Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

Framhaldsskólinn

Inngangur

Brautir framhaldsskóla eru ferns konar: almenn braut, bóknámsbrautir, listabraut og starfsnámsbrautir (samanber 16. grein laga um framhaldsskóla). Hlutverk forvinnuhóps á námssviði upplýsinga- og tæknimennta er fyrst og fremst að fjalla um bóknámsbrautir.

Mynd 5 Bóknámsbraut

Myndin hér að ofan sýnir uppbyggingu bóknámsbrautar. Hún skiptist í þrjá meginhluta: Brautarkjarna, kjörsvið og val. Brautarkjarnin skiptist í ratvísikjarna, almennan kjarna og sérgreinar brautar. Kjörsvið er frekari sérhæfing brautar. Frjálst val námsgreina gefur nemendum kost á að kynnast list-, verk-, og fræðasviðum að eigin vali (sjá 17. grein laga um framhaldsskóla).

Bóknámsbrautir eru þrjár félagsfræði-, tungumála- og náttúrfræðibraut.

 

Stofnun nýrrar bóknámsbrautar í upplýsinga- og tæknimenntun

Forvinnuhópurinn leggur til að stofnuð verði ný bóknámsbraut er beri heitið upplýsinga- og tæknibraut. Tillagan er sett fram með öllum fyrirvörum 16. greinar laga um framhaldsskóla sem kveða á um að stofnun nýrrar brautar sé háð samþykki ráðherra.

Markmið brautar
Á brautinni verði lögð áherslu á fræðilegt tækninám og er því ætlað að búa nemendur undir háskólanám í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði og kerfisfræði. Upplýsinga- og tæknibraut veiti engin starfsréttindi að námi loknum. Með samsetningu valgreina er brautin einnig góður undirbúningur undir háskólanám á öðrum sviðum.

Brautinni er ætlað að mæta námsþörfum nemenda sem hafa áhuga á verkfærðilegri og tæknilegri nálgun við lausnir verkefna. Brautin getur þannig höfðað til fleiri nemenda en eingöngu þeirra sem hafa ákveðið að leggja stund á verkfræði, tæknifræði eða tölvunarfræði í háskóla.

 

Rök fyrir stofnun upplýsinga- og tæknibrautar

Hér á landi hefur tæknimenntun nær alveg verið takmörkuð við einstakar starfsnámsbrautir á framhaldsskólastigi og því fer stærstur hluti nemenda varhluta af öllu sem heitir tæknimenntun. Af þessum sökum hafa nemendur í framhaldskóla sem hafa brennandi áhuga á tækni og stefna á háskólanám á því sviði orðið að velja á milli almenns stúdentsprófs sem veitir litla tækniþjálfun eða fara lengri leið til stúdentsprófs í gegnum starfsnámsbrautir. Upplýsinga- og tæknibraut er m.a. ætlað að koma til móts við þessar þarfir.

Í heimi sívaxandi tæknivæðingar er innsýn, þekking og færni í beitningu tækni nauðsynleg öllum einstaklingum til að verða virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Jafnframt sem nauðsynlegt er að ráða yfir góðri tækniþekkingu á þeim sviðum sem skipta máli er einnig nauðsynlegt að ráða yfir sameigilegu tæknimáli til að hafa árangursrík samskipti við einstaklinga á öðrum sviðum. Með upplýsinga- og tæknibraut gefst kostur á að koma til móts við þessi almennu sjónarmið um tæknilæsi jafnframt sem nemendum gefst kostur á að dýpka tækniskilning sinn á sviðum sem þeir hyggjast leggja fyrir sig á lífsleiðinni.

Fagleg sjónarmið
Þótt tækni hafi ávallt fylgt mankyninu er mikilvægi hennar og umfang í mannlífinu nútímans meira en nokkru sinni. Tæknin er ríkjandi einkenni nútímans. Til að öðlast skilning á umhverfi okkar og nýtingu þess er þekking á tækni ekki síður mikilvæg en þekking á náttúrufræðum.

