestu gagni og jafnvægis milli þeirra verði gætt.

Samfélagsgreinar tengjast öðrum námsgreinum með ýmsum hætti. Nokkur dæmi skulu hér nefnd (sjá einnig yfirlitstöfluna).

Móðurmál. Öll kennsla er móðurmálskennsla öðrum þræði og í samfélagsgreinum er tengingin augljós þar sem talað og ritað mál er snar þáttur beggja. Bókmenntasagan skarast augljóslega við hina almennu sögu. Ákveðna efnisþætti má taka fyrir með markvissum hætti milli þessara greina, svo sem þjóðsögur. Landnámið eða deilur á Sturlungaöld eru sömuleiðis dæmi um efnisþætti þar sem sagan er uppistaðan en nýtur stuðnings og auðgar móðurmál (bókmenntir) og landafræði.

Kristinfræði. Þar sem kristinfræði víkur að sögu trúarinnar, félagslegu hlutverki, siðfræði og öðrum trúarbrögðum skarast hún við samfélagsgreinar.

Náttúrufræði. Landafræði og náttúrufræði mætast við mótun lands og í himingeimnum, svo að dæmi séu tekin. Viðfangsefni eru stundum hin sömu.

Upplýsingamennt (bóksafnsfræði). Samfélagsgreinar eiga oft erindi á bókasafn og í upplýsingamiðla. Hvort styður hér annað.

Lífsleikni. Í kaflanum um þjóðfélagsfræði í 10. bekk (3.4) er bent á hvaða tengsl geta verið milli samfélagsgreina og lífsleikni.

 
Tengsl efnisþátta í nokkrum námsgreinum samkvæmt nýjum námskrárhugmyndum.
 
 
5
6
7
8
9
10
Landafræði Ísland: korta-notkun, auðlindir, atvinnulíf, heimabyggð. Evrópa: landslag, náttúra, menningarsvæði. Norðurlönd: landslag, náttúra, atvinnulíf, lífshættir, tengsl Íslands. Myndun og mótun Íslands, búseta, atvinnuvegir og nýting auðlinda. Sólkerfið, árstíðaskipti, ýmis belti jarðar. Samspil manns og náttúru, skipting atvinnulífs, heimsálfurnar, umhverfismál, fólksfjöldi, þróunarlönd. Umhverfismál, búsetuþróun. 

 

 

 

 

ÞJÓÐFÉLAGS-FRÆÐI 

 

 

 

Tímabilið eftir stríð.

Saga Landnám og þjóðveldi. Fornöld og miðaldir (valdir þættir). Ísland, Norðurlönd, Evrópa, heimurinn, 

fram til 1750. 

 

1750-1900: frá bændasamfélagi, sjálfstæðisbarátta, lýðræðisþróun, iðnvæðing, nýlenduskeið. 

 

1900-1945: iðn- og tæknivæðing, heimsstyrjaldir, félags- og hugmyndaþróun.
Sérverkefni: heimabyggðin.
Íslenska      
 
Íslensk bókmenntasaga frá miðri 19. öld
 
Náttúrufræði
Orka. Sólkerfið, árstíðir, saga alheimsins, veðurfræði, hafið, auðlindanýting, jarðsaga Íslands, náttúruhamfarir í sögunni. Íslenskt vistkerfi, hafið, gróðurbelti.
Lengdar- og tímamælingar, jörðin og sólkerfið, jarðsaga, gufuhvolfið, loftslag, hafið, landmótun, íslenskt landslag, eldgos, jarðskjálftar, forvarnir. Íslensk vistkerfi.
Kristinfræði
Kirkjan í heimabyggð. Kirkjusaga til miðalda. Lúther. Kristni í myndlist. Trúarbrögð heims (valdir þættir).
Hjálparstarf kirkjunnar. Íslensk kirkjusaga frá siðaskiptum (valdir þættir). Siðferðileg álitamál í ljósi mismunandi gildismats og lífsviðhorfa.
Danska  
x
 
x
x
x
Enska
x
x
x
x
x
x
 
 
Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða


Menntamálaráðuneytið 1998. Þorsteinn Helgason thelga@ismennt.is