Yfirlit

Næsta síða
Endurskoðun aðalnámskrár 1996-1998

 

Markmið íþróttakennslu

í grunnskólum og framhaldsskólum

 

Skýrsla forvinnuhóps á námssviði skólaíþrótta

Reykjavík í desember 1997

 

Formáli

Menntamálaráðherra skipaði sl. haust forvinnuhóp til að vinna að tillögum um stefnumótun á sviði skólaíþrótta. Eftirtaldir aðilar skipuðu hópinn:

Tómas Jónsson, formaður, sérkennslufærðingur frá háskólanum í Ósló í Noregi. Sérkennslufulltrúi á Skólaskrifstofu Kópavogs.

Arngrímur Viðar Ásgeirsson, grunnskólakennari. Lauk kennaraprófi með íþróttir sem valgrein frá Kennaraháskóla Íslands.

Elísabet Ólafsdóttir, íþróttafræðingur frá Íþróttaháskólnum í Köln í Þýskalandi. Kennari við Íþróttakennarskóla Íslands.

Hafþór Guðmundsson, íþróttafræðingur frá Universaity of Alberta í Edmonton alberta fylki í Kanada. Kennari við Íþróttakennarskóla Íslands og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands.

Þórarinn Ingólfsson, íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1980.

Íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi frá stofnun hans 1981 og unnið að þróunarstarfi á íþróttakennslu í framhaldsskólum.

Páll Ólafsson, íþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í íþróttafræðum í Svíþjóð og Englandi. Páll er Íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Garðabæjar.

Ragnhildur Skúladóttir, íþróttakennari. Framhaldsmenntun frá Íþróttaháskólanum í Osló í Noregi. Íþróttakennari við Háteigsskóla og stundakennari við Kennaraháskóla Íslands.

Faglegur umsjónarmaður hópsins var Janus Guðlaugsson. Janus er B.S. íþróttafræðingur frá Íþróttaháskólanum í Kaupmannahöfn, Danmarks Højskole for Legemsøvelser og Københavns Universitet. Hann var námstjóri í íþróttum við menntamálaráðuneytið á árunum 1986 til 1996.

Í bréfi menntamálaráðherra um hlutverk forvinnuhóps segir eftirfarandi:

≥Hlutverk forvinnuhópa er að vinna að tillögum um faglega stefnumótun menntamálaráðuneytis á viðkomandi námssviði fyrir grunn- og framhaldsskóla, gera tillögur að meginmarkmiðum námsgreina innan námssviðsins og meginskiptingu námsþátta í grunnskóla og á námsbrautum framhaldsskóla."

Ennfremur segir í skipunarbréfi til forvinnuhóps:

≥Nánar tiltekið er hónum falið að:

1 Rökstyðja þörf og tilgang námssviðs og námsgreina innan þess.

2.Setja fram tillögur um lokamarkmið námsins, a) á grunnskólastigi, b) á framhaldsskólastigi

3.Gera tillögu, ef ástæða þykir til, um breytingar á skipulagi/uppbyggingu námsins."

 

Fyrsti fundur forvinnuhóps var 21. ágúst sl. Í upphafi var gerð verkáætlun sem miðaðist við verklok í byrjun desember 1997. Þessi áætlun var kynnt á námskeiði íþróttakennara að Laugarvatni sl. haust. Tvívegis á verktímabilunu hefur Íþróttakennarafélag Íslands haldið fundi fyrir félagsmenn til kynningar á gangi undirbúningsvinnunnar.

Ákveðið var að allur forvinnuhópurinn starfaði saman á fyrstu fundum meðan á frumvinnu stæði. Auk öflunar gagna, kynnti hópurinn sér lög og reglugerðir viðvíkjandi íþróttakennslu, bar saman erlendar námskrár og fór yfir kosti og galla gildandi námskráa. Jafnframt komu nefndarmenn með hugmyndir sínar um áhersluþætti og breytingar. Starfræktur var bakhópur fyrir sundkennsluna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Vinnufundir hópsins voru 20 talsins, en auk þess hafa nefndarmenn hist óformlega og tekið fyrir einstaka efnisþætti.

Í þessari skýrslu er að sjá nokkuð breyttar áherslur frá fyrri námskrám. Gengið er út frá þroskaþáttum einstaklingsins við markmiðasetningu bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Slík nálgun gerir það að verkum að útfærsla á námsþáttum, viðfangsefnum og námsmati fær á sig nokkuð aðra mynd en í fyrri námskrám. Forvinnuhópurinn leggur ríka áherslu á nokkra þætti, sem mikilvægt er að einkenni næstu námskrá. Í fyrsta lagi má nefna áherslu á jákvæða upplifun nemenda af skólaíþróttum. Í öðru lagi að skólaíþróttir séu mikilvægur liður í heilbrigðisstefnu íslenskrar þjóðar og í þriðja lagi að aukið tillit verði tekið til mismunandi þarfa nemenda. Hér er haft í huga að drengjum og stúlkum sé gert jafnhátt undir höfði og að nemendur með sérþarfir fái notið sín til jafns við aðra. Varðandi viðfangsefni og leiðir, ákvað forvinnuhópurinn að nefna nokkur dæmi um útfærslumöguleika. Sú vinna verði nánar útfærð á seinni stigum.

Það er von forvinnuhóps að þær ábendingar og tillögur sem settar eru fram í þessari skýrslu geti orðið grunnur að stefnumótun fyrir skólaíþróttir í framtíðinni.

 

Reykjavík 15. desember 1997

Tómas Jónsson, formaður

Janus Guðlaugsson, faglegur umsjónarmaður

Arngrímur Viðar Ásgeirsson

Elísabet Ólafsdóttir

Hafþór Guðmundsson

Páll Ólafsson

Ragnhildur Skúladóttir

Þórarinn Ingólfsson

Yfirlit

Næsta síða


Höfundarréttur 1998 Menntamálaráðuneytið.