Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða

10. Samantekt markmiða og 
      leiða á mismunandi 
      skólastigum

 

Eins og fram hefur komið eru helstu markmið skólaíþróttakennslu að nemendur fái tækifæri til að efla alhliða líkamlegan-, andlegan- og félagslegan þroska. Í skólaíþróttum skulu nemendur fá tækifæri til að upplifa gleði og ánægju og skilja mikilvægi lífslangrar líkamlegrar hreyfingar.

Sækjast skal eftir tengingu íþrótta við náttúru og umhverfi, menningu og það samfélag sem nemendur búa í og eru hluti af. Nemendur skulu fá innsýn og reynslu af iðkun íþrótta sem stundaðar eru á Íslandi. Kennslan skal m.a. miðast við að nemendur taki ábyrgð á eigin heilsu og finni að þeir eru hluti af stærra samfélagi. Hér á eftir fylgir stutt samantekt á markmiðum og leiðum fyrir mismunandi skólastig.

 

Markmið í 1. - 4. bekk grunnskóla

Helstu leiðir að markmiðum í 1. - 4. bekk grunnskóla

 

Markmið á mið- og unglingastigi grunnskóla

Helstu leiðir að markmiðum á mið- og unglingastigi

 

Markmið á framhaldsskólastigi

Helstu leiðir að markmiðum á framhaldsskólastigi

 

Helstu nýmæli

Af helstu áherslubreytingum í þessari námskrárgerð ber fyrst að nefna skarpari nálgun markmiða við þroskaþætti barna og unglinga. Markmiðin eru tengd þroskaþáttum með ákveðinni uppsetningu og koma þannig til með að hafa stýrandi áhrif á námsleiðir, viðfangsefni, kennslutilhögun og námsmat greinarinnar á ýmsum aldursstigum.

Atriði sem tengjast félags, siðgæðis- og tilfinningaþroska nemenda fá aukið vægi í námskrárgerðinni. Rík áhersla er lögð á það að nemendur upplifi íþróttir og hreyfingu á jákvæðan hátt.

Mun fleiri líkamlega og andlega fatlaðir nemendur stunda nú nám í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla í íþróttum fær af þeim sökum aukið vægi, þar sem skírskotað er til löggjafnas um að allir fái verkefni við hæfi. Þá hefur sérkennsla í íþróttum veitt börnum með skertan þroska hvatningu og hjálpað til við framfarir í öðru námi. Slíkt kallar á breyttar áherslur og vinnubrögð frá því sem áður var. Íþróttakennslan þarf að taka mið af þessum breytingum.

Námsmat íþróttakennslu tekur á sig nýja mynd með það að leiðarljósi að hægt verði að meta öll markmið kennslunnar.

 

Lokaorð

Að loknu námi í grunn- og framhaldsskóla vill forvinnuhópur gjarnan sjá hrausta, stælta og ánægða nemendur, með jákvætt viðhorf til íþróttaiðkunar og líkamsræktar. Við viljum sjá nemendur með góða þekkingu á heilbrigðu líferni og þjálfunarleiðum til íþrótta og heilsuræktar. Nemendur sem fundið hafa farveg fyrir hreyfiþörf, sköpun og tjáningu. Við viljum sjá nemendur sem sýna hver örðum virðingu og umburðarlyndi, nemendur sem lært hafa samvinnu og samheldni og geta tjáð tilfinningar sínar, bæði í orði og verki. Við skólalok viljum við að nemendur hafi öðlast alhliða þroska sem nýtist þeim á lífsleiðinni. Á þann hátt hafa skólaíþróttir og skólinn í heild lagt sitt að mörkum við mótun einstaklingsins til heilbrigðis og hollra lífshátta.

Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða


Höfundarréttur 1998 Menntamálaráðuneytið.