[ Heimasíða EAN | Heimsíða lífsleikni ]
HAGRÆN HUGSUN 16 ÁRA UNGLINGA
 
Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, unnið í samvinnu við Menntamálaráðuneytið
 
Sóley Tómasdóttir og Magnús Þór Gylfason
Maí 1998
  

Við viljum þakka Gylfa Magnússyni umsjónarmanni verkefnisins hjá Hagfræðistofnun, Jónmundi Guðmarssyni og Guðna Olgeirssyni hjá Menntamálaráðuneytinu og Flóka Halldórssyni starfsmanni Nýsköpunarsjóðs námsmanna fyrir þolinmæði og alla veitta aðstoð. Rannsóknin og skýrsla þessi eru þó alfarið á ábyrgð rannsóknarfólks og allar hugsanlegar misfærslur og rangtúlkanir sömuleiðis. Við vonum að lesendur hafi af þessari skýrslu eitthvað gagn en einnig nokkurt gaman, að rannsóknin komi að góðum notum og geti verið tilefni til frekari rannsókna á þessu sviði.
 

Reykjavík, 25. maí 1998
______________________________ ________________________________

Magnús Þór Gylfason Sóley Tómasdóttir1. Inngangur
 

Kveikjan að þessu verkefni varð til við ritgerðarsmíð í hagfræðinámskeiði hjá dr. Gylfa Magnússyni hagfræðingi, þar sem fjallað var um hagræna hugsun, hvort hún væri til og hver hún væri. Að mati rannsóknarfólks felst slík hugsun að miklu leyti í að hugsa í ljósi fórnarkostnaðar, þ.e.a.s. að velja ákveðna atburði eða hluta umfram aðra í ljósi þess kostnaðar sem felst í að hafna þeim. Fórnarkostnaðurinn er í raun sá ávinningur sem fæst með því að velja annan atburð að frádregnum þeim ávinningi sem fæst af þeim atburði sem valinn er. Sá einstaklingur sem reynir að hámarka eigið notagildi velur þá hluti eða atburði sem hafa lægstan fórnarkostnað. Í flestum tilfellum lúta einstaklingar þjóðfélagsins þessum lögmálum, þar sem þeir eru að reyna að hámarka ákveðin andleg eða veraldleg gæði, með sem minnstum tilkostnaði. Þó eru líklega ekki allir sem eru meðvitaðir um þetta ferli og um það sem fær þá til að velja eitthvað eitt umfram annað. Rannsóknarfólki þótti þetta athyglisvert efni og ákvað að kanna hvort grunnskólanemendur hefðu þessa hagrænu hugsun á valdi sínu og hvaðan hún þá kæmi.

Lagt var af stað með það að markmiði að kanna hagræna hugsun unglinga á aldrinum 15 til 16 ára, m.t.t. ytri aðstæðna. Með hagrænni hugsun er átt við meðvitund unglinganna um ákvarðanatöku í málefnum eigin fjármála. Með ytri aðstæðum er m.a. átt við kyn, búsetu og eigin fjárhag. Einnig vildum við kanna þekkingu aldurshópsins á undirstöðuatriðum efnahagskerfisins og hagfræði, sem og hversu góðan undirbúning aldurshópurinn hefur til að geta lært grunnatriði hagfræði. Við óskuðum eftir samstarfi við Menntamálaráðuneytið enda teljum við að þeir hafi mest gagn af rannsókninni. Forsvarsmenn ráðuneytisins voru áhugasamir og bentu okkur á ýmsar skýrslur rannsókna sem gerðar hafa verið á Norðurlöndunum.

Þegar vinnan við framkvæmd könnunarinnar hófst af alvöru í upphafi sumars 1997 komu upp ýmis vandamál, sem við höfðum ekki séð fyrir. Þótti ráðlegast að framkvæma könnunina í gegnum síma, þar sem grunnskólanemendur voru í sumarfríum og því ekki til taks í skólum landsins. Samkvæmt lögum þarf að fá leyfi foreldra eða forráðamanna fyrir því að gera kannanir á unglingum yngri en 16 ára. Þar sem um símakönnun var að ræða þótti okkur of tímafrekt að ráðast í að ná tali af forráðamönnum allra 15 ára unglinganna og ákváðum því til einföldunar að afmarka þýðið við 16 ára unglinga.

 


2. Aðferð

2.1. Úrtak og þýði
Þýðið samanstóð af íslenskum unglingum, fæddum á fyrri hluta árs 1981. Úr þýðinu var tekið 300 manna lagskipt slembiúrtak og náðist í 214 einstaklinga úr því. Svörunin var því 71,3%.

 2.2. Tæki
Spurningalistinn innihélt 21 spurningu. Fyrstu 7 spurningarnar fjölluðu um bakgrunn einstaklinganna, s.s. skóla, störf, fjárhag og frammistöðu í skóla. Hinar fjölluðu um hagræna hugsun unglinganna, þekkingu þeirra á rétti neytenda, verðskyn, eyðslu þeirra og hagsýni, auk þess sem spurt var um þekkingu þeirra á einstökum hagfræðilegum hugtökum.

2.3. Aðferð
Hringt var í unglinganna og listinn lesinn upp í gegn um síma. Hringingar stóðu yfir í um tvær vikur með tvo spyrla á tímabilinu 10.-24. júlí 1997.

2.4. Úrvinnsla
Við úrvinnslu á niðurstöðum var notað tölvuforritið SPSS, sem er sérstaklega hannað til tölfræðilegrar úrvinnslu niðurstaðna innan félagsvísinda.

Settar voru upp tíðnitöflur, þar sem fram kom svarhlutfall við einstökum möguleikum hverrar spurningar fyrir sig (sjá niðurstöðukafla).

