Fyrri síða
Yfirlit
Næsta síða
 
7.1. DANSKA

 

7.-8. bekkur

 

Megináherslur:
 
Að í byrjun sé lögð megináhersla á tal og hlustun, en síðan verði lögð vaxandi áhersla á lestur.

Að nemendur læri strax nægilegan orðaforða og orðasambönd til þess að geta notað dönsku sem tæki til tjáskipta í skólastofunni.

Að nemendur læri strax nægilegan orðaforða til þess að geta tjáð sig um daglegt líf, áhugamál og tilfinningar og að þeir fái ríkuleg tækifæri til tjáskipta þar sem reynir á notkun þessa orðaforða.

Að efla málvitund nemenda og forvitni gagnvart málfarslegum atriðum sem varða orðaforða eða notkun danskrar tungu.

Að nemendur noti málið sem lykil að nýrri þekkingu og geti lesið sér til ánægju.

Að notkun málsins veiti nemendum ánægju og opni þeim nýja sýn á umhverfi sitt.

Að efni sem unnið er með varpi ljósi á daglegt líf Dana og helstu venjur og siði.

Að efnið höfði til nemenda og hæfi aldri þeirra og þroska.

Að nemendum sé gert ljóst hvernig þeir geta eflt orðaforða sinn og stuðlað að eigin framförum í málanáminu.
 

Samskipti
Markmið Dæmi um leiðir
 Að nemendur noti dönsku til samskipta í kennslustofunni.  

Að nemendur læri algengustu kveðjur og kurteisisvenjur sem tíðkast í daglegum samskiptum.  

Að nemendur geti skipst á upplýsingum við félaga sína um undirbúið efni, t.d. með aðstoð minnisorða eða mynda. 

 Kennari gefur fyrirmæli á dönsku og nemendur nota dönskuna eftir föngum í samskiptum í kennslustofunni.   

Nemendur læra algengustu kveðjur og samskiptasiði, t.d. að heilsa og kveðja, biðja um e-ð, þakka fyrir sig, kynna sig o.s.frv. 

Nemendur vinna með léttar samtalsæfingar, t.d. einfalda hlutverkaleiki.

 

Orðaforði
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur venjist við að læra orðaforða á meðvitaðan og skipulegan hátt, m.a. með því að ákveða hvaða orð þau ætli sér að læra. 

Að nemendur læri algengasta orðaforða daglegs lífs sem tengist reynsluheimi unglinga, t.d. um heimili, skóla, áhugamál, heiti yfir áþreifanlega hluti í híbýlum, byggingar í bæ og sveit, árið, hátíðar, tímamót, fermingu o.s.frv. 

Að nemendur hafi á takteinum algengasta orðaforða og orðatiltæki daglegs lífs og geti beitt honum þegar við á. 

Að nemendur átti sig á skyldleika danskra og íslenskra orða.  

Að nemendur átti sig á skyldleika danskra og enskra orða.

Nemendur vinna með orðaleiki, orðaforðaæfingar, t.d. flokka orð eftir merkingu (samheiti, andheiti, tengd orð), markvissa orðaleit í stuttum textum (með stuðningi myndefnis), útskýringar kennarans.  

Nemendur notfæra sér orðtengslamyndir.  

Nemendur útbúa sína eigin orðabók með orðum sem þeir ætla sér að læra.   

Nemendur lesa texta með gagnsæjum orðaforða eða valda texta sem til er á íslensku og dönsku og leita að orðum og orðasamböndum sem til eru í báðum málunum.   

Nemendur vinna með orðabækur.  

Nemendur leita eftir orðaforða í dönsku, sem einnig er til í ensku.

 
Málnotkun
Markmið  Dæmi um leiðir
 Að nemendur þekki helstu orð um tímaákvarðanir og geti notað þau í tengslum við frásögn í nútíð og í beinni þátíð (t.d. i dag, i går, i aften, i aftes).  

