Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

4  FRAMHALDSSKÓLI
 

 

4.1 Hlutverk og skipulag samfélagsgreina

Í framhaldsskólum gegna samfélagsgreinar tvenns konar hlutverki. Annars vegar eru þær hluti almennrar menntunar á öllum bóknámsbrautum. Hins vegar eru þær þáttur í sérgreiningu brauta, einkum félagsfræðabrautar. Það er álit forvinnuhópsins að fyrra hlutverkið sé veigamikið og gildi samfélagsgreina í því efni hafi síst farið minnkandi.

Við þá endurskoðun á námskrá, sem nú stendur yfir, hefur verið mörkuð sú meginstefna að sérhæfing námsbrauta í framhaldsskólum skuli aukin. Ýmis gild rök hafa verið borin fram fyrir slíkri stefnumörkun. Hér er þó að ýmsu að hyggja. Varast ber að skilja sérhæfingarhugtakið þrengsta skilningi. Viðbótaráfangi eða -áfangar í sögu eða öðrum samfélagsgreinum, þar sem fjallað er um sögusvið eða viðfangsefni, sem tengjast einkennis- og áherslugreinum brautanna, er að mati forvinnuhópsins eðlilegur þáttur í sérhæfingu allra bóknámsbrauta til stúdentsprófs. Þar yrði nemendum betur gert kleift að átta sig á þróun einstakra fræðigreina og fræðisviða og gagnverkun vísinda og fræða við samfélag og umhverfi á ýmsum tímum.

Menntamálaráðuneytið setti á oddinn við upphaf námskrárvinnunnar að nemendur ættu að öðlast sem besta þekkingu á sögu og menningu lands og þjóðar og raunar umheimsins alls. Talsmenn raungreina taka einnig undir þessi sjónarmið. Í skýrslu forvinnuhóps um náttúrufræði (bls. 52) er fjallað um mikilvægi sögunnar til að sýna samhengi og þróun náttúruvísinda og í skýrslu um stærðfræði (bls. 57) er gert ráð fyrir almennri menningarsögu á tungumálabraut þar sem hlutur stærðfræðinnar megi ekki gleymast.

Samkvæmt fyrirhuguðu skipulagi á bóknámsbrautum framhaldsskólanna er gert ráð fyrir níu einingum samfélagsgreina í kjarna hið minnsta. Hér er áætlað að þessar níu einingar skiptist í einn áfanga í félagsfræði og tvo í sögu. Ekki eru rök fyrir því að sérgreina þessa kjarnaáfanga eftir brautum heldur er boðið upp á alhliða og almenn viðfangsefni. Í söguáföngunum er sögu Íslands og umheimsins teflt saman og fjallað um mörg svið mannlífs fyrri tíðar. Í félagsfræði er viðfangið nútímasamfélagið og samspil þess við einstaklinginn.

Á tungumálabraut er eðlilegt að bætt sé við einum eða fleiri áföngum í sögu fram yfir það sem tilgreint er í kjarna. Menningarsaga, með mismunandi áherslum eftir aðstæðum og þörfum, liggur beint við. Á fornmálabraut er saga fornaldar nærtækust.

Á náttúrufræðabraut er brýnt að nemendur kynnist vísindasögu þar sem því verður við komið en almenn hugmyndasaga eða menningarsaga kemur einnig til greina. Landafræði á einnig erindi á náttúrfræðibraut þar sem hún myndar tengingu milli jarðvísinda og samfélagsfræða.

Á listabraut er menningarsaga (myndlistar-, tónlistar- og/eða almenn) sjálfsögð.

Á fyrirhugaðri upplýsinga- og tæknibraut er brýnt að hafa rúm fyrir félagsfræði og hugmyndasögu og/eða vísindasögu.

Á sérsviðum á bóknámsbrautum einstakra skóla (svo sem ferðamálasviði) þarf að huga að hlut samfélagsgreina, skilgreina einstaka áfanga og hlut þeirra í heildarskipulagi.

Á almennri námsbraut (að minnsta kosti tveggja ára braut) er ekki óeðlilegt að félagsfræði og saga fái sess í brautarkjarna til framhaldsskólaprófs. Er hér gerð sú tillaga að í sögunni verði sviðið Íslands- og mannkynssaga 19. og 20. aldar.

 

 

4.2 Félagsfræðabraut

4.2.1 Hlutverk

Félagsfræðabraut er höfuðvígi samfélagsgreina. Gengið er út frá að allir nemendur brautarinnar taki 30 eininga sameiginlegan kjarna en velji sér greinar á kjörsviði með hliðsjón af framboði þeirra í skólum og áformum þeirra um framhaldsnám eða starf. Þrjú sjónarmið þarf að hafa í huga þegar nám er skipulagt á brautinni.