Tækni er sérstakt faglegt viðfangsefni. Hún hvílir á eigin þekkingar- og aðferðafræði. Á bóknámsbraut framhaldsskóla gefst nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á helstu sviðum vísinda og fræða til að undibúa sig undir áframhaldandi nám í háskóla á þessum sviðum. Vegna síaukins mikilvægis tækninnar er sjálfsagt að nemendum gefist einnig kostur á að kynnast tækni sem sérstöku faglegu viðfangsefni í framhaldsskóla. Með slíku námi myndu nemendur kynnast tækni í víðara samhengi en þegar í háskóla er komið. Breið almenn tæknimenntun í framhaldsskóla verði þannig góð undirstaða undir sérhæfðara tækninám á háskólastigi.

Menningarleg og þjóðfélagsleg sjónarmið
Áhrif tækni á umhverfi er mikil og þá ekki síður á samfélagið og menninguna. Ábyrgð manna gagnvart tækni er því mikil. Hún er ekki eitthvað sem vex stjórnlaust heldur lýtur stjórn og beitingu manna. Á framhaldskólaaldri ganga einstaklingar í gegnum þroskaskeið þar sem stjórnmálaleg og siðferðisleg vitund þeirra í þjóðfélagslegu samhengi er að vakna. Því er mikilvægt á þessum mótunarárum að nemendur fái að kynnast tækni af eigin raun og læri að taka þroskaða afstöðu til hennar. Það er mikilvægt að nemendur kynnist tækni sem sérstakri námsgrein. Þannig geta þeir tekið afdráttarlausa afstöðu til tækninnar og myndað sér skoðanir út frá séreðli hennar. Með nýrri bóknámsbraut upplýsinga- og tæknimennta skapast möguleiki á að fjalla um tækni sem sérstakt faglegt viðfangsefni, nemendur kynnast þannig tækni á hennar eigin forsendum.

Í nútímaþjóðfélögum eru gerðar sífellt meiri kröfur til tækninotkunar. Flest störf við framleiðslu eru að breytast í tækni- og hönnunarvinnu. Nýtt tæknisvið, hugbúnaðar- og tölvusvið, hefur aukið enn frekar á kröfurnar. Þessar þarfir þjóðfélagsins kalla á stóraukna þörf eftir tæknimenntuðu fólki. Til að mæta þessari þörf þarf skólakerfið að efla tæknimenntun á öllum skólastigum. Mikilvægt er að hugað verði vel að samfellu á milli skólastiga í þeim efnum. Nýrri bóknámsbraut, upplýsinga- og tæknimennta er ætlað að koma til móts við þessar þarfir. Hún myndar samfellu í námi nemenda sem stefna á tækninám á háskólastigi strax við lok grunnskóla og henni er ætlað að veita nemendum góða grunnmenntun í nýjum tæknigreinum eins og hugbúnaðargerð áður en komið er í háskóla.

 

Skipulag brautar

Mynd 6 Tillaga að skipulagi upplýsinga- og tæknibrautar

Mynd 6 sýnir tillögu að skipulagi upplýsinga- og tæknibrautar. Brautin skiptist upp í:

brautarkjarna (84 einingar) sem greinist í:

Kjörsvið (42 einingar)

Á kjörsviði er stærðfræði auk þriggja kjörgreina:

Val nemenda (14 einingar)

 

Skipulag kjörsviðs

Kjörgreinar kjörsviðsins má skilgreina sem eins konar klasa (módúl). Klasarnir gegni svipuðu hlutverki og svokallaðar brautarlínur í núverandi aðalnámskrá frá 1990. Hver klasi er að hámarki 12 einingar eða fjórir 3. eininga áfangar. Áfangarnir eru eins konar kubbar sem nemendur raða saman. Nemendur geta mest valið fjóra áfanga í kjörgrein en minnst tvo áfanga. Með þessu er hægt að gefa kost á sjö mismunandi námsleiðum í gegnum kjörsviðið. Nemendur eiga þannig kost á að dýpka skilning sinn á ákveðnum tæknisviðum undir lok námsins í stað þess að velja ákveðna tæknilínu í upphafi náms.

