Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

Námssvið upplýsinga- og tæknimennta

Tækni er sérstakt svið mannlegra athafna. Hún felur í sér sína eigin þekkingar- og aðferðafræði sem miðar að því að fullnægja þörfum og möguleikum fólks við að takast á við umhverfi sitt á markvissan, skapandi og tæknilegan hátt.

Þótt tækni feli í sér sína eigin þekkingar- og aðferðafræði byggist tæknileg hagnýting á þekkingu sem oft er fengin frá öðrum sviðum mannlegra athafna. Sérstaklega er samneyti vísinda og tækni náið; vísindin framleiða þekkingu en tæknin notar þekkingu til að búa til afurðir, kerfi og umhverfi. Í nútímanum er náið samneyti vísinda og tækni sérstaklega mikilvægt. Nútíma vísindi búa yfir tólum og tækjum sem ráða við þekkingarsvið og upplýsingamagn sem skynsemi okkar og innsæi ein sér geta með engu móti fangað. Nútímavísindi eru því nú helsta þekkingarauðlind tækninnar.

Hversu tækni nútímans er háð þekkingaröflun vísinda dregur ekki úr mikilvægi þess að hún sé skilgreind á eigin forsendum. Þvert á móti má benda á að það kalli enn frekar á sjálfstæði tækni gagnvart vísindum. Einstaklingum sem fást við tækni er nauðsyn að þroska með sér vísindalæsi á öllum sviðum vísinda. Þeir verða að vera opnir gagnvart allri vísindaþekkingu og geta hagnýtt sér þekkingu á öllum sviðum vísinda.

Tæknin sækir ekki aðeins þekkingu í vísindi og fræði. Tæknin sækir einnig margt til lista. Glíma listafólks við form, liti, tóna, hrynjandi og orð hafa mikið þekkingar- og aðferðafræðilegt gildi fyrir tæknina til að skapa hagnýta hluti.Tæknin lætur einnig listafólki í té tækjabúnað til að fást við hið óræða og margræða. Tæknin gegnir hér gagnstæðu hlutverki en gagnvart vísindum þar sem áhersla er lögð á ótvíræðar niðurstöður.

Mikilvægt er að þetta séreðli tækninnar fái að njóta sína, þannig að hægt sé að beita henni á ólík svið mannlífsins til að fá niðurstöður sem oft virðast í mótsögn. Sjálfstætt fag í tæknimenntun sem hefur greiðan aðgang að þekkingu allra námsgreina kemur best til móts við þetta séreðli tækninnar. Slík tæknimenntun styður líka annað nám nemenda með því að opna auga nemendanna fyrir hagnýtu gildi alls þess sem kennt er í skólanum og tengja það við starfsemi þjóðfélagsins.

Námsgreinar og námsþættir námssviðs

Tækni felur í sér að þekkja og gera. Í jafnflóknum tækniheimi og nútímafólk býr við í dag þarf hver einstaklingur að ráða yfir þekkingu og færni á mörgum sviðum til að geta nýtt sér möguleika tækninnar til fulls og vegið kosti hennar og galla á ábyrgan og uppbyggilegan hátt.

Við uppbyggingu námssviðs upplýsinga- og tæknimennta verður að taka mið af því að tækni byggist á mörgum þekkingargrunnum, gildismati, ferlum, margvíslegri kunnáttu og færni. Til að ná utan um alla þessa þekkingar-, færni- og gildaþætti er því lagt til að námssviðið skiptist upp í nokkrar námsgreinar og sjálfstæða námsþætti á grunnskólastigi. Á framhaldsskólastigi er lagt til að stofnuð verði bóknámsbraut um námssviðið er beri heitið upplýsinga- og tæknibraut. Tillagan er sett fram með öllum fyrirvörum í 16. grein framhaldsskólalaga um að stofnun nýrrar brautar sé háð samþykki ráðherra.

