Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða 
7. Sérkennsla í skólaíþróttum

Breyttar áherslur hafa orðið síðustu ár í grunn- og framhaldsskólum, þar sem fleiri nemendur með sérþarfir stunda nú nám. Sérkennsla er viðurkennt úrræði fyrir þessa nemendur í mörgum fögum, en lítið tillit hefur verið tekið til þarfa þeirra í íþróttatímum. Stefna menntamálaráðuneytisins vegna námskrárgerðar er skýr í þessu samhengi. Koma þarf til móts við ólíkar þarfir nemenda þannig að þeir fái nám við hæfi. Til þess að uppfylla þessa stefnu þurfa að koma til sveigjanleg úrræði út frá fötlun eða frávikum nemenda. Sérþarfir geta verið af ýmsum toga, sem ekki er svo auðvelt að sinna miðað við hefðbundna íþróttakennslu. Ef standa á vel að málum þarf eftirfarandi að koma til:

Niðurstöður hreyfiþroskaprófa geta gefið kennurum góðar upplýsingar um alhliða hreyfiþroska nemenda og frávik. Slíkar upplýsingar stuðla að markvissri kennslu bæði í almennu námi og skólaíþróttum.
 • Sérúrræði þurfa að vera fyrir hendi í skólaíþróttum vegna líkamlegara fatlaðra nemenda. Þar kemur til þörf á:
 •  
 • Aðstöðu, önnur og sérhæfð kennsluaðstaða, fámennir hópar og aðlöguð áhöld.
 • Tímamagni, vegna fötlunar getur verið æskilegra að nemandi fái fleiri tíma en gert er ráð fyrir skv. viðmiðunarstundaskrá. Heppilegra getur verið að nýta ekki fullar 40 mín í hvert sinn en skipta kennslutíma t.d. í styttri lotur.
 • Mönnun, íþróttakennari á í flestum tilfellum að geta byggt upp nám nemandans þannig að þörfum hans sé sinnt. Þó geta komið upp þannig aðstæður að þverfagleg samvinna sé nauðsynleg, t.d. á milli íþróttakennara, sjúkraþjálfara eða iðjuþjálfa.
 •  
  Fyrir slíka nemendur getur verið gott að stuðningsaðili sé til staðar, sem gripið getur inn í þegar þörf krefur. Nemendur með fyrrgreindar fatlanir njóta sín oft vel í íþróttatímum og eiga að geta tekið þátt í hefðbundinni íþróttakennslu ef rétt aðstoð er veitt.
  Fyrri síða 
  Yfirlit
  Næsta síða 

  Höfundarréttur 1998 Menntamálaráðuneytið.