almennur hluti
stúdentspróf listnám
sveinspróf
iðnmeistarapróf
annað starfsnám
heimasíða
 
ANNAÐ STARFSNÁM
   
 
HEILBRIGÐISBRAUTIR

LYFJATÆKNABRAUT (LT) 143 ein.
Markmið lyfjatæknanáms er að sérmennta fólk til starfa við sölu, dreifingu og afgreiðslu lyfja í apótekum, heildsölum, sjúkrahúsum og opinberum stofnunum þar sem fjallað er um lyf og lyfjatengd málefni. Námið tekur 4 ár, þ.e. tveggja ára almennt nám og tveggja ára sérhæft nám. Auk þess bætist við 10 mánaða starfsþjálfun í apótekum eða á öðrum vinnustað þar sem fengist er við lyf. Starfsheiti lyfjatækna er lögverndað.

1 norska /sænska
 

LÆKNARITARABRAUT (LÆ) 75 ein.
Markmið brautarinnar er að í lok námsins hafi nemendur öðlast þá fræðilegu þekkingu og verklegu reynslu sem gerir þeim kleift að starfa sjálfstætt og af fagmennsku sem læknaritarar. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og reynsla er inngönguskilyrði á þessa braut. Námið veitir tiltekin réttindi í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðuneytis. Meðalnámstími læknaritaranema er fjórar annir, þar af sex mánaða starfsþjálfun eftir aðra önn í skólanum í umsjón löggilts læknaritara.

 

NÁMSBRAUT FYRIR NUDDARA (NN) 98 ein.
Markmið brautarinnar er að veita nemendum fræðilegan grunn og faglega verkþjálfun sem gerir þeim kleift að starfa sjálfstætt sem nuddarar að námi loknu. Námið tekur þrjú ár og skiptist í þrennt, almennar greinar, sérgreinar og verknám.

1 norska /sænska
 

SJÚKRALIÐABRAUT (SJ) 120 ein.
Sjúkraliðabraut er ætlað að búa nemendur undir sjúkraliðastörf. Til viðbótar námi á brautinni verða nemendur að vinna fjóra mánuði á sjúkrastofnun og geta að því loknu sótt um löggildingu starfsheitis til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis. Meðalnámstími á sjúkraliðabraut er 6 annir í skóla auk 4 mánaða starfsþjálfunar.

1 norska /sænska
 

TANNTÆKNABRAUT (TT) 86 ein.
Markmið brautarinnar er að þjálfa nemendur í að vinna ýmis aðstoðarstörf í tannlæknaþjónustu, s.s. aðstoð við tannlæknastól, bókanir, sótthreinsun og önnur störf á tannlæknastofum. Að loknu bóklegu námi tekur við tveggja anna starfsþjálfun með bóklegu ívafi við Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Námið tekur tvö og hálft ár að meðaltali. Starfsheitið er lögverndað.

1 norska /sænska
 

MATVÆLA-, HÚSSTJÓRNAR- OG HANDÍÐANÁM

GRUNNNÁM MATVÆLAGREINA (GN) 38 ein.
Markmið brautarinnar er að nemendur kynnist ítarlega störfum í hótel- og matvælagreinum, skilji þýðingu þeirra fyrir þjóðfélagið og stöðu greinanna í atvinnulífinu. Áhersla er lögð á verklega þætti. Nemendum eru kennd undirstöðuhandbrögð og fá grunnþjálfun í verklegum greinum. Þá er lögð áhersla á mikilvægi hreinlætis og snyrtimennsku og kennd meðhöndlun matvæla. Á síðari önn kynnast nemendur einni iðngrein nánar á vinnustað.

1 norska /sænska
 

HANDÍÐABRAUT (LI) 39 ein.
Markmið brautarinnar er að bjóða fram nám í fatagerð, fatahönnun, sníðagerð, prjóni og hekli auk almennra námsgreina. Námið veitir góðan undirbúning að frekara námi og/eða störfum á sviði fatagerðar. Námstími er tvær annir.

1 norska /sænska
 

HÚSSTJÓRNARBRAUT (HB) 41 ein.
Hússtjórnarbraut veitir nemendum góðan undirbúning fyrir heimilishald. Námstími er tvær annir.

1 norska /sænska
 

MATARTÆKNABRAUT (MT) 120 ein.
Matartæknabraut er ætlað að útskrifa matartækna sem að námi loknu geta annast almenna matreiðslu og matreiðslu sérfæðis. Skólinn brautskráir nemanda og heilbrigðisráðuneytið veitir starfsréttindi skv. reglugerð þar að lútandi. Nám í skóla og á vinnustað tekur að meðaltali 3 ár.