 1. Veita þarf innsýn í nokkrar ólíkar greinar þar sem ekki er um eiginlega sérmenntun að ræða á þessu stigi.
 2. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í ákveðinni grein eða greinum þó að ekki sé ætlunin að færa háskólamenntun inn á þetta skólastig.
 3. Nemendur þurfa að fá fræðslu og þjálfun í aðferðum samfélagsgreina, bæði þeim sem sameiginlegar eru og þeim sem nemandi kýs að nema til nokkurrar hlítar.
Í töflum hér á eftir eru dregnar upp hugmyndir að samsetningu kjarna og kjörsviðs á félagsfræðabraut. Þó að hér sé gert ráð fyrir þrem einingum í öllum áföngum er það ekki bindandi lausn.

 

Félagsfræðabraut, tillaga að uppsetningu
 
  
Kjarni 
30  
ein.
SAG 103 
Til 1850
FÉL 103 
Inngangur
LAN 103 
Mannvist
HSP103 
Valið
STÆ xx3  SÁL 103 
Inngangur
HAG 103 
Inngangur
SAG 203 
Frá 1850
FÉL 203 
Almenn
         
SAG 303 
Menning
           
 
 
  

Kjörsvið 
24 
ein.

1. LEIÐ (SAGA, FÉLAGSFRÆÐI…)
SAG 403 
Félagssaga
FÉL 303 
Aðferðir
STÆ xx3 
Tölfræði
VAL xx3
SAG 413 
Hugmynda
FÉL 403 
Sérgrein
   
SAG 503 
Valið
    RIT 103 
Ritgerð
 
  

Kjörsvið 
24 
ein.

2. LEIÐ (HAGFRÆÐI, TÖLFRÆÐI…)
SAG 423 
Hagsaga
HAG 203 
Aðferðir
STÆ xx3  
  HAG 303 
Sérgrein
STÆ xx3  
LAN 103 
Hagræn
  STÆ xx3 RIT 103 
Ritgerð
 
  

Kjörsvið 
24 
ein.

3. LEIÐ (SÁLFRÆÐI, UPPELDISFRÆÐI…)
SAG 423 
Félagssaga
FÉL 303 
Aðferðir
SÁL 203 STÆ xx3
SAG 413 
Hugmyndasaga
     
  HSP 123 
Siðfræði
UPP 103 RIT 103 
Ritgerð
 
 
4.2.2  Heimildaritgerð

Lagt er til að tekinn verði upp nýr áfangi til þriggja eininga sem tekinn yrði undir lok námsins. Hann felst í því að skrifuð er heimildaritgerð sem kalla mætti „stúdentsprófsritgerð". Öllum nemendum á félagsfræðabraut yrði skylt að taka þennan áfanga og velja sér efni á sviði einhverrar samfélagsgreinar eða með því að tengja greinar saman. Rök þessarar heimildaritgerðar eru nokkur:

Til að ritgerðaráfanginn verði árangursríkur þarf að uppfylla nokkur skilyrði:
 1. Kennarar þurfa að veita markvissa leiðbeiningu allt ritgerðarferlið.
 2. Efni þarf að velja af kostgæfni eftir aðstæðum, hvort sem nemendahópurinn hefur sameiginlegt meginviðfangsefni (t.d. sögu byggðarlags eða félagsaðstæður unglinga) eða hver nemandi velur sér sjálfstætt verkefni.
 3. Markmið og kröfur þarf að tilgreina skilmerkilega í byrjun.

 4. Námsmat þarf að vera ítarlegt og sundurliðað. 
   
4.2.3  Lokamarkmið

Þó að kjörsvið félagsfræðabraut sé mismunandi er nauðsynlegt að draga upp sameiginleg lokamarkmið brautarinnar í heild. Ætlast er til að stúdent sem útskrifast af félagsfræðabraut

 

   

4.3 Félagsfræði

4.3.1 Rök félagsfræðinnar

 
Mikilvægi þess að kenna félagsfræði á framhaldsskólastigi er margháttað og lýtur bæði að faglegum og uppeldislegum sjónarmiðum og ekki síður að lífi ungmenna í nútímasamfélagi. Félagsfræðin veitir nemendum tiltekinn lykil eða aðferð til að skoða líf sitt í víðu samhengi; sýnir okkur hvernig persónulegt líf okkar sem einstaklinga er háð samfélagslegum þáttum sem verka sífellt á okkur. Markmiðið með kennslu í félagsfræði er því ekki eingöngu að efla þekkingu og skilning nemenda á greininni sjálfri heldur er ekki síður mikilvægt að kunnátta í henni nýtist nemendum á margvíslegan hátt í daglegu lífi, hvort heldur í námi, starfi eða leik.