 

Grunnskólastig(1)

Lagt er til að námssviðið myndi ramma um þrjár námsgreinar og nokkra námsþætti á grunnskólastigi: Þessar greinar og þættir, utan smíða, eiga það sammerkt að sækja viðfangsefni sín í aðrar námsgreinar. Allar eiga greinarnar það sameiginlegt að vera hagnýtar og búa yfir sjálfstæðri þekkingar- og aðferðafræði sem réttlætir sérstöðu þeirra og sjálfstæði. Til samans eiga þær að spanna tæknisvið upplýsingasamfélagsins og veita nemendum grundvallarfærni og þekkingu í að nýta sér tæknina á upplýstan, ábyrgan og siðferðislegan hátt. Í nýsköpun og hagnýtingu þekkingar fást nemendur við mótun og hagnýtingu þekkingar. Í skólasafnskennslu fást nemendur við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga. Í smíðum fást nemendur við mótun og hagnýtingu efnisheimsins. Í tölvum í grunnskólum fá nemendur þjálfun í að nýta sér tölvur sem altækt og sjálfsagt verkfæri við úrlausn margvíslegra verkefna.

 

Framhaldsskólastig

Upplýsinga- og tæknibraut myndi ramma um þrjár kjörgreinar og þrjár sérgreinar á framhaldsskólastigi:
Rauntækni (kjörgrein).
Fræðileg kynning og þjálfun í hagnýtingu á þekkingu náttúrvísinda. Áhersla lögð á hönnun.
Upplýsingatækni (kjörgrein).
Áhersla á upplýsingavinnslu, boðveitur og félagslega dreifingu, greiningu og miðlun upplýsinga í samfélaginu.
Hugbúnaðartækni (kjörgrein).
Áhersla á hönnun hugbúnaðar, forritun, algrím o.s.frv.
Frumkvöðlafræði (sérgrein).
Þjálfa nemendur í að koma auga á og nýta sér tækifæri og möguleika á ýmsum sviðum: félagsmálum, viðskiptum, listum, upplýsingamálum o.s.frv.
Verklagsfræði (sérgrein).
Þjálfa verklagsskilning nemenda.
Kerfisfræði (sérgrein).
Áhersla á kerfisfræðilega og heildræna hugsun við úrlausnir verkefna.
Heildaruppbygging námssviðsins skýrist nánar af mynd 1.

Mynd 1 Námssvið upplýsinga- og tæknimennta

Myndin sýnir að ný námsgrein í grunnskóla, nýsköpun og hagnýting þekkingar, er hugsuð sem kjarngrein námssviðsins á grunnskólastigi. Hún felur í sér námsþætti sem mynda samfellu við kjörgreinar upplýsinga- og tæknibrautar. Myndin sýnir einnig að samfella er hugsuð á milli smíða og rauntækni, skólasafnskennslu og upplýsingatækni og námsþáttarins tölvur í grunnskólum og hugbúnaðartækni.

 

Markmið og námsþættir námssviðsins(2)

Yfirmarkmið

Kennsla á námsviðinu stuðli að trú nemendans á eigin getu til að móta umhverfið í sátt við alla þætti þess: náttúru, samfélag og menningu.

Meginmarkmið

Nemendur Sömu markmið gilda fyrir grunnskólastigið og framhaldsskólastigið. Í grunnskóla er lögð áhersla á að nemendur hafi grundvallarfærniþættina á valdi sínu í gegnum sjálfstæð verkefni. Í framhaldsskóla verði gerðar auknar þekkingarfærðilegar kröfur.

Líta ber á þessi markmið sem sameiginleg markmið námssviðsins. Hver námsgrein og námsþáttur hefur svo sín eigin markmið í samræmi við séreðli greinanna og verður fjallað um þau samhliða umræðum um einstaka greinar og þætti.
 

Meginnámsþættir námssviðsins(3)

Þrír meginnámsþættir eiga að ganga sem rauður þráður í gegnum alla kennslu á námssviðinu. Þessir þættir eru: Þessir þættir verða útfærðir með ýmsu móti fyrir námsgreinar námssviðsins í samræmi við markmið þeirra og eðli. Fyrir námssviðið í heild fela meginþættirnir í sér ákveðin markmið sem ber að leggja ríka áherslu á í allri kennslu á sviðinu. Markmiðin eru:

Þekkingar- og tæknigrunnur
Nemendur öðlist:

Þekkingar- og tæknivinnsla
Nemendur hafi kunnáttu og getu til að:  Eintaklingur, tækni og umhverfi
Nemendur öðlist skilning:

Viðfangsefni námssviðsins

Á námssviðinu skal leggja áherslu á að tækni er ekki bundin við eitt svið í umhverfinu eða eitt þekkingarsvið. Tækni er beitt á öllum sviðum umhverfisins og er hagnýting á þekkingu vísinda, lista og fræða. Viðfangsefni og þekking nemenda skal því sótt til:
Náttúru
Tæknileg hagnýting og beislun á: náttúrufræðilegum lögmálum og öflum.