Að nemendur geti sagt frá atburðum í nútíð og frá liðnum atburðum.   

Að nemendur geti lýst persónum, hlutum og tilfinningum, t.d. á jákvæðan og neikvæðan hátt.   

Að nemendur geti að nokkru leyti greint á milli kurteislegs og óveiðeigandi málfars þegar um er að ræða algengustu orð og orðatiltæki sem notuð eru í daglegum samskiptum manna.  

Að nemendur átti sig á áherslu- og smáorðum sem algengust eru í talmáli og læri að nota þau í samhengi.  

Að nemendur læri algengustu ávarps- og kveðjuorð sem notuð eru í skriflegum persónulegum samskiptum. 

  

 

Nemendur segja frá í nútíð og þátíð.  

Nemendur finna dæmi um nútíð og þátíð í texta.  

Nemendur breyta nútíðarfrásögn í þátíð og öfugt.   

Nemendur æfa sig í að segja frá aðstæðum þar sem greint er frá fleirum en einum, þ.e. þar sem reynir á notkun eintölu og fleirtölu.  

Nemendur skoða texta og finna orð sem notuð eru til að lýsa t.d. persónum, hlutum eða hugarástandi.  

Nemendur skrifa eigin texta með og án lýsingarorða.  

Nemendur bera saman texta (ritaðan eða talaðan) með ólíku málfari.  

Nemendur skoða og noti ávarps- og kveðjuorð í tölvpósti eða sendibréfum.  

Nemendur leita eftir algengum áherslu- og innfyllingarorðum í rituðu eða töluðu máli.  

Nemendur nota algeng orð sem einkennandi eru fyrir talmál í samfelldu máli.

 

Hlustun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti skilið talað mál þegar við þau er talað skýrt og skilmerkilega um efni sem varðar daglegt líf þeirra.  

Að nemendur geti fylgst með og haldið þræði þegar fjallað er um efni sem þau þekkja vel.  

Að nemendur geti greint einstök orð og afmarkað upplýsingar í töluðu máli þegar fjallað er um efni sem þau þekkja vel. 

Kennarinn talar málið.   

Nemendur vinna með tilbúnar hlustunaræfingar á hljóm- eða myndbandi.   

Nemendur hlusta eftir tilteknum upplýsingum (greina einstök lykilorð) í töluðu máli.   

Nemendur átta sig á hvert umræðuefnið er eftir hljómfalli, raddstyrk, raddbeitingu o.s.frv.

 

Lestur
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti lesið sér til gagns og gamans stutta texta með algengum gagnsæjum orðaforða sem fjallar um efni sem þeir þekkja.   

Að nemendur geti áttað sig á megininnihaldi í lengri texta sem skrifaður er á léttu máli.

Nemendur lesa stutta texta, t.d. ljóð, þulur, vísur eða stuttar frásagnir (ef til vill með stuðningi myndefnis).  

Nemendur leita að afmörkuðum upplýsingum í völdum léttum textum, t.d. á tölvuneti.   

Nemendur lesa stutta texta og endursegja með eigin orðum megininntak textans á dönsku eða íslensku.  

Nemendur vinna með tölvuforrit þar sem m.a. reynir á lestur.  

Nemendur lesa sér til ánægju léttar frásagnir, teiknimyndasögur eða frjálslestrarbækur og átta sig á innihaldi þeirra. 

 

Tal 
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur læri réttan framburð og áherslur algengustu orða og geti líkt eftir hrynjandi setninga og setningarhluta.  

Að nemendur geti tjáð sig nokkuð lipurlega í samfelldu máli um afmörkuð efni sem þeir þekkja vel og hafa undirbúið.  

Að nemendur geti sagt frá tilteknu efni með aðstoð mynda eða minnispunkta. 

 

Nemendur líkja eftir framburði kennara og bandtexta á algengum orðum, orðasamböndum og stuttum setningum, t.d. algengum orðatil-tækjum.   