Sjónarhorn félagsfræðinnar bendir nemendum á að ekki er ætíð nægilegt að skoða vandamál eða viðfangsefni dagslegs lífs í einangrun, heldur verður iðulega jafnframt að skoða þau í ljósi samfélagslegra afla sem hafa áhrif á þau. Til að mynda eiga hjónaskilnaðir, algeng persónuleg siðklemma í lífi margra, sér oft ekki eingöngu persónulegar skýringar, heldur einnig samfélagslegar. Sem dæmi um samfélagslegar skýringar má taka breytt hlutverk og verkefni fjölskyldunnar í nútímasamfélagi, ólíkar væntingar um verkaskiptingu karla og kvenna og efnahagslegar kringumstæður.

En félagsfræðin veitir nemendum ekki eingöngu tiltekinn lykil til að skoða daglegt líf sitt í þjóðfélaginu heldur ekki síður þjálfun í að greina í sundur og meta ólík þekkingaratriði á rökvísan hátt. Fræðigreinin félagsfræði býður upp á ólík „verkfæri" til að skoða þjóðfélagið, ýmsar kenningar og hugtök sem gefa margvísleg svör, jafnvel mótsagnakennd. Nemendur öðlast því smám saman skilning á því að til eru fleiri en eitt sjónarmið, fleiri en eitt svar við ýmsum spurningum mannlegrar tilveru. Höfuðatriði í þessu samhengi er að hjálpa nemendum að greina þessi ólíku svör og meta þau á rökvísan hátt, jafnframt því að efla með þeim umburðarlyndi gagnvart tilvist ólíkra sjónarmiða. En þessi hlið félagsfræðinnar opnar aðra vídd sem ekki er minna virði. Umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum annarra er um leið forsenda fyrir gefandi félagsleg samskipti og getur með öðrum orðum lagt grunninn að aukinni samskiptahæfni nemenda þar sem tillit er tekið til sjónarmiða náungans. Mikilvægi félagsfræðinnar er því margháttað og nær bæði til greinarinnar sjálfrar og þekkingarsköpunar hennar, svo og til almenns þroska einstaklingsins í flóknum veruleika samtímans.

Kennarar í félagsfræði, svo og kennarar í öðrum samfélagsgreinum, standa iðulega frammi fyrir því að velja hvað skuli leggja megináherslu á

Allar áherslurnar þrjár eru mikilvægar í kennslu og því eðlilegt að leitast við að finna tiltekið jafnvægi á milli þeirra enda tengjast þær á ýmsa vegu. Þekkingaratriðin, staðreyndirnar, verða ekki til í tómarúmi heldur eru afrakstur agaðra vinnubragða og rannsókna sem fræðigreinin sjálf byggir á.

Meginmarkmið með félagsfræðikennslu er í raun ætíð hið sama, hvort sem um byrjendaáfanga er að ræða eða þá sem eru lengra komnir; að auka þekkingu nemenda á þjóðfélaginu og félagslegu umhverfi, jafnframt því að auka skilning þeirra á stöðu sinni og annarra í þjóðfélaginu. Í þessari áherslu felst aðallega tvennt; að nemendur nái valdi á tiltekinni þekkingu sem þegar er fyrir hendi og í öðru lagi að nemendur öðlist hæfni til að nýta sér þá þekkingu til skilnings á félagslegum aðstæðum sínum og annarra. Sama hugsun sett fram á félagsfræðilegan hátt: að nemendur skilji samhengið á milli persónulegs lífs og þess samfélags sem við búum í. Að sumu leyti svipar þessari áherslu til þess greinarmunar sem stundum er gerður á megintilgangi uppeldis og menntunar: annars vegar viðleitni að hjálpa nemendum til að ná valdi á þeim menningararfi sem við búum við og hins vegar að nýta hann til að skapa eitthvað nýtt og einstaklingsbundnara.

Markmið með félagsfræðikennslu á framhaldsskólastigi er ekki eingöngu að efla þekkingu nemenda og kynna fræðigreinina heldur ekki síður að stuðla að virkni og áhuga nemenda á nánasta umhverfi sínu og þjóðfélagi, að efla sjálfstæði og gagnrýna hugsun þeirra með það í huga að auka víðsýni og jákvætt viðhorf til samborgaranna.