Þekkingarfræðileg uppspretta frá: náttúruvísindum (eðlisfræði, efnafræði, líffræði o.s.frv.).
Samfélags
Tæknileg hagnýting og beislun á: félags- og hagfræðilegum öflum og lögmálum.

Þekkingarfræðileg uppspretta frá: félags- og hagvísindum (hagfræði, félagsfræði, sálarfræði o.s.frv.).
Menningu
Tæknileg hagnýting og beislun á: stærðfræði- og boðskipafræðilegum öflum og lögmálum.

Þekkingarfræðileg uppspretta frá: hugvísindum og listum (stærðfræði, málfræði, tónfræði o.s.frv.).
 

Læsi

Upplýsinga- og tæknimenntun sem leggur áherslu á heildrænan tækniskilning og tæknilæsi undirbýr nemendur til virkrar og árangursríkrar þátttöku í efnahags- og menningarlífi er einkennist af síbreytilegri tækni og vaxandi þýðingu nýrrar þekkingar sem afla verður án afláts allt lífið.

Ein mikilvægasta undirstaða árangursríkrar tækninotkunar er tæknilæsi sem hvílir síðan á öðrum tegundum læsis. Í þessum skilningi felur læsi í sér:

Tæknilæsi
felur í sér skilning á virkni og eðli manngerðra hluta og kunnáttu til að velja viðeigandi tækni við úrlausnir verkefna. Tæknilæsi felur ekki endilega í sér að vera skapandi á tæknisviðinu, á sama hátt og að vera læs og skrifandi felur ekki endilega í sér að vera góður rithöfundur. Allir geta þó skrifað frumlegan texta, því ættu tæknilæsir og skrifandi einstaklingar að sama skapi að geta búið til meiri og minni frumlega tækni.

Markmið námssviðsins í tæknilæsi er að nemendur geti:

Vísindalæsi
er ein mikilvægasta undirstaða tæknilæsis. Vísindalæsi felur í sér að geta lesið fyrirbæri heimsins og þýtt þau yfir á mál vísinda annaðhvort sem frumlega og nýja setningu eða tengt það við fyrri setningar. Vísindalæs einstaklingur getur einnig farið hina leiðina; lesið setningu á máli vísinda og fundið samsvörun hennar í náttúrunni.

Markmið námssviðsins í vísindalæsi er að nemendur geti:

Upplýsingalæsi
er einn af undirstöðuþáttum námssviðsins. Það felur í sér að vita hvaða upplýsinga er þörf, staðsett þær og metið.

Markmið námssviðsins í upplýsingalæsi er að nemendur geti:

Tölvulæsi
það að hafa einhverja hugmynd um hvernig tölvur vinna, hafa vald á nokkrum orðaforða um gagnavinnslu og geta notað tölvur til gagns. Tölvulæsi þarf ekki að fela í sér kunnáttu í forritun eða þekkingu á innviðum tölvunnar.

Markmið námssviðsins í tölvulæsi er að nemendur:

 

Undirbúningur undir líf, starf og virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi

Undirbúningur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
Upplýsinga- og tæknimenntun á að opna augu nemenda fyrir því á hvern hátt tækni er notuð í mannlífinu. Hún á að stuðla að því að nemendur verði virkir þátttakendur í mótun umhverfis síns og geti myndað sér sjálfstæðar skoðanir um gildi tæknivæðingar.

Til að verða virkir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi nútímans þurfa nemendur að öðlast næman skilning á vaxandi tæknivæðingu þjóðfélagsins. Nemendur þurfa að geta metið á uppbyggilegan og gagnrýninn hátt hlutverk tækni í samfélaginu og geta tekið afstöðu til tæknivæðingar á ábyrgan og siðrænan hátt, hvað á við og hvað ber að varast.