1 norska /sænska
 

MATSVEINABRAUT (MS) 20 ein.
Markmið brautarinnar er gera nemendum kleift að öðlast þá leikni og faglegu þekkingu sem býr þá undir störf matsveina á fiski- og flutningaskipum sem eru undir 200 rúmlestum. Námstími er tvær annir.

 

SLÁTRUN (SL) 47 ein.
Markmið brautarinnar er að gera nemendur hæfa til að sjá um slátrun búfjár samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum. Að loknu námi í skóla og starfsþjálfun á vinnustað á nemandi að vera fær um að annast þá verkefnaþætti sem tilheyra slátrun búfjár og meðferð á afurðum. Nám í skóla og starfsþjálfun á vinnustað tekur tvö og hálft ár.

1 norska /sænska
 

SJÁVARÚTVEGSNÁM

FISKIÐNAÐARBRAUT (FI) 80 ein.
Markmið náms á fiskiðnaðarbraut er að gera nemendur færa um að taka að sér verkstjórn, gæðaeftirlit og önnur stjórnunarstörf í fiskvinnslu. Námið tekur tvö ár og er bóklegt og verklegt. Nemendur, sem innritast á brautina, þurfa að hafa lokið 52 einingum í framhaldsskóla í almennum bóklegum námsgreinum.

SJÁVARÚTVEGSBRAUT (SÚ) 68 ein.
Sjávarútvegsbraut lýkur með réttindum til skipstjórnar á bátum allt að 30 tonnum og veitir jafnframt góðan undirbúning fyrir ýmis störf á sjó eða í landi. Nám á brautinni er skilyrði fyrir framhaldi náms til frekari skipstjórnarréttinda. Meðalnámstími er 4 annir. 1 norska /sænska
 
 
 
SKIPSTJÓRNARNÁM
Nemendur, sem ljúka námi á sjávarútvegsbraut, eiga rétt á að hefja skipstjórnarnám sem greinist á 3 stig.

Námskrár fyrir 1., 2. og 3. stig skipstjórnarnáms eru í vinnslu og verða tilbúnar fyrir skólaárið 2000-2001.
 

VÉLSTJÓRNARBRAUT, 1. STIG

VÉLAVÖRÐUR (VV1) 18 ein.
Nám vélavarða er miðað við að nemandi hafi lokið grunnskólaprófi eða sé orðinn 18 ára. Að loknu námi fást starfsréttindi á báta með vélastærð allt að 220 kW og eftir siglingatíma, sem ákveðinn er í lögum um starfsréttindi, aukast réttindin í 375 kW. Lágmarksnámstími er ein önn.

 

VÉLSTJÓRNARBRAUT, 2. STIG (VV2) 84 ein.
Markmiðið með vélstjóramenntun 2. stigs er að stuðla að hagnýtri tæknimenntun sem nýtist fyrst og fremst til sjós. Að loknu námi og siglingatíma fást starfsréttindi á skip með aðalvélar allt að 750 kW. Meðalnámstími er fjórar annir.

1 norska /sænska
 

VÉLSTJÓRNARBRAUT, 3. STIG (VV3) 146 ein.
Markmiðið með vélstjóramenntun 3. stigs er að stuðla að hagnýtri tæknimenntun sem nýtist fyrst og fremst til sjós. Í náminu skal vera það mikill almennur og fræðilegur grunnur að það geri einstaklingnum kleift að fylgjast með tækniþróuninni. Markmiðið er einnig að uppfylla alþjóðakröfur um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu sem er grundvöllur alþjóðlegs atvinnuréttindaskírteinis (STCW). Að loknu námi og siglingatíma fást starfsréttindi á skip með aðalvélar allt að 1500 kW.

1 norska /sænska
 

VÉLSTJÓRNARBRAUT, 4. STIG (VV4) 208 ein.
Markmiðið með vélfræðingsmenntuninni er að stuðla að víðtækri, hagnýtri tæknimenntun sem nýtist bæði til sjós og lands. Í náminu skal vera það mikill almennur og fræðilegur grunnur að hann nýtist einstaklingnum til að setja sig inn í tæknileg viðfangsefni og geri honum kleift að fylgjast með tækniþróuninni, auk þess að mennta og þjálfa viðkomandi í handverki á málmiðnaðarsviði og skipulagningu viðhaldsstarfa. Markmiðið er einnig að uppfylla alþjóðakröfur um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöðu sem er grundvöllur alþjóðlegs atvinnuréttindaskírteinis (STCW). Eftir tiltekinn siglingatíma fást starfsréttindi á skip með ótakmarkaðri vélastærð.