Skólum verður ekki skylt að bjóða upp á lokaáfangann í öllum kjörgreinum. Þetta gefur skólum kost að leggja t.d. meiri áherslu á rauntækni eða hugbúnaðartækni. Þannig gætu skólar t.d. nýtt sér nálægð við rannsóknarstofnanir eða háskóladeildir til að byggja upp upplýsinga- og tæknibraut með sérstaka áherslu á ákveðin tæknisvið.

Röðunarreglur klasa:
Allur stærðfræðiklasinn verði skylda 15 einingar (3+3+3+3+3)

Kjörgreinaklasarnir hafi uppbygginguna:

 A   B   C   D
 
|3|+|3|+|3|+|3| = 12 einingar
Uppröðun kubba í kjörgreinaklösum

Flöt uppröðun án sérhæfingar (1 möguleiki):

Kjörgrein(1) A+B+C
Kjörgrein(2) A+B+C
Kjörgrein(3) A+B+C
Fjölbreytt uppröðun með sérhæfingu (6 möguleikar):
Kjörgrein(1) A+B+C+D
Kjörgrein(2) A+B+C
Kjörgrein(3) A+B
 

Fjarkennsla og kjarnaskólar

Ef af stofnun brautarinnar verður, er lagt til að 1-2 framhaldsskólar verði skilgreindir kjarnaskólar brautarinnar. Mikilvægt er að brautin verði strax frá upphafi útfærð með tilliti til fjarkennslu, þekkingarnetsins (sjá að framan) og hópvinnukerfa um tölvunet. Með þeim hætti er hægt að byggja brautina hratt upp þannig að nemendur og kennarar brautarinnar geta verið staðsettir vítt og breitt um landið.

Til að byggja hratt upp námsefni á íslensku fyrir námsgreinar brautarinnar, geta hagnýt verkefni nemenda í upplýsingatækni falist í því að búa til þekkingarnet í tengslum við annað nám á brautinni. Með þeim hætti getur safnast upp á skömmum tíma námsefni fyrir brautina sem nemendur hafa sjálfir útbúið undir leiðsögn kennara.

 

Námsgreinar brautar

Námsgreinar og námsþættir brautar greinist í þvernámskrárlega þætti, sérgreinar brautar, kjörgreinar og almennar greinar brautar í almennum kjarna.

Þvernámskrárlegir þættir
Með þvernámskrárlegum þáttum er átt við námsþætti sem eiga að gegnsýra allt nám á brautinni. Við útfærslu námsgreina í skólanámskrá og í kennslu skal því taka mið af eftirtöldum þáttum:

Heildræn hugsun
Lögð er áhersla á að nemendur tengi einstök þekkingaratriði og viðhorf sem þeir öðlast í námi í stærra samhengi en því sem lýtur beint að námsgreininni. Það felur í sér að þeir skynji tilveruna í víðu samhengi, þ.e. sem heildir (kerfi) í stað einingar.

Ævilöng símenntun
Leggja ber mikla áherslu á að nemendur tileinki sér jákvæð viðhorf gagnvart ævilangri símenntun. Gildi símenntunar og mikilvægi gegnsýri því allt nám. Auk þess er mikilvægt að fjalla sérstaklega um aðferðafræði ævilangrar símenntunar.

Framtak, frumkvæði og virk félagsleg þátttaka
Árangur einstaklinga, félagsheilda t.d. fyrirtækja og samfélagsins í heild, byggir mjög á einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. Slíkir einstaklingar sýna frumkvæði, áræði og oft skapandi hugsun með þátttöku sinni. Þessir einstaklingar hafa einnig góðan eða nægan skilning á félagsumhverfi sínu til að ná góðum árangri í samstarfi við aðra.

Til að þessar áherslur verða virkar í námi er nauðsynlegt að nemendur fái umbun í hlutfalli við það frumkvæði, framtak og sjálfsstæði sem þeir sýna t.d. með því að koma með eigin hugmyndir og tillögur, taka sjálfstæða afstöðu til mála o.s.frv.

