Vefprestur - ráðstefnuvefur:
Menntun í dreifbýli

Á þessum vef eru birt erindi sem flutt voru á ráðstefnunni Menntun í dreifbýli sem fram fór í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði 28. apríl 2001. Að ráðstefnunni stóðu Félag íslenskra leikskólakennara, félagsvísindadeild Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennaraháskóli Íslands, Kennarasamband Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fámennra skóla. Þá skal geta styrks, kr. 100 þúsund, frá Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri.

Á ráðstefnunni var fjallað um stöðu skóla- og fræðslustarfs í dreifbýli á öllum skólastigum, auk fullorðinsfræðslu. Flutt voru stutt erindi um áhugavert skólastarf og rannsóknarverkefni sem tengdust meginefni ráðstefnunnar. Þá var efnt til umræðna um leiðir sem vænlegar þykja til að styrkja skólastarf og efla samstarf skólafólks á ólíkum skólastigum hvarvetna um landið.

Málshefjendur veittu góðfúslega leyfi sitt til birtingar á erindum á þessum vef. Umsjón með þessari vefútgáfu hafði Ingvar Sigurgeirsson í samvinnu við Ingólf Á. Jóhannesson og Rúnar Sigþórsson.


Efnisyfirlit: