Fólk


Er maðurinn hluti náttúrunnar? Hvar eru mörk manns og náttúru? Getur maður verið án náttúru?

Við getum ekki verið án fæðu og vatns nema í fáa daga og ekki án lofts nema í örfáar mínútur. Öll streyma þessi efni inn í líkama okkar frá náttúrunni, dvelja þar um tíma og taka þátt í að viðhalda lífsstarfsemi okkar og streyma svo út í náttúruna aftur. Maðurinn er hluti náttúrunnar og ætli hann sér að lifa áfram á jörðinni verður hann að vernda náttúruna.

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ nvvefur@ismennt.is