Skapandi hugsun
Leggja ber ríka áherslu á að þjálfa nemendur í skapandi hugsun. Það felur í sér að nemendur séu hvattir til að:

Persónuleg virkni
Leggja ber áherslu á hverskyns færni sem eykur afköst nemenda, gæði vinnu þeirra og hæfileika til að sannfæra aðra um ágæti nýjunga. Þetta geta verið ýmis konar færniþættir sem eru ekki teknir fyrir í hefðbundinni kennslu en nemendum gefinn kostur á að afla sér með sjálfsnámi á Netinu eða með fjarkennslu.

Mannleg samskipti. Mikil áhersla verði lögð á að þjálfa nemendur í mannlegum samskiptum. Það felur í sér að nemendur geti:

Hagræðing og framleiðni
Hvar sem því verður við komið ber að leggja ríka áherslu á að nemendur tileinki með sér hvöt til hagræðingar og framleiðni. Einkum er mikilvægt að nemendur öðlist skilning á mikilvægi vinnuhagræðingar í eigin vinnubrögðum og á gildi skipulegrar vinnu til að ná árangri í námi og starfi.

 

Sérgreinar brautar

Sérgreinar brautar eru skyldunámsgreinar brautarinnar sem allir nemendur á brautinni verða að taka. Þær eru auk stærðfræði: Auk skyldunáms sérgreina verða nemendum á brautinni að taka einn þriggja eininga áfanga í bundnu vali til frekari dýpkunar í einni af sérsgreinunum.

Drög að áfangalýsingum sérgreina

Frumkvöðlafræði
Frumkvöðlafræði byggist á því að virkja hæfileika einstaklinga til að koma auga á tækifæri og möguleika til að koma á framfæri, markaðssetja eða stofna rekstur um nýjungar á margvíslegum sviðum. Má þar nefna nýjungar á sviðum eins og:

Nemendur fá þjálfun í að skilgreina, rannsaka, velja og hrinda í framkvæmd nýjum hugmyndum á margvíslegum sviðum. Nemendur læri gerð áhættumats og nýmælarannsókna. Það felur í sér að nemendur geti: Verklagsfræði
Verklagsfræði er safn námsþátta sem miða að því að leggja grunn að verkfræðilegri hugsun nemenda og virkum, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, hvort sem þeir starfa einir sér eða í samstarfi við aðra. Þættirnir sem hér um ræður eru: Þegar hefur verið fjallað um þættina mannleg samskipti og persónulega virkni hér að framan.

Auðlindafræði fjallar um gerð tíma-, verk- og fjárhagsáætlana, nýtingu á hráefni og umhverfi og hæfni í að stjórna sjálfum sér og öðrum við vinnu. Það felur í sér að nemendur geti:

Kerfisfræði
Áhersla verði lögð á að nemendur temji sér heildræna hugsun við úrlausnir verkefna, öðlist skilning á félagslegum og tæknilegum kerfum og skipulagsheildum, geti greint og leiðrétt kerfisvillur, geti hannað ný kerfi og gert endurbætur á eldri kerfum. Það felur í sér að nemendur:  

Kjörgreinar brautar

Kjörgreinar eru námsgreinaklasar á kjörsviði brautar. Með þeim gefst nemendum kostur á að dýpka skilning sinn á ákveðnum tæknisviðum. Kjörgreinarnar eru þrjár auk stærðfræði og ná þær yfir þrjú svið: hugbúnaðarsvið, upplýsingasvið og rauntæknisvið. Stærðfræði gegnir lykilhlutverki á brautinni. Er ætlast til að nemendur taki 15 einingar í stærðfræði á kjörsviði og 9 einingar með sérgreinum brautar, samtals 24 einingar til stúdentsprófs. Auk þess geta nemendur bætt við sig þremur einingum í stærðfræði í bundnu vali.

Eins og komið hefur fram hér að framan er lagt til að kjörgreinaklasarnir verði:

Öllum nemendum á brautinni verði skylt að taka að lágmarki tvo áfanga í hverri grein. Mest geti nemendur tekið fjóra áfanga í grein (sjá kaflann Skipulag kjörsviðs).