Nemendur nota orð og orðasambönd sem unnið hefur verið með til að tjá sig um afmörkuð efni.   

Nemendur vinna samtalsæfingar.  

Nemendur segja frá undirbúnu efni í bekknum eða á mynd- eða hljómbandi.  

Nemendur taka þátt í verkefnum þar sem reynir á leikræna tjáningu. 

 

Ritun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti gefið einfaldar skriflegar upplýsingar í formi einstakra orða eða einfaldra setninga. 

Að nemendur geti tjáð sig nokkuð rétt um afmörkuð efni sem þeir þekkja og hafa unnið með og aflað sér orðaforða um. 

 

Nemendur skrifa einstök orð eða setningar, t.d. tengslamyndir, rímorð og orðalista.   

Nemendur skrifa stuttan texta, t.d. við myndir út frá orðtengslamyndum.   

Nemendur skrifa einfaldar lýsingar, dagbók, skilaboð, myndstíla, sendibréf, tölvupóst og aðra einfalda stutta texta sem varða efni sem þeir þekkja og hafa orðaforða um.  

Nemendur leysa léttar krossgátur, gátur, þrautir eða taka þátt í orðaleikjum.  

Nemendur vinna með dönsk tölvuforrit. 

 
Verkefnavinna
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur með ólíkar forsendur geti unnið saman á sjálfstæðan hátt að afmörkuðum verkefnum eða þemum þar sem reynir á samvinnu og alhliða notkun málsins.  Nemendur leysa fyrir fram ákveðin viðfangsefni, t.d. með því að kynna sér misþunga texta um tiltekið efni eða þema eftir ólíkum leiðum. Sem dæmi má nefna að lesa sér til í ýmsum textum, leita upplýsinga t.d. á alneti eða í einfölduðum uppsláttarritum, hlusta á hljóm- eða myndbönd, notfæra sér margmiðlunarefni og gera síðan í sameiningu grein fyrir lausn viðfangsefnisins munnlega og/eða skriflega. 
 

DANSKA
9.-10.bekkur

Megináherslur:
 

Orðaforði
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur læri helstu hjálparorð og kurteisisfrasa til að geta notað málið í öllum venjulegum samskiptum við Dani. 

Að nemendur hafi í auknu mæli yfir að ráða orða- 
forða og orðatiltækjum sem nauðsynleg eru til að tjá skoðanir, tilfinningar og þekkingu í töluðu og rituðu máli.  

Að nemendur hafi vald á tækni sem auðveldar þeim að tileinka sér nýjan orðaforða. 

Nemendur vinna markvisst að tileinkun orðaforða, t.d. í þemum og með orðaforðaverkefnum (andstæður, samheiti, uppröðun orða, sérkennileg orð, orðaleiki o.s.frv.).   

Nemendur vinna með orðabækur.  

Nemendur vinna með mismunandi merkingu og tengsl orða og orðasambanda í innihaldi texta.  

Nemendur og kennari nota málið í tjáskiptum. Einnig eru orðaleikir, spil, talæfingar og hlutverkaleikir aðferðir til þjálfunar.  

Nemendur vinna með nýjan orðaforða við þjálfun rit- og talmáls. 

 
 

Hlustun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur skilji fyrirmæli og leiðbeiningar.   

Að nemendur skilji aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni úr daglegu lífi þeirra og viðfangsefni sem unnið er með í öðrum þáttum málanámsins.   

Að nemendur átti sig á ákveðnum upplýsingum í töluðu máli.  

Að nemendur skilji fyrirhafnarlítið þegar talað er beint við þá um málefni sem þeir þekkja.  

Að nemendur skilji þegar 2-3 tala saman um málefni sem þeir þekkja til. 

Kennarinn talar málið.  

Nemendur hlusta hver á annan.  

Nemendur vinna með hlustunarefni af hljóm- og myndböndum með þar til gerðum æfingum þar sem markmið eru mismunandi.  

