Samtök fámennra skóla
Upplýsingar

Forsíða > eldri fréttir

 

Hér eru eldri fréttir:

Dagskrá ársþings SFS:

10.00 Setning og ávörp gesta  
11:00

Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga

Gunnar Gíslason fræðslustjóri, Akureyri
11:20 Náttúra Skagafjarðar, fræðsluvefur Sólrún Harðardóttir, Háskólanum á Hólum
11:40 Á heimaslóð, vefur um grenndarkennslu Eygló Björnsdóttir, Háskólanum á Akureyri
12:00 Sérstaða framhaldsskóla, hvernig nýta þér sér hana Jónína Rós Guðmundsdóttir, Menntaskólanum á Egilsstöðum
12:30 Matur  
13:30 Útikennsla og útikennslustofa Norðlingaskóla
Þóranna Rósa Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri, Norðlingaskóla
14:10 Leikskóli-grunnskóli-framhaldsskóli-háskóli á Laugarvatni, samvinna og umhverfi. Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri, Gullkistunni Laugarvatni
14:30 Samfélagslegt hlutverk fámenna skólans Fanney Ásgeirsdóttir skólastjóri, Vestmannaeyjum
15:00 Útinám Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt Kennaraháskóla Íslands
15:30 Kaffi  
16:00 Aðalfundur SFS  
17.00 Umhverfisleiðsögn, útinám og útivist Jakob, Þóra Björk og fleiri
19:00 Hlé  
20.00 Hátíðarkvöldverður  

Skráning

Skráning fer fram hjá Þóru Björk í síma 897 9160 eða með tölvupósti: thorabj@skagafjordur.is

Þinggjald er kr. 2000

Hádegisverður kostar 1800, kaffi 900 og kvöldverður 3800.-

Gisting:
Bakkaflöt,
sími 453 8245 sjá: http://www.bakkaflot.com eða
Steinsstaðir
, sími 453 8812 sjá http://steinsstadir.is

 

Ársþing SFS

Ársþing Samtaka fámennra skóla verður föstudaginn 27. apríl

Þingið verður haldið í félagsheimilinu Árgarði í Steinsstaðahverfi sem er í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði.

Meginþema veður umfjöllun um tengsl skóla og umhverfis, hvernig nýta skólar umhverfi sitt og sérstöðu og hvernig geta þeir nýtt hana?

Meðal þess sem er á dagskrá er:

  • Starfsfólk Norðlingaskóla segir frá tilurð útikennslustofu og kennslunni sem þar fer fram.
  • Sólveig Björg Aðalsteinsdóttir leikskólastjóri leikskólans Gullkistan á Laugarvatni fjallar um hvað þau eru að gera í útikennslu og útivist.
  • Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjúnkt, KHÍ, fjallar um útikennslu.
  • Fanney Ásgeirsdóttir segir frá meistararannsókn sinni sem fjallar um samfélagslegt hlutverk fámenna skólans
  • Gunnar Gíslason fjallar um starfsemi skólamálanefndar Sambands Íslenskra sveitarfélaga með sérstöku tilliti til okkar mála
  • Jónína Rós kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum kynnir okkur hvernig framhaldsskólar eru að nýta sérr sérstöðu sína með ýmsum námsbrautum
  • ...

Á aðalfundinum sem haldinn verður síðari hluta dagsins verður m.a. fjallað um tilvist og tilverurétt þessara samtaka. Á að leggja SFS niður? Stjórnin ætlar að senda út nokkrar spurningar til allra skólanna um þann þátt með dagskránni.

Grenndarkynning verður á staðnum eins og vant er og svo er sund, eða gera sig sætan tími og að lokum er hinn margrómaði hátíðarkvöldverður.

Sjáumst í Skagafirði.

 

10. janúar 2007.


SFS
óskar
landsmönnum
öllum til sjávar og
sveita gleðilegs nýs árs

ll

15.9.

