Félagsleg náttúruvernd


Fólk lifði í náttúrunni í árþúsundir áður en það fór að búa í stórum og þéttum borgum. Þar hefur náttúrunni víða verið umhverft svo mjög að hún er vart sýnileg lengur. Hins vegar hefur komið í ljós að fólk á bágt með að vera án samneytis við náttúruna og getur tæpast án hennar verið. Gott skipulag tekur einmitt mið af þessu. Félagsleg náttúruvernd felst í að greiða fyrir því að almenningur geti notið náttúrunnar.

Opin svæði í og við þéttbýli
Náttúruleg svæði til útivistar
Almannaréttur
Stuðningur við útivist
Hver ber ábyrgð?
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ nvvefur@ismennt.is