Nemendur venjast því að hlusta á danskt mál af ýmsu tagi og skilja aðalatriði þar sem m.a. þarf að hlusta eftir hljómfalli, orðalagi og áherslum.  

Nemendur hlusta eftir ákveðnum orðum og orðasamböndum í töluðu máli.  

Nemendur hlusta á söngva og ljóð. 

 
 

Tal
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti notað málið í persónulegum samskiptum við Dani um málefni sem snerta nánasta umhverfi.  

Að nemendur geti spurt og veitt einfaldar upplýsingar á skiljanlegu máli og með viðeigandi orðalagi.   

Að nemendur læri danskan framburð þannig að mál þeirra valdi ekki misskilningi, þ.e. að áherslur, framburður sérhljóða og þeirra samhljóða sem eru ólíkir íslensku séu sem réttust.  

Að nemendur geti sagt frá tilteknu efni eða innihaldi texta í samfelldu máli með aðstoð hjálparorða, mynda og minnispunkta. 

Samskipti í kennslustofu fara fram á dönsku.  

Nemendur líkja eftir framburði kennara og bandtexta við framburð á sérhljóðum, samhljóðum og áherslum þeirra orða sem reynast torveld í framburði.  

Nemendur vinna með samtalsæfingar.  

Nemendur vinna með hlutverkaleiki.  

Umræður um ákveðin efni fara fram á dönsku.  

Nemendur segja frá eða endursegja texta eða frásagnir með aðstoð minnispunkta og hjálparorða.

 

Lestur
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti lesið fyrirhafnarlítið texta á frekar léttu máli, t.d. blaðagreinar, smásögur og léttar skáldsögur.  

Að nemendur geti leitað eftir tilteknum upplýsingum, t.d. í einfölduðum alfræðibókum og öðrum aðgengilegum uppsláttarritum eða á interneti.  

Að nemendur geti áttað sig á megininntaki texta út frá lykilorðum eða fyrirsögnum.  

Að nemendur geti skilið megininntak lengri texta t.d. smásagna eða skáldsagna og haldið þræði án þess að skilja hvert einasta orð.  

Að nemendur geti skilið fyrirmæli, leiðbeiningar eða aðra stutta texta þar sem nauðsynlegt er að allt innihald skiljist nákvæmlega.  

Að nemendur geti skilið aðalatriði úr stuttum textum á öðrum norrænum málum. 

Nemendur lesa texta með mismunandi markmiðum þannig að þeir beiti mismunandi lestraraðferðum (leitar-, yfirlits-, nákvæmnis-, og hraðlestri) eftir því hver tilgangur er með lestrinum. 

Nemendur lesa misþunga texta.  

Nemendur lesa mislanga texta.  

Nemendur lesa mismunandi texta með með fjölbreyttu efni og ólíka uppbyggingu. Dæmi: auglýsingar, blaðagreinar úr unglingablöðum og einfaldar dagblaðagreinar, smásögur, skáldsögur, rafræna texta, ljóð, ýmis uppsláttarrit, bækur og greinar sem fjalla um áhugasvið einstakra nemenda.  

Nemendur lesa stutta texta á norsku og sænsku um efni sem þeir þekkja til og hafa orðaforða um á dönsku.

 

Ritun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti skrifað lengri samfelldan texta um efni sem tengjast daglegu lífi.   

Að nemendur geti tjáð sig um nokkuð sérhæft efni í tengslum við þemu eða annað sem unnið hefur verið með.  

Að nemendur get tjáð skoðanir sínar og hugsanir á skiljanlegu rituðu máli.  

Að nemendur geti skrifað nokkrar einfaldar textagerðir, t.d. persónuleg sendibréf, tölvupóst, skilaboð o.s.frv.  

Að ritun verði eðlilegur þáttur í málanáminu og tengist öðrum færniþáttum. 

Nemendur skrifa mismunandi textagerðir í ólíkum tilgangi.  