Í kjörgreinum verði lögð áhersla á hönnun hagnýtra hluta og fræðilegar undirstöður tæknisviðanna. Námið myndi þannig samfellu við greinar námssviðsins á grunnskólastigi. Mikilvægt er að kjörgreinarnar myndi samstæða heild í skylduáföngunum með hliðsjón af hugbúnaðar-, upplýsinga-, fjarskipta-, merkja- og tölvutækni.

Rauntækni
Með rauntækni er átt við safn tæknigreina sem leggja megináherslu á tæknilega hagnýtingu á þekkingu sem verður til á sviði náttúruvísinda. Með kennslu verða því jöfnum höndum treystar fræðilegar undirstöður nemenda á þessum sviðum en um leið að opna augu þeirra fyrir hagnýtu gildi þekkingarinnar. Þetta má gera með því að nemendur vinni að hönnunarverkefnum út frá einhverri meginhugmynd(7) sem þeir annaðhvort leggja til sjálfir eða er fræðilegt innlegg kennarans. Í framvindu verksins afli nemendur sér nauðsynlegrar þekkingar til að leysa verkefnið t.d. með tilraunum, sjálfsnámi, fræðslu kennarans, þarfastýrðu samtímanámi o.s.frv.

Upplýsingatækni
Upplýsingatækni(8) og upplýsingavinnsla(9) eru ört vaxandi tæknisvið. Í upplýsingatækni verður fjallað um báða þættina, þ.e. upplýsingabrautirnar og úrvinnslu og greiningu upplýsingaflæðisins. Verkefni nemenda geta falist í hönnun upplýsingakerfa, hönnun netheima, hönnun tölfræðilegra greiningarkerfa upplýsinga o.s.frv.

Mikilvægt er að leggja áherslu á félagslegt eðli upplýsinga. Með upplýsingatækni er haldið utan um sífellt meira magn persónuupplýsinga, upplýsingar um félagslegar athafnir og efnahagslega hegðun einstaklinga. Þessi nákvæma og oft á tíðum sjálfvirka kerfisskráning félagslegra upplýsinga hefur ýmsar hliðar sem mikilvægt er að fjallað verður sérstaklega um innan upplýsingatækni. Þeir þættir sem helst ber að leggja áherslu á eru:

Hugbúnaðartækni
Nám í forritun er að mörgu leyti hliðstæða við stærðfræði- og tungumálanám. Til að ná árangri þarf ástundun, ögun og tileinkun orðaforða og málfræðireglna. Einstaklingar eru misfljótir að verða málhæfir án þess það gefi endilega til kynna hvort þeir verða frjóir og skapandi á málinu þegar þeir hafa loks náð valdi á því.

Markmiðið með hugbúnaðartækni er að nemendur sem hyggja á háskólanám á þessu sviði hafi náð góðu valdi á forritun við lok framhaldskólanáms. Með því er vonast til að fleirri nemendur hafi áhuga og getu til að stunda háskólanám á þessu mikilvæga tæknisviði. Um hugbúnaðartækni gildir það sama og um aðrar greinar framhaldsskóla að nemendur á öðrum brautum geta tekið einstaka áfanga hennar í vali.

 

Almennar greinar brautar

Í 17. grein framhaldsskólalaga frá 1996 er kveðið á um að í brautarkjarna séu, fyrir utan sérgreinar brautar, "námsgreinar sem stuðla að almennri menntun og búa nemendur undir þátttöku í samfélaginu". Lagt er til að framlag námssviðsins í þennan almenna kjarna námsgreina verði upplýsingalæsi og vísindi og tækni sem verði út-færð í samvinnu við námssvið náttúrufræða.

Upplýsingalæsi
Greinargerð
Þungamiðja stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingamál er samkvæmt Framtíðarsýn ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið, 2. útg. 1997 bls. 15 að "Íslendingar verði í fararbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar".

Til að svo megi verða þarf menntakerfið að laga sig að breyttri þjóðfélagsímynd og miða almenna menntun við kosti upplýsingasamfélagsins. Kennsla í upplýsingalæsi er liður í þeirri þróun, en færni í upplýsingalæsi veitir fólki styrkari stöðu í þjóðfélaginu.

Menntastofnanir hafa það veigamikla hlutverki að gegna að búa nemendur undir líf og starf í þjóðfélagi framtíðar enda er menntun sá grundvöllur sem þróun og framfarir hvíla á. Í upplýsingasamfélagi verður menntun ekki háð búsetu eða tíma á sama hátt og áður. Með því að nýta kosti tækninnar er unnt að tryggja aðgang allra landsmanna að upplýsingum og þekkingu. Eitt af hlutverkum mennta- og menningarstofnana er að vinna að því að svo geti orðið.

Áfangamarkmið
Nemendur

Lýsing fyrir námsvísi
Farið yfir gögn um upplýsingaöflun, upplýsingasöfn, útgáfuform upplýsinga, bókasöfn, handbækur, tölvusamskipti o.s.frv.

Áhersla er lögð á verkefnavinnu nemenda, sem er hluti af námsmati.

Ábendingar og athugasemdir

 

Vísindi og tækni
Útfærsla á þessari námsgrein verður unnin í náinni samvinnu við námssvið náttúrufræða. Áhersluþættir námssviðs upplýsinga- og tæknimennta verði þeir sömu og koma fram í nýsköpun og hagnýting þekkingar á grunnskólastigi.

 

Tölvur í framhaldsskólum

Ef markmið nýrrar námskrár um upplýsinga- og tölvulæsi nemenda ná fram að ganga eru forsendur núverandi tölvuáfanga í framhaldsskólum brostnar. Inn í framhaldsskóla munu innritast nemendur sem hafa fullt vald á ritvinnslu og geta nýtt sér tölvur til gagns í námi. Þeir hafa kynnst öllum algengustu notkunarmöguleikum tölva, í námi, í upplýsingavinnslu, í samskiptum og í hópvinnu. Til að gæta eðlilegrar samfellu á milli skólastiga þurfa framhaldsskólar að vera tilbúnir að taka á móti nemendum sem gera nýjar kröfur til kennsluhátta og kennslutækja.

Mikilvægt er að tölvunotkun verði sjálfsagður og eðlilegur þáttur í öllu námi á framhaldsskólastigi. Nemendur kynnist hvernig tölvutæknin er notuð á þeim fræði-, list- og starfssviðum sem þeir stunda nám á. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér notkun sérfaglegs hugbúnaðar til að leysa verkefni í viðeigandi námsgreinum.

Ef af stofnun nýrrar bóknámsbrautar verður í upplýsinga- og tæknimenntum verður boðið upp á faglega áfanga í hönnun hugbúnaðar, vélbúnaði tölva, gagnasafnsfræðum o.s.frv. Nemendur á öðrum brautum munu geta tekið þessa áfanga í vali eða í bundnu vali einstakra kjörsviða. Upplýsingalæsi verði sérstök námsgrein í almennum kjarna, þar fái nemendur þjálfun í að meta gildi upplýsinga, yfirlit yfir lagaleg, siðfræðileg og félagsleg atriði um söfnun, geymslu og miðlun upplýsinga og fái þjálfun í skráningu og miðlun upplýsinga o.s.frv.

 

Tölvuumhverfi

Vegna örrar þróunar upplýsingatækni er erfitt og jafnvel varasamt að setja fram kröfur um tölvubúnað og tölvuaðstöðu í aðalnámskrá. Forsendur geta breyst skjótt á þessu sviði, þarfir skóla og kennara geta verið misjafnar o.s.frv. Því er eðlilegast að skólar hafi mikið sjálfræði í tölvuvæðingu sinni. Skólar geri eigin áætlanir um uppbyggingu tölvuumhverfis í samræmi við þarfir sínar og menntastefnu skólans. Nauðsynlegt er þó að setja fram nokkur almenn atriði um tölvuumhverfi skóla.  
Fyrri síða 
Yfirlit
Næsta síða

Höfundarréttur © menntamálaráðuneytið, Hallveigarstaðir, Reykjavík 04.09.1997
Uppseting Jóhann Ásmundsson joas@ismennt.is