Í byrjunaráfanga í framhaldsskóla er eðlilegt í upphafi að leggja meiri áherslu á beinar upplýsingar, á tiltekin þekkingaratriði bundin við merkingarheim unglinga, og ákveðna færniþætti við athugun og greiningu fremur en þekkingu bundna við flóknari hugtök og sértækar kenningar fræðigreinarinnnar. Ástæða þess er að fræðilegt eðli félagsfræðinnar kann að virðast framandi í fyrstu og því eðlilegra að leggja fyrst meiri áherslu á tiltekin þekkingaratriði bundin við merkingarheim unglinga sem verða síðan smám saman tengd fræðigreininni sjálfri og þekkingarsköpun hennar. Á síðari stigum er síðan hægt að leggja ríkari áherslu vinnubrögð fræðigreinarinnar og efla hæfni nemenda til að vinna sjálfstæð rannsóknarverkefni.

Nemendur í framhaldsskólum landsins eru um það bil að stíga inn í heim hinna fullorðnu. Á námstímanum verða nemendur sjálfráða, fá kosningarétt og margir hafa kynnst atvinnulífinu. Eins eru margir um það bil að flytja úr heimahúsum og jafnvel stofna sína eigin fjölskyldu. Námskráin í félagsgreinum hlýtur því að taka mið af þeim meginsviðum samfélagsins sem hafa mest áhrif á nemendur og líf þeirra.
 

4.3.2 Markmið félagsfræði

Við lok framhaldsskólans eiga nemendur að hafa

 

  4.3.3  Kjarnaáfangi: inngangur
 
Nálgunin í kjarnaáfanga félagsfræði er að samfélagið er skoðað í ljósi áhrifa þess á einstaklinginn og líf hans. Hér eru hugsuð tengsl við það sem fjallað var um í þjóðfélagsfræði tíunda bekkjar í grunnskóla, en meiri áhersla er lögð á fræðigreinina sjálfa, innsýn hennar og hlutverk. Nálgunin á samfélagið er dýpkuð, bæði hvað varðar ólíkar gerðir þess svo og áhrif samfélagsins á einstaklinginn og líf hans. Áherslan er á hið víða svið (makro), stofnanir, félagsmótunaraðila og áhrif þeirra á einstaklingana og samskipti þeirra. Efnisatriðin geta verið þessi:

4.3.4  Annar áfangi: almenn félagsfræði

Í þessum áfanga yrði farið yfir vítt svið félagsfræðinnar, kynntir frumkvöðlar greinarinnar og kenningar, fjallað um félagslega lagskiptingu, hlutverk og stöðu kynja, um frávik, fjölmiðla, heilsufélagsfræði og aldurskiptingu (lýðfræði). Þessi áfangi, ásamt innganginum í kjarna, yrði sameiginlegur allri félagsfræðibraut.

     
4.3.5  Þriðji áfangi: aðferðir

Í þriðja áfanga er viðfangsefnið aðferðafræði, svo sem kannanir og úrvinnsla samkvæmt aðferðum félagsfræðinnar, bæði með fræðilegri kynningu og verklegri útfærslu nemenda.
 

4.3.6  Fjórði áfangi

Hér verður um val að ræða milli nokkurra kosta: afbrotafræði, fjölmiðlafræði, félagssálfræði, stjórnmálafræði, mannfræði og áfanga um sambúð manns og jarðar.

 

4.4  Heimspeki
 
4.4.1 Rök heimspekinnar

Heimspekin hefur nokkra sérstöðu meðal fræðigreina. Hún snýst ekki um eitt ákveðið rannsóknarsvið eins og sálarfræði og jarðfræði gera, heldur fæst hún með skipulegum hætti við víðfeðmar, erfiðar og umdeildar spurningar sem spretta upp úr daglegu lífi jafnt sem vísindum, trúarbrögðum og stjórnmálum, spurningar sem hver hugsandi manneskja hlýtur að spyrja sig oftar en einu sinni. Vitum við eitthvað með vissu? Eru til algild verðmæti? Hvað er til? Hvernig tengist mannshugurinn líkamanum? Hvað gerir mig að mér? Slíkar spurningar eru ekki aðeins sígildar, heldur fela margar hugmyndir, kenningar og lífsviðhorf í sér svör við slíkum spurningum. Í lýðræðisþjóðfélagi hefur enginn rétt til að ákveða hvaða skoðanir einstaklingurinn skuli aðhyllast aðrir en hann sjálfur. Heimspekikennsla er einkar heppilega leið til þess að veita einstaklingnum þjálfun sem geri honum betur kleift að vega og meta skoðanir, mynda sér sjálfstæða skoðun og taka rökstudda og gagnrýna afstöðu til skoðana annarra. Meginsvið heimspekinnar greinast í sundur í flokka eftir því hvers konar spurningar þau glíma einkum við. Frumspeki fæst til að mynda við spurningar um veruleika, það sem er; siðfræði um það sem ætti að vera; þekkingarfræði um forsendur þekkingar; og saga heimspekinnar veitir innsýn í hvernig heimspekingar fyrri tíma tókust á við slíkar spurningar og reyndu að leysa þær.