Nemendur læra að vinna með ferlisritun.  

Nemendur skrifa tölvupóst eða sendibréf til jafnaldra í Danmörku.  

Nemendur nota dönsk forrit við þjálfun í ritun, og einnig nota þeir tölvur í ferlisritun.  

Nemendur skrifa frásagnir út frá myndum eða myndstílum.  

Nemendur noti ritmál sem tæki þema- eða verkefnavinnu.

 

Málnotkun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur nái tökum á reglum um málnotkun og málfræði sem nauðsynlegar eru til þess að geta talað og skrifað án þess að málvillur valdi misskilningi. Nemendur vinna með málnotkun og málfræði í tengslum við nýjan orðaforða og aðra þætti málanámsins.  

Nemendur beita málfræði- og málnotkunarreglum í töluðu og rituðu máli.  

Nemendur vinna málfræðiæfingar tengdar texta sem unnið er með.  

Nemendur venjast notkun orðabóka til að fletta upp álitamálum varðandi málfræði eða málnotkun. 

 

Verkefnavinna
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur með ólíkar forsendur geti unnið sjálfstætt að afmörkuðum verkefnum þar sem reynir á samvinnu og alhliða notkun málsins. Nemendur leysa ákveðin viðfangsefni með því að afla sér þekkingar eftir öllum þeim leiðum sem þeir hafa kynnst í málanáminu. Þeir gera síðan grein fyrir viðfangsefninu munnlega og/eða skriflega á lipru máli. 
 
 

 

Danska við lok stúdentsprófs

 
Megináherslur:
 

 

Orðaforði
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur hafi á takteinum algengan orðaforða, föst orðasambönd og orðatiltæki daglegs máls og kunni að beita þeim í ræðu og riti.  

Að nemendur hafi yfir að ráða nægilegum orðaforða til að geta skilið talað og ritað mál þegar fjallað er um efni almenns eðlis.   

Að nemendur átti sig á mismunandi merkingu orða og hugtaka og geti ráðið í margræðni algengra orða og orðasambanda.  

Að nemendur geri sér grein fyrir merkingarlegum blæbrigðum skyldra orða.   

Að nemendur kunni að leita eftir upplýsingum um merkingu orða og orðasambanda þegar þekking þeirra þrýtur.   

Að nemendur hafi náð tökum á tækni til að afla sér orðaforða þannig að þeir geti fyrirhafnarlítið lært nýjan orðaforða um nokkuð sérhæft efni og notað hann á hnitmiðaðan hátt í ræðu og riti. 

Nemendur orðtaka texta, t.d. finna lykilorð, flokka orð og orðatiltæki sem tengjast merkingarlega eftir eðli texta (t.d. veðurfréttir í blöðum, útvarpi eða sjónvarpi, fréttir í blöðum eða sjónvarpi, náttúrulýsingar í ljóðum, ferðalýsingum eða í landkynningarbókum, auglýsingar í blöðum eða sjónvarpi).  

Nemendur vinna með samheiti, andheiti, umorðun og margræða merkingu orða og orðasambanda.  

Nemendur vinna með orð og orðasambönd og orðflokka út frá málfræði, merkingu og félagsskap orðanna, t.d. hvaða orð fylgjast að í setningum, eða hlutverki þeirra í málinu, t.d. að gefa til kynna tíma (liðna eða ókomna atburði), tengingar í texta, kurteisi, jákvæðni, neikvæðni, o.s.frv.  

Nemendur nýta sér orðabækur, t.d. dansk-danskar orðabækur, samheitaorðabækur, danskar málnotkunarorðabækur, dansk-íslenskar orðabækur.  

Nemendur nota nýjan orðaforða í tjáskiptum. 

 

Málnotkun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur hafi vald á öllum meginreglum um málfræði og setningafræði og kunni skil á helstu undantekningum frá meginreglum þegar um er að ræða málfarsleg atriði sem oft koma fyrir í venjulegu mæltu og rituðu máli.  

