Sturlinn stærsti
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Einu sinni mætti maður kerlingu á gangi og hafði hún sturla sinn á höfðinu. Hann átelur hana fyrir það að hún skuli aðhafast þá ósvinnu að vera á almannafæri með ófétis koppinn fyrir höfuðfat. Kerling sagði: „Ætli mér þyki skömm að því að bera koppinn minn þar sem postulunum þótti engin óvirðing að því eða manstu ekki 4. versið í 11. passíusálminum:

Pétur með sturlan stærsta?“

Mynd Fríðu Kristjándóttur

Á undan | Karlar og kerlingar | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998