Undirbúningur undir þátttöku í atvinnulífi
Atvinnulíf nútímans byggir í vaxandi mæli á þjónustu, samskiptum og upplýsingum. Umhverfi þess er síbreytilegt vegna tilkomu nýrrar tækni og þekkingar. Það krefst starfskrafta sem geta á skjótan hátt aðlagast nýjungum, komið auga á möguleika nýrrar þekkingar, auk þess að búa yfir þekkingu og færni við að hagnýta nýja þekkingu og vinna úr henni verðmætar afurðir.

Í upplýsinga- og tæknimenntun er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að nýta sér tækni af færni og kunnáttu og að nemendur:

Þannig verður námssviðið góður almennur undirbúningur að atvinnuþátttöku nemenda á hverju því sviði sem þeir helst kjósa sér.

Nám við hæfi hvers og eins
Námssvið upplýsinga- og tæknimennta byggir að stórum hluta á samvinnu hæfileikaríkra einstaklinga á ólíkum sviðum. Það byggir einnig að stórum hluta á vali nemenda á viðfangsefnum sem tengjast áhugasviði þeirra og sérhæfileikum.

Með því að koma til móts við þörf hvers einstaklings til að rækta hæfileika sína á sviðum sem hann nýtur sín best og með þeim aðferðum sem henta honum best, er leitast við að nemendum sé ekki mismunað eftir kyni, búsetu, stétt, uppruna, trú eða fötlun.

 

Uppbygging námssviðs og brautar

Hið nýja fag nýsköpun og hagnýting þekkingar í grunnskóla og nýjar námsgreinar í framhaldskóla hafa það sérkenni að góður árangur í því krefst hraðari endurnýjunar á námsefni, vinnubrögðum, viðhorfum o.fl. en á við um margar hefðbundnar námsgreinar. Tæknin getur orðið hratt úrelt. Lykilatriði í því að ná árangri á tæknisviðinu er því öflug geta, vilji og aðstaða og hvatning til að fylgjast með breytingum á viðráðanlegan, hraðvirkan og nægilega yfirgripsmikinn hátt.

Stöðug grundvallarþekking
Hluti af kunnáttunni er fremur stöðugur, þ.e. kunnátta á ýmsum grundvallaratriðum sem eru ýmist óumbreytanleg eða breytast hægt. Einnig má nefna ýmsa kunnáttu og viðhorf sem miklu skipta svo sem ríkur hæfileiki og vilji til ævilangrar símenntunar og sjálfsnáms sem og skilningur á mikilvægi þess fyrir einstakling og þjóðfélag.

Síbreytileg tækniþekking
Annar hluti breytist mjög hratt t.d. það sem snýr að tölvutækni. Það sama má segja um nánast alla aðra tækni.

Mikil hætta er á því að skólar, kennarar og nemendur dragist langt aftur úr ef ekki er tryggilega séð fyrir því að koma til skila upplýsingum um þær nýjungar sem mestu skipta. Þessar upplýsingar verður að tilreiða og sía til þess að þær komi að gagni. Of yfirgripsmiklar upplýsingar verða ekki meðteknar.

Nauðsyn stöðugrar nýsköpunar í fræðslu, námi og inntaki
Við þetta má bæta að allir þættir, bæði þeir sem varða grundvöllinn og þeir sem varða hraðfara breytingar þurfa að vera í stöðugri framþróun í smáu sem stóru. Kennsluhætti má fullkomna, útskýringar má gera betri og svo má lengi telja. Öll slík vinna getur skilað miklum árangri ef tryggt er að það sem best reynist breiðist hratt út. Forsenda í þessu sambandi er öflugt skipulag til að meta og miðla þekkingu.

 

Þekkinganet fyrir námssvið og braut upplýsinga- og tæknimennta

Vandi nýs námssviðs og nýrrar bóknámsbrautar í upplýsinga- og tæknimenntun er einkum tvenns konar: Til að koma til móts við þessar þarfir er því lagt til að komið verði upp þekkingarneti til að byggja upp á skjótan og árangursríkan hátt kennslureynslu, námsgögn og námsverkefni.