Að nemendur kunni að nota hjálpargögn þegar leita þarf upplýsinga um undantekningar frá meginreglum.  

Að nemendur hafi vald á helstu reglum um viðeigandi málnotkun í töluðu og rituðu máli sem reynir á í daglegum samskiptum manna.  

Að nemendur kunni skil á ólíkum reglum um málnotkun í íslensku og dönsku sem oft koma fyrir í málinu og leitt gætu til misskilnings eða óviðeigandi málnotkunar. 

Nemendur tjá sig sem oftast í töluðu og rituðu máli þar sem reynir á notkun málsins við ólíkar aðstæður.  

Nemendur skrifa bundnar og óbundnar æfingar til að þjálfa algeng málfarsleg atriði sem reynast þeim erfið.  

Nemendur nota málið í ólíkum tilgangi þar sem reynir á að geta notað málið á viðeigandi hátt eftir tilgangi hverju sinni, t.d. að greina á milli kurteisislegs málfars, formlegrar málnotkunar og hversdagslegrar samræðu.  

Nemendur vinna með tölvuforrit þar sem reynir á ólíka málnotkun. 

 
 

Hlustun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur skilji ríkisdönsku þegar talað er við þá skýrt og á eðlilegum hraða um þekkt efni, t.d. ýmis dægurmál eða reynslu í daglegu lífi.   

Að nemendur geti skilið megininntak talaðs máls sem tengist myndefni, t.d. fréttir í sjónvarpi, kvikmyndir, samtalsþætti og aðra þætti í sjónvarpi sem fjalla um þekkt efni.  

Að nemendur geti fljótt áttað sig á hvert umræðuefnið er, þegar einn eða fleiri tala.  

Að nemendur geti hlustað eftir tilteknum upplýsingum í þekktum textagerðum, t.d. í veðurlýsingum, fréttum og leiðbeiningum.  

Að nemendur geti fylgst með og skilið megininntak orðræðu þegar fjallað er um nokkuð sérhæft efni sem þeir þekkja vel og/eða hafa áhuga á, t.d. í fyrirlestrum, kvikmyndum eða í sjónvarpsþáttum.  

Að nemendur skilji norsku, þegar talað er við þá skýrt og skilmerkilega um efni sem þeir þekkja vel og unnið hefur verið með í dönskukennslunni.  

Að nemendur skilji sænsku þegar talað er við þá skýrt og skilmerkilega um efni sem þeir þekkja vel og unnið hefur verið með í dönskukennslunni. 

Nemendur hlusta á kennara í kennslustundum.  

Nemendur hlusta á félaga í samræðu.   

Nemendur hlusta á tilbúið hlustunarefni sem ætlað er til dönskukennslu og þjálfar ólík markmið með hlustun.  

Nemendur hlusta á valið efni úr útvarpi og sjónvarpi.   

Nemendur hlusta á talað mál í dönskum kvikmyndum.  

Nemendur hlusta á talað mál í margmiðlunarefni og í rafrænum textum.  

Nemendur vinna með söngva og ljóð.  

Nemendur hlusta á tilbúið hlustunarefni á norsku.  

Nemendur hlusta á tilbúið hlustunarefni á sænsku. 

 
 

Lestur
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti lesið og skilið inntak lengri texta svo sem bókmenntatexta eða aðra texta, sem í löngu máli fjalla um efni almenns eðlis.  

Að nemendur geti skilið inntak texta sem fjalla um nokkuð sérhæft efni, t.d. fréttir og fréttatengt efni í dagblöðum, blaða- og tímaritsgreinar, texta úr alfræðibókum og rafræna texta.   

Að nemendur geti með aðstoð hjálpargagna lesið og skilið fræðitexta.   

Að nemendur geti fljótt og örugglega áttað sig á megininntaki texta þótt þeir skilji hann ekki til hlítar.   