Fylgnireikningar og marktektarpróf byggðust á leitandi tölfræðiaðferðum þar sem ekki var lagt upp í rannsóknina með fyrirfram ákveðnar tilgátur. Þær hugmyndir sem rannsóknarfólk setur fram í umræðukafla eru því byggðar á aðleiðslu. Athuguð var fylgni milli allra spurninganna og einnig hvort marktækur munur væri á hinum og þessum hópum, s.s. eftir kyni, búsetu og fleira.

Við útreikninga á spurningu 20, var einstaklingunum gefin einkunn, á bilinu 1-8, eftir því hversu mörg atriði þeir könnuðust við eða höfðu fræðst um og út frá því voru fylgnireikningar og marktektarpróf gerð.

 


3. Niðurstöður

Alls náðist í 214 einstaklinga af 300 manna úrtaki, eða 71,3%. Úrtakið skiptist jafnt eftir kynjum.

Í töflu 3.1.1 má sjá hvernig þeir einstaklingar sem í náðist skiptast niður eftir búsetu.

Tafla 3.1.1. Búseta unglinganna
Búseta Fjöldi Hlutfall svarenda
Reykjavík
70
32,7%
Umhverfi Reykjavíkur
37
17,3%
Landsbyggðin
107
50,0%
Alls
214
100%
 

Helmingur svarenda býr á landsbyggðinni, en helmingur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki var spurt um búsetu einstaklinganna þar sem upplýsingar um hana komu fram á úrtaksblöðum. Þar af leiðandi fengust upplýsingar um alla svarendur.

Í töflu 3.1.2 kemur fram hversu hátt hlutfall svarenda vinnur í sumarfríum grunnskólanna.

Tafla 3.1.2. Vinna unglinganna í sumarfríum skólanna
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
209
97,7%
Nei
5
2,3%
Alls
214
100%
 

Mikill meirihluti unglinganna vinnur á sumrin (97,7%). Svörun við spurningunni var 100%.

 Síðastliðinn vetur unnu 28,5% unglinganna með skólanum. Þetta kemur fram í töflu 3.1.3. Svörun við spurningunni var 100%.

Tafla 3.1.3. Vinna unglinganna með skólanum síðastliðinn vetur
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
61
28,5%
Nei
153
71,5%
Alls
214
100%
 

Í töflu 3.1.4 má sjá fjölda þeirra sem fá reglulega vasapeninga frá foreldrum sínum eða forráðamönnum.

Tafla 3.1.4. Vasapeningar unglinganna
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
35
16,9%
Nei
180
84,1%
Alls
214
100%
 

Minna en fimmtungur unglinganna fá reglulega vasapeninga frá foreldrum eða forráðamönnum (16,9%). Svörun við spurningunni var 100%. Upphæð vasa-peninganna var á bilinu 800-15.000 krónur á mánuði.

Þegar unglingarnir voru spurðir hvort þeir tækju þátt í kostnaði við eigin nauðsynjar kom í ljós að meira en tveir þriðjuhlutar gerðu það. Í töflu 3.1.5 koma fram niðurstöður spurningarinnar. Svörun var 100%.

Tafla 3.1.5. Þátttaka unglinganna í eigin útgjöldum
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
149
69,6%
Nei
65
30,4%
Alls
214
100%
 

Einungis örlítið brot unglinganna borgar heim (1,9%). Í töflu 3.1.6 má sjá hversu margir unglinganna taka þátt í útgjöldum við heimilishald á þann hátt. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Tafla 3.1.6. Þátttaka unglinganna í útgjöldum heimilanna
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
4
1,9%
Nei
210
98,1%
Alls
214
100%
 
Mynd 3.1.1. gefur til kynna hverjar einkunnir unglinganna voru á samræmda prófinu í stærðfræði vorið 1997.

Mynd 3.1.1. Einkunnir unglinganna á samræmda prófinu í stærðfræði 1997

 
Flestir unglinganna voru með einkunnina 5 (20,2%), næststærsti hópurinn var með 6 (18,8%) og þriðji stærsti hópurinn var með 7 út úr prófinu (17,3%). Meðaleinkunn unglinganna var 5,59. Spurningunni svöruðu 208 eða 97,2% aðspurðra.

Veik fylgni mældist milli búsetu og stærðfræðieinkunnar (h = 0,132). Unglingar á höfuðborgarsvæðinu voru með hærri stærðfræðieinkunnir en unglingar landsbyggðarinnar.

Í töflu 3.1.7 kemur fram hversu margir unglinganna mundu eftir þeim hluta stærðfræðinámsins sem kallaðist Stærðfræði í daglegu lífi.

Tafla 3.1.7. Fjöldi unglinga sem mundu eftir Stærðfræði í daglegu lífi
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
127
59,3%
Nei
87
40,7%
Alls
214
100%
 

Knappur meirihluti unglinganna mundi eftir Stærðfræði í daglegu lífi (59,3%). Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Flestir þeirra 127 sem mundu eftir Stærðfræði daglegs lífs töldu hana hafa komið sér að fremur miklu gagni (52,0%). Fáir töldu hana þó hafa komið að mjög miklu gagni (3,9%). Niðurstöður þessar koma fram á mynd 3.1.2. Alls töldu 55,9% aðspurðra Stærðfræði daglegs lífs hafa verið gagnmikla, en 33,9% gagnlitla. Spurningunni svöruðu 127 eða 100% aðspurðra.

Mynd 3.1.2. Gagnsemi stærðfræði daglegs lífs

 
 Þeir unglingar sem töldu stærðfræði daglegs lífs hafa verið gagnmikla höfðu hærri einkunnir á samræmda prófinu í stærðfræði en þeir sem töldu hana gagnlitla. Fylgni milli spurninganna var nokkuð sterk (r = 0,20 p = 0,01).

Í töflu 3.1.8 má sjá hversu margir unglinganna höfðu fengið kennslu í heimilisfræði í grunnskóla.

