almennur hluti
stúdentspróf listnám
sveinspróf
iðnmeistarapróf
annað starfsnám
heimasíða
 

NÁMSBRAUTIR TIL STÚDENTSPRÓFS OG LISTNÁM

   

FÉLAGSFRÆÐABRAUT (FÉ)    140 ein.

Félagsfræðabraut er ætlað að veita nemendum góða og almenna undirstöðuþekkingu í bóklegu námi með áherslu á samfélagsgreinar. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum á sviði félagsvísinda. Nám á félagsfræðabraut er skipulagt sem 8 anna nám.

Kjarni 98 ein.

1 norska/sænska
 

Kjörsvið 30 ein.

Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í samfélagsgreinum í samræmi við markmið brautarinnar.

Kjörsviðsgreinar félagsfræðabrautar eru:

Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykki ráðuneytisins. Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar. Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar. Nemandi á félagsfræðabraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.
 

Frjálst val nemanda 12 ein.

Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.
Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.
 

MÁLABRAUT (MB)     140 ein.

Málabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á erlend tungumál, s.s. ensku, dönsku1 og a.m.k. tvö önnur tungumál. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla, einkum þar sem gerð er krafa um góða tungumálakunnáttu. Nám á málabraut er skipulagt sem 8 anna nám.
 

Kjarni     98 ein.

Kjörsvið  30 ein.

Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í tungumálum í samræmi við markmið brautarinnar.
Kjörsviðsgreinar málabrautar eru: Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykki ráðuneytisins. Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar. Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar. Nemandi á málabraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.
 

Frjálst val nemanda 12 ein.

Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.

Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

1 norska/sænska
 


NÁTTÚRUFRÆÐIBRAUT (NÁ)     140 ein.

Námi á náttúrufræðibraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á sérsvið náttúruvísinda. Brautin býr nemendur undir framhaldsnám í háskóla í náttúruvísindum, stærðfræði og öðrum greinum sem byggjast á góðri undirstöðu í náttúruvísindum, s.s. heilbrigðisgreinum og landbúnaðarfræðum. Nám á náttúrufræðibraut er skipulagt sem 8 anna nám.
 

Kjarni 98 ein.

 

Kjörsvið 30 ein.

Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í náttúrufræðigreinum og stærðfræði í samræmi við markmið brautarinnar.

Kjörsviðsgreinar náttúrufræðibrautar eru:

Skóli getur bætt við áföngum í ofannefndum greinum að fengnu samþykki ráðuneytisins.

Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar, annaðhvort viðbót við kjarnagreinar eða nýjar greinar.

Samanlagt nám í grein á kjörsviði og í kjarna verði að lágmarki 9 einingar.

Nemandi á náttúrufræðibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Þó mega einingar í grein ekki vera færri en 9.
 

Frjálst val nemanda 12 ein.

Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla.

Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

1 norska/sænska
 


UPPLÝSINGA- OG TÆKNIBRAUT (UT)     140 ein.

Upplýsinga- og tæknibraut er boðin fram sem tilraunaverkefni að fengnu samþykki menntamálaráðuneytisins. Brautarlýsingin, sem hér er birt, getur því tekið breytingum eftir framvindu verkefnisins.

Upplýsinga- og tæknibraut er ætlað að veita nemendum fræðilega og verklega innsýn í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræðigreinar. Brautinni er þannig ætlað að mæta námsþörfum nemenda sem hafa sérstakan áhuga á tækni og verkfræðilegum úrlausnum verkefna en hyggja ekki á iðnnám í tæknigrein. Brautinni er einnig ætlað að vera heppilegur undirbúningur að námi á háskólastigi í tæknigreinum, verkfræði eða tölvunarfræðigreinum. Meðalnámstími á upplýsinga- og tæknibraut er 8 annir.
 

Kjarni 95 ein.

Kjörsvið 33 ein.

Kjörsvið upplýsinga- og tæknibrautar felur í sér sérhæfingu á tæknisviðum í samræmi við markmið brautarinnar.

Kjörsviðsgreinar brautarinnar eru:

Nemandi velur sér ekki færri en þrjár greinar sem kjörsviðsgreinar. Samanlagt nám í grein skal á kjörsviði og í kjarna vera að lágmarki 9 einingar. Nemandi á upplýsinga- og tæknibraut getur einnig tekið allt að 12 eininga nám á kjörsviðum annarra brauta sem hluta af sínu kjörsviði. Samanlagt nám í valgrein á kjörsviði og í kjarna skal vera að lágmarki 9 einingar.
 

Frjálst val nemanda 12 ein.

Nemandi velur 12 einingar af námsframboði viðkomandi skóla. Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum, til að mynda með fjarnámi.

1 norska/sænska
 


LISTNÁMSBRAUT (LN)     105 ein.

Með námi á listnámsbraut er lagður grunnur að frekara námi í listgreinum í sérskólum eða í skólum á háskólastigi. Listnámsbraut er skipulögð sem þriggja ára námsbraut en nemendur, sem þess óska, geta bætt við sig einingum í bóklegum greinum og aflað sér þannig almennari réttinda til náms á háskólastigi.
 

Kjarni 51 ein.

Kjörsvið 45 ein.

Kjörsvið felur í sér sérhæfingu í listgreinum í samræmi við markmið brautarinnar. Unnt er að velja á milli sex kjörsviða en skólar geta, með samþykki menntamálaráðuneytis, skipulagt sjónlistakjörsviðin, þ.e. myndlistarkjörsvið og hönnunarkjörsviðin, með öðrum hætti en hér greinir.

Kjörsvið listnámsbrautar eru:

Frjálst val nemanda 9 ein.

Nemandi velur 9 einingar af námsframboði viðkomandi skóla. Skóla er einnig heimilt að meta inn í frjálst val nám sem nemandi hefur tekið í öðrum skólum.

1 norska/sænska
  


almennur hluti
stúdentspróf listnám
sveinspróf
iðnmeistarapróf
annað starfsnám
heimasíða
EAN 1999