S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
S
t
e
f
n
a
kommar Ný öld - öldin okkar

Aldamótaályktun Sósíalistafélagsins

Lokið er sögulegri öld í baráttu fyrir sósíalisma í heiminum. Sú öld sem nú er að hefjast felur í sér nýja möguleika til að efla þessa baráttu og leiða hana til sigurs. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að draga lærdóma af sigrum og ósigrum, mistökum og árangri þessarar baráttu frá miðri 19. öld
        Októberbyltingin 1917 var stærsta áfall sem auðvaldsskipulagið hefur orðið fyrir. Allt heimsskipulagið var í uppnámi. Kapítalisminn var ekki lengur sjálfsagður. Nýlendukerfið var skekið. Eftir að byltingarhreyfing 19. aldar hafði fjarað út í heimsstyrjöldinni fyrri varð Októberbyltingin innblástur til uppbyggingar nýrri byltingarhreyfingu. Verkalýðsstéttin hafði öðlast tæki til að verða sjálfstætt pólitískt afl.  Á 3. og 4. áratugnum voru kommúnistaflokkarnir kjarni þeirrar hreyfingar sem barðist gegn fasisma og vaxandi stríðshættu. Þeir áttu einnig stærstan þátt í því að Hitlersþýskaland var lagt að velli.
        Eftir heimsstyrjöldina síðari þegar íbúar Evrópu stóð frammi fyrir nakinni eymd auðvaldsskipulagsins var byltingarhreyfingin öflugri en nokkru sinni fyrr þrátt fyrir mikla blóðtöku í stríðinu. Auðvaldskerfinu var verulega ógnað. Það þurfti nauðsynlega á manneskjulegu yfirbragði að halda til að draga athyglina frá nauðsyn sósíalismans. Þess vegna var látið undan þrýstingi alþýðunnar og komið upp félagslegu öryggisneti í flestum löndum Evrópu og víðar til að grafa undan byltingarvitundinni.
        Í kalda stríðinu beindist athygli fólks mest að átökum milli stórveldanna og um leið leiddist umræða um sósíalisma í vaxandi mæli inn á samanburð milli Sovétríkjanna og vesturlanda. Eftir því sem á leið varð sá samanburður Sovétríkjunum óhagstæðari enda fór þeim snemma hnignandi sökum innri veikleika. Að sama skapi dró úr viðleitni til baráttu fyrir sósíalisma á Íslandi. Allt dró þetta kraftinn úr vinstri hreyfingunni og þegar klofningur varð í herbúðum sósíalismans kom í kjölfarið klofning í heimshreyfingunni og tekist var á um það hvaða ríki beittu hinni einu réttu aðferð við uppbyggingu sósíalismans. Flest þessara ríkja hrundu til grunna kringum 1990 og er það meðal vísbendinga um að hin ãeina réttaÒ aðferð er ekki til.
        Meðan gamla vinstrihreyfingin tærðist í innbyrðis átökum styrkti auðvaldið stöðu sína. Byltingin og sósíalisminn var ekki lengur aðsteðjandi ógn. Möskvar voru stækkaðir í hinu félagslega öryggisneti og lögð voru drög að stófelldu niðurrifi velferðarkerfisins. Stórtæk einkavæðing var hafin á eigum ríkisins, fyrst á framleiðslusviðinu en síðar einnig á sviði samfélagsþjónustu, t.d. í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu.  Auðmagnið fékk aukið frelsi. Vaxtaokur var lögleitt, aðgangur að auðlindum þjóðarinnar gengur kaupum og sölum og hlutabréfamarkaður hefur fest sig í sessi. Þessi þróun hefur einkennt tvo síðustu áratugi aldarinnar. Á sama tíma hefur aukist stórlega bilið milli ríkra og fátækra hér á landi, og erfiðara er að vinna sig upp úr fátæktinni en fyrr jafnvel þegar góðæri ríkir.
        Í þessu andrúmslofti hefur svokölluð frjálshyggja farið mikinn. Þegar Sovétríkin voru lögð niður og leifar sósíalismans afnumdar í fleiri ríkjum, var enn frekar blásið í lúðra og lýst yfir endanlegum sigri yfir sósíalismanum. Þrátt fyrir þetta er sósíalískum hugmyndum aftur farið að vaxa fiskur um hrygg og hik er komið á postula frjálshyggjunnar nú þegar ýmis teikn eru á lofti um nýja kreppu eftir lengsta og mesta góðæri auðvaldsins í áratugi.
        Margt bendir til að næsta kreppa komi harðar niður á almenningi en fyrr þar sem öll lögmál auðvaldsins eru orðin virkari fyrir tilstilli frjálshyggjunnar. Því er líklegt að vaxandi stéttabarátta sé framundan og skiptir því miklu að til verði öflug sósíalísk hreyfing sem haft getur áhrif á þróun stéttabaráttunnar.
        Afdrif sósíalismans á 20. öldinni má að nokkru rekja til þess að um sögulega nýsköpun var að ræða og því engin reynsla til að koma í veg fyrir ýmis mistök. Einnig er það staðreynd að flest ríki sem reyndu að byggja upp sósíalisma voru vanþróuð í efnahagslegu og pólitísku tilliti, höfðu t.d.enga lýðræðishefð til að byggja á. Þess vegna sat lýðræðið einnig á hakanum í uppbyggingu sósíalismans. Flokkurinn rann saman við ríkisvaldið. Forréttindi leiddu til ójafnaðar og óánægju sem gróf undan þjóðfélaginu innan frá. Öll þessi einkenni eru arfleifð frá fortíðinni en hafa ranglega verið eignuð sósíalismanum.
        Það má aldrei gerast að einn stjórnmálaflokkur eða fleiri renni saman við ríkisvaldið og beiti því að eigin geðþótta. Gegn því verða sósíalistar ætíð að berjast hverjir sem eiga í hlut. Enda stefna þeir ekki að því að taka völdin fyrir sig heldur færa þau í hendur alþýðunni svo að almenningur geti ráðið stefnunni öllum til hagsbóta. Til þess þarf þjóðin að taka í eigin hendur þau verðmæti sem hún skapar.
        Ef við lærum af reynslu sósíalismans á 20. öldinni býður 21. öldin upp á stórkostleg tækifæri til að gera hann að veruleika þannig að hún verði með réttu nefnd öldin okkar.

 Ef þú hefur eitthvað að segja um ályktunina þá er velkomið að skrá þær hér og senda ásamt nafni


Nafn:

Tölvupóstfang:


*arİr‡n  Efst á bls. | *erindi  Á heimasíðu Sósíalistafélagsins

- Slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sf/nyold.html -