Náttúruverndarþing


Hefur þú átt fulltrúa á Náttúruverndarþingi? Það er ekki ólíklegt. Auk fulltrúa sveitastjórna, þingflokka og Náttúrufræðistofnunar hafa mjög mörg félagasamtök átt rétt á að senda fulltrúa á það þing til að móta stefnu í náttúruvernd á Íslandi og kjósa fulltrúa í Náttúruverndarráð. Til dæmis má nefna:
Hið íslenska náttúrufræðifélag,
Bandalag íslenskra skáta,
Skógræktarfélag Íslands,
Kvenfélagasamband Íslands,
Alþýðusamband Íslands,
Vinnuveitendasamband Íslands,
Búnaðarfélag Íslands,
Ferðafélag Íslands,
Landssamband hestamanna,
Líffræðifélag Íslands,
Ferðaklúbbinn 4x4
og mörg önnur félög sérstaklega þau sem vinna að náttúruvernd eða ferðamálum.

Náttúruverndarþing var haldið á þriggja ára fresti frá árinu 1972 til 1993. Frá árinu 1997 verður Náttúruverndarþing að jafnaði á tveggja ára fresti og kýs þriðjung fulltrúa í Náttúruverndarráði á öðru hverju þingi.

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ nvvefur@ismennt.is