Á
l
y
k
t
a
n
i
r


Á
l
y
k
t
a
n
i
r


Á
l
y
k
t
a
n
i
r


Á
l
y
k
t
a
n
i
r


pólitík  Ályktanir
sjávarútvegsmálSjávarútvegsmál 9. febrúar 2000
KosovoStríðið í Kosova. 18. 4. 1999
Írak-NatóLoftárásir á Írak 18. 12. 1998
aðalfundurÁlyktun frh.aldsaðalfundar 24. 9. 1998

  Ályktun um sjávarútvegsmál 9. febrúar 2000
Undanfarin misseri hefur óréttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið lýðum ljóst. Veiðiheimildirnar hafa í vaxandi mæli tekið á sig eignarform þó að skýrt sé kveðið á um í lögum að þær myndi ekki eignarrétt. Brask með kvóta, sem upphaflegar var úthlutað ókeypis, hefur safnað óheyrilegum auði á fáar hendur en kippt fótunum undan atvinnulífi margra sjávarbyggða á sama tíma og laun fiskverkafólks dragast aftur úr.
    ókeypis úthlutun á takmörkuðum verðmætum leiðir alltaf til spillingar. þannig hefur þróast lénsskipulag í íslenskum sjávarútvegi sem hindrar endurnýjun í greininni og leiðir fyrr eða síðar til stöðnunar í þessari undirstöðu íslensks efnahagslífs.
    Eina leiðin út úr þessu ástandi er að komið verði á leigufyrikomulagi þar sem borgað er sanngjarnt afgjald fyrir afnot af auðlindinni til eiganda hennar sem er íslenska þjóðin. Um leið væri hægt að byggðatengja verulegan hluta veiðiheimildanna.
    Verði ekki unnið að þessu er ekki annað fært en taka upp baráttu fyrir þjóðnýtingu allrar stórútgerðar í landinu til að tryggja að afrakstur auðlindarinnar skili sér til þjóðarinnar.
* veiİiheimildir  Efst á bls.

 

Ályktun um stríðið í Kosova
Stjórn Sósíalistafélagsins fordæmir stríð Natóríkjanna gegn Jógóslavíu og krefst þess að íslensk stjórnvöld láti af þátttöku í því tafarlaust. þetta stríð er háð undir yfirskini mannúðar og því að verið sé að koma í veg fyrir þjóðernishreinsanir Serba gegn Albönum í Kosova.
    Sannleikurinn er hins vegar sá að stríðsaðgerðir Natóríkjanna hafa stóreflt verstu afturhaldsöfl Serbíu og aukið þeim svigrúm til hreinnar útrýmingar á albönsku þjóðerni í Kosova. þetta stríð hefur kostað mörg þúsund mannslífa og margfalt fleiri þjást, ekki síst í Kosova. þetta stríð leysir engin vandamál á Balkanskaga en torveldar lausn á mörgum þeirra. Nató heyr þetta stríð í trássi við öll viðurkennd alþjóðalög og grefur þannig undan samskiptum þjóða í framtíðinni.
    Eftir að uppskipting gömlu Júgóslavíu var innsigluð með Dayton-samningnum 1995 eru full rök fyrir því að Albanirnir í Kosova fái rétt til að ráða sínum málum sjálfir, en það verður að gerast eftir friðsamlegum leiðum.
    Raunverulegt markmið Natóríkjanna með þessu stríði er ekki að bæta stöðu Albananna í Kosova heldur að skapa vestuveldunum hernaðarlega og efnahagslega fótfestu í landinu. Júgóslavía hefur ekki þörf fyrir sprengjur heldur vopnahlé, frið og samninga um framtíðarskipan mála. í þeim efnum getum við íslendingar lagt lóð á vogarskálarnar ef vilji er fyrir hendi.
* Jœg—slav’a  Efst á bls.


 

Ályktun um loftárásir á Írak 18. 12. 1998
Sósíalistafélagið fordæmir loftárásir Breta og Bandaríkjamanna á Írak. Félagið krefst þess að íslensk stjórnvöld dragi til baka stuðning sinn við þessar villimannlegu árásir og beiti sér fyrir því að viðskiptabannið á Írak verði afnumið og íröksku þjóðinni verði aftur leyft að færa líf sitt í eðlilegt horf.
    Forysturíki NATO hafa dregið á langinn svokallaða vopnaleit til að hindra gerð friðarsamnings og framlengja viðskiptabannið til eilífðar. Um leið hafa þau leitað að átyllu til nýrra loftárása á Írak. þessar árásir hafa hæft bæði íbúðarhverfi og sjúkrahús. Ekkert getur réttlætt þær.
    þetta ástand er óþolandi og stappar nærri útrýmingu heillar kynslóðar í Írak. það er einnig illur fyrirboði um áform NATO um sjálfstæðar ákvarðanir um hernaðaraðgerðir að eigin geðþótta um heim allan. þessa þróun verður að stöðva.
* Nat—  Efst á bls.


 

Ályktun framhaldsaðalfundar Sósíalistafélagsins 24. 9. 1998
Væntanlegt sameiginlegt framboð Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og kvennalista er staðfesting á langvarandi þróun Alþýðubandalagsins til hægri og upphafið að endalokum flokksins. þess vegna er stór hópur vinstri manna sem lítur ekki á Alþýðubandalagið sem valkost til vinstri og yfirgefur flokkinn. þannig er að myndast verulegt pólitískt tómarúm til vinstri og miklu skiptir hvernig fyllt verður í það.
    Sósíalistafélagið leggur áherslu á að markvisst verði unnið að því á næstunni að sameina vinstri menn og sósíalista í einn flokk með sterku og lýðræðislegu skipulagi. Flokk sem hefur að leiðarljósi sósíalísk viðhorf og framtíðarhagsmuni íslenskrar alþýðu í öllum málum.
    Félagið vill starfa með öðrum samtökum og einstaklingum með svipuð sjónarmið að því að ná saman sem breiðustum hópi vinstri manna til viðræðna sem geta leitt til stofnunar slíks flokks. Nú er sögulegt tækifæri til að sameina vinstri menn í einum flokki. Einskis má láta ófreistað til að það takist nú því annað tækifæri gæti verið langt undan.


* Balkan  Efst á bls | *šreigar  Á heimasíðu Sósíalistafélagsins |

- Slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sf/alykta.html -   Síðast uppfært 20/3 2000