Samtök fámennra skóla

Upplýsingar

Forsíða >

Áriđ 2009

 

Ársţing Samtaka fámennra skóla verđur haldiđ ađ Stórutjarnaskóla 9. maí  2009

 

Ársţing Samtaka fámennra skóla

Menntun á tímum uppgjörs og endurnýjunar: Samtök fámennra skóla 20 ára

 

Ársţing Samtaka fámennra skóla 2009 verđur haldiđ í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit laugardaginn 9. maí nk og hefst kl 13:30.  Yfirskrift ţingsins ađ ţessu sinni er:

Menntun á tímum uppgjörs og endurnýjunar: Samtök fámennra skóla 20 ára.

Á ţinginu verđur 20 ára afmćlis samtakanna minnst en síđan verđa fluttir eftirfarandi fyrirlestrar međ tilheyrandi umrćđum:

·        Ţađ ţarf ţorp til ađ mennta barn – og barn til ađ mennta ţorp:  Rúnar Sigţórsson dósent viđ Háskólann á Akureyri

 

·         Hvađ finnst mér eđa hvađ finnst ykkur ađ mér eigi ađ finnast? Um sjálfstćđa hugsun og búsetu:  Ćvar Kjartansson útvarpsmađur

 

·         Byggđir og bú.  Um stođkerfi menntunar í dreifbýli.:  Óli Halldórsson forstöđumađur Ţekkingarseturs Ţingeyinga

Ađalfundur Samtaka fámennra skóla verđur haldinn síđar um daginn.  Ţar verđur m.a. lögđ fyrir tillaga stjórnar um ađ samtökin verđi lögđ niđur.  Ţví er mikilvćgt ađ sem flestir, sem láta sig varđa málefni fámennta skóla mćti á fundinn.  Í lögum félagsins segir m.a.:

2. grein
Hlutverk samtakanna er ađ efla samstarf og samskipti fámennra skóla, stuđla ađ bćttu og fjölbreyttara skólastarfi og standa vörđ um hagsmuni skólanna.  

3. grein
Félagar geta orđiđ kennarar, leiđbeinendur og skólastjórar í fámennum skólum á öllum skólastigum. Einnig allir ţeir sem áhuga hafa á frćđslumálum og vilja leggja félaginu liđ.

Skráningarfrestur er til 4. maí nk og skulu skráningar berast á netfangiđ oliarn@storutjarnaskoli.is   Skráningargjald er kr 2.000- (síđdegiskaffi innifaliđ).  Ţeir sem ćtla ađ taka ţátt í hátíđarkvöldverđi og árshátíđ SFS (kr 3000-) taki ţađ fram sérstaklega.  Eins ţarf ađ taka fram hvort fólk ćtlar ađ gista á stađnum, en bođiđ er upp á fjölbreytta möguleika á gistingu, allt frá svefnpokaplássi upp í tveggja manna herbergi međ bađi.

 

Áriđ 2008.....

Fréttatilkynnng sem send er til fjölmiðla eftir þingið 2007

Samtök fámennra skóla komin á háskólastig!

Samtök fámennra skóla eru samtök skólaáhugafólks sem láta sig varða fámenna skóla. Fámennir leik-, grunn,- framhalds- og háskólar eru fyrst og fremst skólar dreifbýlisins en þó ekki einvörðungu. Samtökin voru stofnuð 1989 og hafa frá þeim tíma þroskast frá því að standa vörð um grunnskólastarf í fámennum skólum í að vera nú orðin samtök sem tengjast öllum skólastigum. Það gerðist á síðasta ársþingi sem haldið var í Skagafirði 27. apríl síðastliðinn. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum gekk þá í samtökin fyrstur háskóla á Íslandi. Rektor Hólaskóla, Skúli Skúlason ávarpaði þingið og kom hann meðal annars inná hversu mikilvæg þekking og menntun er sem grunnur að farsælu mannlífi og hvernig þeir sem fámennir eru geta eflt sig og styrkt með því að þroska og rækta samstarf við aðra.

Gestir þingsins komu víða að, frá öllum skólastigum og til gamans má geta þess að fulltrúar komu frá mörgum fámennustu skólum landsins og öllum byggðum eyjum landsins þar sem skóli er starfandi. Voru þinggestir sammála um að mikilvægt væri að hafa vettvang til að hittast, fræðast og ræða sameiginleg mál.

