Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða

Formáli

Forvinnuhópurinn var skipaður með erindisbréfi menntamálaráðherra dags. 24. mars 1997. Í hópnum voru:

Gísli Þorsteinsson, Kennaraháskóla Íslands, Reykjavík.
Halla Gísladóttir, Lækjarskóla, Hafnarfirði.
Halldór Arnórsson, Tækniskóla Íslands, Reykjavík.
Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands, Reykjavík, (formaður hópsins).
Mikael M Karlsson, Háskóla Íslands, Reykjavík.
Magnús V Magnússon, Borgarholtsskóla, Reykjavík.
Valgeir Gestsson, Grandaskóla, Reykjavík.

Jóhann Ásmundsson, faglegur umsjónarmaður endurskoðunar námskrár á námssviði upplýsinga- og tæknimennta, starfaði með hópnum. Hlutverk hans var að ákveða dagskrá fundar í samráði við formann og bera ábyrgð á framvindu verksins gagnvart verkefnisstjórn, verkefnisstjóra og menntamálaráðuneyti.

Í erindisbréfi var hópnum falið að vinna að tillögum um faglega stefnumótun menntamálaráðuneytisins á námssviðinu fyrir grunn- og framhaldsskóla, gera tillögur um meginmarkmið námsgreina innan námssviðsins og meginskiptingu námsþátta í grunnskóla og á námsbrautum framhaldsskóla. Nánar tiltekið var hópnum falið að:

  1. Rökstyðja þörf og tilgang námssviðsins og námsgreina innan þess.
  2. Setja fram tillögur um lokamarkmið námsins, a) á grunnskólastigi, b) á framhaldsskólastigi.
  3. Gera tillögur, ef ástæða þykir til, um breytingar á skipulagi/uppbyggingu námsins.

Forvinnuhópurinn kom saman til fyrsta fundar 11. mars 1997 og hélt 17 sameiginlega fundi þar til hann lauk störfum 31. júlí 1997. Auk þess voru nokkrir smærri fundir um málefni smíðakennslunnar annars vegar og um tölvur í grunnskólum hins vegar. Á milli funda voru tölvusamskipti óspart notuð til að skiptast á og móta hugmyndir.

Þakkir

Fjölmargir aðilar hafa stutt við bakið á forvinnuhópnum. Af öllum öðrum ólöstuðum fær Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu Háskóla Íslands, sérstakar þakkir fyrir mikið og gott framlag til verksins.

Fyrri síða

Yfirlit

Næsta síða


Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 04.09.1997
Uppseting Jóhann Ásmundsson joas@ismennt.is