Með því að leggja stund á heimspeki ættu nemendur að geta hugsað og rætt um spurningar af þessu tagi á skýrari og markvissari hátt en þeir gerðu áður. þeir ættu að sjá tengsl milli ýmissa sviða mannlegrar reynslu og ættu að gera sér betri grein fyrir forsendum skoðana sinna. Þeir ættu að geta greint rökfærslur og metið gildi þeirra og tjáð sig á skýran og rökstuddan hátt í vel rituðu máli. Helsti hagnýti kosturinn við að læra heimspeki hefur oft verið talinn sá að að hún veiti mjög haldgóða þjálfun og reynslu til að takast á við verkefni þar sem reynir á sjálfstæða dómgreind og agaða hugsun. Hún er því jafnframt ágæt stoðgrein með öðru námi og undirbúningur undir það, hvort heldur í framhaldsskóla eða háskóla, og hefur mikið gildi fyrir almenna lífsleikni.

Í heimspekikennslu í framhaldsskóla er eitt mikilvægasta verkefni kennarans að opna huga nemenda fyrir möguleikum heimspekilegrar hugsunar, svo og að sýna þeim fram á mikilvægi þess að hugsa rökrétt. Í því skyni er vert að kynna þeim sígildar ráðgátur heimspekinnar og/eða heimspekilegar ráðgátur sem spretta af hinum ýmsu sviðum mannlífs, listar og vísinda, láta þá glíma við þær í tímum og í umræðum og vinna verkefni í formi rökfærsluritgerða.
 

4.4.2 Markmið

Lagt er til að við lok heimspekinámsins skuli nemandinn hafa náð sem flestum af eftirfarandi markmiðum:

1 - Færnimarkmið
Nemandinn á að sýna fram á að hann fær um að:

2 - Viðhorfamarkmið
Nemandinn átti sig á gildi heimspekinnar sem aðferðar og gagnsemi hennar
fyrir hversdagsleg skoðanaskipti.

3 - Þekkingarmarkmið
Nemandinn sýni fullnægjandi þekkingu á:

 
4.4.3  Kjarnaáfangi: almenn heimspeki

Gert er ráð fyrir að heimspeki sé í kjarna félagsfræðabrautar. Lagt er til að skólar og/eða nemendur eigi val um mismunandi byrjunaráfanga, almenna heimspeki, þekkingarfræði eða siðfræði, sem hver um sig getur verið undanfari síðari áfanga. Kjósi skólar að hafa aðeins einn inngangsáfanga er mælt með HSP 103 og að í honum verði þá lögð áhersla á þekkingarfræði og siðfræði.

Lagt er til að í þessum áfanga verði veittur almennur inngangur að heimspeki og innsýn í að minnsta kosti tvö af hinum mismunandi sviðum hennar. Markmið áfangans er að nemendur kynnist spurningum heimspekinnar og heimspekilegri hugsun með því að lesa valda heimspekitexta, greina þá, skýra og rökræða og leysa skrifleg verkefni. Nemendur skulu þjálfaðir í greiningu rökfærslna og öðlast með því skilning á hugtökum á borð við rök, ályktun, gildi og sannindi. Áherslu má t.d. leggja á spurningar varðandi eftirtalin viðfangsefni: Maðurinn og heimurinn, listin og tæknin, trúin og vísindin.

