Undankoma Sæmundar
Sagnabrot af Sæmundi fróða
í Svartaskóla

Einu sinni voru þrír Íslendingar í Svartaskóla: Sæmundur fróði, Kálfur Árnason og Hálfdan Eldjárnsson eða Einarsson sem seinna varð prestur að Felli í Sléttuhlíð. Þeir áttu allir að fara burtu í einu og bauðst þá Sæmundur til að ganga seinastur út. Urðu hinir því fegnir. Sæmundur varpaði þá yfir sig kápu stórri og hafði ermarnar lausar og engan hnapp hnepptan. En rið var upp að ganga úr skólahúsinu. Þegar nú Sæmundur kemur á riðið þrífur kölski í kápu hans og segir: „Þig á ég.“ Varpaði þá Sæmundur af sér kápunni og hljóp út. Hélt kölski kápunni einni eftir. En járnhurði rumdi á hjörunum og skall svo fast aftur á hæla Sæmundi að hælbeinin særðust. Þá sagði hann: „Skall þar hurð nærri hælum “ - og er það síðan orðið að máltæki. Þannig komst Sæmundur fróði burtu úr Svartaskóla með félögum sínum.

Á undan | Sagnabrot | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998