Að nemendur geti leitað eftir tilteknum upplýsingum, hvort heldur er í uppsláttarritum eða í rafrænum textum.  

Að nemendur geti áttað sig á einkennum helstu textagerða og uppbyggingu texta.  

Að nemendur geti lesið milli línanna og áttað sig á dýpri merkingu orða þegar fjallað er um efni sem þeir hafa kynnt sér vel.  

Að nemendur séu færir um að beita mismunandi lestraraðferðum og notfæra sér mismunandi hjálpargögn við lestur eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum.   

Að nemendur átti sig á tengslum ritmáls og myndmáls, t.d. í dagblaða- og fræðitextum og geti dregið ályktanir af skýringarmyndum, línuritum og gröfum.  

Að nemendur geti lesið norska texta um efni sem þeir hafa orðaforða yfir á dönsku.  

Að nemendur geti lesið sænska texta um efni sem þeir hafa orðaforða yfir á dönsku.

Nemendur beita leitarlestri, yfirlitslestri, nákvæmnislestri eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum.   

Nemendur lesa ólíkar textagerðir, bæði rauntexta af ólíku tagi (fréttaefni úr dagblöðum, blaða- og tímaritsgreinar, upplýsingaefni á alneti) og bókmenntatexta.  

Nemendur lesa misþunga texta í ólíkum tilgangi, bæði prentaða texta og texta á rafrænu formi. 

Nemendur endursegja inntak texta á íslensku eða dönsku.  

Nemendur þýða texta á íslensku þegar viðfangsefni gefa tilefni til þýðingar.   

Nemendur leita upplýsinga í ólíkum tilgangi (t.d. til að fá heildarsýn eða afla afmarkaðra upplýsinga). 

Nemendur vinna með myndtexta og skýringarmyndir, t.d. línurit, gröf og tengsl þeirra við ritaðan texta.   

Nemendur greina uppbyggingu texta og sérkenni mismunandi textagerða.  

Nemendur vinna með sérkenni texta, t.d. orðnotkun, m.a. til að átta sig á dýpri merkingu texta og geta ráðið í torveld orð og orðasambönd og áttað sig á mismunandi stílbrögðum.  

Nemendur lesa norska texta í tengslum við efni sem unnið er með á dönsku.   

Nemendur lesa sænska texta um efni sem unnið er með á dönsku. 

 

Tal
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti tjáð hugsun sína á dönsku skýrt og skilmerkilega við mismunandi aðstæður og með ólíkan tilgang í huga. 

Að nemendur búi yfir nægjanlegum orðaforða og færni til að geta tjáð sig í samfelldu máli um almenn efni og geti gripið til umorðana og útskýringa ef orðaforða þrýtur.  

Að nemendur geti útskýrt og rökstutt mál sitt.  

Að nemendur geti talað dönsku lipurlega og með nægilega góðum framburði, hrynjandi og áherslum til að vel skiljist.  

Að nemendur beiti rétt meginreglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningafræði, þegar þeir tala málið.   

Að nemendur þekki og geti beitt helstu málnotkunarreglum og kunni að haga orðum sínum og athöfnum á viðeigandi hátt við ólíkar aðstæður.  

Að nemendur geti tekið þátt í óformlegum samræðum og geti beitt algengum orðum og orðasamböndum sem einkenna óformlegt talmál.  

Að nemendur geti tekið þátt í frekar formlegum samræðum um efni almenns eðlis eða sem varða málefni líðandi stundar.  

Að nemendur geti tjáð sig og tekið þátt í samræðum eða rökræðu um nokkuð sérhæft efni sem þeir hafa sérstaklega undirbúið sig fyrir. 

Samskipti í skólastofunni fara fram á dönsku.   

Nemendur vinna með viðfangsefni sem beinast að því að vinna að sameiginlegri lausn, t.d. með því að skiptast á upplýsingum.   