Tafla 3.1.8. Fjöldi unglinga sem höfðu fengið kennslu í heimilisfræði í grunnskóla
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
Já 
201
93,9%
Nei
13
6,1%
Alls
214
100%
Aðeins lítið brot unglinganna hafði ekki fengið kennslu í heimilisfræði í grunnskóla (6,1%). Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Mynd 3.1.3. Gagnsemi heimilisfræði

 
Meirihluti þeirra sem hlotið höfðu kennslu í heimilisfræði töldu hana vera fremur gagnlega (53,7%), og tæpur fimmtungur taldi hana mjög gagnlega (16,9%). Þetta má sjá á mynd 3.1.3. Alls töldu 70,6% aðspurðra heimilisfræðina hafa verið gagnlega, en 26,9% töldu hana vera gagnlitla. Spurningunni svöruðu 201 einstaklingur eða 100% aðspurðra.

Unglingar á landsbyggðinni töldu heimilisfræðina hafa nýst sér betur en unglingar af höfuðborgarsvæðinu. Veik fylgni mældist milli breytanna (h =0,19).

Í töflu 3.1.9 má sjá hvaða svarmöguleika unglingarnir völdu er spurt var um rétt neytanda sem keypt hafði gallaða peysu. Spurt var: "Segjum sem svo að þú kaupir þér peysu í búð. Þegar þú kemur heim kemst þú að því að peysan er gölluð. Hver er réttur þinn í stöðunni?"

Tafla 3.1.9. Réttur neytanda sem keypt hafði gallaða peysu
Svar
Fjöldi
Hlutfall
Enginn
0
0,0%
Að skila peysunni og fá hana endurgreidda
82
38,3%
Að skila peysunni og fá inneignarnótu
127
59,3%
Sjálfsagt einhver, en það tekur því ekki að skila peysunni
3
1,4%
Veit ekki
2
0,9%
Alls
214
100%
 

Meirihluti unglinganna taldi sig hafa rétt á því að skila peysunni og fá inneignarnótu í staðinn (59,3%), en 38,3% töldu sig hafa rétt á því að fá peysuna endurgreidda. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Tafla 3.1.10 gefur til kynna hversu margir unglinganna töldu verslanir vera skyldugar til að hafa verðmiða á hlutum í sýningargluggum.

Tafla 3.1.10. Fjöldi þeirra sem telja verslanir vera skyldugar til að hafa verðmiða á hlutum í sýningargluggum.
Svar
Fjöldi
Hlutfall svarenda
99
46,3%
Nei
94
43,9%
Veit ekki
21
9,8%
Alls
214
100%
 

Tæplega helmingur unglinganna taldi verslanir vera skyldugar til að hafa verðmiða á hlutum í sýningargluggum (46,3%). Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Í töflu 3.1.11 má sjá hversu mikið unglingarnir töldu einn lítra af mjólk kosta.

Tafla 3.1.11. Verð eins lítra af mjólk
Verð
Fjöldi
Hlutfall svarenda
Minna en 60 krónur
33
15,4%
61-80 krónur
162
75,7%
Meira en 80 krónur
18
8,4%
Veit ekki
1
0,5%
Alls
214
100%
 

Meirihluti unglinganna taldi verðið vera á bilinu 61-80 krónur (75,7%). Spönn svaranna var 105, það lægsta var 45 krónur og það hæsta 150 krónur. Að meðaltali töldu unglingarnir einn lítra af mjólk kosta 66,46 krónur. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Unglingar búsettir í Reykjavík voru spurðir hversu mikið þeir teldu eina ferð með Strætisvögnum Reykjavíkur kosta fyrir unglinga. Í töflu 3.1.12 koma fram niðurstöður þeirrar spurningar. Svörun var 100%.

Tafla 3.1.12. Verð strætisvagnaferðar fyrir unglinga
Verð
Fjöldi
Hlutfall svarenda
Minna en 60 krónur
1
1,4%
60 krónur
55
78,9%
Meira en 60 krónur
14
19,7%
Alls
70
100%
 

Langflestir unglinganna töldu verð strætisvagnaferðarinnar vera 60 krónur (78,9%). Spönn svaranna var 70, frá 50 krónum upp í 120 krónur. Að meðaltali töldu unglingarnir verðið vera 67,60 krónur.

Í töflu 3.1.13 má sjá hvaða verð unglingarnir töldu vera á nýjum Levis gallabuxum. Flestir unglinganna töldu verðið liggja á bilinu 6001-7000 krónur (33,6%). 27,6% unglinganna töldu buxurnar kosta á bilinu 5001-6000 krónur. 100% aðspurðra svöruðu spurningunni.

Tafla 3.1.13. Verð nýrra Levis gallabuxna
Verð
Fjöldi
Hlutfall svarenda
1001-2000 krónur
3
1,4%
2001-3000 krónur
5
2,3%
3001-4000 krónur
4
1,9%
4001-5000 krónur
38
17,8%
5001-6000 krónur
58
27,1%
6001-7000 krónur
72
33,6%
7001-8000 krónur
17
7,9%
8001-9000 krónur
1
0,5%
Veit ekki
16
7,5%
Alls
214
100%
 

Niðurstöður úr spurningu um verð afnotagjalda Ríkisútvarpsins koma fram í töflu 3.1.14.

Tafla 3.1.14. Verð afnotagjalda Ríkisútvarpsins
Verð
Fjöldi
Hlutfall svarenda
0-500 krónur
7
3,3%
501-1000 krónur
14
6,5%
1001-1500 krónur
20
9,3%
1501-2000 krónur
43
20,1%
2001-2500 krónur
10
4,7%
2501-3000 krónur
14
6,5%
3001-3500 krónur
5
2,3%
Meira en 3500 krónur
11
5,1%
Veit ekki
90
42,1%
Alls 
214
100%
 

Einungis 48,9% aðspurðra töldu sig vita svarið, en flestir unglinganna töldu verðið vera á bilinu 1501-2000 krónur (20,1%). Spönn svaranna var 15.986, frá 16 krónum upp í 16.000 krónur. Að meðaltali töldu unglingarnir afnotagjöld Ríkisútvarpsins vera 2.241,7 krónur. Svörun við spurningunni var 100%.

