Önnur sögn um
undankomu Sæmundar

Sagnabrot af Sæmundi fróða
í Svartaskóla

Aðrir segja að þegar Sæmundur fróði gekk upp riðið og kom út í dyrnar á Svartaskóla þá skein sólin móti honum, og bar skugga hans á vegginn. Þegar nú kölski ætlaði að taka Sæmund þá sagði hann: „Ég er ekki seinastur. Sérðu ekki þann sem á eftir mér er?“ Kölski þreif þá til skuggans sem hann hélt mann vera, en Sæmundur slapp út og skall hurðin á hæla honum. En upp frá þeirri stundu var Sæmundur jafnan skuggalaus því kölski sleppti aldrei skugga hans aftur.

Á undan | Sagnabrot | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998