S
a
g
a


S
a
g
a


S
a
g
a
saga  Saga félagsins
Sósíalistafélagið var stofnað í Reykjavík 16. október árið 1994. Um það bil ári áður hittust nokkrir sósíalistar til að ræða hvernig mætti vinna að endurreisn sósíalískrar hreyfingar á Íslandi. Þá hafði engin opinber sósíalísk starfsemi verið fyrir hendi um árabil og sósíalisminn hafði sætt ofsóknum úr öllum áttum. Þar var m.a. rætt um að fyrsta skrefið væri sú að skipuleggja umræður um þjóðfélagsmál á sósíalískum forsendum. Niðurstaðan varð sú að 3. desember 1993 var stofnað Umræðufélag sósíalista. Þetta félag hélt nokkra umræðufundi snemma árs 94 og hafði frumkvæði að kvölddagskrá á 1. maí undir heitinu Rauður 1. maí í samstarfi við fleiri félög. Þessi atburður hefur verið órofin hefð síðan.
   Sumarið 94 fór að dofna yfir starfi umræðufélagsins og náði það sér aldrei á strik síðan. En samtímis hófst umræða um stofnun nýs félags sem hefði almennara pólitískt hlutverk. Eftir talsverðan undirbúning og umræður um stefnuyfirlýsingu, lög o.fl. var félagið svo stofnað 16. október.
   Félagið varð aðildarfélag að Alþýðubandalaginu og starfaði á þeim vettvangi fyrstu árin með þátttöku í landsfundum og kjördæmisráði flokksins í Reykjavík. Meginstarf félagsins hefur þó alltaf verið á þess egin vegum. Félagið hefur haldið fundi og málþing um sígild viðvangsefni og málefni líðandi stundar, komið á umræðum og sent frá sér ályktanir.
   Jafnframt hefur félagið alltaf verið opið fyrir því að starfa með öðrum félögum og samtökum að ýmsum verkefnum. Allt frá stofnun hefur það verið virkur þátttakandi í Rauðum 1. maí þar sem alltaf hefur verið boðið upp á framúrskarandi dagskrá. árið 1997 átti Sósíalistafélagið frumkvæði að samstarfi við félagið MÍR um aað minnast 80 ára afmælis Októberbyltingarinnar með "Byltingardögum 97" sem náðu hámarki með mikilli hátíð í Mörkinni 6 að kvöldi 7. nóvember.
   Eftir auka-landsfund Alþýðubandalagsins sumarið 1998, þar sem ákveðið var að efna til sameiginlegs framboðs til alþingis með Alþýðuflokknum og Kvennalista, varð upplausn í flokknum. Þessi ákvörðun og fyrirsjáanleg áhrif hennar leiddu til þess að Sósíalistafélagið sagði skilið við Alþýðubandalagið á auka-aðalfundi þann 24. september 1998.
   Margir félagsmanna tóku þátt í stofnun Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og starfa í þeim flokki. En eftir úrsögn úr Alþýðubandalaginu starfar félagið sem sjálfstætt félag og svo verður væntanlega meðan þess er þörf til að halda uppi merki sósíalismans.


* Sovétríkin  Efst á bls | * mannkynssaga  Á heimasíðu Sósíalistafélagsins |

- Slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sf/saga.html -