Er unglingarnir voru spurðir hversu mikið þeir teldu mat fyrir 15 ára ungling kosta á viku kom í ljós að um þriðjungur þeirra taldi kostnaðinn liggja á bilinu 4.001-6.000 krónur (30,9%) og 17,7% töldu hann liggja á bilinu 6.001-8.000 krónur. Spönn svaranna var 29.000, frá 1.000 upp í 30.000. Að meðaltali töldu unglingarnir kostnaðinn vera 6.800,55 krónur. Svörun við spurningunni var 100%.

Tafla 3.1.15. Kostnaður við fæði 15 ára unglings á viku
Upphæð
Fjöldi
Hlutfall svarenda
1-2000
7
3,4%
2001-4000
38
17,7%
4001-6000
66
30,9%
6001-8000
26
12,1%
8001-10000
26
12,1%
Meira en 10000
20
9,3%
Veit ekki
20
14,5%
Alls
214
100%
 

Í töflu 3.1.16 má sjá hversu háar unglingarnir teldu barnabætur vera fyrir eitt barn á ári.

Tafla 3.1.16. Upphæð barnabóta á ári.
Upphæð
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
0-50.000 krónur
70
32,7%
50.001-100.000 krónur
16
7,5%
100.001-150.000 krónur
14
6,5%
150.001-200.000 krónur
3
1,4%
Meira en 200.000 krónur
2
0,9%
Veit ekki
109
50,9%
Alls
214
100%
 

Meiri hluti unglinganna taldi sig ekki vita hver upphæð barnabótanna væri (50,9%). Um þriðjungur taldi hana vera á bilinu 0-50.000 krónur (32,7%). Spönn svaranna var 358.000, frá 2.000 krónum upp í 360.000 krónur. Að meðaltali töldu unglingarnir barnabæturnar vera 55.461,54 krónur á ári fyrir eitt barn. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Á mynd 3.1.4 kemur fram hvað það er sem unglingarnir telja sig verja mestum peningum í. Áhugamál, ásamt fötum og snyrtivörum virðast vera dýrustu útgjaldaliðir unglinganna. Um þriðjungur valdi hvorn lið (30,4% og ,9%). Einn einstaklingur sagði eigið barn vera stærsta útgjaldaliðinn og er það flokkað undir annað. Svörun við spurningunni var 100%.

Marktækur munur var á eyðslu kynjanna (F=19,74 p<0,01). Strákar sögðu sinn stærsta útgjaldalið vera áhugamál í ríkara mæli en stelpur en stelpur sögðu föt og snyrtivörur vera sinn stærsta útgjaldalið fremur en strákar. Fylgni milli breytanna var sterk (t c=0,35).

Mynd 3.1.4. Stærsti kostnaðarliður unglinganna

Unglingarnir töldu sig eyða að meðaltali 61.590,61 krónum í dýrustu útgjaldaliðina á ári. Um fjórðungur unglinganna taldi sig ekki vita hversu miklum peningum þeir eyddu (24,8%). Spönn svaranna var 495.000, frá 5.000 til 500.000. Niðurstöður spurningarinnar má sjá í töflu 3.1.17. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Tafla 3.1.17. Upphæð varið í áðurnefndan lið
Upphæð Fjöldi svarenda Hlutfall svarenda
1-20.000 krónur
26
12,1%
20.001-40.000 krónur
39
18,2%
40.001-60.000 krónur
53
24,8%
60.001-80.000 krónur
9
4,3%
80.001-100.000 krónur 
20
9,3%
Meira en 100.000 krónur
14
6,5%
Veit ekki
53
24,8%
Alls
214
100%
 

Veik fylgni (h =0.20)mældist milli þess í hvað unglingarnir eyddu peningum og hversu miklum peningum þeir eyddu. Þeir unglingar sem sögðust eyða mestum peningum í áhugamál eða í föt og snyrtivörur eyddu meiri peningum að jafnaði en hinir hóparnir.

Í töflu 3.1.18 má sjá hversu háa upphæð unglingarnir töldu sig leggja til hliðar árlega.Um fjórðungur unglinganna (23,8%) leggur ekkert fyrir, en annar fjórðungur leggur fyrir 1-50.000 krónur árlega (23,8%). 16,4% unglinganna vissu ekki hversu háa upphæð þeir legðu til hliðar. Svörun við spurningunni var 100%.

Tafla 3.1.18. Upphæð lögð til hliðar á ári
Upphæð
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
0 krónur
51
23,8%
1-50.000 krónur
51
23,8%
50.001-100.000 krónur
46
21,6%
100.001-150.000 krónur
15
7,0%
150.001-200.000 krónur
7
3,2%
Meira en 200.000 krónur
9
4,2%
Veit ekki
35
16,4%
Alls
214
100%
 

Marktækur munur reyndist vera á unglingum á landsbyggðinni og unglingum höfuðborgarsvæðisins hvað sparnað varðar(F=12,5 p<0,01). Sterk fylgni mældist milli breytanna (h =0,26), en unglingar á landsbyggðinni lögðu meira til hliðar en unglingar á höfuðborgarsvæðinu.

Er unglingarnir voru spurðir um hvernig þeir teldu ráðlegast að ávaxta sparifé, voru flestir sem töldu bankabók vera bestu ávöxtunarleiðina (56,1%). Ríflega þriðjungur unglinganna taldi verðbréfaviðskipti bera bestan ávöxt (36,4%). Niðurstöður koma fram á mynd 3.1.5. Svörun við spurningunni var 100%.

Mynd 3.1.5. Besta ávöxtunarleiðin

Í töflu 3.1.19 má sjá hversu oft unglingarnir sögðust leita uppi tilboð eða afslætti við innkaup.

