Samtök fámennra skóla
Upplęsingar

Um SFS

Samtök fámennra skóla, SFS, eru samtök fámennra leik- grun og framhaldsskóla á Íslandi. Samtökin voru upphaflega stofnuð 1989 og voru þá samtök fámennra grunnskóla. Árið 2001 var haldin viðamikil ráðstefna, Menntun í dreifbýli. Þar var lögum samtakanna breytt þannig að fámennir leikskólar og framhaldsskólar starfa nú með í samtökunum.

Hlutverk samtakanna er að efla samstarf og samskipti fámennra skóla, stuðla að bættu og fjölbreyttara skólastarfi og standa vörð um hagsmuni skólanna.

Skilgreiningar á því hvað er fámennur skóli eru ekki algildar. Hægt er að miða við að fámennur leikskóli sé með fjögur stöðugildi starfsfólks eða færri sem sjá um umönnun, uppeldi og menntun barnanna, eða að hann sé einnar deildar leikskóli eða leikskóli með 25 börn eða færri, fámennur leikskóli getur verið rekinn sem deild innan grunnskólans eða sem útibú frá fjölmennum leikskóla. Fámennur grunnskóli er skilgreindur sem skóli þar sem kennt er í aldursblönduðum hópum vegna fæðar nemenda, fámennir grunnskólar eru með nemendafjölda frá 1 - um 120 og fámennur framhaldsskóli er með nemendafjölda um og undir 300 nemendur. Leikskólar sem falla undir þessa skilgreiningu árið 2005 eru milli 40 og 50, grunnskólar um 70-80 og framhaldsskólar um 10.

Kennarar, leiðbeinendur og skólastjórar í fámennum skólum á öllum skólastigum geta verið félagar í samtökunum. Einnig allir þeir sem áhuga hafa á fræðslumálum og vilja leggja félaginu lið. Ekki er um eiginlega félagaskrá að ræða, heldur er hverjum skóla, sem fellur undir skilgreiningu samtakanna á fámennum skóla, gefinn kostur á að greiða árlega framlag til þeirra. Þeir peningar sem þannig koma í sjóð samtakanna eru notaðir til að fjármagna starfsemi þeirra. Einnig hafa þau notið nokkurra styrkja frá Kennarasambandi Íslands og Kennaraháskóla Íslands.

Samtökin halda haustþing árlega til skiptis í fræðsluumdæmum hinum fornu í tengslum við aðalfund.

 

Efni


Forsíða

Um SFS >

Lög

Stjórn

Ársþing

Skólar

 


 
 
 

Umsjónarmaður síðunnar