1 norska /sænska
 

TÖLVU-, TÆKNI- OG HÖNNUNARNÁM

HÖNNUNARBRAUT (HÖ)
(Iðnskólinn í Hafnarfirði) 80 ein.
Markmið brautarinnar er

1 norska /sænska
 

HÖNNUNARBRAUT (IH)
(Iðnskólinn í Reykjavík) 85 ein.
Markmið brautarinnar er kennsla í undirstöðuatriðum hönnunar, tækni og hugmyndafræði. Áhersla er lögð á að nemendur fái skilning á hönnunarferli að því marki að þeir geti unnið sjálfstætt að þróun hugmynda frá grunni að frumgerð markaðshæfrar vöru. Brautin getur nýst sem öflugur undirbúningur undir frekara nám í hönnun hvort sem er á Íslandi eða erlendis og einnig sem undirbúningur eða viðbót við iðn- og tækninám. Námstími er 4 annir.

1 norska /sænska
ATH. Valgreinar eru ekki bundnar þeim fögum sem tilgreind eru. Aðrar faggreinar, sem nýtast á brautinni, koma til greina og skal velja þær í samráði við deildarstjóra.
 

TÆKNITEIKNUN (TT) 95 ein.
Markmið brautarinnar er að mennta tækniteiknara til starfa á teiknistofum fyrirtækja, ráðgefandi verkfræðinga, arkitekta, ríkisstofnana, bæjarfélaga o.fl. Tækniteiknari á að vera fær um að gera uppdrátt og vinnuteikningu af hlut sem hann hefur fyrir sér og eftir málsettri skissu af hlut eða mannvirki. Þá er einnig ætlast til að hann geti ljósritað teikningar, stjórnað tölvuteiknara, vélritað mál, annast einfalda tölvuskráningu, brotið teikningar og annast skráningu þeirra. Meðalnámstími eftir grunnskólapróf er 5-6 annir. Meðalnámstími eftir stúdentspróf er 3-4 annir.

1 norska /sænska
 

TÖLVUFRÆÐIBRAUT (TFB) 108 ein
Meginmarkmið brautarinnar er að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á flestum sviðum tölvutækninnar sem nýtist þeim í tölvutengdum störfum. Í þessu felst að nemendur geti starfað sjálfstætt við tölvur, geti þjónustað tölvur og notendur þeirra, hafi góða þekkingu á tölvusamskiptum, geti starfað við forritun, þekki uppbyggingu og virkni tölvunnar, geti nýtt sér tölvutæknina við úrvinnslu og framsetningu upplýsinga og hafi sérþekkingu á tilteknum sviðum tölvutækninnar. Tölvufræðibrautinni er skipt í 3 stig. Hvert stig svarar til eins árs náms og hefur ákveðið markmið. Að loknu hverju stigi hafa nemendur öðlast ákveðna þekkingu sem nýtist þeim í atvinnulífinu. Meðalnámstími er 6 annir.

1 norska /sænska
 

UPPELDISNÁM

ÍÞRÓTTIR

STARFSNÁM Í ÍÞRÓTTAFRÆÐI OG ÍÞRÓTTAGREINUM (ÍÞ) 24 - 30 ein.
Markmið íþróttafræðináms er að veita nemendum fræðilega og verklega undirstöðuþekkingu í kennslu og þjálfun íþrótta og hreyfináms fyrir börn og unglinga. Námið er skilgreint sem 24 - 30 eininga sjálfstætt starfsnám þar sem starfsvettvangur er þjálfun barna og unglinga hjá félagasamtökum og skólum. Námið nýtist einnig sem heppilegur undirbúningur fyrir háskólanám á sviði íþróttafræða hér á landi sem erlendis.

Námið má meta til kjörsviðs á bóknámsbrautum

Kjarni:

 

UPPELDISBRAUT (UP) 70 ein.
Uppeldisbraut býr nemendur undir nám og störf á vettvangi félags- og uppeldismála. Meðalnámstími er 4 annir.

1 norska /sænska
 

VERSLUNAR- OG VIÐSKIPTANÁM

FERÐAMÁLANÁM STARFSNÁM Í FERÐAGREINUM (FE) 36 ein.
Markmið brautarinnar er að búa nemendur undir störf og/eða frekara nám í ferðaþjónustugreinum. Námið tekur tvær annir. Nemandi, sem hefur nám á brautinni, þarf að hafa lokið tveggja ára námi á málabraut eða öðru sambærilegu námi.