Tafla 3.1.19. Tilboðsleit við innkaup
Svar
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
Alltaf
8
3,7%
Oft
83
38,8%
Stundum
65
30,4%
Sjaldan
52
24,3%
Aldrei
6
2,8%
Alls
214
100%
 

Stærsti hópurinn sagðist leita oft uppi tilboð eða afslætti við innkaup (38,8%). Alls sagðist 42,5% unglinganna leita oft eða alltaf uppi afslætti, en 27,1% þeirra sjaldan eða aldrei. Svörun við spurningunni var 100%.

Meirihluti unglinganna verslar heldur í búðum þegar útsölur standa yfir (61,2%). Niðurstöður spurningarinnar koma fram í töflu 3.1.20. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra.

Tafla 3.1.20. Útsölunýting
Svar
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
131
61,2%
Nei
82
38,3%
Veit ekki
1
0,5%
Alls
214
100%
 

Unglingarnir voru spurðir út í 8 hagfræðileg hugtök, hvort þau könnuðust við hvert og eitt þeirra og hvort þau hefðu fræðst um þau í skólanum. Spurningunni svöruðu 100% aðspurðra. Í töflu 3.1.21 kemur fram hversu mörg hugtök unglingarnir könnuðust við.

Unglingarnir könnuðust við 6,44 atriði að meðaltali. Meirihluti unglinganna kannaðist við 6, 7 eða 8 atriði (79,9%). Allir könnuðust við einhver atriðanna.

Tafla 3.1.21. Fjöldi hugtaka sem kannast er við
Fjöldi atriða
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
0
0
0%
1
0
0%
2
1
0,5%
3
6
2,8%
4
11
5,1%
5
25
11,7%
6
54
25,2%
7
70
32,7%
8
47
22,0%
Alls
214
100%
 

Í töflu 3.1.22 má sjá hvaða atriði það voru sem unglingarnir könnuðust við. Flestir könnuðust við verkföll og atvinnuleysi (99,5%), en fæstir við hagvöxt (23,8%).

Tafla 3.1.22. Hugtök sem unglingarnir kannast við
  Fjöldi sem kannast við hugtakið Hlutfall sem kannast við hugtakið
Atvinnuleysi
213
99,5%
Hagnaður fyrirtækja
185
84,6%
Hagvöxtur
51
23,8%
Samkeppni á markaði
200
93,5%
Skattar
212
99,1%
Verðbólga
156
72,9%
Verðbréfaviðskipti
145
67,8%
Verkföll
213
99,5%
 

Þeir unglingar sem könnuðust við viðkomandi hugtak voru einnig spurðir hvort þeir hefðu fengið fræðslu um það í grunnskóla. Niðurstöður þeirrar spurningar koma fram í töflu 3.1.23.

Tafla 3.1.23. Fjöldi hugtaka sem fræðst hefur verið um í skóla
Fjöldi atriða
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
0
29
13,6%
1
45
21,0%
2
34
15,9%
3
35
16,4%
4
33
15,4%
5
26
12,1%
6
5
2,3%
7
4
1,9%
8
3
1,4%
Alls
214
100%
Að meðaltali sögðust þeir hafa fræðst um 2,63 atriði. Mjög lítill hluti sagðist hafa fræðst um 6, 7 eða 8 atriði (5,6%). Í töflu 3.1.24 kemur fram hvaða atriði unglingarnir höfðu fengið fræðslu um í grunnskóla. Þau atriði sem flestir hafa fræðst um eru verkföll og skattar (60,3% og 66,8%). Fæstir höfðu fengið fræðslu um hagvöxt (6,1%).

Tafla 3.1.24. Hugtök sem unglingarnir höfðu fengið fræðslu um í grunnskóla
Hugtök
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
Atvinnuleysi
84
39,3%
Hagnaður fyrirtækja
65
30,4%
Hagvöxtur
13
6,1%
Samkeppni á markaði
57
26,6%
Skattar
143
66,8%
Verðbólga
52
24,3%
Verðbréfaviðskipti
19
8,8%
Verkföll
129
60,3%
 

Veik fylgni (r=0,178 p<0,01) reyndist vera á milli þess hversu vel unglingarnir stóðu sig í hugtakaspurningunum og hvaða einkunnir þeir höfðu haft í samræmda prófinu í stærðfræði. Þeir unglingar sem stóðu sig vel á stærðfræðiprófinu stóðu sig betur en hinir í hugtakaspurningunum. Nokkuð sterk fylgni var milli stærðfræðieinkunna og hversu mörg hugtök unglingarnir könnuðust við (r=0,25 p<0,01), þeir unglingar sem höfðu háar stærðfræðieinkunnir könnuðust við fleiri atriði en þeir sem höfðu lágar einkunnir.

Í ljós kom að marktækur munur var á frammistöðu unglinganna í hugtakaspurningunum eftir því hversu mikils þau mátu stærðfræði daglegs lífs (F=3,57 p<0,01). Fylgni milli frammistöðu á hugtakaspurningum og mati á stærðfræði daglegs lífs var nokkuð sterk ( r=0,25 ). Þeir einstaklingar sem töldu stærðfræði daglegs lífs hafa verið gagnmikla stóðu sig betur á hugtakaspurningunum. Einnig reyndist vera nokkuð sterk fylgni milli mats unglinganna til stærðfræði daglegs lífs og hversu mörg atriðanna unglingarnir könnuðust við (r=0,22 p<0,01). Þeir unglinganna sem töldu stærðfræði daglegs lífs hafa verið gagnlega könnuðust við fleiri atriði en hinir.

Marktækur munur reyndist vera á kynjunum hvað frammistöðu á hugtakaspurningunum varðar (F=13,86 p<0,01). Fylgni milli kyns og frammistöðu á hugtakaspurningum var nokkuð sterk (h =0,25). Strákarnir könnuðust við fleiri atriði en stelpurnar (F=10,19 p<0,01). Einnig var marktækur munur á kynjunum varðandi hversu mörg hugtök þau höfðu fræðst um í skólanum (F=8,6 p<0,01). Fylgni milli kyns og hversu mörg atriði unglingarnir höfðu fræðst um í skólanum var sömuleiðis nokkuð sterk (h = 0,2). Strákar höfðu fræðst um fleiri atriði en stelpur í skólanum.

Að lokum voru unglingarnir spurðir hvort þeir teldu atriði könnunarinnar vera áhugaverð. Niðurstöður koma fram í töflu 3.1.25.

Tafla 3.1.25. Áhugi unglinganna á atriðum könnunarinnar.
Svar
Fjöldi svarenda
Hlutfall svarenda
Já, ég vil fræðast um þau frekar
153
71,5%
Já, en ég vil ekki fræðast um þau frekar
34
15,9%
Nei
25
11,7%
Veit ekki
2
0,9%
 

Langflestir unglinganna töldu könnunina vera áhugaverða (87,4%). 71,5% þeirra vildu fræðast nánar um innihald hennar.

 


4. Umræða

Mjög vel tókst til með skipulagningu og framkvæmd könnunarinnar. Úrtakið var mjög gott, stærð þess var viðráðanleg, en jafnframt var það góður fulltrúi þýðis. Innan félagsvísinda þykir mjög gott að ná í 70% úrtaks, og náist það er óhætt að alhæfa niðurstöður yfir á þýði, þó alltaf sé um einhver skekkjumörk að ræða. Lagskipting úrtaksins tókst vel upp, helstu viðurkenndu áhrifabreytur voru jafnaðar út, m.a. með jafns hlutfalls kynjanna og nokkuð góðrar skiptingar eftir búsetu.

Bakgrunnsspurningarnar komu ekki á óvart, enda ekki gert ráð fyrir að svo myndi vera. Hlutdeild unglinganna á vinnumarkaðinum var í samræmi við þær hugmyndir sem þekktar eru og sama má segja um þátttöku þeirra í útgjöldum heimilanna og aðstoð sem þau nutu frá foreldrum/forráðamönnum.

Einkunnir unglinganna í úrtakinu voru heldur hærri en þýðisins í reynd. Ástæða þessa er mjög líklega hinn ónákvæmi kvarði sem notast var við í spurningalistanum. Þar var ekki gefið færi á einkunnum í hálfum tölum, en þannig voru einkunnirnar gefnar. Því var námundun ávallt upp á við (t.d. 7,5 verður 8) og má reikna með að það hafi lyft meðaleinkunninni upp. Sú veika fylgni sem mældist milli búsetu og stærðfræðieinkunnar var í samræmi við raunveruleikann, en reynslan hefur sýnt að einkunnir á samræmdu prófunum eru að öllu jöfnu hærri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Athyglisvert er að þeir einstaklingar sem töldu stærðfræði daglegs lífs hafa verið gagnlega, voru með hærri meðaleinkunn en þeir einstaklingar sem ekki töldu svo vera. Varasamt er að draga þá ályktun að stærðfræði daglegs lífs hafi hækkað meðaleinkunn nemendanna, líklegra er að þeir nemendur sem telja þennan hluta gagnlegan telji einnig aðra hluta hennar gagnlega og leggi því harðar að sér. Sjálfsagt er þó að halda áfram kennslu innan þessa sviðs, bæði vegna þess að jákvæð fylgni er milli einkunna og mats nemenda á faginu og jafnframt að meirihluti nemenda taldi hana hafa komið að góðum notum (59,9%).

Jafnframt vakti athygli hversu mikið heimilisfræðin hafði komið nemendunum að gagni, enda áður fyrr ekki kennt þar annað en matreiðsla og uppvask. Nemendur af landsbyggðinni töldu sig hafa meira gagn af heimilisfræðinni en þeir sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti stafað af því að unglingar á landsbyggðinni taki meira þátt í heimilisstörfunum en þeir úr höfuðborginni. Unglingarnir telja gagnsemi heimilisfræða vera meiri en gagnsemi stærðfræði daglegs lífs. Slíkt getur bent til þess að heimilisfræðin nýtist þeim betur nú þegar, en stærðfræði daglegs lífs nýtist þeim hugsanlega síðar á lífsleiðinni.

Unglingarnir virðast ekki gera sér grein fyrir rétti sínum sem neytendur. Einungis 38,3% töldu sig hafa rétt á að fá gallaða peysu endurgreidda, sem þó er raunin. Flestir þeirra töldu sig einungis hafa rétt á inneignarnótu. Sama var uppi á teningnum þegar spurt var um verðmerkingar í búðargluggum. Rétt tæplega helmingur (46,3%) unglinganna vissu að verðmerkingar í búðargluggum er skylda samkvæmt íslenskum lögum. Vera má að þessi fáfræði unglinganna stafi af virðingarleysi okkar fullorðna fólksins í garð barna og unglinga, að þau hljóti hryssingslega meðferð í verslunum og telji sig því einfaldlega ekki vera jafn réttháa og þeir í raun eru. Hvort virðingarleysið stafar svo af fáfræði unglinganna, að þar sem þeir þekki ekki rétt sinn sé sjálfsagt og eðlilegt að nýta sér það, verður ekki auðsvarað. En eitt er víst. Rétt neytenda verður að virða og neytendur verða að þekkja hann á hvaða aldri sem þeir eru. Því er tiltökumál að nemendur fái einhverja fræðslu innan þessa sviðs í skólum og jafnvel annars staðar, verði því við komið.

Verðskyn unglinganna virtist vera nokkuð raunsætt, þó umtalsverðar sveiflur hafi verið í svörum þeirra. Meðaltal svaranna lá í flestum tilfellum nálægt réttu upphæðunum.

Eyðsla unglinganna kom svo sem ekki á óvart, unglingarnir eyddu mest í föt og snyrtivörur, áhugamál og afþreyingu, sem ekki er óeðlilegt fyrir einstaklinga á þessum aldri, en sá marktæki munur sem mældist á eyðslu kynjanna vakti athygli. Stelpurnar eyddu í föt og snyrtivörur en strákarnir í áhugamál. Það kann að vera að föt og snyrtivörur flokkist undir áhugamál stúlkna á þessum aldri, en að helstu áhugamál drengja séu annars eðlis.

Þegar unglingarnir voru spurðir hversu miklum fjármunum þeir eyddu árlega voru svörin mjög dræm og óvissan mikil. Svo virðist sem unglingarnir hafi átt í einhverjum erfiðleikum með að hugsa um svo langan tíma í einu. Auðveldara hefði sennilega verið að spyrja þau um vikulega eða mánaðarlega eyðslu. Þá hefðu reyndar önnur vandamál komið upp, s.s. að einstaklingar eyða flestir mismiklum peningum eftir árstíðum. Sömu sögu er að segja af sparnaði unglinganna, þau virtust eiga erfitt með að gera sér grein fyrir hve há upphæðin væri á ári. Niðurstöður þessara spurninga ætti því að taka með fyrirvara.

Merkilegt þykir að unglingar á landsbyggðinni virðast leggja meira til hliðar af sparifé sínu en aðrir. Þetta getur m.a. stafað af minna framboði á neysluvörum og afþreyingu fyrir unglinga í heimabyggð þeirra en á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er athyglisvert hvernig þau telja sparifé sínu best varið. Væntanlega hefðu svörin orðið öðruvísi ef spurt hefði verið fyrir nokkrum árum, hvað þá áratugum. Tveir af hundraði töldu peningum sínum best varið með kaupum á fasteign. Væntanlega hefðu fleiri talið það góða ávöxtunarleið áður fyrr, þegar verðbólgan át upp" sparifé landsmanna. Þessar hugleiðingar ber þó að taka með fyrirvara því fasteignakaup eru líklega fjarlæg 16 ára unglingum. Athyglisvert er hversu margir telja kaup á verðbréfum góður kostur. Ástæða þess er líklega sú mikla umræða sem hefur farið fram innan þjóðfélagsins um verðbréf og verðbréfakaup. Fjölmargir Íslendingar hafa keypt hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum á undanförnum árum og notið skattaafsláttar fyrir vikið. Það hefur greinilega ekki farið framhjá unglingunum.

Unglingarnir virtust vera nokkuð meðvitaðir um að nýta fjármagn sitt sem best. Meirihluti þeirra sagðist stundum, oft eða alltaf leita að tilboðum við innkaup, og sama er að segja um nýtingu útsala. Einstaklingar á þessum aldri hafa væntanlega ekki mikla peninga milli handanna og því er sennilegt að þessi hugsunarháttur sé til kominn af illri nauðsyn en ekki fróðleik. Ekki er ólíklegt að hægt væri að kenna þeim enn frekar um hagræna hugsun hvað þetta varðar.

Þau hugtök sem unglingarnir voru spurðir út í voru misþung. Unglingarnir könnuðust við að minnsta kosti 2 hugtakanna, en flestir þekktu á bilinu 6-8 hugtök. Þau hugtök sem mikið eru rædd í íslensku samfélagi voru kunnugust fyrir unglingunum, s.s. atvinnuleysi og skattar en færri könnuðust við fræðileg hugtök á borð við hagvöxt. Þetta er sennilega eðlilegt og ekkert út á það að setja þó unglingar með grunnskólapróf þekki ekki slíkt. Unglingarnir höfðu ekki fengið mikla fræðslu um hugtökin í grunnskóla og í úthringingum var algengt að krakkarnir minntust á eigin reynslu af verkföllum og atvinnuleysi.

Hér kom einnig fram að einstaklingar sem höfðu staðið sig vel á samræmdu stærðfræðiprófi komu betur út en hinir sem ekki stóðu sig jafn vel. Jafnframt var fylgni milli mats unglinganna á stærðfræði daglegs lífs og frammistöðu á hugtakaspurningunum. Þetta er mjög jákvætt og sýnir fram á mikilvægi góðrar fræðslu á grunnskólastigi.

Athyglisverður kynjamunur kom í ljós í hugtakaspurningunum. Strákarnir stóðu sig mun betur en stelpurnar. Ef litið er á hversu mörg atriðanna unglingarnir kannast við er einfalt að draga þá ályktun að stelpur viti einfaldlega minna um þessa hluti en strákar, enda ekki óeðlilegt. Viðskipti og efnahagslíf hafa verið í höndum karlmanna lengur en nokkur kærir sig um að muna og sú félagsmótun sem á sér stað í þjóðfélaginu allt frá fæðingu einstaklinganna beinir körlum meðal annars inn á þetta áhugasvið og konum á önnur. Þegar spurt var um hvort þau hefðu hlotið um þessi atriði einhverja fræðslu skýtur ansi skökku við. Strákar hafa fræðst um fleiri atriði en stelpur. Þetta er mjög einkennilegt þegar tekið er tillit til þess að íslenska skólakerfið byggist á blönduðum bekkjum og ættu því kynin að hljóta svipaða fræðslu innan þess. Á þessu eru tvær útskýringar nærtækastar. Annars vegar sú að strákar hiki minna við að svara slíkum spurningum játandi, að þeir telji sig örugglega hafa heyrt um atriðin í skólanum á meðan stelpurnar séu samviskusamari og þori ekki að fara með hugsanlega rangt mál.

Hin skýringin er sú að þar sem hagfræði er karlagrein samkvæmt staðalmyndum samfélagsins hafi strákarnir tekið eftir í ríkari mæli þegar farið var í þessi atriði en stelpurnar, sem vissu að mennirnir þeirra kæmu hvort eð er til með að sjá um þessi mál í framtíðinni. Þetta eru þó bara vangaveltur sem vert væri að skoða nánar.