Morgunblaðið birtir frétt 13.9. um að í Danmörku séu stóru (grunn)skólarnir betri en þeir litlu sé litið til frammistöðu í PISA. Þetta er áhugaverð frétt fyrir SFS. Þar er sagt að frammistaða barna sem ganga í stóra skóla sé betri en þeirra sem ganga í litla, sérstaklega þegar kemur að stærðfræði og raunar einnig varðandi lestur. Ekki kemur fram hvaða stærðir verið er að tala um. Höfundur skýrslunnar, danskur prófessor telur að ein af ástæðunum fyrir þessu sé sú, að í stórum skólum eigi kennarar sér alltaf einhverja kollega í faginu. Þeir styðji síðan hver annan með ýmsum hætti og beinu samstarfi. Hann leggur þá áherslu á, að í öllu námi skipti félagslegar aðstæður oft mestu.

slóð í þessa frétt http://www.mbl.is//mm/frettir/togt/frett.html?nid=1223415

Ekki er til sambærileg rannsókn á frammistöðu fámennra skóla á Íslandi.

Fréttin ítrekar kannski fyrst og fremst mikilvægi þess að kennara fámennra skóla séu í samstarfi við félaga í faginu. Að skólar myndi samstarfsklasa sem vinna saman að faglegum málefnum. þetta er sama niðurstaða og kom fram í meistararannsókn Þóru Bjarkar Jónsdóttur, 2000.


Fámennir skólar á Englandi hafa með sér samstarf:

Dæmi um samstarf fámennra skóla í Milton Keynes sveitarfélaginu á Englandi.

Hér er síða með slóðum frá Englandi tengdum fámennum grunnskólum

24.8.

Fyrirhuguðu ársþingi SFS er frestað til 27. apríl 2007.

einnig er aðalfundi Samtaka fámennra skóla frestað til 27.apríl 2007

Stjórnin

 

15.8.

Aðalfundur Samtaka fámennra skóla verður haldinn að Steinsstöðum í Skagafirði 15. september.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

*****************************************************************

 

Ársþing SFS

Fyrirhugað er að halda ársþing Samtaka fámennra skóla 15. september 2006.

Þingið verður að þessu sinni að Bakkaflöt í Steinsstaðahverfi sem er í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði.

Meginþema veður umfjöllun um tengsl skóla og umhverfis, hvernig nýta skólar umhverfi sitt og sérstöðu og hvernig geta þeir nýtt hana?

Nánari upplýsingar verða settar hér síðar.

 

Þann 12.4. var haldinn fundur stjórnar Samtaka fámennra skóla og nefndar um heildarendurskoðun grunnskólalaga. Hér er ályktun sem stjórn SFS lagði þar fram.

Nýtt 13.12.2005
Sænsk síða um samstarf leik- og grunnskóla
Integration förskola - skola
Integration mellan förskola och skola ska leda till att olika lärkulturer möts. Det ska också leda till att nya arbetsformer, som gynnar barns lärande, utvecklas. Integrationen är tänkt att leda till ett sammanhållet utbildningssystem med en gemensam syn på barn, kunskap, utveckling och lärande.

What Does a School Mean to a Community?
Assessing the Social and Economic Benefits of Schools to Rural Villages in New York
Thomas A. Lyson.

Fanney Ásgeirsóttir tók saman stuttan útdrátt úr þessari rannsókn

Small is big Grein af Edutopia vefnum frá nóvember 2005 um hönnun skólahúsnæðis sem skapar námssamfélag, grunn og framhaldsskóli.

High school's new face Grein af Edutopia um framhaldsskóla, nóvember 2004
No longer limited to the classroom, educators move to close the gap between school and the real world.

Forsíða

 

 

Efni


Forsíða - eldri fréttir >

Um SFS

Lög

Stjórn

Ársþing

Skólar


Slóðir

 

 
 

Umsjónarmaður síðunnar