Fyrri síða
Yfirlit
Næsta síða
 
7.3. FRANSKA
 
9.-10. bekkur

Megináherslur:

 

Samskipti
 
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur noti frönsku til samskipta í kennslustofunni.   

Að nemendur læri algengustu kveðjur og kurteisisvenjur sem tíðkast í daglegum samskiptum.   

Að nemendur geti skipst á upplýsingum við félaga sína um undirbúið efni, t.d. með aðstoð minnisorða eða mynda.

Kennari gefur fyrirmæli á frönsku og nemendur nota frönsku eftir föngum í samskiptum í kennslustofunni.   

Nemendur læra algengustu kveðjur og samskiptasiði, t.d. að heilsa, biðja um e-ð, þakka fyrir sig, kynna sig.   

Nemendur vinna með léttar samtalsæfingar og hlutverkaleiki 

 

 Orðaforði
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur læri og geti notað munnlega algengasta orðaforða og orðatiltæki daglegs lífs sem tengjast reynsluheimi unglinga, t.d. um heimili, skóla, áhugamál o.s.frv.  

Að nemendur venjist við að tileinka sér orðaforða á meðvitaðan hátt.   

Að nemendur kunni að nýta sér nám í dönsku og ensku til stuðnings frönskunáminu.

Nemendur vinna með orðaleiki og orðaforðaæfingar, t.d. með því að flokka orð eftir merkingu (sam- og andheiti, tengd orð).   

Nemendur stunda markvissa orðaleit í stuttum textum textum (með stuðningi myndefnis).  

Nemendur vinna með einfaldar orðabækur.  

Nemendur útbúa sína eigin orðabók.  

Nemendur lesa texta með einföldum orðaforða eða valda texta og leiti að orðum og orðasamböndum sem til eru í hinum málunum. 

 
 

Hlustun
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti skilið talað mál með einföldum orðaforða um efni sem varðar daglegt líf þeirra.   

Að nemendur geti fylgst með og haldið þræði þegar fjallað er um almennt efni sem þeir þekkja vel.   

Að nemendur geti greint einstök orð og afmarkað upplýsingar í töluðu máli, þegar fjallað er um efni sem þeir þekkja vel. 

Kennarinn talar frönsku eftir föngum í kennslustundum.  

Nemendur vinna með hlustunaræfingar á hljóm- eða myndbandi.  

Nemendur hlusta eftir ákveðnum upplýsingum (greina einstök lykilorð) í töluðu máli.

 
 

Tal
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur læri réttan framburð og áherslur algengustu orða og geti líkt eftir hrynjandi setninga og setningahluta.   

Að nemendur geri greinarmun á hljómfalli sem birtist í undrun, spurningu, fullyrðingu og kunni mun á nokkrum tengingum, „liaison" og „enchaînement".  

Að nemendur geti myndað einfaldar setningar á frönsku.  

Að nemendur noti orð og orðasambönd sem unnið hefur verið með til að tjá sig um afmörkuð efni.  

Að nemendur geti sagt frá tilteknu efni með aðstoð mynda eða minnispunkta.  

Að nemendur geti svarað spurningum.  

Að nemendur geti tjáð sig um afmörkuð efni sem þeir þekkja vel og hafa undirbúið. 

Nemendur líkja eftir framburði kennara (hljóm- og myndbönd) á algengum orðum, orðasamböndum, stuttum setningum og algengum orðatiltækjum.  

Nemendur geri samtalsæfingar.   

Nemendur segja frá undirbúnu efni í bekknum eða á mynd- eða hljómbandi.

 
 

Lestur
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti lesið sér til gagns og gamans stutta texta með einföldum orðaforða sem fjalla um efni sem þeir þekkja.  

Að nemendur kynnist mismunandi textum og textaformum. 

Nemendur lesa stutta texa, t.d. ljóð, vísur eða stuttar frásagnir (ef til vill með stuðningi myndefnis).  