Nemendur taka þátt í flóknum hlutverkaleikjum eða þrautalausnum þar sem reynir á ýmsar félagslegar hliðar málnotkunar, m.a. kurteisi, viðeigandi orðnotkun, málfar, formlegheit o.s.frv.  

Nemendur vinna með framburð í sjálfsnámi, t.d. með aðstoð hljómbanda eða tölva.  

Nemendur vinna sjálfstætt eða í samvinnu við einn eða fleiri að gerð texta á mynd- eða hljómband. Sem dæmi má nefna þekktar textagerðir eins og samtalsþætti, frásagnir, ferðalýsingar og kynningar- og fréttaþætti.  

  

  

 

 
 

Ritun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti tjáð hugsun sína, útskýrt og rökstutt mál sitt í samfelldu rituðu máli á skipulegan, rökrænan og skiljanlegan hátt.  

Að nemendur geti greint frá meginmáli texta eða hugsun annarra á skipulegan, rökrænan og hnitmiðaðan hátt.  

Að nemendur geti beitt meginreglum danskrar málfræði, setningafræði og stafsetningu í rituðu máli og kunni að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur og málnotkunarbækur, þegar um undantekningar frá meginreglum er að ræða.   

Að nemendur kunni að beita stílbrögðum, m.a. með því að nota blæbrigðaríkan orðaforða og mismunandi frásagnarstíl.  

Að nemendur kunni skil á reglum um uppbyggingu texta og geti skrifað viðstöðulítið um efni sem þeir hafa þekkingu á og orðaforða um.   

Að nemendur hafi vald á að skrifa nokkrar textagerðir, t.d. persónuleg bréf, hálfformleg bréf, kvartanir, umsóknir, minnisatriði, endursagnir og frásagnir.  

Að nemendur geti tekið þátt í óformlegum og hálfóformlegum skriflegum samskiptum við Dani, t.d. tölvu- eða bréfasamskiptum, og fylgt reglum ritmáls eftir því sem við á. 

Nemendur skrifa mismunandi textagerðir með ólík markmið í huga.  

Nemendur notfæra sér ferlisritun og hagnýta sér tölvur í ritunarvinnu.   

Kennari leiðbeinir nemendum með hvernig þeir geta virkjað orðaforða á meðvitaðan hátt með því að tjá sig skriflega um það efni sem unnið er með, t.d. í tengslum við ákveðin þemu.  

Nemendur vinna með hjálpargögn í tengslum við ritun, t.d. orðabækur, málnotkunarbækur og leiðréttingarforrit.  

Nemendur vinna með uppbyggingu texta og rökræna framsetningu efnis, þannig að samhengi sé sem best.  

Nemendur tjá hugsun sína í rituðu máli í ólíkum tilgangi og velja textagerðir (ljóð, auglýsing, umsókn) í samræmi við þann boðskap sem þeir vilja koma á framfæri og haga orðum sínum og málfari í samræmi við tilganginn hverju sinni.  

Nemendur vinna með tölvuforrit.   

Nemendur nota málið til skriflegra samskipta, t.d. hver við annan, við kennara og við Dani, t.d. með sendibréfum, með tölvupósti eða alneti.  

Nemendur vinna að heildstæðum viðamiklum verkefnum þar sem reynir á ritfærni, þekkingu á uppbyggingu texta og framsetningu efnis, t.d.  

gerð blaða, kynningarefnis eða smásagna. 

 

Verkefnavinna
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur geti unnið saman að stærri verkefnum þar sem reynir á samvinnu, skipulagningu og alhliða notkun málsins. Þannig leiti nemendur upplýsinga á sjálfstæðan hátt eftir ólíkum leiðum, noti hjálpargögn eftir þörfum og komi efninu til skila skriflega og/eða munnlega eftir eðli verkefnisins hverju sinni.  Nemendur velja sér þema eða viðfangsefni.   

Nemendur skipuleggja verkefnavinnuna og ákveða framsetningu efnis eftir því sem við á. 

 
 

Fyrri síða
Yfirlit
Næsta síða