Við skulum tátla hrosshárið“
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar

Karl var að tæja hrosshár og sonur hans með honum. Þá sagði sonurinn: „Pápi minn, er það satt að Jesús Kristur hafi stigið niður til helvítis?“ „Ég veit ekki, drengur minn,“ segir karl, „svo segja prestarnir; við skulum ekki gefa um það; við skulum vera að tátla hrosshárið okkar.“

Mynd Guðrúnar Hallsteinsdóttur

Á undan | Karlar og kerlingar | Á eftir

Gagnasmiðja Kennaraháskóla Íslands
1998