Beiskur ertu nú, drottinn minn“
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Einu sinni var kerling til altaris. Presturinn hafði ekki góðan augastað á kerlingu og er sagt hann gjörði það af hrekk, en sumir segja hann gjörði það af ógáti, að hann gaf kerlingu brennivín í kaleiknum. En kerling lét sér ekki bilt við verða og sagði það sem síðan er að orðtaki haft: „Og beiskur ertú nú, drottinn minn.“ Kerlingin hélt það væri fyrir sinna synda sakir að messuvínið væri svo beiskt.

Mynd Guðbjargar Kristínar Bárðardóttur

Á undan | Karlar og kerlingar | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998