 
   

4.5 Landafræði
 
4.5.1 Rök landafræðinnar
 
Staða landafræðikennslu í íslenskum framhaldsskólum hefur fyrst og fremst mótast af áhugasviði starfandi kennara á hverjum stað. Hún hefur ekki verið kjarnagrein á bóknámsbrautum nema í örfáum skólum. Sagan hefur fjallað um það hvernig maðurinn beislaði náttúruna í eigin þágu. Nú er komið að þeim tímamótum að hann þarf að umgangast náttúruna og náttúruauðlindir af vaxandi virðingu og aðgætni og leggja áherslu á mannauðinn. Landafræðin fjallar um umhverfi mannsins í víðum skilningi þar sem leitast er við að tengja saman náttúrufarslega og mannlega þætti í samstæða heild. Í grunnnámi í landafræði ætti því að leggja áherslu á grundvallarþætti náttúrunnar í kringum okkur með áherslu á þau ferli sem mynda og viðhalda lífi eins og gróður, veðurfar og hafstrauma. Landafræði þjónar hér sem lykill að tengingu milli manns og náttúru á hverjum stað og jörðinni í heild þar sem fjallað er um auðlindir, atvinnulíf, fólksfjölda og byggðaþróun. Þannig læri nemendur að sjá hvernig umhverfið hefur þróast í tímans rás og hvernig hægt er að hafa áhrif á það með velferð allra að markmiði.

Hér að framan var lýst þeim meginmarkmiðum sem stefnt skal að með námi í landafræði í grunnskóla (3.2). Til að ná þeim viðbótarmarkmiðum, sem snúa að framhaldsskólum sérstaklega, er gert ráð fyrir að landafræði verði í brautarkjarna á félagsfræðabraut til stúdentsprófs. Efnið yrði mestmegnis mannvistarlandafræði eins og lýst verður hér á eftir.

Meginþáttur landafræðináms í framhaldsskóla hlýtur að felast í því að breikka, styrkja og dýpka þann þekkingargrunn sem lagður var í grunnskólanum þar sem áhersla verði á notkun upplýsingatækni, úrvinnslu og framsetningu. Til að svo megi verða verður hlutur landafræðinnar að vera það stór í námskránni að nemendur til stúdentsprófs eigi kost á yfirliti, bæði yfir mannvistarþætti og náttúruþætti, auk þess sem þeim verði gefinn kostur á að kynnast sérstaklega einstökum sviðum landafræðinnar.

4.5.2  Markmið
Markmið landafræði í framhaldsskóla er að nemendur:

 
4.5.3 Brautarkjarni félagsfræðibrautar: mannvistarlandafræði

Fjallað verði um:

 
4.5.4 Kjörsvið félagsfræðabrautar: hagræn landafræði

Fjallað verði um:

 
   

 

4.6 Saga

4.6.1 Rök sögunnar

Sögunám er til þess fallið að opna augu nemenda fyrir því að mannlegt samfélag, stofnanir þess og fyrirbæri, svo og viðhorf manna og gildi, þróast og breytast í tímans rás. Þekking á fortíðinni er því nauðsynleg til skilnings á nútímanum og hún getur einnig varpað ljósi á framtíðina.

Saga er lykill að skilningi á stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna fyrr og nú og margháttuðum samskiptum landsmanna við umheiminn á öllum öldum Íslandsbyggðar. Mikilvægt er að saga Íslands sé jafnan sett í alþjóðlegt samhengi, en þekking á ákveðnum undirstöðuþáttum almennrar mannkynssögu er forsenda fyrir því að það verði gert á árangursríkan hátt. Því er nauðsynlegt að nemendur öðlist innsýn í megindrætti í stjórnmála-, menningar- og félagssögu Evrópu og séu ljósar rætur og upphaf vestrænnar menningar. Þótt saga Íslands hafi frá upphafi mótast af samskiptum landsins við umheiminn hafa hin erlendu áhrif þó einkum verið sterk undangengnar tvær aldir. Má í því sambandi nefna nýjar hugmyndir um stjórnmál og efnahagsmál allt frá lokum 18. aldar, tæknibyltingu 19. aldar, margháttaða menningarstrauma og stórviðburði þessarar aldar á borð við tvær heimsstyrjaldir, heimskreppu og kalt stríð. Þá felst lykillinn að skilningi á þeirri heimsmynd, sem við blasir á þröskuldi 21. aldar, í þekkingu á þeirri þróun sem leitt hefur mannkynið í þennan áfangastað.

Það er síðan sjálfstætt markmið mannkynssögukennslunnar að opna augu nemenda fyrir margbreytileika mannlífs í heiminum, jafnt í tíma sem rúmi, með því að bregða upp myndum af ólíkum samfélögum við breytilegar aðstæður á ýmsum tímum.

