Samtök fámennra skóla
Upplęsingar

Lög >

Lög samtaka fámennra skóla

1. grein
Nafn félagsins er Samtök fámennra skóla, skammstafað SFS

2. grein
Hlutverk samtakanna er að efla samstarf og samskipti fámennra skóla, stuðla að bættu og fjölbreyttara skólastarfi og standa vörð um hagsmuni skólanna.

3. grein
Félagar geta orðið kennarar, leiðbeinendur og skólastjórar í fámennum skólum á öllum skólastigum. Einnig allir þeir sem áhuga hafa á fræðslumálum og vilja leggja félaginu lið.

4. grein
Reikningsár er milli aðalfunda. Árgjald skal ákveðið ár hvert og innheimt sem fast gjald á hvern fámennan skóla.

5. grein
Samtökin skulu halda haustþing árlega til skiptis í fræðsluumdæmum hinum fornu í tengslum við aðalfund.
Til aðalfundar skal boðað með minnst mánaðar fyrirvara.

6. grein
Stjórn samtakanna er skipuð þrem mönnum kjörnum á aðalfundi sem haldinn er samhliða árlegu þingi samtakanna.
Hver stjórnarmaður skal kjörinn til tveggja ára.
Tryggt skal að í stjórn sitji ávallt a.m.k. einn fulltrúi úr fyrri stjórn.
Stjórn skiptir með sér verkum; formaður, gjaldkeri og ritari.

7. grein
Á haustþingi ár hvert skal skipuð þingnefnd, sem skipuleggur næsta haustþing. Nefndin skal skipuð 3-5 mönnum af tilteknu svæði. Nefndin er undirnefnd stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni.

8. grein
Stjórn skipar tengiliði í hverju umdæmi.

9. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða.

10. grein
Lög þessi öðlast þegar gildi

 

Samþykkt í Höfðabrekku 2004

Efni


Forsíða

Um SFS

Lög >

Stjórn

Ársþing

Skólar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 

Umsjónarmaður síðunnar