Nemendur leita að afmörkuðum upplýsingum í völdum léttum textum eða á alneti.

Að nemendur geti áttað sig á megininnihaldi í lengri texta sem skrifaður er á léttu máli. Nemendur lesa stutta einfalda texta, stutta bókmenntatexta og rauntexta með hjálp mynd- og hljómbanda og endursegja með eigin orðum megininntak textans á frönsku eða íslensku. 
  Nemendur lesa sér til ánægju léttar frásagnir, teiknimyndasögur og léttlestrarbækur. 
 

 
Ritun
 
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur geti gefið einfaldar skriflegar upplýsingar í formi einstakra orða eða einfaldra setninga.   

Að nemendur geti tjáð sig nokkuð rétt um afmörkuð efni sem þeir þekkja, hafa unnið með og aflað sér orðaforða yfir.   

Að nemendur geti skrifað stuttan texta sem þeir flytja (ræðu) eða tekið upp á myndband. 

Nemendur skrifi einstök orð eða setningar t.d. rímorð og orðalista.  

Nemendur skrifa einfaldar lýsingar, dagbók, skilaboð, myndasögu, sendibréf, ljóð, tölvupóst. 
  

Nemendur leysa léttar krossgátur, gátur, þrautir eða taka þátt í orðaleikjum.

 
 

Málnotkun og málfræði
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur þekki helstu orð um tímaákvarðanir og geti beitt þeim.  

Að nemendur nái tökum á helstu málnotkunarreglum. 

Nemendur segja frá í nútíð.   

Nemendur æfa sig í að segja frá aðstæðum þar sem greint er frá fleiri en einum (eintala og fleirtala). 

Að nemendur kunni uppbyggingu algengustu setninga og beygingu sagna.   

Að nemendur geti lýst persónum, hlutum og tilfinningum á jákvæðan og neikvæðan hátt.

Nemendur skoða texta og finna orð sem notuð eru til að lýsa t.d. persónum, hlutum eða hugarástandi.  

Nemendur bera saman texta með ólíku málfari (tal- og ritmál).

Að nemendur átti sig á áherslu- og smáorðum sem algengust eru í talmáli og læri að nota þau í samhengi.  

Að nemendur geti tjáð sig kurteislega á viðeigandi hátt, t.d. þekki mun á þérun og þúun.

Nemendur leita eftir algengum áherslu- og innfyllingarorðum í rit- og talmáli.  

Nemendur noti algeng orð sem einkennandi eru fyrir talmál í samfelldu máli. 

 
 

Landsfræði
 
Markmið Dæmi um leiðir
Að nemendur kynnist lítillega frönskumælandi þjóðum og fái innisýn í valda þætti í menningu þeirra. Nemendur bera eigin venjur saman við frönskumælandi (land, borg, landslag, veðrið, matarvenjur).
  Nemendur fara í ímyndað ferðalag og segja frá mismunandi stöðum. 
 

 

Franska við lok stúdentsprófs

 
Megináherslur:

 

Orðaforði 
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur hafi á takteinum algengan orðaforða, orðasambönd og orðatiltæki daglegs máls og kunni að beita þeim í ræðu og riti. Nemendur orðtaka texta, t.d. finna lykilorð í texta og flokka orð og orðatiltæki sem tengjast merkingarlega eftir inntaki texta.
Að nemendur hafi yfir að ráða nægilegum orðaforða til að geta skilið talað og ritað mál þegar fjallað er um efni almenns eðlis. Nemendur vinna með samheiti, andheiti, umorðun og skýringar orða eða orðasambanda. 
 
Að nemendur átti sig á mismunandi merkingu orða og hugtaka og geti skilið margræðni algengra orða og orðasambanda.   

Að nemendur geri sér grein fyrir merkingarlegum blæbrigðum skyldra orða.   

Að nemendur kunni að leita eftir upplýsingum um merkingu orða og orðasambanda þegar þekking þeirra þrýtur.

