Lög Sósíalistafélagsins

L
ö
g

L
ö
g

L
ö
g

L
ö
g
ađalfundur  Lög Sósíalistafélagsins
1. grein.
Félagið heitir Sósíalistafélagið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein.
Félagið vinnur að sósíalisma, eflingu lýðræðis og umhverfisvernd. Markmið félagsins er að virkja sem flesta til þátttöku í baráttunni fyrir bættum lífsgæðum almennings og í aljóðlegri samstöðu verkalýðsins..

3. grein.
Félagið beitir sér fyrir sameiningu íslenskra sósíalista í einn sósíalistaflokk. í því skyni leitar það eftir samvinnu önnur félög og einstaklinga sem stefna að sama marki. Jafnframt er það sjálfstætt stjórnmálaafl og beitir sér á meðal fjöldasamtaka sem það á samleið með..

4. grein.
Félagsmaður getur hver sá orðið sem samþykkir stefnu félagsins og greiðir félagsgjald.
  Skuldi félagsmaður á árslok félagsgjald tveggja ára skal stjórn félagsins senda honum aðvörun. Verði henni ekki sinnt innan tveggja mánaða telst hann ekki lengur löglegur félagsmaður

5. grein.
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok mars ár hvert. Til hans skal boða með minnst viku fyrirvara og telst hann þá löglegur. Verkefni aðalfundar eru:
1. að fjalla um skýrslu stjórnar um starf félgsins.
2. að afgreiða reikninga félagsins og fjárhagsáætlun.
3. að ákveða upphæð félagsgjalds.
4. að kjósa fimm manna stjórn auk þriggja varamanna og tvo endurskoðendur. Formaður og varaformaður skulu kosnir sérstaklega en aðrir aðalmenn í einu lagi. úr þeirra hópi velur stjórnin síðan ritara og gjaldkera. Ef ekki tekst að fullskipa stjórn á aðalfundi er stjórn heimilt að skipa í þau sæti sem á vantar með fyrirvara um samþykki félagsfundar.

6. grein.
Stjórnin ber höfuðábyrgð á starfi félagsins milli aðalfunda og kemur fram fyrir þess hönd. Stjórn skal ákveða félagsfundi. þó geta 10 félagar krafist fundar með dagsettri undirskrift sinni vegna tiltekinna mála. Stjórn ber þá að boða fund innan viku.

7. grein.
Á fundum skal einfaldur meirihluti ráða í málum sem atkvæði ganga um. þó tekur lagabreyting aðeins gildi að 2/3 hlutar aðalfundarmanna greiði henni atkvæði sitt.

8. grein.
Lögum má einungis breyta á aðalfundi. Lagabreytingatillögum skal koma á framfæri við stjórn félagsins og skal þeirra getið í fundarboði.


* stjórn  Efst á bls | * reglugerđir  Á heimasíðu Sósíalistafélagsins |

- Slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sf/log.html -   Síðast uppfært 26/3 2000