 

Tilgangurinn með þekkingarneti

Bætt tengsl fræðslustofnana við umhverfi sitt: Sívirkt og hratt aðstreymi nýrra hugmynda og þekkingar inn í fræðslustofnanir og milli þeirra: Mynd 2 Uppbygging þekkingarnets upplýsinga- og tæknimennta

Ávinningur

 1. Miklu hraðari hagnýting á þekkingu og reynslu
 2. Við núverandi aðstæður getur það tekið mörg ár og stundum áratugi fyrir nýja og verðmæta þekkingu að komast á leiðarenda frá „frumframleiðendum", fyrirtækum í atvinnulífi, rannsóknastofnunum o.s.frv., til endanlegra notenda. Þessi töf felur í sér glötuð tækifæri. Um leið felur hún í sér sóun á verulegu almannafé sem varið hefur verið til að skapa þekkingu sem safnar ryki áratugum saman án gagns.

  Verklagið sem er lagt til að hér verði tekið upp getur stytt þann tíma sem tekur nýja þekkingu að komast frá „frumframleiðanda" til endanlegs notanda úr árum eða áratug niður í mánuði, daga eða klukkustundir.

 3. Stórbætt almenn heildarsýn
 4. Möguleikar skapast á stórbættri heildarsýn nemenda sé þeim skapaður greiður aðgangur að þekkingu víða að, t.d. úr innlendu atvinnulífi og af ýmsum skólastigum. Við núverandi aðstæður tekur mörg ár og mikinn tilkostnað að koma þessari þekkingu til skila með hefðbundnum aðferðum, þ.e. áralangri baráttu fyrir nýjum námskeiðum og kostnaðarsamri kennslu. Sé farið að á þann hátt sem hér er lagt til myndi mikið af slíkri þekkingu komast nánast umsvifalaust til skila í einfaldri frumgerð sem nemendur gætu meðtekið á stuttum tíma.

 5. Samnýting á vinnu
 6. Ritstjórnin skipuleggur og skilgreinir verkefni við öflun gagna, uppbyggingu þekkingarbrunna (einkum upplýsingavefi) sem og hvers kyns námsgögn í nánu samstarfi við nemendur, kennara, skóla, heimila og atvinnulífs sem og milli skólastiga. Hún beiti sér fyrir að ná samvinnu við þá aðila sem byggja upp upplýsingavefi (stofnanir, fagfélög, fyrirtæki o.s.frv.) um að þeir hagi verkum sínum þannig að hluti efnisins hafi notagildi innan skólakerfisins.

 7. Aukin samskipti milli skólastiga.
 8. Ritstjórnin beitir sér fyrir því að brúa bilið milli skólastiga með því að samræma uppbyggingu á upplýsingavefum þeirra og samtengja þá.

 9. Aukin samvinna skóla og atvinnulífs, opinberra stofnana fagfélaga o.fl.
 10. Ritstjórnin beitir sér fyrir aukinni samvinnu milli skóla og atvinnulífs, skóla og almennings, fagfélaga, hagsmunafélaga o.fl. Með þeim aðferðum sem hér eru kynntar má gera ráð fyrir því að unnt verði að ná mjög miklum árangri í að auka samvinnu fyrrgreindra aðila. Kjörið er til að mynda að byggja upp upplýsingavef þar sem fyrirtæki geta skráð tillögur um náms- og prófverkefni. Slíkan möguleika þarf að kynna mjög rækilega og ganga eftir því að fá inn hugmyndir. Sé unnið á þennan hátt verður árangurinn mikill.

Skipulag

 1. Ritstjórn
 2. Lagt er til að stofnuð verði 5 manna ritstjórnarhópur sem hefur það hlutverk að ritstýra þekkingarnetinu og koma á tengslum.

 3. Tengslahópur
 4. Lagt er til að ritstjórn komi sér upp formlegum hópi tengla á öllum skólastigum í atvinnulífi og víðar. Enn fremur verði hópurinn opinn áhugasömum einstaklingum sem vilja taka þátt í störfum hans.

 5. Verkefni og verklag ritstjórnar
 6. Námsefnisvinnsla nemenda
 7. Nemendaverkefni eins og viðtöl við aðila úr atvinnulífi, kynningar á vísindum og tækni, þýðingar á fræðsluefni, hagnýt hönnunarverkefni nemenda o.s.frv. verða sett út á Netið.

 8. Kostun
 9. Árangursmat
 10. Endurnýjun
 
Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 04.09.1997
Uppseting Jóhann Ásmundsson joas@ismennt.is