Nemendur vinna með orð, orðasambönd og orðflokka út frá málfræði, merkingu eða hlutverki þeirra í málinu, t.d. að gefa til kynna, tíma (líðan eða ókomna atburði), tengingar í texta, kurteisi, jákvæðni, neikvæðni, o.sv.frv.   

Nemendur vinna með orðabækur, t.d. fransk-íslenskar, fransk-enskar, fransk-danskar, fransk-franskar orðabækur, samheitaorðabækur og málnotkunarbækur. 

Að nemendur hafi náð tökum á tækni til að afla sér orðaforða þannig að þeir geti fyrirhafnarlítið lært nýjan orðaforða um nokkuð sérhæft efni og notað hann á hnitmiðaðan hátt í ræðu og riti.   

 

Að nemendur geti metið hvaða lestraraðferð hentar mismunandi viðfangsefni.   
 

Hlustun
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur skilji viðurkennda staðlaða frönsku, skýrt talaða á eðlilegum hraða um efni sem þeir þekkja, t.d. ýmis dægurmál eða atburði sem tengjast daglegu lífi.  

Að nemendur skilji símtöl sem snerta daglegt líf.   

Að nemendur geti skilið megininntak talaðs máls sem tengist myndefni, t.d. fréttir í sjónvarpi, kvikmyndir, samtalsþætti og aðra þætti í sjónvarpi, sem fjalla um þekkt efni.   

Að nemendur geri greinarmun á hljómfalli sem birtist í undrun, spurningu, fullyrðingu. Þeir kunni mun á mismunandi tengingum svo sem „liaison" og „enchaînement".  

Að nemendur geti fljótt áttað sig á hvert umræðuefnið er þegar einn eða fleiri tala.   

Að nemendur geti hlustað eftir tilteknum upplýsingum í þekktum textagerðum, t.d. í veðurlýsingum, fréttum og leiðbeiningum.   

Að nemendur geti fylgst með og skilið megininntak orðræðu þegar fjallað er um nokkuð sérhæft efni sem þeir þekkja vel og/ eða hafa áhuga á, t.d. í fyrirlestrum, kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. 

Nemendur hlusta á kennara sem talar sem mest frönsku í kennslustundum og frönskumælandi gesti.  

Nemendur hlusti á félaga sína í samræðu.   

Nemendur hlusta á hlustunarefni, (hljóm og myndbönd) sem þjálfar ólík markmið með hlustun.   

Nemendur hlusta á valið efni úr útvarpi og sjónvarpi.  

Nemendur hlusta á talað mál í kvikmyndum frá frönskum málsvæðum.   

Nemendur hlusta á talað mál í margmiðlunarformi og á rafræna texta.   

Nemendur vinna með söngva, leikrit og ljóð.

 

Lestur
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur geti lesið og skilið inntak lengri texta svo sem bókmenntatexta eða texta sem gera grein fyrir tilteknu efni almenns eðlis.   

Að nemendur geti skilið inntak texta, sem fjallar um nokkuð sérhæft efni; fréttatengt efni í dagblöðum, blaða- og tímaritsgreinar, texta úr alfræðibókum, rafræna texta og einfaldaða vísindatexta.   

Að nemendur geti fljótt og örugglega áttað sig á megininntaki texta þótt þeir skilji hann ekki til hlítar.   

Að nemendur geti lesið upplýsingar og leiðbeiningar sem snerta daglegt líf.   

Að nemendur geti áttað sig á einkennum helstu textagerða og uppbyggingu texta.  

Að nemendur séu færir um að beita mismunandi lestraraðferðum og notfæra sér mismunandi hjálpargögn við lestur eftir því hver tilgangurinn er með lestrinum.  

Að nemendur átti sig á tengslum ritmáls og myndmáls, t.d. í dagblöðum.  

Að nemendur geti lesið töflur, gröf, súlurit o.s.frv. og tjáð sig um slíka texta (einnig tal) og túlkað tölulegar upplýsingar. 