Saga er í eðli sínu víðfeðm og opin náms- og fræðigrein og reynslan hefur sýnt að hún á auðvelt með að auka við aðferðum, sjónarhornum og hugtökum sem runnin eru úr öðrum greinum. Með hliðsjón af því eru viðfangsefni hennar vel til þess fallin að þjálfa nemendur í að ná fjölþættum námsmarkmiðum, jafnt um þekkingu, skilning og leikni sem um gagnrýna hugsun og virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi í örri þróun.

Nauðsynlegt er að nemendur öðlist skilning á því að menn eru oft ósammála um hvað það er sem er markvert í sögunni og hvernig túlka beri þær heimildir sem varðveist hafa. Ennfremur að þátttakendur í sögulegum atburði upplifi hann og lýsi honum á mismunandi hátt. Söguritunin þarf því að vera í sífelldri endurskoðun.

Í sögunámi og sögukennslu verður að leggja sérstaka áherslu á að glæða áhuga nemenda á viðfangsefninu svo að saga geti áfram auðgað líf þeirra að loknu námi og skólagöngu, annaðhvort sem iðkenda eða „neytenda". Þetta markmið þurfa höfundar námsefnis einnig að hafa í huga í vali á viðfangsefnum, sjónarhorni og framsetningarhætti.

Í nútímasamfélagi getur saga gegnt fjölþættu hlutverki:

Sögukennslu í framhaldsskólum skal miða að því að ná þeim markmiðum, sem lýst hefur verið hér að framan (sjá einnig 3.3), með því að velja viðfangsefni og kennsluaðferðir sem hæfa aldri og þroska nemenda á þessu skólastigi og taka ennfremur mið af sérgreiningu í námi nemenda.

Í sögunámi þarf að leggja fjölþættar áherslur:

Sögunám og sögukennsla er viðhorfamótandi að því leyti að hún veitir innsýn í þann margbreytileika sem einkennt hefur menningu, samfélagsgerð og þjóðfélagsgerð í tímans rás. Skilningur, sem af því getur sprottið, glæðir umburðarlyndi og eflir með nemendum virðingu fyrir öðrum þjóðum, kynþáttum og menningarheildum í samtímanum. Sögunámið gerir nemendum kleift að að rækta með sér það hugarfar sem þarf til að setja sig í spor annarra manna sem á ýmsum tímum og við ólíkar aðstæður stóðu frammi fyrir ákvörðunum þar sem reyndi á siðrænt mat og gildi. Hér má nefna atburði á borð við styrjaldir, þjóðarmorð og önnur átök, en einnig þá baráttu sem háð hefur verið fyrir friði, lýðræðislegum stjórnarháttum, réttaröryggi og friðsamlegri lausn deilumála á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Á allra síðust árum reynir ekki síst á hina siðrænu mælikvarða í viðfangi okkar við umhverfisvanda heimsins, misrétti þjóða, kynþátta, kynja og stétta; kjarnorkuógnina og áhrifin af tæknibyltingu samtímans, en öll þessi fyrirbrigði hafa sinn sögulega bakgrunn og forsendur.

Markmiðinu um að kynnast vinnubrögðum sagnfræðinnar og að koma kunnáttu sinni á framfæri verði meðal annars náð með því að hver nemandi á félagsfræðabraut semji einu sinni á námsferlinum veglega rannsóknarritgerð (sjá 4.2.2).
 

 4.6.2  Kjarnagrein á öllum bóknámsbrautum: almenn saga
Saga er hluti brautarkjarna á öllum bóknámsbrautum til stúdentsprófs. Lagt er til að í þeim sögukjarna, sem sameiginlegur er á öllum brautum, verði saga kennd sem samþætt mannkyns- og Íslandssaga með jafnri áherslu á stjórnmála-, menningar- og félagssögu. Gert er ráð fyrir að viðfangsefni verði sótt til allra alda Íslandssögunnar, en val viðfangsefna (sögusviða) í mannkynssögu miðist annars vegar við þá þætti sem varpað geta ljósi á framvinduna á Íslandi og stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna, en hins vegar þá atburði, fyrirbæri og ferli sem mestum sköpum hafa skipt fyrir mannkynið á þróunarbraut þess. Gengið er út frá því að þyngri áhersla liggi á sögu síðari alda, einkum í mannkynssögunni.
 

4.6.3  Menningarsaga
Menning er hér skilin víðum skilningi og nær yfir flestar merkingarbærar athafnir manna, svo sem siði, venjur, viðhorf, listsköpun. Ekki eru öllum þáttum menningarinnar gerð skil í þessum áfanga heldur valdir þættir og þróunarlínur sem standa í samhengi, einkum úr meðvitaðri menningarsköpun. Aðstæður hverju sinni (kennslukraftur, námsgögn, áhugaefni) ráða miklu um inntak áfangans.
 