Þær niðurstöður sem hér hafa verið dregnar fram veita alls ekki tæmandi upplýsingar um hagræna hugsun íslenskra unglinga, en ættu þó að veita einhverja hugmynd um hvað er á seyði. Það er von okkar að þessar upplýsingar nýtist menntayfirvöldum í stöðugri endurskoðun og bótum á íslenska menntakerfinu, en jafnframt að rannsókn þessi leiði til fleiri og stærri rannsókna innan sama sviðs.Viðauki 1
 
HAGRÆN HUGSUN 16 ÁRA UNGLINGA
SPURNINGALISTI
Magnús Þór Gylfason og Sóley Tómasdóttir
Umsjónarmaður: Gylfi Magnússon

 Númer þátttakanda: ____________________

Kyn: ____________________

Fæðingarár:____________________

Spyrill nr. ____________________

Skáletraður texti er lesinn upp

Góðan dag. Ég heiti og er að hringja á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Við erum að gera könnun á hagrænni hugsun 15 - 16 ára unglinga, og þú varst ein(n) þeirra sem lentir í úrtaki hjá okkur. Væri þér sama þótt ég legði fyrir þig nokkrar spurningar?

Ef spurt er um lengd, þá tekur listinn u.þ.b. 5-10 mínútur í yfirferð.

Ef samþykki er gefið fyrir þátttöku er eftirfarandi lesið upp:

Ég vil benda þér á að þér er ekki skylt að svara einstaka spurningum, eða spurningalistanum í heild. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál. Nafn þitt kemur hvergi fram, hvorki á spurningalistanum né í niðurstöðum í heild.
 

1. Í hvaða skóla ert (varst) þú? ____________________________

2. Vinnur þú í sumarfríinu?

r
r Nei
3. Vinnur þú með skólanum? r
r Nei
 
4. Færð þú vasapeninga? r
r Nei

4.a. Hversu mikla vasapeninga færðu? ___________________
 

5. Tekur þú þátt í kostnaði við eigin nauðsynjavörur, svo sem skólabækur og föt? r
r Nei
 
6. Borgar þú heim? r Já, alltaf ____________________ krónur á mánuði
r Já, stundum ____________________ krónur á mánuði
r Nei
 
7. Hver var einkunn þín á samræmda prófinu í stærðfræði? 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
 
8. Manst þú eftir hluta stærðfræðinámsins, sem kallast stærðfræði daglegs lífs? r
r Nei

8.a. Telurðu þann hluta stærðfræðinámsins hafa komið þér að gagni?

r Já, að mjög miklu gagni
r Já, að fremur miklu gagni
r Nei, að fremur litlu gagni
r Nei, að mjög litlu gagni
 
9. Hefur þú fengið einhverja kennslu í heimilisfræði í skólanum? r
r Nei

9.a. Telur þú heimilisfræðina hafa komið þér að gagni?

r Já, að mjög miklu gagni
r Já, að fremur miklu gagni
r Nei, að fremur litlu gagni
r Nei, að mjög litlu gagni
 
10. Segjum sem svo að þú kaupir þér peysu í búð. Þegar þú kemur heim kemst þú að því að peysan er gölluð. Búðin á ekki aðra eins. Hver er réttur þinn í stöðunni? r Enginn
r Skilað peysunni og fengið hana endurgreidda
r Skilað peysunni og fengið inneignarnótu
r Sjálfsagt einhver, en það tekur því ekki að skila peysunni
 
11. Eru verslanir skyldugar til að hafa verðmiða á hlutum í sýningargluggum? r
r Nei
 
12. Hversu mikið telur þú að eftirfarandi kosti: Einn lítri af mjólk? _________________________
Ein ferð með strætisvagni fyrir unglinga? ______________________
Nýjar Levis gallabuxur? _________________________
Afnotagjöld Ríkisútvarpsins á mánuði? _____________________
13. Hversu mikið telur þú að matur fyrir 15 ára ungling kosti á viku? 14. Hversu miklar telur þú barnabætur vera á ári fyrir eitt barn? 15. Í hvað af eftirtöldu telur þú þig verja mestum peningum? 15.a. Hvað telur þú að þú eyðir miklum peningum á ári í (viðeigandi liður lesinn upp)? ________________krónur

 

16. Hversu háa upphæð telur þú þig leggja fyrir á ári, til dæmis með því að leggja inn á bankabók, kaupa verðbréf eða annað þess háttar? 17. Hvernig telur þú að best sé að ávaxta sparifé þitt?  

18. Leitar þú uppi tilboð eða afslætti við innkaup?

 

19. Verslar þú frekar í búðum þegar útsölur standa yfir?

 

20. Nú ætla ég að lesa upp fyrir þig nokkur hugtök og spyrja þig aðeins út í þau. Kannast þú við hugtakið(hugtakið lesið upp), hefur þú fengið fræðslu um það í skólanum og vildir þú að það ykist eða minnkaði í þjóðfélaginu?  
 
 
Kannast við
Fræðst um
Atvinnuleysi    
Hagnaður (fyrirtækja)    
Hagvöxtur    
Samkeppni á markaði    
Skattar    
Verðbólga    
Verðbréfaviðskipti    
Verkföll    
 

 
21. Telur þú þau atriði sem könnunin fjallar um vera áhugaverð?

r
r Nei
21.a. Myndir þú vilja fræðast um þau nánar? r
r Nei
Þá er þessu lokið. Ég þakka þér kærlega fyrir.

[ Heimasíða EAN | Heimsíða lífsleikni ]


Höfundar Sóley Tómasdóttir og Magnús Þór Gylfason. Verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, unnið í samvinnu við Menntamálaráðuneytið. Maí 1998.

Sett á vefinn 4. júní 1998.