Nemendur beita leitarlestri, yfirlitslestri, nákvæmnislestri og hraðlestri.  

Nemendur kynnast ólíkum textagerðum, bæði rauntextum og bókmenntatextum  

Nemendur vinna með söngva, leikrit, ljóð, smásögur, skáldsögur og ýmsa rauntexta, svo sem blaðagreinar.  

Nemendur lesa misþunga texta, bæði prentaða og á rafrænu formi.   

Nemendur endursegja inntak texta á íslensku eða frönsku.  

Nemendur þýða stutta texta á íslensku þegar viðfangsefni gefa tilefni til þýðingar.   

Nemendur leita eftir tilteknum upplýsingum, hvort heldur er í uppsláttar- eða heimildarritum eða með leitarvef.   

Nemendur greina uppbyggingu texta með tilliti til mismunandi textagerða.   

Nemendur vinna með sérkenni texta, t.d. orðanotkun, m.a. til að átta sig á dýpri merkingu texta og geta ráðið í torveld orð og áttað sig á beitingu mismunandi stílbragða.

 
 

Tal
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur geti tjáð hugsun sína á frönsku við mismunandi aðstæður og með ólíkan tilgang í huga. Samskipti í skólastofunni fara sem mest fram á frönsku. 
Að nemendur búi yfir nægjanlegum orðaforða og færni til að geta tjáð sig í samfelldu máli um þarfir, óskir, tilfinningar og athafnir daglegs lífs og geti gripið til umorðana og útskýringa ef orðaforða þrýtur.   

Að nemendur hafi náð þeim tökum á framburði, hrynjandi og áherslum þannig að vel skiljist.   

Að nemendur geri greinarmun á (helsta hljómfalli) sem tjáir undrun, spurningu, fullyrðingu. Kunni mun á mismunandi tengingum, „liaison" og „enchaînement".  

Að nemendur þekki hreyfingar, líkamstjáningu og látbragð sem snertir tal.   

Að nemendur beiti rétt meginreglum franskrar málfræði, hljóðfræði og setningarfræði.   

Að nemendur þekki og geti beitt helstu málnotkunarreglum og kunni að haga orðum sínum og athöfnum, svo sem kurteisisvenjum á viðeigandi hátt við ólíkar aðstæður.   

Að nemendur geti lesið töflur, gröf, súlurit o.s.frv. og tjáð sig um slíka texta (einnig lestur) og túlkað tölulegar upplýsingar.  

Að nemendur séu færir um að heilsa, kveðja, kynna sig, þakka fyrir sig, segja frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni, tala um umhverfi sitt, borg, bæ, kynna land sitt.  

Að nemendur geti tjáð sig og tekið þátt í samræðum um efni almenns eðlis sem varðar málefni líðandi stundar og um nokkuð sérhæft efni, sem þeir hafa sérstaklega undirbúið sig fyrir. 

Nemendur vinna með viðfangsefni sem beinist að því að vinna að sameiginlegri lausn, t.d. með því að skiptast á upplýsingum.  

Nemendur vinna með framburð í sjálfsnámi, t.d. með aðstoð hljóm- og myndbanda og margmiðlunarefnis.   

Nemendur taka þátt í hlutverkaleikjum þar sem reynir á ýmsar félagslegar hliðar málnotkunar, m.a. kurteisi, viðeigandi orðnotkun, málfar og formlegheit.   

Nemendur vinna sjálfstætt eða í samvinnu við einn eða fleiri að gerð texta á mynd- eða hljómbönd svo sem samtalsþætti, frásagnir, ferðalýsingar og fréttaþætti.

 
 

Ritun
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur geti tjáð hugsun sína í samfelldu rituðu mál á skipulegan, rökrænan og skiljanlegan hátt. Nemendur skrifi mismunandi textagerðir, með ólík markmið í huga.
Að nemendur geti beitt meginreglum um franska málfræði, setningarfræði og stafsetningu í rituðu máli og kunni að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur og málnotkunarbækur.   

