[heimasíða starfsmennta I heimasíða EA]

Í IX. kafla laga nr. 80 frá 1996 um framhaldsskóla, gr. 25. til og með 32, er fjallað sérstaklega um starfsnám á framhaldsskólastigi. Í 26. gr. eru ákvæði um að menntamálaráðherra skuli skipa samstarfsnefnd um starfsnám. Fulltrúar í nefndinni skuli vera 18, þar af 12 tilnefndir af eftirtöldum aðilum atvinnulífsins: fimm frá Alþýðusambandi Íslands, þar af skal einn vera fulltrúi nema, einn frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, fimm frá Vinnuveitendasambandi Íslands og einn frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Auk þess sitja í nefndinni einn fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tveir fulltrúar tilnefndir sameiginlega af samtökum kennara og skólastjórnenda og þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar.Í samstarfsnefndina hafa eftirtaldir aðilar verið skipaðir:

Guðleifur M. Kristmundsson, formaður

Ágúst H. Elíasson

Áslaug Alfreðsdóttir

Brjánn Jónsson

Eygló Eyjólfsdóttir

Frosti Sigurjónsson

Guðbjartur Hannesson

Guðbrandur Magnússon

Guðmundur Gunnarsson

Ingi Bogi Bogason

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir

Jón Sigurðsson

Kristín Á Guðmunddóttir

Kristín Jónsdóttir

Kristján Gunnarsson

Sigurður Ingi Andrésson

Þuríður Magnúsdóttir

Örn Friðriksson

Um verkefni samstarfsnefndarinnar er fjallað í 27. gr. laganna. Í greinargerðinni með frumvarpinu segir um 27. gr.:Samstarfsnefnd um starfsnám er samstarfsvettvangur aðila atvinnulífs og hins opinbera og m.a. ætlað að gera tilögur um hvernig efla megi tengsl atvinnulífs og skóla. Samstarfsnefndin er jafnframt vettvangur þar sem fjallað er um heildarstefnumörkun í málefnum starfsnáms á framhaldsskólastigi, en mikilvægt er að slík stefnumörkun byggi á mati á þörfum í atvinnulífinu á hverjum tíma.

Ætlast er til að nefndin sýni frumkvæði í störfum sínum og geri tillögur til umbóta þar sem hún telur þess þörf. Þetta gildir jafnt um viðbrögð við sérstökum aðkallandi vanda og áætlanir til lengri tíma.

Gert er ráð fyrir að samstarfsnefndin sé ráðgefandi um settningu almennra reglna um málefni starfsnáms, gefi ráð um forgangsröðun verkefna í starfsnámi með tilliti til fjárlaga og sé til ráðuneytis varðandi ákvarðanir um sérstakar tilraunir og þróunarverkefni á sviði starfsnáms.

Þá skal nefndin gera tillögur til menntamálaráðherra um flokkun starfsgreina fyrir starfsgreinaráð en flokkunin skal gerð í samráði við samtök atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum.

Samstarfsnefndin hefur þegar hafið störf og vinnur nú m.a. að flokkun starfsgreina og gerð tillagna um meginmarkmið, skipan og framkvæmd starfsnámsins.

Í 28. gr.laganna er kveðið á um að menntamálaráðherra skuli skipa starfsgreinaráð fyrir starsgreinaflokka eða starfsgreinar. Í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fulltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Starfsgreinaráð skilgreinir þarfir starfsgreina fyrir kunnáttu og hæfni starfsmanna og setur fram markmið starfsnáms. Starfsgreinaráð gerir tillögu um uppbyggingu starfsnáms og námsskrá í sérgreinum viðkomandi starfsnáms, tilhögun námsmats, tillögur að skiptingu náms í skóla og á vinnustað, svo og reglum um vinnustaðanám ofl.sbr. 29. grein laganna.Starfsgreinaráðin hafa ekki verið skipuð enn, enda ekki búið að ákveða flokkun starfsgreina.