4.6.4  Félagssaga
Félagssaga fjallar um tengsl manna á fyrri tíð af ýmsu tagi – innan fjölskyldu, milli skyldmenna og venslafólks, milli kynja og stétta. Til skýringar á þessum tengslum er fjallað um atvinnuhætti og lífsbjörg en einnig gróin viðhorf og breytingarhugmyndir sem áhrif hafa á tengslin. Áhersluþættir, sem til greina koma í félagssögu, eru kvennasaga (eða kynja-), barnauppeldi, bændasamfélag og borgarmenning, einstaklingar og heildir.

4.6.5  Hagsaga
Hagsagan glímir við þróun atvinnuhátta, tækni og viðskipta. Algeng viðfangsefni hafa verið iðnbylting og tæknivæðing þjóðfélaga og áhrifaþættir í þeirri þróun, lífskjör og kjaramunur, auðlindanýting og hagsmunatogstreita.

4.6.6 Hugmyndasaga
Í hugmyndasögu er fjallað um meðvitaðar og mótandi hugmyndir á ýmsum sviðum samfélagsins, rök þeirra, boðskap og áhrif, ennfremur hugmyndasmiði. Fengist er við tengsl hugmyndanna innbyrðis og samband þeirra og gagnkvæmt áhrif við samfélag, menningu, tækni og stjórnmál. Síðan er algeng sérhæfing eftir því að hvaða sviði hugmyndirnar beinast – stjórnmálum, efnahagsmálum, uppeldi, bókmenntum, öðrum listum, trúmálum eða heimspeki.

4.6.7  Vísindasaga
Vísindasaga er hugmyndasaga sem fæst einkum við vísindi og fræði, tilurð þeirra, þróun og hagnýtingu, tengsl þeirra við stjórnmál, samfélagsgerð, tækni og hugmyndastefnur á öðrum sviðum. Fjallað er um heimsmynd á hverjum tíma og breytingar á henni.

  

4.7  Aðrar samfélagsgreinar og tengsl milli greina
 
4.7.1  Aðrar samfélagsgreinar

Ýmsar aðrar námsgreinar teljast til samfélagsgreina í framhaldsskóla, svo sem sálfræði, uppeldisfræði, hagfræðigreinar (bókfærsla, þjóðhagfræði o.fl.), stjórnmálafræði, tölfræði og fleiri þættir stærðfræði sem eru nauðsynlegar stuðningsgreinar samfélagsgreina. Það bíður sérfróðra aðila á næsta vinnslustigi að fjalla um þessar greinar og setja þeim markmið.

Forvinnuhópurinn áleit það ekki í sínum verkahring að gera tillögur um valáfanga í framhaldsskóla þar sem þeir verða að mestu leyti til úti í skólunum að frumkvæði þeirra sem þar starfa og eftir aðstæðum á hverjum stað.

 
4.7.2 Tengsl milli námsgreina

Nokkur dæmi eru um að samfélagsgreinar hafi verið tengdar öðrum námsgreinum framhaldsskóla með skipulegum hætti. Þannig hafa verið útbúnir áfangar þar sem sögu og jarðfræði (náttúrufræði) er fléttað saman, sömuleiðis ensku, mannfræði og sögu. Þetta getur verið nýtilegur kostur á félagsfræðabraut, t.d. með því að tengja saman samfélagsgrein og erlent tungumál. Þá er sérhæfingu brautar sinnt þannig hvað varðar tungumálanám og er sú æfing góður undirbúningur undir framhaldsnám þar sem fræðitextar eru að jafnaði á erlendum tungumálum.

Samfélagsgreinar eiga sér vísan stað á félagsfræðabraut en þær eiga einnig erindi á aðrar brautir. Sem dæmi er æskilegt að landfræðilegar áherslur verði teknar inn í almennan kjarnaáfanga sem nefndur er „vísindi og tækni" í skýrslu forvinnuhóps um náttúrufræði (bls. 35-36).

Í námsgreinina, sem kölluð hefur verið lífsleikni eða ratvísi, eiga samfélagsgreinaþættir erindi. Í þessu sambandi þarf að huga að reynslunni af SAM-áföngum (samskipti og tjáning) í nokkrum framhaldsskólum og meta einnig þörfina út frá nýjum áherslum með þjóðfélagsfræði í lokabekk grunnskóla.
 
 

Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða


Menntamálaráðuneytið 1998. Þorsteinn Helgason thelga@ismennt.is