S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

S
t
e
f
n
a
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

S
t
e
f
n
a

 ßj—İnàta auİlindir  Ályktun um heimsástandið

Undanfarinn áratug hefur stríðsofsi farið stigvaxandi í heiminum þar sem Bandaríkin og fylgiríki þeirra innan og utan Nato hafa farið hamförum til að tryggja sér alheimsdrottnun og grafa undan mannréttindum og lýðræði.

Í þessu skyni hafa atburðirnir 11. september s.l. verið gróflega misnotaðir. Hvergi hafa komið fram sannanir fyrir því hverjir stóðu að aðgerðunum 11. september, en barátta gegn hryðjuverkum notuð sem átylla til að ráðast á þá sem henta þykir. Í Bandaríkjunum hefur forsetinn sogað til sín meiri völd en dæmi eru um, og flestum reglum réttarríkisins er ýtt til hliðar. Þessi þróun hefur einnig orðið í mörgum öðrum löndum.

Stríðið í Afganistan er þegar orðið margfalt mannskæðara hryðjuverk en 11. september og í skjóli þess gengur Ísraelsríki af göflunum í ríkisreknum hryðjuverkum gegn Palestínuþjóðinni með velþóknun og stuðningi Bandaríkjanna. Ofstæki Ísraelsríkis er meginorsök ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins. Í hvert skipti sem hætta er á að friðarferlið fari aftur í gang er ísraelski herinn virkjaður til hryðuverka og ögrana. 

Drottnunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna þeirra er hættulegasta uppspretta fasisma og stríðs í heiminum í dag. Þessi öfl svífast einskis til að tryggja sér áhrif og yfirráð hvar sem er í heiminum. Í þessara viðleitni hafa íslensk stjórnvöld fylgt Bandaríkjunum eins og skugginn. Þannig hafa íslenskir ráðamenn á undanförnum árum endurtekið átt aðild að stríðsglæpum og öðrum brotum á alþjóðalögum.

Nauðsynlegt er að reisa rönd við þessari þróun og íslensk stjórnvöld verða að snúa baki við þessari háskalegu stefnu Bandaríkjanna og annarra Natóríkja.

Samþykkt á félagsfundi í Sósíalistafélaginu 5. des. 2001


*arİr‡n  Efst á bls. | *erindi  Á heimasíðu Sósíalistafélagsins

- Slóð: http://www.ismennt.is/vefir/sf/stefna.html -