Þema þingsins að þessu sinni var tengsl skóla við umhverfi sitt og útinám af ýmsu tagi. Gunnar Gíslason fræðslustjóri kynnti skólamálsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga en meðal helstu verkefna hennar er að gefa umsagnir um skólamál til sambandsins og taka þátt í og undirbúa stefnumótun sambandsins á sviði skóalmála og vera til ráðgjafar á sviði skólamála við gerð árlegra starfsáætlana sambandsins. Sólrún Harðardóttir, Háskólanum á Hólum kynnti hugmynd að fræðsluvef sem ber vinnuheitið Náttúra Skagafjarðar, Eygló Björnsdóttir, Háskólanum á Akureyri kynnti vef um grenndarkennslu fyrir miðstig, Jónína Rós Guðmundsdóttir frá Menntaskólanum á Egilsstöðum var með innlegg um sérstöðu framhaldsskóla. Þóranna Rósa Ólafsdóttir og Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir kynntu útikennslu í Norðlingaskóla, Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir fræddi þinggesti um samstarf leik-grunn-og framhaldsskóla á skólasetrinu að Laugarvatni m.a. með tilliti til skapandi náttúru og umhverfis. Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri í Vestmannaeyjum kynnti meistaraverkefni sitt Samfélagslegt hlutverk fámenna skólans. Ein meginniðurstaða rannsóknarinnar er að skólinn gegnir mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem vettvangur þar sem íbúar hittast og við niðurlögn hans finna menn fyrir því að þennan vettvang vantar. Formlegri dagskrá þingsins lauk með erindi Jakobs Frímanns Þorsteinssonar aðjúkt við Kennaraháskóla Íslands um sem hann kaus að kalla Útinám. Að loknu kaffi var aðalfundur samtakanna haldinn en þar var gerður mjög góður rómur að framlagi frummælenda á þinginu og allri umgjörð. Deginum lauk með umhverfisleiðsögn og útinámi undir öruggri handleiðslu Jakobs Frímanns Þorsteinssonar. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður sem um langt árabil hefur gengt mikilvægu hlutverki í að efla tengsl og skapa þinggestum umhverfi til skrafs og ráðagerða.

Á þinginu voru kynntar áherslur sem stjórn Samtaka fámennra skóla lagði fram við endurskoðum grunnskólalaga. Þar kom fram að Samtökin lýsa ánægju með flestar breytingar sem boðaðar eru en þó eru nokkur atriði sem brýnt er að vekja athygli á.

o Vegna breytinga á starfsumhverfi skóla er stjórnun þeirra stöðugt umfangsmeira verkefni. Mikilvægt er að tryggja að sveitarfélög leggi nægilegt fjármagn til stjórnunar skóla sinna.

o Samtökin fagna hugmyndum um sveigjanleg skil milli skólastiga. Það getur skapað fjölbreytt tækifæri fyrir fámenna skóla á öllum skólastigum. Einnig er mikilvægt að opna möguleika fyrir fámenn sveitarfélög til að samreka leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

o Samtökin vilja benda á að í grunnskólalögum er hvergi talað um nemendur sem vistaðir eru utan síns lögheimilissveitarfélags um lengri eða skemmri tíma. Nokkur óvissa virðist ríkja um vinnuferli þessara mála og ábyrgð aðila og skapar það víða vanda innan fámennu skólanna. Þörf er á sky?rum línum í málefnum þessara nemenda.

o Samtökin setja spurningarmerki við hvort heppilegt sé að kveða á um fyrirkomulag og fjölda samræmdra prófa í lögum. Slíkt gæti orðið til þess að hefta eðlilega framþróun námsmatsaðferða.

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi. Hana skipa Jóhanna María Agnarsdóttir Grunnskólanum í Hrísey Torfhildur Sigurðardóttir, Stórutjarnaskóla og Jón Hilmarsson Grunnskólanum Hofsósi.

Nánari upplýsingar um Samtök fámennra skóla og glærur frá þinginu eru á heimasíðu samtakanna http://www.ismennt.is/vefir/sfs

Fyrir hönd þingnefndar,
Þóra Björk Jónsdóttir
Skagafirði

********************

Ársþing Samtakanna fór fram í Skagafirði 27. apríl. Þinggestir voru um 50. Dagskrá þingsins tókst mjög vel og voru gestir glaðir og fróðir við þinglok.

Glærur frá fyrirlestrum eru aðgengilegar frá tengli um ársþing.

*********

Dagskrá ársþings SFS:

10.00 Setning og ávörp gesta  
11:00

Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga

Gunnar Gíslason fræðslustjóri, Akureyri
11:20 Náttúra Skagafjarðar, fræðsluvefur Sólrún Harðardóttir, Háskólanum á Hólum
11:40 Á heimaslóð, vefur um grenndarkennslu Eygló Björnsdóttir, Háskólanum á Akureyri
12:00 Sérstaða framhaldsskóla, hvernig nýta þér sér hana Jónína Rós Guðmundsdóttir, Menntaskólanum á Egilsstöðum
12:30 Matur  
13:30 Útikennsla og útikennslustofa Norðlingaskóla
Þóranna Rósa Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri, Norðlingaskóla
14:10 Leikskóli-grunnskóli-framhaldsskóli-háskóli á Laugarvatni, samvinna og umhverfi. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri, Gullkistunni Laugarvatni
14:30 Samfélagslegt hlutverk fámenna skólans Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri, Vestmannaeyjum
15:00 Útinám Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt Kennaraháskóla Íslands
15:30 Kaffi  
16:00 Aðalfundur SFS  
17.00 Umhverfisleiðsögn, útinám og útivist Jakob, Þóra Björk og fleiri
19:00 Hlé  
20.00 Hátíðarkvöldverður  

Eldri fréttir

Efni


Forsíða >

Um SFS

Lög

Stjórn

Ársþing

Skólar


Slóðir

 

 
 

Umsjónarmaður síðunnar