Að nemendur kunni að beita stílbrögðum, m.a. með því að nota blæbrigðaríkan orðaforða og mismunandi frásagnarstíl.   

Að nemendur átti sig á uppbyggingu texta og geti skrifað viðstöðulítið um efni sem þeir hafa þekkingu á og orðaforða um, t.d. á tölvu.   

Að nemendur hafi vald á að skrifa nokkrar textagerðir, t.d. persónuleg bréf, hálfopinber bréf, kvartanir, umsóknir minnisatriði, endursagnir og frásagnir.

Nemendur notfæra sér ferlisritun. Kennari leiðbeinir nemendum með hvernig þeir geti virkjað orðaforða á meðvitaðan hátt með því að tjá sig um það efni sem unnið er með, t.d. í tengslum við ákveðin þemu, m.a. í sambandi við landsfræði, („landeskunde" „la compétance socio-culturelle").   

Nemendur vinna með hjálpargögn í tengslum við ritun, t.d. orðabækur, málnotkunarbækur og leiðréttingarforrit.   

Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa stutt, persónuleg bréf, biðja um upplýsingar, útfylla alls kyns pappíra úr daglega lífinu (brottfararspjald, hótel innritun, o.s.frv.)  
 

Að nemendur skrifi rökfærsluritgerðir.  

Að nemendur geti tekið þátt í óformlegum og hálfopinberum skriflegum samskiptum við frönskumælandi fólk, t.d. tölvu- eða bréfasamskiptum.  

  

 

Nemendur nota málið til skriflegra samskipta hver við annan, við kennara, við frönskumælandi, t.d. með sendibréfum eða tölvupósti.  

Hóp- og paravinna, nemendur lesa t.d. texta (ljóð, bréf o.s.frv.) og skrifa endursögn, spreyta sig á að skrifa ljóð.   

Nemendur vinna að heildstæðum verkefnum þar sem reynir á ritfærni og þekkingu á uppbyggingu texta og framsetningu efnis, t.d. blaða, kynningarefnis eða smásagna. 

 
 

Reglur um málnotkun, málfræði, setningafræði, hljóðfræði
 
Markmið  Dæmi um leiðir
Að nemendur geti beitt á viðeigandi hátt öllum formlegum málfræði-, hljóðfræði- og setningafræðireglum.  

Nemendur þekki meginmun á mismunandi málfræði talmáls og ritmáls.   

Að nemendur geti beitt helstu málfræði- og framburðarreglum þannig að þeir skiljist (geri greinarmun á helsta hljómfalli, undrun, spurningu, fullyrðingu). Kunni mun á mismunandi tengingum „liaison" og „enchaînement". 

Að nemendur geti tjáð sig kurteislega á viðeigandi hátt þekki t.d. mun á þérun og þúun. 

Framburður æfður saman í kór með bekknum eða minni hópum, gerðar æfingar með lágmarks pör „paire minimale", t.d. cadeau/gâteau;dent/ tant; boisson/poisson/poison;hausser/oser; tant/ton/teint.  

Nemendur vinna með orð og orðasambönd og orðflokka út frá merkingu eða hlutverki þeirra í málinu, gefa t.d. til kynna tíma (líðan eða ókomna atburði), tengingar í texta, kurteisi, jákvæðni, neikvæðni, o.s. frv.  

Nemendur vinna með orðabækur, t.d. fransk-íslenskar, fransk-enskar, fransk-danskar, fransk-franskar samheitaorðabækur, málnotkunarorðabækur. 

 
 

Landsfræði 

Markmiðið með landsfræðikennslu í frönsku er að vekja áhuga nemenda á frönskum málsvæðum í öllum heimsálfum og auka þekkingu þeirra á viðkomandi löndum og þjóðum og veita þeim innsýn í eftirfarandi atriði:

 
Fyrri síða
Yfirlit
Næsta síða