 

VIÐSKIPTABRAUT (VI) 70 ein.
Viðskiptabraut er ætlað að búa nemendur undir almenn skrifstofu- og verslunarstörf. Námi á brautinni lýkur með verslunarprófi og það veitir rétt til verslunarleyfis að öðrum skilyrðum fullnægðum. Meðalnámstími er 4 annir.

1 norska /sænska
 

SÉRDEILDIR

STARFSBRAUT 1 OG 2 (ST1)

Tveggja ára námsbraut
Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa, þrátt fyrir töluverða námsaðstoð í efstu bekkjum grunnskóla, fallið í öllum greinum á samræmdum lokaprófum úr grunnskóla eða fengið undanþágu frá námi eða prófum í grein eða greinum.

Markmið námsins eru

Kennsla skal byggð á rökstuddri námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling, byggðri á markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla og upplýsingum um þarfir nemanda og mati á stöðu hans í námi og þroska.

Helstu námsþættir:

  1. Bóklegar greinar: Kjarnagreinar í bóklegu námi eru íslenska, stærðfræði, enska og námsgrein að vali skóla.
  2. Samfélagsgreinar: Í samfélagsfræði skal fjallað um helstu stofnanir íslensks samfélags, stjórnmálaflokka, kosningar o.fl.
  3. Verk- og listgreinar: Námsframboðið í þessum flokki fer eftir aðstöðu í skólum og er því mismunandi frá einum skóla til annars. Dæmi: handmennt, matreiðsla, málmsmíði, myndmennt, rafmagnsfræði, skrift, skyndihjálp, tölvufræði, trésmíði.
  4. Starfsnám í skóla og á vinnustað: Misjafnt er eftir aðstöðu í skólum hversu mikill hluti starfsnáms fer fram innan veggja skóla. Þar sem kennsluaðstaða til verknáms í skóla er góð getur allt eða nánast allt starfsnám farið fram innan veggja hans, annars staðar fer það fram úti á vinnumarkaði undir umsjá skóla.
  5.  Heilsurækt og heilbrigðisgreinar: Allir nemendur skulu fá kennslu í heilbrigðisfræði og íþróttum.
Samstarf við foreldra er mjög mikilvægt.
 

STARFSBRAUT 3 og 4 (ST3)

Tveggja ára námsbraut
Námið er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla og fengið námsmat samkvæmt 48. gr. grunnskólalaga. Gert er ráð fyrir að nemendur á starfsbraut 3 hafi náð nokkru valdi á frumatriðum í lestri og ritun.

Markmið námsins eru

Helstu námsþættir: Kennsla skal byggð á rökstuddri námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling, byggðri á markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla og upplýsingum um þarfir nemanda og mati á stöðu hans í námi og þroska.

Í verk- og listgreinum getur verið um að ræða val nemenda út frá möguleikum skóla, t.d. matreiðsla, myndlist, tónlist, leiklist, handmennt, tölvunám o.fl.

Í bóklegum greinum er áhersla lögð á þjálfun í íslensku, samskiptum og tjáningu, lestri og ritun og stærðfræði daglegs lífs sem geri nemendur sem mest sjálfbjarga við búsetu og heimilishald.

Samfélagsgreinar skiptast í nokkra þætti: samfélagið nær og fjær, vettvangsferðir, umfjöllun um eigin tilfinningar og annarra, hugtök s.s. vinátta, ást, kynlíf o.fl. Einföld spil eru kennd og reglur þeim tengdar. Sú lestrar- og skriftarkunnátta, sem nemandi býr yfir, er nýtt til að efla sjálfstæði hans og sjálfstraust.

Heilsurækt og heilbrigðisgreinar: Allir nemendur skulu fá kennslu í heilbrigðisfræði og íþróttum. Í heilbrigðisfræði er lögð áhersla á að efla skilning nemenda á nauðsyn heilsuverndar og hreinlætis og þeir hvattir til að bera ábyrgð á eigin hreinlæti. Frætt er um lífshætti s.s. hreyfingu, mataræði, kynlíf og hollar lífsvenjur.

Starfsnám í skóla tekur til mannlegra samskipta á vinnustað og réttinda og skyldna á vinnumarkaði. Á vinnustað læri nemendur að þekkja áhöld, þjálfist í að raða og fleira er við kemur vinnuferli.

Samstarf við foreldra er mjög mikilvægt.
 
 
almennur hluti
stúdentspróf listnám
sveinspróf
iðnmeistarapróf
annað starfsnám
heimasíða
EAN 1999